Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1932, Blaðsíða 5

Fálkinn - 10.12.1932, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 lconan þín hefir dreþið, að þú vitir ]iað. Thurstan slepti takinu; hon- um sortnaði fyrir augum. Á næsta augnabliki slæmdi liann hnefalium á munninn, sem hafði sagt liinar svívirðilegu lygar um .ludit. Úlfur rann á votri liell- unni á brunnbarminum og datt aftur á bak með öskri, og áður en Tliurstan hafði gert sjer grein fyrir hvað var að gerast, hafði Úlfur steypst ofan í gíginn, sem hánn var að koma upp úr. Úlfur, hrópaði Thurstan i skelfingu og beygði sig yfir brunninn, — Úlfur! Svaraðu mjer! En ekkert svar kom. Tliurstan skundaði lieim og sótti stiga og ljósker, sem hann festi við belti sjer. Svo fór hann niður í brunninn, altekinn af kviða fyrir sjóninni, sem hanu inundi sjá þarna niðri. Á botninum fann hann tvo dauða menn, Úlf með brotna höfuðskel og ókunnugan mann, sem hann þekti aftur sem sjó- manninn, sem Judit hafði sagt honum frá áður en þau giftust. Hann fór að gruna samhengið. Svo sá hann glitra á eitthvað i leðjunnij og tók það upp. Það var litla gullúrið, sem liann hafði sjálfur gefið .Tudit í morg- ungjöf. Líka fann hann úttroð- inn peningapoka sem hann kannaöist víð, þvi að liann átti liann sjálfur og ennfremur ljer- eftspoka fullan af peningum; hann hafði hann aldrei sjeð áð- ur. Alt í cinu setti að honum geigvænlegan ótta: hvernig liafð'; Úlfur náð í úrið og peninga þeirra hjónanna? Hafði hann heitl ofbeldi við Judit? Hann stakk fundinum í vasa sinn, fór upp úr brunninum og hljóp heim. Það leið drykk- tinig stund áður en liann þorði að fara inn; hann lirylti við sjóninni, sem máske mundi verða fyrir honum þegar inn kæmi En þegar hann kom inn sat Judit þar og steinsvaf i stóra stólnum við arininn. Honum varð ljettara og hann kallaði glaðlega til að vekja hana: — Heyrðu, Judil! Hjer er jeg komLnn ai'tur. Líttu á livað jeg kom með handa þjer af mark- aðnum. Judit lirökk upp og' var ringl- uð og það sem henni datt fyrsl í hug var þetta: .Teg get ekki sagt honum j.að í kvöld. Á morgun.... Á morgun segi jeg honum það alt. Ilún bar fram kvöldverðinn og var svo ruglúð, að hún gleymdi að verða hissa á, að hanu skyidi ekki spyrja um Úlf. Þegar iiún vaknaði morgun- inn eftir einsetti hún sjer að segja honum upp alia söguna tii þess að ljetta á samvisku sinn:(, en svo koniu annirnar og lnin sló því á frest. Um kvöldið sagði Thurstan ofur rólega: UUNG URGANGAN TIL LONDON 1 haust tók fjöldi atvinnulauss fólks úr ýmsum áttum sig saman um að fara kröfugongu til London til þess að krefjasl atvinnubóta af stjórninni. Urðu það margar þús- undir manna, sem tóku þátt i jiess- ari kröfugöngu og lijeldu kröfufund þegar þangað kom. En stjórnin dauf- heyrðst við bónum fólksins og for- göngumaðurinn var dæmdur í lang- elsi fyrir óspektir. t þessum hóp voru bæði karlar og konur, en þær síðarnefndu miklu færri. s—■ Mynd- in hjer að ofan er af kvennahóp og er myndin tekin af þeim á teiðinni lil Lbndon. Svei mjer ef jeg held ekki að hann Ulfur sje strokinn frá okkur. Hann var ekki, heima í nótt og jeg hefi ekki sjeð liann i allan dag. Bara að hann hafi ekki haft eitthvað með sjer úr kistlinum okkar, það væri hon- um líkt. V:(ð skulum gæta að því. Þau fóru saman inn i kamers- ið og drógu fram kistilinn. Þeg- ar Thurstan sá að úrið og pen- ogarnir voru horfnir sagði hann aðeins: — Það var eins og jeg hjelt. Við sjáum hann aldrei framar og reyndar gildir mig það einu. Það verður gaman að vera einn með þjer, Judit. Judit skalf og ákvað að fresta játningu sinni einu sinni* enn. IV. Játningin kom aldrei. Einn dagur leið og annar kom og hver dagur hafði nóg að færa af striti og áhyggjum. Dagarnir urðu að vikum, vikurnar að mánuðum og mánuðirnir að ár- um, en Jud;t hafði ekkert sagt. Engar fyrirspurnir bárust, livorki um ókunnuga manninn eða Úlf, sem var farinn til Ame- ríku, að því er fólk lijelt. Ofl sá .TudiJ manninn sinn sitja við arininn i djúpum hug- kðingum og Thurstan duldist ekkii, að konunni hans var illa við að vera ein. IJún l'ór með honum til vinnu hans þegar liún komst höndum undir — hún l'ór jafnvel með honum á markað- inn og nú kom það aldrei fyrir að hún tæki prjónana sina og settist við brunninn, eijns og hún gerði svo oft í gamla daga. Einn dag að vori var Judit að gera hreint húsið. Hún hafði tek- ið sjer fyrir að raða ýmsu dóti í gömlu skattholi, sem maður- inn hennar hafði fengið að erfð- um. Það var sjaldan opnað því að þau fengust bæði næsta lítið við skriftir og reikninga sína iiafðj Thurstan jafnan í hugan- um og gerði þá þar. Þegar hún cuó út eina litlu skúffuna fann hún sjer til m;killar skelfingar Itla gullúrið, sem liún liafði ueyðst til að gefa Úlfi til þess að fá hann til að þegja. Það liiaut að vera Thurstan, sem liafði lagl það þarna, cn hvern- ig hafði hann náð i það frá Úlfi? Hún þreif úrið og þaut út til þess að finna- manninn sinn. Ilann var að gera við girðingu, ekki langt frá gamla brunnin- um. Hún rjetti fram úrið og sagði: Thurstan, livar er Úlfur? Þarna, niðri í brunninum, svaraði maðurinn hemiar og andvarpaði. Ilefi/r þú drepið hann, Thurslan? hvíslaði hún. Ekki frekar en þú drapst Marvel, Judi.t, svaraði liann of- ur rólega. — Við liöfum hæði þungar hyrðar á samviskunni og við verðum að Iijálpast að því að bera þær. . . . Hjeðan í frá skuluni við ekki leyna hvort annað neinu, bætti hann v:ð og rjetli henni höndina. IIERÆFINGAR í ÞÝSKALANDI Eins og kunnugt er mega Þjóð- verjar aðeins hafa 100.000 manna landvarnarlið, sem her og er hann- að að hafa skriðdreka (tanka) og þungar fallbyssur, samkvæipt Ver- salasamningunum. Þeir reyna þó eftir megni að halda við herkunn- áttu sinni, hinn fámenni lier þeirra var þaulæfður og óbreyttir hermenn þeirra eins vel mentaðir og undir- foringjar annara þjóða og heræfing- ar haída þeir af mikilli ástundun. Til þess að læra að „umgangast" bryndrekana klæða þeir bifreiðar í pappahulstur, eins og sjá má af myndinni hjer að ofan og fara með þá, á heræfingunum eins og þetta væru hættutegustu mandrápsvjetar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.