Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1932, Blaðsíða 6

Fálkinn - 10.12.1932, Blaðsíða 6
G F Á L K I N N Undrið í Konnersruth. STÚLKAN 1 KONNERSRUTH, SEM EKKI HEFIR NÆRST í TÍU ÁR EN LJETTIST EKKI. ERU ÞAÐ SVIK EÐA ER THERESA NEUMANN HAFIN YFIR NÁTTÚRULÖGMÁLIÐ? Sunnudags hugleiðing. VINÁTTA Eftir Olfert Ricard /. Sam. 18:1. En er hann hafði endað tal sitt við Sál, þá lagði Jóna- tan ást mikla við Davíð, og Jónatan unni honum sem lífi sínu. Á þeirri stundu urðu þessir tveir ágætu ungu menn að alda- v num. Kóngssonurinn stóð og horfði á hjarðsveininn, sem allir lofuðu fyrir nýunnið afreksverk; en það var ekki fjörlega andlit- ið og mjúkvaxni líkaminn, sem liann varð lirifinn af, heldur sameinuðust súlir þeirra í órjúf- anlegri ást. Það væri einkar- þakklátt verk, að rannsaka vin- áttu-samband þessara tveggja góðu Guðs manna. Jónatan er og prúðasta persóna, sem um er getið í hi'nni helgu sögu. Hefir þú fundið liann, útvalda vininn þinn? Reglur verða eng- ar um það gefnar, með hverjum hætti hann er að f.nna. Það er eins og hann komi alveg sjálí- krafa. Og eignist þú liann, þá er það ein af æskunnar dýrðleg- ustu gjöfum. En hjer getur mað- ur líka brent sig illa, t. d. ef af- brýði eða óeðlileg ást nær töku- um, eða ef þú getur engum öðr- um unnað vináttu hans og gerist of ásækinn og einráður. En eigirðu góðcin vin, sem þú vilt að sje hjá þjer bæði á fagn- aðar-sælustu stundum æfinnar og eins þegar sorg ber að hönd- um, þá legðu alúðlega rækt við hina andlegu þætti vináttu-sam- bands ykkar; sjáðu um, að hann eigi með þjer hlutdeild í þvi allra besta. Jesús kallar okkur vini sína (Jóh. 15:14). Hann, konungs- sonurinn besti liorfði á okkur, þegar við vorum í nauðum stadd- ir, og sál hans sameinaðist okk- ur í kærleika, og hann gekk með okkur undir ok neyðar og van- virðu. Og þetta er hið góða ein kenni kristins manns: að sáí hans er órjúfanlega sameinuð Frelsaranum. („Tag og læs“). Á. Jóh. LOFAÐUR SJE DROTTINN, því að hann hefir heyrt grátbeiðni mína. Drottinn er vígi mitt og skjöldur honum treysti hjarta mitt og eg hlaut hjálp. Fyrir því fagnar hjarta mitt, og með ljóðum mínum lot'a jeg hann. Drottinn er vígi lýð sinum og hjálparhæli sínum smurða. Hjálpa lýð þínum og blessa eign þína, gæt vor og blessa oss að eilífiU Sálm. 2S. Undrið í Konnersruth, sem flestir liafa lieyrt getið urn, á af- mæli. Það er tíu ár siðan stúlk- an Theresa Nemann liætti að nærast. Hún er bóndadóttir og á heima hjá foreldrum sínum i þorpinu Konnersruth í Bayern. Sje hún svikari þá er hún af- Lrigða kænn og duglegur svikari. En sje liún ekki svikari þá er lijer um að ræða manneskju, sem á undursamlegan hátt er hafin yf r það, sem kallað liefir verið óhjákvæmilegt náttúrlögmuál. Saga Theresu hefst árfð 1918. Neumann Þá varð liún á- —------------ kaflega veik.IIún misti sjónina og varð algjörlega máttlaus. Henni batnaði aftur —- fyrir kraftaverk álítur hún sjálf og það sama heldur fólk'ð jarna í þorpinu. Því að sjónina fjekk hún aftur 29. apríl 1923, sama daginn sem kaþólska ldrkjan lýsti verndardýrling hennar, Therese de Lisseaux, heilaga, og 17. mai 1925 stóð hún skvndilega upp af sjúkrabeði sí'num, þar sem hún hafði legið í GV2 ár. Og þetta var sama dag- inn, sem verndardýrlingur hennar var kanoniseruð“. Ári síðar byrjuðu „stigmari- serings“-undrin á Therese Neu- mann. Á föstudaginn langa fjell hún í einskonar leiðsluástand og sáust þá á liöndum hennar og fótum blóðug sár, sem svör- uðu til naglafaranna á Kristi á krossinum. Þetta undur hefir síðan endurtekið sig hvað eftir annað. Yísindamennir’nir furða sig ekki svo mjög á þessu, því að þeim er kunnugt um, að svona atburðir hafa gerst áður á öðru fólki, einkanlega á mjög móð- ursjúku fólki. Mesta í samband: við Theresu gátan Neumann er þessi, að nú ----- liefir hún ekki nærst neitt í tíu ár, að því er hún sjálf og nánustu vandamenn hennar fullvrða. — Vísindamennirnir hafa vdanlega viljað rannsaka þe ■ la, með því að setja hana und- ir langvarandi gæslu, en þetta hefir hvorki hún nje foreldrar hennar viljað, og foreldrunum virðist standa nákvæmlega á sama, þó að þessi neitun verði lil þess að gefa efasemdarmönn- um vind í seglin. Stúlkunni sjálfri virðist standa algjörlega á sama, hvort hún er talin svik- ari eða ekki. En nú er sagt, að kaþólsku biskuparnir Bayern sjeu að gera alvarlega tilrauniur lil þess að ganga úr skugga um, hvernig i málinu Lggi. Therese Neumann er lýst sem einstaklega látlausri og alveg ó- lieimskri, að jafnaði virð.st ekk- ert bera á því, að liún sje móð- ursjúk. Hún virðist engan veginn vera „utan við he'minn" heldur fylgist dável með bæði mönnum og málefnum.Og á milli kastanna ei liún glöð og gamansöm. Fólk sem þekkir liana vel, ber henni liesta orð og seg'st aldrei hafa lieyrt hana liafa orð á liinum dul- arfullu eiginleikum sínum eða gorta af þeim, enda þótt hún viti, að hún er nú orðin fræg um víða veröld. Ólesin Vísindamenn, frægir brjel'. læknar og háttsettir ----- kirkjunnar menn heiiri- sækja hana oft og á hverjum degi fær liún fjölda brjefa. Hún les þau aldrei. Hún veit hjer um bil upp á hár fyrir fram, hvert efni þeirra er. Og henni er illa við allar heimsóknirnar sem hún fær. Gestir, sem færa henni ýms tilmæli frá kunnum mönnum út um lieim fá að jafnaði þetta svar: Leggið nafnið hans þarna á borð- ið. Jeg skal biðja fyrir þeim öll- um í kvöld. Jeg gleymi engum! Og vitanlega kæmist stúlkan alls ekki yf.'r að svara öllum þeim fjölda af brjefum og tilmælum, sem henni berast. Ef einhver gesturinn þrábænir hana um, að skrifa á dýrlingsmynd eða í bænabók þá skrifar liún aldrei nema þessi orð: „Látum okkur biðja hvert fyrir öðru“. Ritfræð- ingar hafa rannsakað rithönd hennar og geta ekki lesið annað út úr henni en það, að hún sje mjög dul í skapi. Matarlaus Það eru sem sagt tíu i tíu ár. ár síðan Tlierese --------- Neumann bauð nátl- úrulögmálinu byrginn oð liætti að nærast. Beina ástæðan til þess var sú að vöðvarnir í kokinu lömuðust svo að hún gat ekki kyngt. í f'mm ár var hún þó lá- anleg til að drekka ofurlítið af kaffi, te og vatni. En mjólk og súpu neitaði hún að láta inn fyr- ir sínar varir. Um páskana 1926 byrjaði hún að neita að drekka nokkuð og þá varð hún svo veik uin tima, að læknarnir liugðu henni varla líí'. Síðan skánaði benni ofurlitið og hún nærðist á vatni, sem hún drakk gegnum strá. En fyrir fjórum árum hætti hún alveg að vilja smakka vatn og það merkilega er, að henni virðist ekkerl hafa lirakað við þetta. Nú nærist hún ekki á öðru en einni oblátu á dag. Engiiin af fjölskyldu hennar liefir orðið þess var nokkurntíma siðan, að Therese Neumann hafi langað í fæðu eða liafl þörf fyr- ir hana. Hún situr v:ð borðið eins og aðrir og býður öðrum af matn um sem fram er borinn en neyt- ir einskis sjálf. Og samt er lík- ainsþyngd hennar óbreytt. Einu sinni fvrir nokkrum ár- um fjekst Therese Neumann til að láta liafa eftirlit með sjer al' læknum og fjekst þessu fram- gengt vegna þess, að háttsettir kirkjunnar menn skárust i mál- ið. Dr. Seidl prófessor frá Wald- sassen stjórnaði rannsókninni og liafði áður unnið eið að því, að svíkja í engu. Hjúkrunarkonurn- ai fjórar, sem viðstaddar voru voru líka látnar vinna eið. í hálfan mánuð var Therese Neumann undir eftirliti rann- sóknarnefndaririnar dag og nótt, án þess að litið væri af henni nokkra sekúndu. Hún var vikt- uð dag og nótt, og jafnvel vatn- ð sem hún notaði til að skola á sjer munninn, var mælt fyrir og eftir notkunina. Það er talið fullvíst, að þennan \álfa mánuð, sem rannsóknin stóð hafi Therese Neumann ekki gttað nærst neitt og það er mjög ótrúlegt að hinar eiðteknu hjúkr- unarkonur hafi svikið. Það sem einkennilegast þótti við þessa al- hugun var, að tvisvar sinnum I.iettist Tlierese all verulega en þvngdist svo um jafn mikið, að kalla mátti alt í einu. Eftir að rannsókninni var lokið gaf dr. Ewald háskólaprófessor út skýrslu um hana, og gat þess þar að reyndin mundi verða hin sama og áður, þó að stúlkan væri rannsökuð á ný á vísinda- deild háskólans. Síðan hefir Therese Neumann jafnan harðneitað að láta rann- saka sig þó að hún liafi þrásinn- is fengið tilmæli um það frá ýms- um lækna- og vísindstofnunum. Það eru því litlar horfur á, að ráðgátan i Konnersruth verði nokkurntima ráð.'n. Stúlkan lief- L altaí' fótavist nema þegar hún i'ellur í „stigmatiseringsdvalann“ og virðist ekkert ganga að lienni. Upp á síðkastið er hún me:'ra að segja farin að ferðast. í Konners- ruth trúa allir á Therese Neu- niann. En vísindamennirnir eiga bágt með að trúa fyrirbrigð.'nu, ])vi að þeir hafa aldrei vitað dæmi þess, að fólk geti lifað nær- ingarlaust árum saman.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.