Fálkinn - 15.10.1932, Qupperneq 6
6
FÁLKINN'
Sunnudagshngleiðing.
Sælasta reynslan.
Eftir Olfert Richard.
Segið mjer frá íslandi!
„Sögueyjan er eskimóabygð, sem norskir
veiðimenn hafa lagt undir sig“.
I. Sam. 10: 9.
Þegar hann nú snjeri sjer við
og.gekk burtu frá Samúel, þá
umbreytti Ouð hjarta hans;
og öll þessi tákn komu fram
þennan sama dag.
Ungur maður að nafni Sál, af
Benjamíns ætt, hafði verið send-
ur af stað, til að leita að ösnum
föður síns, er voru týndar. Þegar
liann kom heim aftur, var hann
gjörbreyttur maður. í ferðinni
hafði hann mætt hinum lifandi
Guði i spámanni lians, Samúel,
er tilnefndi hann sem konung
yfir ísrael. Alt þetta skeði á ein-
um og sama degi; en um morg-
uninn hafði hann ekkert grunað.
Þannig skýra þær frá, hinar
æfa-gömlu Samúelsbækur. Slík-
ir kynja-viðburðir gerðust á tím-
um hinnar fyrstu forneskju.
En meira en þúsund árum síð-
ar bar einnig svo til, að ungur
maður, sem líka hjet Sál og var
af Benjamíns ætt, var sendur af
æðstu prestunum í Jerúsalem til
að leita uppi kristna menn í
Damaskus og færa þá í bönd.
Þegar hann kom heim, var hann
einnig gjörbreyttur. Á leiðinni
hafði hann sem sje mætt Jesú
sjálfum, er útnefnir liann sem
postula heiðingjanna. Og þetta
skeði á einum og sama degi;
um morguninn hafði hann ekki
hið minsta hugboð um neitt því-
likt.
Og slíkt skeður enn þann dag
í dag. Það ber til, að ungur mað-
ur — ef til vill hálf-nauðugur
fæst til að fara í kirkju eða á
kristilega samkomu og kemur
þaðan gjörbreyttur, af því að
hann heyrði Jesú tala til sín.
Hinir undursamlegu atburðir
geta gerst hvenær sem er, og
dagurinn í dag getur orðið hinn
mesti heilladagur æfi þinnar.
Ó, þú æskulýður, vænstu mik-
ils af Guði, þá mun hin sælasta
reynsla falla þjer í skaut.
Á. Jóh.
(Úr hugleiðingasafninu ,Tag og læs‘).
Vona á Drottin!
Eins hefi jeg beðið Drottin,
það eitt þrái jeg:
að jeg fái að dveljast í húsi
Drottins.
alla æfidaga mína,
til þess að fá að skoða yndisleik
hans,
sökkva sjer niður í hugleið-
ingar
í musteri hans.
Því að hann geymir mig i skjóli
á óheilladeginum.--------
Vona á Drottin,
ver öruggur og hugrakkur,
Já, vona á Drottin!
Sálm. 27.
(Eftirfarandi grein, sem er bæði
gaman og alvara, birtist í sænska
stórblaðinu „Dagens Nyheter“ 8.
september, skömmu áður en íslenska
vikan hófst).
— Það á að halda islenska viku
í Stokkhólmi, og einn af blaðamönn-
um Dagens Nyheter gerði sjer það
til gamans á miðvikudaginn, að
spyrja ýmislegt gott fólk úr ýmsum
áttum, sem hann hitti, hvað það
vissi um ísland. Þó skömm sje frá
að segja varð árangurinn æði Ije-
legur — i stuttu máli ber hann þess
vitni, að flestir líti svo á, að ísland
sje land, sem bygt sje fólki, sem lík-
ist eskimóum, þar sjeu litlir hestar
og heitar laugar, og að Norðmenn
hafi lagt undir sig spildur af land-
inu hjer og hvar. Það virðist því,
að íslenska vikan hafi þarft erindi
að reka.
Uppsprettuvatn ísland? Vitan-
frá Golfstraumnum lega veit jeg
hitar engjarnar sitthvað um ís-
-------------——---- land, segir frú
Karin Svensson. Það er stór eyja
sem liggur milli Atlantshafsins og
Norðuríshafsins og neðan við hana
— hjeðan frá talið — gengur Golf-
straumurinn, sem er heitur. Annars
væri eyjan óbyggileg, en Golfstraum-
urinn hitar upp jörðina og það
myndast heitar uppsprettur.
Hvernig hafa þær myndast?
Frú Svensson hugsar sig um.
— Þetta eru víst neðanjarðar far-
vegir, sem vatnið úr Golfstraumn-
um fellur í. íbúarnir eru íslending-
ar, sem eru litlir vexti og hárið á
kvenfólkinu er gult eins og kanarí-
fuglar. Þær hugsa um heimilið, en
karlmennirnr eru lengst af í sjóróðr-
um. Sumir karlmenn stunda hval-
veiðar, með harpúnum. Fleira veit
jeg ekki, annað en það, að Ivar
Wennerström ríkisdagsmaður er
kvæntur einni íslenskri, en ekki
þekkjumst við, og Poul Reumert ku
hafa gifst annari íslenskri, minnir
mig að hafi staðið i blöðunum
hjerna um daginn.
Iívenfólkiö verkar Emrick Sved-
sild á silkisokkum berg dyraverði
------------------- segist svo frá:
ísland er gamalt söguland. Það var
í upphafi bygt af víkingum, sem
sigldu vestur til þess að finna Ame-
ríku, en komust ekki lengra en til
íslands. Þeir söfnuðu frásögnun-
um um víkingaferðir sínar saman í
bók, sem kölluð er Eddukvæðin.
Einstæðir eru jöklarnir miklu og
jökulurðirnar inni í landinu. Eina
borgin á íslandi heitir Reykjavík,
þar situr danski landstjórinn og þar
eru miklar ullarverksmiðjur. í
Reykjavík fá allir heitt vatn ókeyp-
is, sem leitt er niður í bæinn úr
heitum uppsprettum uppi í fjöllum.
íslendingum hefir vegnað vel í
kreppunni og það er jafnvel algengt,
að maður sjái að kvenfólkið, sem
magadregur síldina á bryggjunum,
sje í silkisokkum. Þeir koma frá
Spáni, að jeg held, því að ísland,
sem áður hafði aðflutningsbann hef-
ir neyðst til þess að afnema það og
flytja inn Spánarvín, en fyrir bragð-
ið hafa þeir fengið ýms vildarkjör
á innflutningi frá Spáni.
Einskonar eskimóar — íslending-
með litla hesta ar eru eins-
----—---------------konar eskimó-
ar, svarar Emma Göransson frammi-
stöðustúlka, eftir svolítið hik, Ætli
þeir sjeu ekki eitthvað um fimm
þúsund alls. Danir eiga landið, en
nýlega hafa Norðmenn lagt undir
sig spildur af eyjunni. Það er skrambi
kalt þarna uppfrá, en kringum heitu
laugarnar hefur ísinn bráðnað.
Fólkið lifir á fiski og sauðfjárrækt,
sem byggist á mosanum. Nokkuð
fleira? Nei, ekki svo jeg muni. Jú,
þeir hafa þar litla hesta.
Uygt af víkingum, ísland er kon-
sem flýðu efti'r' ungsríki í per-
Svoldarorustu sónu sambandi
----—------------við Danmörk,
segir skólastúlkan Anna Lisa Frid-
riksson. Landið bygðist fyrir þús-
und árum af vikingum, sem flýðu
þangað vegna þess að þeir komust
í ónáð hjá Noregskonungi, eftir
Svoldarorustu, held jeg. Þjóðin
stendur ó mjög háu menningarstigi
og hefir haft sjerlega gaman af að
lesa, siðan i forneskju.
Mikið um andar- Það var einu
teppu í sveitinni sinni íslending-
----------------- ur á skipi með
okkur og hann var alveg eins og
venjulegir menn, segir Johan Olson
háseti. Hann mintist á, að það væri
skrambi erfitt að ná sjer i brenni-
vin í Reykjavík, nema maður vissi
p.öfn á ákveðnum mönnum. Á ein-
iim stað er stóreflis vatnsþró undir
beru lofti með notalega volgu vatni
og þangað getur maður farið og þarf
ekki að hafa annað með sjer en
sápu og bursta og getur gutlað af
sjer alveg ókeypis. Það hafa víst
verið eldfjöll þarna áður, en þau
eru útbrunnin núna. í sveitunum er
andarteppap mjög algeng og kemur
það af því, að híbýlin eru sambygð
við fjárhúsin og þar hafa þeir sand
af fje, sem eru einu skepnurnar sem
þola loftslagið. Annars mun læknir
frá íslandi hafa verið hjer og stúd-
erað hjá honum Forsell prófessor og
lært að taka röntgenmyndir, svo að
nú vona menn að þetta lagist. Þeir
hafa þarna sjerstaka tegund af fang-
brögðum og kalla það glimu, og hún
gengur út á það, að taka fast í ólar,
sem þeir hafa utan um lærin ó sjer.
Norðmenn vilja gera Á vetrin ér
istand að veiðistöð skelfing dimt
-------------------- þarna> segir
Gustaf Olsson ökumaður. Jeg var
einu sinni í Kiruna í janúar og þar
var kolamyrkur nærri þvi allan dag-
inn, svo að þá skilur maður hvern-
ig muni vera á íslandi! Það telst til
Danmerlcur, en Norðmenn renna
hýru auga til þess og vilja gera það
að hvalveiðastöð, enda er það rangt
að Danir eigi ísland þvi að Noregur
er miklu nær. Íslandssíldin kemur
frá íslandi og er veidd af stórum
skipaflotum, sem eru úti í hafi alt
sumarið. Það er gnægð af eldfjöll-
um á eyjunni og sjóðandi hraunið
hefur hitað upp jörðina, svo að það
er heitt vatn í tjörnunum. Á íslandi
er einn bær, sem jeg hefi gleymt
hvað heitir, en mig minnir að húsin
þar sjeu klædd bárujárni.
„ísland“ .■— ísland er í persónu-
heimastíll sambandi við Dan-
----------— mörku, svarar Ake
Bergström skólapiltur greiðlega, en
liklega skilja þeir innan tíu ára." Fyr-
ir tveimur árum hjeldu íslendingar
hátíðlegt 1000 óra afmæli alþingis.
Þá komu þar mörg þúsund Svíar og
Norðmenn og Danir og lágu í tjöld-
um utan við Reykjavík. íbúatalan
er um 100.000 og alþýðumentun á
háu stigi. Landið hefur engan her
og getur því varið miklu til fræðslu-
mála. Bygðin er aðallega á vestur-
og suðvesturlandinu. íslendingurinn
Leifur Eiríksson fann Ameriku
mörgum árum undan Columbusi.
Síðan í þá daga hafa íslendingar
flust til Ameríku i hópum og búa
þar mörg þúsund íslendingar. Fóni
landsins er blór með rauðhvítum
krossi. Hvað Eddu snertir. .
— Þjer hafið sjólfur verið á ís-
landi?
— Nei, en við höfðum það fyrir
verkefni í heimastíl í vor.
„Vikan“ er Elof Johnsson fata-
velkomin geymslumeistari hafði
----------orðið mjög glaður þeg-
ar hann las um íslenska höfundinn
og tónskáldið, sem eitt blaðið hafði
haft tal af hjerna um daginn.
— Svei mjer ef jeg hjelt ekki að,
að það væru eintómir eskimóar á
íslandi, segir hann, þvi að maður
tiugsar nú svo sjaldan um þetta og
það eru 20 ár síðan jeg var -i skól-
anum og maður gleymir morgu á
skemri tíma. Að vísu þekki jeg ís-
landssíld en hana hjelt jeg að þeir
veiddu þarna skamt frá Gautaborg,
svo að jeg sje að það er mesta þörf
á svona vikum eins og þessari ís-
lensku, svo að maður fái að vita
meira um önnur lönd. Maður getur
ckki vikið hjeðan á kvöldin til þess
að koma á fyrirlestra og þessháttar,
en nú les jeg frásagnirnar í blöð-
unum, því að jeg hefi áhuga á þessu
um ísland og vil gjarnan vita meira
um þ’að en jeg veit.
Ýms góð gistihús — Loks ræðst
i höfuðstaðnum blaðamaðurinn á
------------- Evu Nyström.
Hún er vjelritari. — ísland liggur
fyrir handan Noreg. Það ganga
i'erðamannaskip þangað fró Bergen
í Noregi, veit jeg, því að jeg hefi
hreinskrifað ritling um það. Höfuð-
slaðurinn heitir Reykjavík og þar
eru ýms góð gistihús, sem útvega
þaulæfða fylgdarmenn í skemti-
ferðir inn í landið, en svo getur
maður líka farið sjóveg og komið í
þorpin meðfram ströndinni. „Fjalla-
Eyvindur“ sem var sýndur í Bíó
aftur í vor, er kvikmynd frá íslandi
og einu sinni minnir mig líka að jeg
hafi sjeð — ekki man jeg hvort það
var á „Svenska“ eða „Dramaten“ —
leikrit þaðan, sem hjet „Hadda
Padda“.
Það er óalgengt að gift fólk op-
inberi trúlofun sína, en þó kom
þetta fyrir nýlega — auðvitað í
kvikmyndabænum Los Angteles.
Austurriskur kvikmyndamaður, Rai-
mund, sonur austurríska skóldsins
Hogo v. Hofmannsthal birti trúlof-
un sína og dóttur dollarakongsins
Astor, sem er harðgift rússneskum
fursta. Segist hún ætla að giftast
Raimundi sínum, undir eins og hún
hafi fengið skilnað við furstann.
-----------------x---
Sænski leikarinn Gösta Ekman,
sem er vinsælastur allra leikara í
Svíþjóð á síðari árum hefir nýlega
verið dæmdur í mánaðar fangelsi
fyrir að falsa lyfseðil. Þykir þetta
harður dómur með tilliti til þess að
seðillinn hljóðaði ekki upp á hin
venjulegu deyfingarlyf, sem bannað
er að selja.