Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1932, Blaðsíða 11

Fálkinn - 10.09.1932, Blaðsíða 11
F Á L K I N X 11 Yngstu lesendurnir. Micky litla mús. Þeíjjar börnin voru að fara i.kvik- myndahús hjer á árunum sáu þau oft svartan kött, sem hjet Felix. liann var ein fyrsta „figúran“ í téiknikvikmyndum og hefir áreiðan- lega komið mörgum miljónum barna og fullorðinna til þess að hlæja. En nú er Felix dauður og dotlinn upp fyrir. Hann sjest ekki l'ramar í lalmyndum en í staðinn er komið annað dýr, miklu minna, sem heitir Micky Mús. Hún er um allan heim, en kötturinn sjest hvergi, svo að það er eins og kötturinn hafi flúið und- an músinni, alveg öfugt við það, sem vant er að vera. Þessi tíðindi hafa eflaust vakið mikinn fögnuð í músa- rikinu — ef þær þá hafa nokkurn- tíma komið á bíó svo að þær viti það, því eins og þið vitið hafa mýs litið dálæti á köttum. Þið munið vísl söguna um mýsnar, þégar þær ætl- uðu að hengja bjölluna á köttinn. Það varð nú ekkert af því, en nú er Felix horfinn og þessvegna leika mýsnar sjer, það er að segja á tjald- inu i bíó. Skemtilegt kvikindi. Teiknari nokkur, sem heitir „Ub Kverks" er faðir eða höfundur Micky Mús. llann var áður venjulegur skop- teiknari, þangað til einn kvikmynda kóngurinn i Hollywood sá, að hann gæti orðið sjer þarfur maður fyrir kvikmyndirnar. Og nú hefir þessi teiknari nóg að gera, þvi að hann á að teikna tvær kvikmyndir á mán- uði og þegar ykkur er sagt, að i hverri kvikmynd eru nálægt 10.000 smámyndir, þá skiljið þið víst, að maðurinn hefir nóg að hugsa. En skiljanlega getur enginn maður teiknað 20.000 myndir á eiijium ein- asta mánuði og því er sennilegt, að l'b Kverks hal'i fjölda annara teikn- ara í þjónustu sinni til þess að teikna það sem minst er um vert, en leggi sjálfur til hugmyndirnar. Maður veit þó ekkert um þetta með vissu, því að reynt er að halda öllu sem best leyndu, sem snertir Micky Mús, svo að aðrir geti ekki notfært sjer að- ferðirnar. Þó hefir sitlhvað verið snuðrað um hvernig þessi fræga mús verður til og nú ætla jeg að segja ykkur svolítið frá því. Eitt af því skemtilegasta við Micky Mús er það, hve hreyfingarnar eru allar líkar hreyfingum mannsins. Og þetta er engin tilviljun. Það er ágætur dansari sem hefir samið og dansað það, sem þið kann- ske hafið sjeð Micky Mús dansa og Eftirliking. hafa teiknararnir gefið músinni hreyfingarnar og dansarinn hafði. Það vekur athygli og hlátur, að sjá inýs ineð sama látbragði og æfða dansara. Mickg .l/íi.s' fær máliff. Ástæðan til 'þess, að Micky Mús gekk af kettinum Felix dauðum er sú, að músin skemtir ekki aðeins auganu heldur líka eyranu, en Felix var mállaus, veslingurinn, þvi að í hans tið var talmyndin ekki koinin til sögunnar. En það er ekki vanda- tfiust að gefa Micky Mús málið og bal} við það liggur mikið starf. — Þegar búið er að tak,a alla teikni- myndina á kvikmynd þá er hún þögul t-‘$a mállaus. Svo tekur tón- skáldið, sem á að gera söngvana við myndina, við henni, og verk hans er nærri þvi eiiis erfitt og teiknar- ans, því að hann á að leggja til hljóð- in, sem falla best við það sem gerist i myndinni og hafa þau þannig, að það skringilega sem myndin sýnir, verði enn skringilegra. Maðurinn sem leggur fram „hljóð- ið“ í myndina, skoðar hana aftur og aftur á ljereftinu og þegar hann aefir gert það æfir hann hljóðfæra- leikara sina og hermikrákur dögum samaii. Svo er hljóðið tekið á gramm- ófónplötu og hún spiluð með mynd- inni og þá loks er Micky Mús búin að l'á málið. En það verður að gæta þess vel, að alt falli saman og hljóð- ið komi á rjettum stað. I góðum hljómmyndum fylgist mál- ið í myndinni og hljómar hljófæra- svcitarinnar svo nákvæmlega að, að þegar Micky Mús sjest vera að glamra á hljóðfærið, þá heyrist alveg sam- tiniis tónar úr — ekki því heldur öðru hljóðfæri, sem leikið er á, af siaghörpuleikara, sem situr við hljóðfæri sitt og horfir á myndina og lætur taka á plötuna það sem hann spilar. Duglegur slaghörpleikari. .leg þarf víst ekki að segja suin- um ykar, að það sje skemtilegt að horfa á Micky Mús, því að þið vitið það best sjálf ,eða þau ykkar sem eiga heima þar sem kvikmyndahús eru. En það eru ekki eingöngu börnin, sem skemta sjer við að horfa á Micky Mús, þvi að allir, bæði börn og fullorðnir veltast um þeg- ar þeir horfa á tiktúrurnar i Micky Mús. En svo er eftir að vita eitt: Getur teiknarinn haldið áfram að vera svona skemtilegur, tvisvar sinnum í mánuði ár eftir ár, eða kemur önnur teiknimynd, þegar Micky Mús og teiknari hennar er dauður, enn skemtilegri og skoplegri en músin va r ? Fjelagið, sem býr Micky Mús til, græðir um 250.000 krónur á hverri uiynd og það er lítið fyrir þeim gróða haft. Ekkerl umstang við dutlungafullar kvikniyndadísir, engin dýr ferðalög, ekkert komið undir veðrinu. Ub Kverks situr í slofunni sinni og býr til myndina það er alt og sumt. En ekki veit jeg livað fjelagið borgar honum fyrir snúð sinn. Það hlýtur að vera nokkuð mikið, úr því að það græðir sex miljón krónur á honum á ári. Tóta frœnka. Heyrst hefir að rússneska stjórn- in ætli að flytja alt fólk burt af tutt- ugu kilómetra breiðu svæði við landamæri Rússlands að vestan og banna alla bygð þar. Tilgangurinn með þessu er sagður sá, að fyrir- byggja að fólk flýi yfir landamærin. Varðliðið á miklu hægri aðstöðu að gæta flóttamanna ef engin býli eru i grend við landamærin, þvi að fióttamenn leynast oft á bæjunum. ftlll með islenskum skipum1 «fi| Dágana 21. til 31. júli var alþjóða flugmót haldið í Ziirich í Sviss. Dan- ir tóku þátt i þessu móti og sendu þangað fimtán flugvjelar. Iljer á myndinni sjást fimm af þessum flug- vjclum á oddaflugi. Þær eru allar eign hersins. 'H ^'• * : \ x' ' y liglHÉiirÍjjtolj

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.