Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1932, Blaðsíða 14

Fálkinn - 10.09.1932, Blaðsíða 14
M I’a'ð var rangeygði maðurinn, sem fyrstur rauf þögnina. „Ilefðúð þið verið í mínu landi“, sagði hann með bræði þrunginni röddu, „þá hefði þetta kostað vkkur lífið“. Tony brosti vorkunsamlega. ,,.leg efast ekki um það“, sagði hann. „En það eru einmitl aðalkostir Hampsteads að hjer er svo skrambi heilnæmt. Viljið þjer ekki fá vður sæti, og láta fara vel um yð- ur?“ bætti hann við. Ókunni maðurinn virtist undrandi vfir spurningunni og hljómblænum í rödd Tonys. Hann hugsaði sig dálítið um, en settist siðan. Vinur hans, sá er í hægindastólnum sat virt- ist nú vera að rakna við. Hann deplaði aug- unum, og snjeri höfðiu á ýmsa vegu, setlist svo alt í einu upji og leit í kring um sig hálf- ruglaður. „Líður yður betur?“ spurði Tonv með meðaumkun. Skilningsglampa brá fyrir í augum ókunna mannsins. Han brá hendinni að kjálkanum. ,,.Ieg man nú“, tautaði hann. „Jeg var á leiðinni upp stigann og eitthvað lenti á mjer á stigapallinum". „Þetta er alveg rjett“, sagði Tony. „Þetta sem lenti á yður var hnefi Buggs. Mjög fáir geta munað einstök atriði eftir að hafa orð- ið fvrir honum“. Ókunni maðurinn horfði undrandi á Tonv. Hann var langtum fíngerðari í andlitsfalli, og leit gáfulegar út, heldur en fjelagi hans. Einnig var útlenda áherslan langt um minna áberandi hjá honum. „Jeg býst við, að jeg tali hjer við sir An- tony Conway“, sagði hann. Tony kinkaði kolli. „Þjer njótið að minsta kosti þeirra hlunn- inda að vita við hvern þjer talið“. Nú varð augnabliks þögn. Maðurinn sem sat í legubekknum hlö fjandsamlega. „Hlunninda, sem þjer að likindum njótið Jika“, sagði hann. Tonv snjeri sjer að honum. „Að því frásleptu, að þjer auðsjáanlega tilheyrið einhverju bófafjelagi11, sagði hann. „þá hef jeg ekki hugmvnd um hver þjer er- uð“. ökunni maðurinn stökk á fætur með ein- hverju sem líktist blótsyrði. Tony breytti of- urlítið stefnu Mauserskammbyssunnar, og þorði hann þá ekki annað en setjast aftur. Nú tók hinn maðurinn til máls. „Þjer gleymið því hersir, að ef sir Tony ekki veit hverjir við erum, þá hlýtur honum að finnast framkoma okkar mjög grunsam- leg“, sagði hann sefandi. Hann snjeri sjer að Tony. „Ef þjer vilduð gera svo vel að lofa okkur að tala við yður í nokkrarar mínútur í trúnaði, mundum við vafalaust komast að einhverri niðurstöðu“. „Þvkir vður verra að ganga fram fvrir Bugg?“ spurði Tonv. Bug'g gekk hiklaust til dyra. „Jeg verð fast við dyrnar sir Antony, og kem undir eins, ef þeir ætla að fremja ein- hver fanlastryk“, sagði hann. Tony beið þar til hurðin hafði lokast á hæla honum. Síðan settist hann á borðrönd- ina, og hafði skammbyssuna tilbúna. „Jæja, herrar mínir" ? sagði hann hvetj- andi. „Sir Antony Conwav“, sagði sá hærri. F A L K 1 N N „Leyfið mjer að spyrja yður einnar spurn- ingar. „Vitið þjer hver ungfrúin er, sem þjer virðist bera svo mikla umhyggju fyrir“. „Auðvitað", svaraði Tony. „Og megum við vænta þess að þjer hafið bjálpað ungfrúnni af breinum persónuleg- um hvötum?“ Hann beið svarsins með ákefð. Tonv kinkaði kolli. „Auðvitað“. Hái maðurinn sneri sjer að fjelaga sínum. „Það er eins og jeg hugði hersir. „Leyfið mjer að kvnna okkur fvrir vður“, sagði hann til Tonvs. „Þetta er Saltera hersir úr Livadiska hernum. Nafn mitt er Congosta. Senor-Edwarda Congosta. Það er nafn, sem eklci er óþekt meðal hinna konungliollu í Livadíu". Tony hneigði sig hátíðlega fvrir þeim. „Það gleður mig að kynnast yður. Mjer er ómögulegt að láta í íjósi neina sjer- staka aðdáun á hinum ágæta einvaldsherra yðar; en jeg ))ekki máske ekki hina betri eiginleika hans“. „Vorum ágæta einvaldsherra", endurtók hersirinn. „Um hvern eruð þjer að tala sir Conway ?“ Tony lypti brúnum. „Auðvitað Pjetur“, sagði hann, „Jeg á við Pedro. Hafið þjer tf leiri ?“ Saltero hersir hvesti augun i bræði. „Hann er ræfill og svikari, en ekki kon- ungur“. „Þjer misskiljið okkur“, sagði senor Con- gasta með mýkri rödd. „Maður sá, er þjer nefnduð, er ekki rjettborinn til konungs i Lívadíu. Við erum, eins og allir konungs- sinnar í Livadíu, áhangendur hans hátignar Francisco heitins fursta“. „Það er svo“, sagði Tony seinlega. „Það er mjög athyglisvert. Jeg lijelt að allir áhang- endur hans væru horfnir". „Flokkur vor er sterkari en nokkru sinni áður, í síðastliðin fimlán ár. Lýðveldisstjórnin er þegar dauða- dæmd. Alt of lengi hefur sá flokkur óaldar- manna og svikara herjað vorl ógæfusama föðurland. Það þarf ekki nema lítinn neista". Ilann táknaði með handsveiflu liin snöggu og kvalafullu örlög forsetans, og ráðherra hans. „Saltero hersir“, hjelt Congosta áfram: ,.Á- litið þjer ekki rjettast að segja þessum herra- manni allan sannleikann? — Ágætt. — Hinn konungholli flokkur i Livadíu bíður aðeins eftir hentugu tækifæri. Lýðveldið er fúið - grautfúið. Þegar tækifærið býðst, erum við reiðubúnir". „Da Freitas markgreifi er heldur ekki iðju- laus“, skaut Tony inn í. Augu Congosta leiftruðu. „Einmitt það“, sagði hann. „Svo þjer þekkið hann.“ „Ekki sjerstaklega vel;; en nógu mikið til þess að1 vita að hann muni vilja vera við- staddur, þegar herfanginu er skift“. „Það er da Freitas, sem við verðum að yfirvinna“, sagði Congosta þunglega, „da Freitas, og annar maður til. Fyrir mánuði síðan var alt undirbúið. Okkur var kunnugt að valdaræninginn beitti brögðum sínum hjer á Englandi, ennfremur vissum við að hann átti marga vini bæði i her og flota að stjórnarbylting gæti þegar hafist. -L Við vorum viðhúir að greiða höggið þegar tæki- færið byðist — og slá fast“. „Hvernig ætluðuð þjer að fara að?“ spurði Tony með áhuga. „Vjer höfðum í hvggju að koma setuliði j höllina, áður en leigusveinar svikarans da Freitas vrðu tilbúnir. Þvínæst var það ætlun vor að auglýsa konungsveldið, og tilnefná dóttur Fransisco sem rjettan rikiserfingja“. „Þetta var góð hugmynd“, sagði Tony. „En eftir því, sem mjer skilst, hefur þó einhver agnúi verið á þessu“. „Vjer vorum sviknir“, sagði Congosta þunglega, „okkur varð það á að trevsta rag- menni og' heimskingja". „Hvaða náungi var það?“ sagði Tonv sak- leysislega. „Það var mágur Francisco konungs, de Sé greifi. Samkvæmt erfðaskrá hans hátign- ar, varð hann fjárhaldsmaður prinsessunn- ar. Hann þóttist vinna með okkur, en fyrir mánuði síðan fór hann á laun til Englands og ljóstaði úpp öllum áformum vorum við da Freitas. Vjer megum vera þaklátir fýrir það að prinsessan er enn á lífi“, hjelt Cong- osta áfram beisklega. „da Freitas er ekkerl góðmenni, þegar um hagsmuni hans er áð ræða. Ef Iionum hefði hentað þá“ —Hann brevfði hendina á mjög þýðingarmikinn hátt. „Eftir því sem málum er komið, hefur honum vafalaust lilist betur á fyrirætlanir greifans og ef til vill þótt þær heilnæm- uri honum sjálfum. Hversvegna ætti Pedro ekki að giftast prinsessunni ? Þegar svo stjórnbyltingin hefðisl, þá yrði ekki nema pinn sem gerði kröfu til hásætisins og þar með voru allar fyrirætlanir vorar, og ráða- gerðir úr sögunni“. „Jeg á hálf bágt með að skilja þetta fram- ferði Sé greifa," sagði Tony. „Það virðist þó álitlegra fyrir liann að gera Isabellu eina að drotningu, þar sem hann er fjárhaldsmað- ur hennar“. „Hann var liræddur", sagði Congosta fyr- irlitlega. „Hann er raggeil, og víir hræddur um að svo gæti farið, að við biðum ósigur. Honum þótli vissara að vera undir vernd da Freitas“. Undir eins og oss var kunnugl hvað skeð íiafði hjeldum vjer á fund í Porto-Rigo. Þar var ákveðið að við Saltero hersir skyldum fara til Englands. Oss veittist ekki ervitl að komast að því hvar da Freilas bjó. Jeg leigði mjer herhergi nálægt honum, og heið svo í heila viku eftir tækifæri til þess að ná tali af prinsessunni. .Teg þóttist viss um að hún vissi eldci um hvað gerst haf'ði í Livadíu. Það reyndist ómögulegt að ná tali al' henni. Einhver gömul kerling var sí og æ á hælum henni. En loks kom að því að kvöld nokk- urt kom hún ein út úr húsinu. í fyrstu var jeg var um mig. Mjer datt í Img að þetta gæti verið gildra, sem da Freilas ætlaði að ina, og faldi sig i biðstofunni, grunaði mig veiða okkúr í, en þegar hún kom á vagnstöð- að hún hefði flúið. Jeg yrti ekki á hana, al' þvi að jeg heyrði hana biðja um farmiða til Waterloo stöðvarinnar, þá simaði jeg til Sallero hersis og bað hann um að liitta mig þar“. „Jeg get ímvndað mjer livað gerðist eftir þetta“, sagði Tony. Hann stóð upp, og s'að- næmdist l'rammi fyrir föngum sínum. „Þjer eigið hjá mjer fyrirgefningarbón“, sagði hann. „Jeg er hræddur um að hæði jeg og Bugg höfum verið nokkuð harðhentir í áí.af- anum vi'ð að hjálpa prinsessunni11. Congosta lmeigði sig alvarlega og iiátíð- lega. „Sir Anlonv Conway, þjer hafið breytl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.