Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1932, Side 4

Fálkinn - 15.10.1932, Side 4
4 F Á L K I N N Perla sannleikans. Saga ettir Gustava Svenström. „Bengt!“ Hún fekk ekkert svar, en tieyrði aðelns skrjáfa í dagblað- inu, „Bengt! — þarf jeg að kalla?“ Þá leit hann upp. ,Hvað viltu?1 „Mig langaði bar til þess að vita, hvað það er sem þú hefir fundið í blaðinu og þjer finst svona merkilegt“. „Jeg héfi alls ekki fundið neitt merkilegt í blaðinu“, sagði hann, „annars hafði jeg nú ekki held- ur hugann við það, sem jeg var að lesa“. Hún kom auga á litla hrukku, sem hafði komið milli augna- brúnanna á honum. „Einhver leiðlndi. — Mikið er veðrið gott í dag“. „Jeg hitti Albert i dag. Hann er atvinnulaus enn þá, eins og þú veist“. „Já“, sagði hún, „og þó á hann enga sök á því sjálfur. Hann er óheppinn“. „Nú hefir hann augastað á ein- hverju, en hann þarf peninga til þess. Hann verður fyrst og fremst að ná sjer í tvö þúsund krónur“. „Bað hann þig um að lána sjer þær?“ spurði hún og var fljótmælt. „Hann bað mig um að skrifa á víxil fyrir sig. En það er á- hættusamt, eins og þú veist. Það væri mikið fyrir okkur að tapa tvö þúsund krónum“. . „Já, það er nokkuð til í því“, svaraði hún. Hún leit kringum sig þarna í litlu stofunni, á heimilinu þar, jsem henni fanst e;ns og þau væri iþýgift, eftir eins árs hjónaband. Þarna voru að vísu ýmsir verð- mætir gripir, sem hún hafði erft, en mest af húsgögnunum höfðu þau haft mikið fyrir að borga með afborgunum. Og þau höfðu ekki borgað þau að fullu enn. „Hann var auðvitað gramur ýfir því, að enginn þvrði að treysta sjer, ekki einu sinni jeg, sem er vinur hans. Jeg er i stöðu og vinn fyrir kaupi og ekki gat hann gert að því, þó að fjelagið, sem hann vann hjá og hafði heit- ið honum ágætri framtíðarstöðu, vrði gjaldþrota. Mjer er kvöl að því, að jeg skyldi neita honum, en jeg þorði ekki að taka á mig áhættuna“. Aina fann í sama bili hevrnig ylur gleði fór um taugarnar. Svona undarleg áhrif höfðu orð hans á hana. Jú, hún sá að hann kvaldist, en það var einmitt þessi viðkvæmni hans, sem knúði fram samúð hennar með honum. Og þessi titringur um hjartað minti hana á, að hann var mað- urinn, sem hún elskaði. Hún strauk vísifingrinum ljett yfir hrukkuna milli augnabrún- anna á honum. „Jeg fyrirgef þjer hvað þú varst ónærgætinn áðan“, sagði hún. „En hugsaðu nú ekki meira um þetta. Jeg vil gjarnan fá sam- fylgd og ganga dálítið langt“. Hún var ung og glöð. Henni var illa við að sjá fólk, sem illa lá á, ekki síst ef það var fólk, sem henni þótti vænt um. Hún vildi beina huga hans frá þessu ieiðinlega efni, en sjálf hugsaði hún mikið um það. Albert var taugaveiklaður og bældur al' mótlæti og hún kendi í brjósti um hann. Hún gerði sjer margt j hugarlund um hann, jafnvel að hann rjeði sjer bana. En ef svo færi — hvernig tæki maðurinn hennar þvi? Hann mundi taka sjer það ákaflega nærri, honum mundi finnast hann vera morðingi. En nú var ekki nema um tvö þúsund krónur að gera. Og þá varð alt bjartara. Hún skyldi ráða fram úr þessu sjálf — hún var sannfærð um að það mundi takast. Daginn eftir meðan maðurinn hennar , sem var kennari, væri í skólanum, ákvað hún að fara til frænda síns. Edvard frændi var uppgjafa- embættismaður með eftírlaun- um og átti heima í smáhúsa- hverfinu fyrir utan borgina. Hann var barnlaus og í góðum efnum. Hefði dregið sig út úr sollinum og vildi helst lifa í ró og næði með útvarpstækið sitt og garðinn sinn. Lotta frænka konan hans var meira upp á beiminn, enda var hún fimtán árum vngri en hann. Bengt var systursonur Lottu frænku. Edvard frænda þótti fjarska vænt um Ainu. Það var rign- ingarsuddi þegar hún kom, en undir eins og hann sá liana sagði hann: „Svo það varð þá sólskin ; dag líka!“ Aina hafði komist að einu um Edvard frænda. 1 æsku hafði hann verið ástfanginn af móður Alberts. Hún hafði gifst öðrum og það var nú skrítið að biðja mann til hjálpar handa syni konu, sem hafði gert honum ilt. En í Edvard var lítið af hinum gamla Adam. Og þessvegna von- aði Aina, að enn væri trygð í honum við stjörnu æskudraum- anna, sjerstaklega, af því, að móðir Alberts hafði ekki orðið gæfusöm kona, og hafði dáið eft- ir fárra ára hjónaband. Hún kom því þannig fyrir að þau urðu ein saman Edvard og og hún. Hún fór út með. honum til þess að skoða augasteininn hans, garðinn. Sumarið hafði verið ágætt og afar mikið blóm- skrúð var í garðinum. „Tíndu þjer nú blóm í stóran vönd“, sagði hann. Og meðan þau voru að tína blómin, fór hún að tala um Al- bert. „Eins og þú veist, frændi, misti hann stöðuna vegna þess að fjelagið varð gjaldþrota. Hugsaðu þjer nú, ef hann gæti komið sjer upp lífsstöðu með tvö þúsund krónum, og enginn vildi hjálpa með útvegun á þessum tvö þúsund krónum. Hann gæti orðið að aumingja siðferðilega. Vilt þú ábyrgjast upphæðina fyr- ú- hann, frændi, eða á jeg að biðja Bengt að gera það?“ „Nei, það átt þú ekki að gera“, sagði Edvard frændi ákveðinn. „Bengt veitir alls ekki af sinum tekjum og hann á ekki að flækja s;g í ábyrgðir. Og jeg skil vel, að þú kemur til mín til þess að Bengt skuli sleppa“. „Við samviskubit“, sagði hún í huganum, en upphátt sagði hún: „Jeg kenni i brjóst um Albert. Og jeg man, að þú sagðir mjer einu sinni, að þú hafir þekt móður hans þegar þú varst ung- ur“. Tvær ungar og fagrar stúlkur, önnur dáin fyrir löngu en hin lifandi, hrærðu hjarta gamla mannsins. „Láttu hann koma til mín“, sagði hann. „Mjer er illa við að skrifa á víxla, en jeg get lánað bonum tvö þúsund krónur“. Þegar Bengt kom heim úr skólanum stóð stór blómvöndur á skrifborðinu. „Þú varst væn að líta inn til Edvards frænda“, sagði hann. Hann mintist ekki á Albert eiii i erði, en síðdegis þegar maðurinn hennar var farinn á fund, notaði hún tækifærið til að hitta Albe t. Hann hafði ekki síma sjálfur, en hún hringdi þangað sem hann borðaði og setti lionum mót er liann kæmi frá borðun. Þegar Bengt kom heim var hún ókomin, en skömmu síðar kom hún ljómandi af ánægju. „Jeg á að heilsa þjer frá Al- bert“, sagði hún. „Hann sagði mjer að nú hefði hann fengið peningana sem hann þyrfti“. Henni fanst Bengt verða hálf forviða. „Jæja, hann hefir nátt- úrlega gengið að því visu, að jeg hafi sagt þjer, að hann bað mig. Kanske furðar hann sig; á, að jeg skyldi ekki þegja yfir því“. „Ekki held jeg það“, sagði hún. „hann veit að mjer er ant um betta. Þykir þjer ekki vænt um það“. „Jú“, sagði hann“, en það var leiðinlegt að geta ekki hjálpað. Hefði jeg . . . .“ Hann komst ekki lengra, en hún hjelt áfram brosandi: „Jeg skil hvað þú ætlar að segja: „Hefði jeg verið ógiftur mundi jeg hafa gert það“. Hann þrýsti henni að sjer og lcysti hana. Edvard frændi liafði verið ást- fanginn í æsku. Þegar hann loks gifti sig varð myndarleg stúlka og búkonuefni fyrir valinu. Lotta frænka hafði aldrei látið vanta lölu á skyrtuna hans eða gleymt livaða matur honum þótti bestur. Hún vissi upp á hár hvernig kona á að vera. Hreinskilni var frumregla'hjá þeim báðum, hjónunum, og þess vegna vissi Lotta áður fen kvöld var komið, að maðurinn hennar ætlaði að lána Albert peninga. Þetta fanst henni þegar í stað varhugavert. Ekki svo mjög vegna sjálfra peninganna, held- ur af öðrum ástæðum. „Hversvegna kom Albert ekki sjálfur“, sagði, hún, „og hvers- vegna sendi hann Ainu?“ „Að því er jeg veit best sendi hann hana ekki“, sagði Edvard frændi, „hún kom sjálf, sumpart til að sjá okkur og sumpart til að afstýra því, að Bengt skrif- aði á víxil fyrir Albért“. „Það er ekki gott að vita, beillin mín“, sagði Lotta frænka. Og eftir dálitla stund: „Það eru aumu tímarnir sem við lifum á, inaður getur ekki litið svo í bók, að maður rekist ekki á frásagnir af ótrygð í hjónabandinu“. „Já, en þetta er eintómur skáldskapur, svo að rithöfund- arnir hafi eitthvað að skrifa um“, sagði .Edvard frændi, sem var sakleýsið sjálft í þeim sök- um. „Bækurnar endurspegla raun- veruna, eins og hún lýsir sjer í tíðarandanum“, sagði Lotta frænka. „Og jeg fylgist með tím- anum, enda þótt mjer þyki háhn vondur“. „En að því er snertir Bengt og Ainu“, sagði Evard frændi, „þá lield jeg að lijónaband þeirra sje ágætt“. „Öjú, þú heldur nú það“, sagði Lotta frænka, „því að þú lieldur alt gott um alla. En jeg líkist nú meira hinum vantrú- aða Tómasi“. Ilún hugsaði með sjálfri sjer: Bengt er sonur systur minnar. Eitthvað hlýtur að valda því, hvað Aina lætur sjer hugarhald- ið um Albert og jeg álit það skyldu mína að rannsaka það‘. Daginn eftir var Lotta boðin í kaffigildi. Þar mintist ein frú- in á það, að hún hefði hitt Albert verkfræðing og frú Ainu saman á götu daginn áður. Hún gaf í skyn að þau hefðu haft svo mikla athygli hvort á öðru, að þau hefðu ekki sjeð hana, og væru þó bæði kunningjar henn- ar. Lotta frænka fór úr kaffiboð- inu um klukkan þrjú. Og klukk- an þrjú fór Bengt heim á leið úr skólanum og hún kom því þannig fyrir, að þau hittust á leiðinni. Hún bað hann um að fylgja sjer svolítið áleiðis. „Veistu að hann Edvard hefir lofað að lána Albert peninga?“ spurði hún.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.