Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1932, Blaðsíða 11

Fálkinn - 10.12.1932, Blaðsíða 11
F Á L K I N N Yngstu lesendurnir Úr öllum áttum. Þeim er ekki kalt. ViÖ höfum trjególf i flestum hús- um og sumir hafa meira að segja þykka dúka á gólfunum, svo að þau verði. mýkri og hlýrri og á vetrum leggjum við í ofninn til þess að hita up,p herbergin. En Kínverjinn notar hvorki trje- gólf eða gólfteppi. Hann gerir ann- að til þess að halda hlýjunni á íótunum á sjer. Hann setur 5 senti- metra þykka sóla undir skóna sina, og þá hefir hann gólf undir fót- unum hvar sem hann stendur. Þeg- ar kalt er í veðri klæðir hann sig í hverja spjörip,a yfir aðra, setur stóra hettu á höfuðið og dúðar sig í treflum. Þegar svo kalt verður innanhúss, að Kínverjinn þurfi að hita upp þá leggur hann ekki í ofn til þess að hita upp all herbergið heldur lætur hann kolaglóð í málm- grind, sem hann hefir við fætur sjer, inn á milli fatanna. Hvert veit nema kínverska að- ferðin til að hita sjer sje eins góð og okkar. En varla mundi okkur þó þykja þægilegt að eiga að dúða okkur i eins miklu af fötum og Kínverjinn gerir. Það er kostuleg sjón að sjá Kin- verja að vetrarlagi og kínverskir krakkar sem svona eru dúðaðir eru alveg eins og digur tuskubrúða. Þeir eru í svo miklu af fötum, að þieir verða að halda handleggjun- um nærri þvi beint út til hliðanna. Ef Kínverji, sem svona er klæddur, dettur er hann nærri því eins ósjálf- bjarga eins og afvelta kind eða stjellaus ungi. En vegna þess að hann er Kinverji tekur hann sjer þetta ekki nærri; hann biður ró- legur með lappirnar út í loftið þang- að til einhver kemur og hjálpar honum. Hafið þið nokkurntíma sjeð manninn í tunglinu? í Danmörku gengur sú saga, að hann hafi verið sendur þangað vegna þess að það hafi komist upp um hann, að hann hafi stolið sjer eldivið á sunnudegi, en annars ganga margar sögur um þennan karl. Gamall rithöfundur segir, að hann sje enginn annar en hróður- morðinginn Kain. Og meðal Gyð- inga gengur gömul sögn um það, að það sje Jakob postuli, sem sýnir á sjer andlitið í tunglinu öðru hverju. í Þýskalandi segja lieir, að það sje hæði kari og keriing i tunglinu. Karlinn hafi verið sendur þangað vegna þess að hann sáði einu sinni þyrnum á stíginn að kirkjunni, en konan á að hafa verið flæmd þang- að vegna þess að hún strokkaði smjer á sunnudegi. Konan er með strokkinn sinn e’n karlinn með þistlavöndul. Á eyjunni Ceyion segja menn að það sje ekki maður í tunglinu heldur hjeri. Þeir segja að hjerinn hai'i einu sinni i'engið þennan heið- ursbústáð, vegna þess að liann hopp aði beint á eldinn hjá Budda þegar hann vantaði mat. — En í gamla daga var máninn tilbeðinn eins og guð og suinar villiþjóðir hafa margs- konar trú á mánanum. Ensku bænd- urnir telja það ógæfu, ef þeir eiga ekki silfurpening í buddunni sinni i hvert sinn sem nýtt tungl kemur. Nú á tímum eru inenn ekki hræddir við tunglmyrkva, en hjei' Maðurinn i iunglinu. fyrrum var þetta á aðra leið. Hin- ir fornu Rómverjar hjeldu að tungl- myrkvarnir væri að kenna göldrum og stjörnufræðingar þeirra voru settir til þess að afstýra þeim voða, sem myrkvarnir hefðu fyrir landið. Margir Kinverjar lialda, að þegar tunglið myrkvast sje þetta af því, að gríðarstór höggormur vefji sig ulan um það og svo taka þeir bumb- urnar sinar og berja þær til þess að reka höggormana burl.... En við vitum að andlitin í tunglinu mynd- ast af ljósi og skuggum fjallanna sem eru þar. Við vitum líka að flóð og fjara stafar af áhrifum tunglsins og okkur þykir vænt um tunglið, sem lýsir svo fallega hjá okkur á kvöldin. Q -«Uh- O •Hlw • -%«.■• ■•«*..•• • -■•»•• -"I- • • l DrekkiÖ Egils-öl • O• ••%. • -%.■ • •««*• • •«%• • • ■*%• • ••»•*.■ o-•*« • Dállrínn er víðlesnasta blaðið rdlHUlll er besta heimiUsblaðið SVAMPKAfarinn, sem motar aldrei svamp sjálfur. Veistu hvaðan við fáum þvotta- svampana? Þeir koma úr heitu höfunum og vaxa þar á hafsbotni rjett við strend- urnar. í Girikklandshafi og við strendur Sýrlands eru kafarar not- aðir til þess að ná í svampana. Þeir róa út í trjeflekum og steypa sjer niður á hafsbotn eftir þeim. Mjúku og fíngerðu svamparnir koma frá Sýrlandi, Litlu-Asiu og sumum eyjunum í Grikklandshafi. Þeir eru skolaðir úr volgu sóda- vatni og siðan eru þeir látnir liggja i þyntri saltsýru, sem jetur úr þeim alt kalkið. Og loks eru þeir bleiktir. Grófu svamparnir eru einkum frá Cypern og Afriku. Svamparnir eru flokkaðir eftir stærð, fínleik og lögun og verðið er mjög mismunandi á tegtindun- um. Fínir svampar, sem eru sem allra mest kúlumyndaðir, eru í hæstu verði. Tóta frœnka. SUNDÞRAUT i RRETLANDI karlmenn þetla útstökk, sem hjer sjest á myndinni. Og síðan hafa Við stórt „sundmót“, sem haldið margir reynt að gera það — en ekki var i Englandi nýlega, sýndu tveir tekist eins vei. * Allt með íslenskuin skipuni! *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.