Fálkinn - 04.02.1933, Page 6
FÁLKINN
ö
Sunnudags hugleiðing.
Algjör uppgjöf.
Eftir Olfert Ricarcl.
II. Sam. 19:30.
Þá sagði Mefíbóset við kon-
ung: Hann má jafnvel taka
það alt, fyrst minn herra kon-
ungurinn er kominn heim
heill á húfi.
Mefíbóset var fatlaður vesl-
ingur, lama á báðum fó'tum,
og þó ljetu þjónar hans sjer
sæma að svíkja hann (19:26).
En hann var sonur Jónatans
og frá þeim degi, er Davíð kon-
ungur komst að raun um, að
afkomandi hans hjartkærasta
æskuvinar var enn á lífi, fjekk
Mefibóset sæti vð borð hans,
svo sem væri hann einn af
sonum konungsins (9:11). Og
textaorðin í dag eru einn vott-
ur þess, live dýrðlega þessi veik
burða vesalingur ljet i l,jós
þakklæti sitt.
Hann má jafnvel taka það
alt , fyrst minn herra konung-
urinn er kominn heim heill á
húfi og með frið til handa ísra-
el..
Hugsum okkur andlega merk
ingu þessara orða. Konungur-
inn er Jesús Kristur. Fatlaði
auminginn, er svo oft var gabb-
aður af heiminum, það er mað-
urinn, þú og jeg. En konung-
urinn kom til okkar inn í lágu
og ljelegu hreysin, og hvar sem
hann kom, hafði hann frið að
föruneyti. Já, um sálina lagði
sælan frið þegar konungurinn
Jesú kom til okkar í neyðinni,
ljet okkur njóta faðernisins og
gaf okkur sæti við sitt kon-
unglega borð.
En sögðum við þá eins og
Mefíbóset: „Hann má taka það
alt — hjartað óskift og allann
gjört á vald Jesú? Fekk hann
alt — hjartað óskift og allann,
viljan, hverja hugsun og hverja
löngun? Að öðrum kosti er
þalíldætið ekki nógu alúðlegt
og kærleikurinn ekki nógu
hreinskilinn, og þá verður frið-
urinn ekki heldur varánlegur.
(„Tag og læs“). Á. Jóli.
Englar á verði.
Eg vit vegsama Drottinn alla
tíma.
ætíð sje lof hans mjer í munni,
Sál mín hrósar sjer af Drotni,
hinir hógA'æru skulu heyra það
og fagna.
Miklið Drottin ásamt mjer,
tignum i sameiningu nafn hans.
Engiill Drottins setur vörð
kringum þá er óttast hann.
og frelsar þá.
Sálm. 74.
Kvikmyndirnar hundrað ára.
FYRIR 100 ÁRUM BJÓ MAÐUR EINN TIL LEIKFANG
SEM VARÐ FYRSTI VÍSIR TIL KVIKMYNDANNA.
NÚ HAFA 325.000 MANNS í AMERÍKU ATVINNU
AF KVIKMYNDAIÐNAÐI OG í EVRÓPU ERU 34000
BÍÓ.
Svona voru fyrstu kvikmyndasýningar Edisons: Börnin fengu að kikja
í kassan fyrir 5 cent.
Nýbyrjaða árið er afmælisár
kvikmyndanna. Það þykir ótrú-
legl en samt er það satt: liug-
myndin sem notfærð er i kvik-
myndun var íramkvæmd, án
þess að Ijósmyndun væri til, eða
rafmagn eða skuggamyndavjel-
ar árið 1833.
Því að fvrir rjettum 100 ár-
um vildi það til að þrír vísinda-
menn geti’ðu sjer samtímis og án
þess að vita liver af öðrum
einn í Finnalndi, annar í Aust-
urríki og þriðji i Belgíu á-
hald sem gat sýnt lifandi mynd.
Þetta áhald var ofar einfalt.
Það var skifa með teikningum,
sem var látin snúast og var
horft á hana gegnum mjóa rifu
á annari, sem snerist i gagn-
stæða átt. Teikningamar voru
með mismunandi hreyfingu og
myndin sýndist vera lifandi.
Þetta smáræði varð upphaf að
kvikmynd nútímans. Þó þetta
væri bæði einfalt og ófullkom-
ið áhald þá varð það ástæðan
til, að ýmsir hugvitsmenn fóru
að rannsaka þetta fyrirbrigði og
reyna að gera sjer fullkomnari
áhöld til að sýna myndir er
breyfðust. Og þessar tilraunir
ruddu smátt og smátt braut
kvikmyndagerðinni eins og hún
var orðin um aldamótin síðustu.
í AustuiTÍki átti heima árið
1853 foringi í stórskotaliðinu,
sem hjet von Uchatius. Hug-
kvæmdist honum að sameina
skífuleikfangið skuggamynda-
vjel, sem gæti varpað myndun-
um á veggtjald, svo að margir
gæti sjeð þær i einu. Og aðeins
6—7 árum síðar tók vjelfræð-
ingur einn í Filadelfiu ljós-
myndina sjer til aðstoðar og
notaði hana í stað teikninga í
„leikfangið“ frá 1833. Mannin-
um í Filadelfiu tókst að sýna
á veggtjaldi lifandi mynd af
syni sínum, þar sem hann var
að reka nagla í hurð. Hann fjekk
einkaleyfi fvrír uppgötvun sinni
áríð 1861.
Næstu árin urðu aðalfram-
farirnar i þessari grein i Am-
eríku. Fyrsta almenna kvik-
myndasýningin, sem sögur fara
af var haldin í Filadelfiu
skömmu eftir 1860. Teijknarí
einn, sem hjet Heyl, hafði tekið
um 20 m>Tidir af mismunandi
hrejTingum í dansi. einum og
sett saman í kvikmynd, sem
Aar sýnd á góðgerðarsamkomu,
með endurbættri skuggamvnda-
vjel. Og áhorfendurnir urðu orð
lausir af undrun!
HVERNIG HOPPAR Svo leilð
HESTURINN? — til 1872.
Þá bar
það við að forrikur járnbraut-
areigandi í Kaliforníu, sem jafn-
framt var mikill hestamaður
lenti i stælu við kunningja sinn
um það, hvernig hestar bæru
fæturnar þegar þeir valhoppuðu.
Þeir veðjuðu um þetta stórfje,
og járnbrautareigandinn leitaði
allra bragða til þess að fá ótvi-
iæðar sannanir fyrir staðhæf-
ingu sinni. Hann fór til ljós-
myndara, sem setti upp 24 ljós-
myndavjelar i röð með stuttu
millibili; maður stóð við hverja
og tók mynd um leið og liestur-
inn hljóp framhjá. Þetta urðu
fyrstu myndirnar af hraðri
hreyfingu og þegar myndirn-
ar voru sýndar i samhengi,
með þeim áhöldum sem þá
voru til, sýndu þær að járn-
brautareigandinn hafði unnið
veðmálið. En samtímis varð
tjósmyndarinn er stjórnað hafði
myndatökunni, frægur maður.
tlann hjet Muybridge og kunni
að nota sjer þetta. Fór hann
lil Evrópu og í Frakklandi
komst hann i samband við
hinn fræga málara Meissónier,
sem eins og járnbrautar-
eigandinn hafði hafði lent
í deilu um hlaupalag hestsins.
Nú tók liann mvndir á ný á
sama hátt og áður og þær urðu
það sönnunargagn sem úrslit-
um rjeð. í þakklætisskyni fyrir
hjálpina auglýsti Meissonier
'iugvitssemi ljósmyndarans og
talaði máli lians og á lieims-
sýningunni i Chicago 1893 urðu
myndasýningar Muybridge með
al þess sem mesta athygli vakti.
EDISON OG Þá hafði Edison
FILMAN. — fengist við kvik-
myndagátuna í
sex ár og orðið lítið ágengt.
Hjer er sýnd mynd af nokkrum helstu kvikmmyndahetjum nútímans. í
miðju Greta Garbo og kringum liana Coiloen Moore, Harold Loyd, Har-
atd Madsen (,,Litli“), Charles Chaplin, Jackie Coogan, Pola Negri, Tom
Mix, Buster Iieaton og Ramon Navarro.