Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1932, Blaðsíða 7

Fálkinn - 10.12.1932, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 I RJÓSÖM SKJALDBAKA í Ástralíu reka menn skjaldböku- bú, að sínu leyti eins og strútabú eru rekin i Afríku og refabú á Norðurlöndum og víðar. Skjald- bökukjötið þykir afbragðs maima- fœða og eru sum dýrin alin til slátrunar, en önnur til undaneldis. Líka er tekið tiilit til þess við val á skjaldbökunum að skildirnir sjeu fallegir. Skjaldbökurnar verpa eggj- um og skifta þau hundruðum hjá sumum tegundunum. Þau eru graf- in niður i sandinn og ungast þar út í sólarliitanum á þremur til átta vikum hjá sævarskjaldbökum, en egg fenjaskjaldbökunnar eru á ann- að ár að ungast út. Hjer sjest skjald baka með unga sína á skjaldböku- búi í Ástralíu. FURSTABRULLAVP í KOBURG Hinn 19. og 20. október fór fram óvenju viðhafnarmikið brúðkaup, er Gústaf Adolf, sonur ríkiserfingj- ans sænska og Sibylja dóttir her- togans i Koburg voru gefin sam- an. Fyrri daginn voru þau gef- in saman borgaralega í Alte-Yesle- höllinni, af borgarstjóranum í Ko- burg og voru ekki aðrir viðstadd- ir en ýmislegt tiginborið fólk, sem boðð var i brúðkaupið, en það var 05 talsins. Um kvöldið var haldin almeiin brúðkaupshátið og allir viðstaddir, sem vetlingi gátu vald- ið, en 4000 manns gengu í blysför um göturnar, en íþróttasýningar og ræður voru haldnar. Daginn eftir fór svo fram kirkjulega vígslan, svo að eiginlega eru ungu hjónin tvi- gift. Þó að gestirnir, sem boðnir voru væri 65 urðu þó sumir að senda afboð. T. d. gat Gústaf Svíakonung- ur, afi brúðgumans ekki komið og sömuleiðis ekki prinsinn af Wal- es. Alt fór þetta fram eins og kon- ungleg hjónabönd gerðu fyrrum, þó að furstinn, faðir brúðgumans hafi engjn völd lengur. Þarna voru fyrst og fremst foreldrar brúð- hjónanna, Ferdínant Búlgarakon- ungur, kona Cyrills stórfursta, sem telur sig keisara Rússlands, Rupp- recht konungur af Bayern og kona lians, stórhertogahjónin af Olden- burg, Vilhjálmur Prússapríns — all fólk, sem hefir mist tignina fyrir löngu. Ennfremur var þarna fjötdi sænskra prinsa og prinsessa, Haraldur Danaprins með konu og krakka og Ólafur Norðmannaprins og kona hans. Ástæðan til þess, að brúðkaupið fór fram í þessum stíll má eflaust telja núverandi stjórnarstefnu í Þýskalandi. Þar var enginn lýðveldisbragur á, en Nazistar höfðu sig mjög i frammi. Koburgs-furslaættin er siðan á 11. öld og hefir ráðið yl'ir mark- greifadæminu Meissen við Elbu. Furstadæmið er mjög lítið og telur aðeins 00.000 ibúa. En furstaættin hefir breiðst mjög út og af Ko- burgættinni er fólk í fjölda mörg- um af hinum gömlu konungsættum álfnnnar. T. d. eru konungsættirn- ar í Portugal, Spáni, Belgiu og Bulgaríu af þeirri ætt, sömuleiðis Maria Rúmenadrotning. Vicloria Bretadrotning var dótturdóttir KAFAtíl 700 METRA Um líkt leyti og próf. Piccard tókst að komast 17 kílómetra i loft upp i sumar vann ameriskur vísindamaður, William Beebe að nafni annað þrekvirki, sem fór í öfuga átt, í orðsins fylstu merk- ingu. Hann ljet gera sjer kúlu úr stáli, svo sterka, að hinn geysi- mikli þrýstingur undirdjúpanna vann ekki á henni og komst á henlii á 700 metra dýpi. Gluggi var á kúlunni og ljósaútbúnað hafði Beebe, svo að liann gat tek- ið myndir af dýralífinu þarna í undirdjúpunum og sá þar marga skepnuna, sem ekkert mannlegt auga hefir áður augum litið i því ástandi, sem Beebe sá. Því að djúp- hafsfiskar afskræmast allir er þeir koma upp á yfirborðið, tútna út, vegna þess að þrýstinginn vantar til þess að halda þeim saman. Kúl- an vóg tvær smálestir og var þó ekki nema hálfur annar meter í þvermál, en liurðin ein vóg 400 pund. — Hjer á annari myndinni sjest stálkúlan, þegar hún er að síga fyrir borð, en á hinni sjest dr. Beebe koma upp frá því að hafa kafað kúlulaus. —-—x----- LEYNIGIFTING Fyrir nokkru var dótlir hljóm- sveitarstjórans Toscanini gifl á laun af borgarstjóranum í Búdapest. --- Eins og allir vita vill Mussolini ekki téyfa hjónaskitnað og þvi siður að skilið fólk gifti sig aftur. En Ung- verjar eru miklu frjálslyndari i þessum efnum og þessvegnn leita Frans hertoga i Koburg og Albert maður hennar var líka af Koburg- ættinni Karl Edward núverandi hertogi af Iíoburg -er sonur Leo- polds prins, bróður Játvarðar sjö- unda. Ungu brúðhjónin fá bústað í sænsku höllinni í Haga nálægl Stokkhólmi, sem hefir verið endur- bygð og umbætt. Þau sjást hjer á myndinni. ■----x----- ítalir ofl yfir landamærin og ger- ast ungverskir borgarar um stund- arsakir til þess að fá að giftasl eftir vild sinni. Árið 1929 sótti greifmn Rezzinico frá Milanó um að t'á að verða ung- verskur ríkisborgari. Og undir eins á eftir sótti hann um skilnað frá konu sinni, sem var itölsk og beidd- ist jafnfranit þess að mega gifta sig á ný. Og skömmu síðar kom Vally Toscanini, unnusta hans og dotlir hins heimsfræga hljómsveitarstjóra i Milano til Budapest og bað um borgararjett. Ilún fjekk hann eftir nokkra bið og giftist greifanum. Nú eru þau komin aftur til ítaliu -—- harðgift og ungversk! Hjer er mynd af hjónunum. ----x-----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.