Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1932, Blaðsíða 3

Fálkinn - 10.09.1932, Blaðsíða 3
F Á L K I N N VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. F'ramkvæmdastj.: Sravar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaöið kemur úl hvern laugurdag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsinyuverð: 20 uura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Öllum skjátlast einhverntíma. Ef einhver segir við jjig: Mjer sketkar aldrei! þá trúðu honum ekki, þvi só maður er skreytinn. Sennilega bæði visvitandi og óafvitandi. Og hann er meira: Hann er flón — stór- l'lón. Sá maður hefir aldrei verið til, að lionum hafi ekki skjátlast og það ol't. En það ber vitanlega misjafnlega mikið á mistökunum, eftir því hvers eðlis þau eru og eftir þvi hver staða mannsins er i mannfjelaginu, og eins er hitt, að mönnum skjátlast misjafnlega oft. Mönnuni skjátlast oft þanriig, að aðrir fá ekki tæki- færi til að sjá það, t. d. gerir maður sjer rajigar hugmjyndir um menn og málefni, en hefir ekki látið þær i ljósi við aðra, svo að ekkert verð- ur uppvíst um misgáninginn. Maðurinn sem segir, að sjer skeiki aldrei gerir þetta af monti og til þess að vekja eftirtekt annara á sjer og liltrú til sín. Ilann er fávís, því að hann ltekkir ekki eitt af allra einföldustu lögmálum heimsins. Hann man ekki, að jafnvel sá dauð- legur maður, sem mest er tignaður hjer á jörð, páfinn í Rónt, er þó ekki lalinn óskeikull i öðru en trúarefn- um af áhangendum sínum — hitt er lalið undan. — Hann man ekki, að alfullkomnir menn hafa aldrei verið lil og verða aldrei til, hann veit ekki að lífið er og hefir aldrei verið ann- að, en leit að fullkomnun. En þessi fávisi rnaður getur ofl l'agnað sigri saint, þvi að aðrir eru enn fávísari. Það er staðreynd, að Jieir eru fleiri en páfinn, sem taldir eru óskeikulir innan síns safnaðar. Sumir menn hafa lag á, að ná svo öruggu taki á áhangendum sínum, að það losnar ekki hvað sem á dyn- ur. Þar duga engin rök, jafnvel þó íið Jiau sjeu jafn ljós og að tveir og tveir eru fjórir. Sjerkreddutrúboðar ná svo góðu valdi yfir áhangendum sínum, að þó að þeir geri sig seka um allskonar vammir og skamnrir verða þeir et'tir sem áður hálf- eða allielgir menn í augum játenda sinna og saina gildir — þó eigi sje í jafn rikúm mæli — um stjórnmálin. Mor- mónarnir trúðu á Jósep Smith og A'eró og Caligula áttu báðir blinda áhangendur. Það er gömul saga sem ávalt verð- nr ný, að það er vandalitið að „af vegaleiða lýðinn“. „Heimurinn vill láta blekkjast“ og þrátt fyrir alla uppfræðing og mentun verða ávalt |ieir menn til, sem hægt er að láta Irúa því, að hvítl sje svart og svart hvítt. Nýja kirkjan á Siglufirði var vígð 28. f. m. af biskupi, að viðstöddum prestunum Bjarna Þorsteinssyni, próf. Stefáni Kristinssyni, Friðrik P.afnar, Sigurði Stefánssyni, Ingólfi Þorvaldssyni og Hálfdáni Helgasyni. Ilófst hún með því, að biskup og prestar báru í skrúðgöngu gripi göinlu kirkjunnar i þá nýju og hófst síðan sjálf guðsþjónustan með há- tiðaprelúdium og söng, en að lokn- um fyrsta sáliniuum l'Iutti biskup Bjcirni JónssQn meðhjálpari i Rvíh' verður sjötugur á morgun. Læknisfrú lngibjörg Finsen á Akranesi verður sextug 72. þ.m. ræðu fyrir altari, en þá sunginn sálinurinn .Kirkjau er oss kristrium móðir“ en á milli versa lásu fjórir prestar upp ritningagreinar. Síðan vígði biskup kirkjuna. Hófst þá ■söngur og tón, en þá steig sóknar- preslurinn, síra Bjarni Þorsteins- son i stólinn og flutti ræðu. Þrjú börn voru skirð við þetta tækifæri, en athöfninni lauk með því, að þjóð- sóngurinn var sunginn. Var vígslu- athöfnin hin hátiðlegasta og átti á- gælur söngur, þar á meðal Karla- kórsins Visir sinn þátt í því. Um 1000 manns num hafa verið við- statl. Kirkjan er hið veglegasta bús og liefir kostað um 100 þúsund krónur en að auki hafa herini á- skolnast ýmsir munir fyrir um 30.000 kr. Þar á meðal kirkjuklukk- ur og orgel frá Sparisjóði Siglu- fjarðar, stjakar og lijálmar og prje- di kunarstóll frá nokkrum konum á Siglufirði. Ýmsar aðrar stórgjafir gáfusl kirkjunni. Hjer til vinslri sjest mynd af kirkjunni að utan og önn- ur tekin inni mcðan á vígslunnistóð. Er biskup þar fyrir allari, en prest- arnir í kórnum i kring. Að ofan er niynd af skírnarfontinum og af' skipslíkani, sem hvorltveggja eru gjal'ir frá ónefndum. Árni Finsen húsam. gerði uppdrátlinn af kirkj- unni en Jón Guðmundsson hefir bygt hana. Ber mönnum saman um að hún sje bæði fögur og vönduð og kaupstaðnum og öllum forgöngu- riiöiinum til hins mesta sóma. Hinar vinsœlu bœkur Geirs rektors Zoéga: Ensk-islensk orðabók sem kom út nú í sumar. islensk-ensk orðabók Og Enskunámsbókin, sem notuð er við kenslu í útvarpinu, fást n ú allar hjá bóksöluin og í . . BÓKAVERSLUN SIGUKSAU KRISTJÁNSSONAK Uankastræti 3

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.