Fálkinn


Fálkinn - 04.02.1933, Blaðsíða 14

Fálkinn - 04.02.1933, Blaðsíða 14
Í4 F Á L K I N N stjóri“, svo sem siður er til. Andlitssvipur Rennys skipstjora harðnaði. Alt sjóklárt? spurði liann. Já. Allir komnir um borð? — Já. Renny skipstjóri stakk liöndunum i jakka- vasann. Hr. Shaw, sagði hann, jeg hef á- valt vanist því, þann tíma, sem jeg hef verið til sjós, að skipstjórinn væri ávarp- aður „skipstjóri“. Meðan þjer eruð á mínu skipi, ætlast jeg til, að þjer haldið yður að þeirri venju. Þjer skiljið? Já. . . . skipstjóri. Mjer er kunnugt um feril yðar og hef samúð með yður, og ef jeg kemst að þvi, að þjer eruð jafn ágætur yfirmaður og jeg held yður vera, skal jeg ekki láta mitt eft- ir liggja að tilkynna það liúsbændum okk- ar í skýrslu minni. En jeg vil aðeins að þjer skiljið, að mjer er um hvorugt að kenna aldur minn nje núverandi stöðu mína, en mjer skilst hvorttveggja vera yður þyrnir i augum. Geðvonskan í svip stýrimannsins var, ef mögulegt er, ennþá greinilegri eftir þessa tölu skipstjórans. Renny skipstjóri, sem þyktist lítið eitt við að sjá hann, sneri sjer við og gekk niður stigann, en kom þó upp aftur næstum samstundis. Vitið þjer hvar þjónninn er, hr. Shaw? Hr. Shaw kannaðist við, að hann hefði gleymt að geta um þjóninn, sem hafði skömmu áður verið sendur í land á sjúkra- börum, með botnlangabólgu. - Það var leiðinlegt. Viljið þjer senda einhvern hásetann aftureftir með kistuna mína. Renny var snöggklæddur að þvo sjer um hendur, er maðurinn kom inn í káetuna ineð kistuna. Hvað heitið þjer? Sewell, skipstjóri. Gott og vel, Sewell. Viljið þjer bíða fyrir utan og fara svo með símskeyti í land fyrir mig. — Gott og vel, skipstjóri. Símskeytið, sem hljóðaði: „Komið strax á Cyclops í Tilbury“, var sent til manns, sem hafði nýlega sloppið úr fangelsi eftir sjö ára veru þar. Renny þekti manninn og var þess viss, að liann myndi launa sjer þessa góðvild með hollri þjónustu. Auk þess myndi hann verða laginn þjónn, þar eð hann hafði verið þjónn herforingja all- an ófriðinn í gegn. Og skipstjórinn vissi að honum var það verulegt áhugamál að verða nýr og betri maður. Þessi atvinna myndi ýta undir það og gefa honum sið- ferðilegan stuðning. Við hádegisverðinn gerði hann það, sem i hans valdi stóð til að þíða stýrimanninn upp, en það reyndist ómögulegt að fá hann í nokkurnveginn gott skap. Meðan Renny spurði um botninn á skipinu og hvernig það færi i sjó, o. s. frv. sat Shaw og einblíndi niður á diskinn. Hann hjelt að botninn i skipinu væri sæmilegur og hvað snerti hitt, hvernig það færi í sjó, myndi skipstjórinn fljótlega fá tækifæri til að skapa sjer skoð- un um það af eigin reynd, þar eð loftvog- in spáði foráttuveðri bráðlega. Og þá veit maður hvað á að gera, sagði stýrimaðurinn og ýtti frá sjer disk- inum um leið og' hann reis frá borðinu. Renny horfði á þessar aðfarir með vaxandi misþóknun. Sjóferð með svona manni ætl- aði að verða vægast talað, óviðkunnanleg, að hans áliti, og ekki holl fyrir sálarrósemi hans. Hann ásetti sjer að fá annan mann í stað þessa, fyrir fyrsta stýrimann, ef kringumstæður leyfðu; einhvern, sem kynni að liegða sjer betur við yfirmenn sína. Walters, nýi þjónninn var ekki langt frá Tilbury og gat komið fyrirvaralítið. Þakk- látsemin skeið út úr augum hans er hann kom um borð og tók höndina, sem skip— stjórinn rjetti honum í kveðjuskyni. Þetta var alveg nýtt starf fyrir hann — þar eð liann vissi varla hvað sneri fram og livað aftur á skipi. Renny fór þvi sjálfur með hann í rannsóknarferð um alt skipið, hátt og lágt, og þuldi upp fyrir honum hinar ýmsu skyldur, sem þjónn liefði á hendi á 5000 smálesta skipi. Renny hefði auðvitað eins getað látið þriðja stýrimann annast þetta, en hann bar persónulega velvild til Walters. Hann var ekki mikið fyrir að hanga fast í hinum ytri siðum — nema þegar óánægðir stýrimenn áttu í hlut. Shaw flutti með sjer að teborðinu sama þrumuskýið af gremju og áður liafði verið í kring um hann og auk þess sterkan viskí- þel'. Sannleikurinn var sá, að hann liafði verið að ala á gremju sinni allan síðari liluta dags, með hjálp viskíflöskunnar. Þessi gremja átti sjer djúpar og gamlar rætur, því hún liafði fylgl honum stöðugt síðan fyrsti nýi skipstjórinn kom á skipið, fyrir þrem árum. Hann hafði þá hlaupið í það að skrifa skipseigendunum kvörtunarbrjef og liafði fengið það svar, að „við tima og tækifæri myndi erindi hans verða tekið til greina“. Hann sá nú, að þetta svar liafði ekki verið nema orðin tóm. Hvað gat það annað verið nú þegai* maður tuttugu árum yngri en hann var settur sem yfirmaður lians ? Orðin komu frá honum snöggt og hvasst. Renny skipstjóri, sem ekki gat að sjer gert að verða dálitið hissa, lagði frá sjer hníf- inn og hlustaði á. Þetta er móðgun og ósvífni, sagði Shaw IJvernig þætti yður að eiga að vinna undir stjórn manns, sem gæti verið sonur yðar, aldursins vegna? Og jeg hef þó unnið eigendunum vel. Fylt vasa þeirra peningum. Það var jeg, sem bjargaði „Eastern Prince“. Og hvað gera svínin? Þó jeg hafi einu sinni verið skrifaður fyrir að vera drukkinn. Já, úti á sjó, svaraði Renny. - Það er alvarlegt brot, vitið þjer. Fjandinn hafi ef það .er nógu alvar- legt til að spilla fyrir manni upp á lifstíð. Kanske ekki. En þjer þekkið eigend- urnar eins vel og jeg. Þeir eru gamaldags og þröngsýnir. En eins og jeg sagði áðan, hr. Shaw, þá vil jeg yður vel, og ef jeg gæti einhverju fengið framgengt við eig- endurna.... Fjandinn má þakka yður fyrir það, svaraði skipstjórinn. — Eigendurnir geta farið til andskotans og þjer getið orðið þeim samferða. Skipstjórinn roðnaði lítið eitt. En hann stilti þó reiðina, sem var að gjósa upp í lionum. Sliaw var sýnilega mitt á milli liálfs og fulls, svo varla var hægt að draga liann til ábyrgðar fyrir orð sín. Skipið átti að sigla kl. 8 þá um kvöldið og stundarfjórðungi fyrir þann tíma var Renny skipstjóri að ganga um gólf á lága þilfarinu stjórnborðsmegin og biða eftir hafnsögumanni. Stýrimaðurinn, sem nú var orðinn afdrukkinn, var á rangli við land- göngubrúna og öðru hvoru gaut hann illu auga til skipstjórans, að því er hann sá. í livert skifti sem fótatak heyrðist á hafnar- bakkanum var sýnilegt að Sha,w gætti að eins og liann ætti von á einhverjum. Og brátt kom í ljós orsökin til þessarar árvekni hans. Sewell gekk upp landgöngubrúna með böggul i hendi. Þegar liann kom auga á skipstjóra, leit hann á Shaw, hikaði dálítið við og gekk síðan að opinu niður í yfir- mannasalinn. Renny var enginnn heimsk- ingi. Böggull með viskiflöskum í er tiltölu- lega auðþektur útlits, jafnvel þótt farið sje lítið eitt að skygg'ja. Sdwell! kallaði hann, — hvað eruð þjer með þarna? Böggul til ln\ Shaw, herra. — Böggul af liverju? Nú kom Shajw að og andaði djúpt, eins og honum væri mikið niðri fyrir. Hvað kemur yður það við? spurði liann. Þjer eruð að fara út fyrir yðar starfsvið. Víkið frá, ln*. Shajw, sagði Renny ró- legur. — Eftir fimm minútur förum við af stað. Hvað þjer gerið í landi, kemur mjer ekki við, en jeg' vil ekki hafa neinn yfirmann, sem drekkur til sjós. Sewell, fleygið þessu fyrir borð. Renny var í þann veginn að útskýra, að Shaw myndi fá flöskurnar bættar upp i fyrstu höfn, sem komið yrði við í, en þá var snögglegu höggi beint að honum. Hann veik sjer undan, stje aftur á bak, og í sama bili lá stýrimaðurinn á þilfarinu fyrir hnefa- höggi af skipstjóra sínum. — Jeg gæti skrifað yður fyrir þetta — og það sem verra væri, hr. Sliaw, sagði hann. Farið niður í káetu yðar. Cyclops, sem hafði lent í ofsastormi nóv- embermánaðarins, reis upp á háa öldu og stakk sjer siðan niður í dalinn, eins og hann væri að gera tilraun til að fremja sjálfs- morð. Allur lítilfjörlegur hávaði druknaði í öskrinu í vindinum. Sjóndeildarhringur- inn hafði þrengst um tuttugu mílur og innan þess þrönga hrings, sem hann nú var, sást ekkert nema stórsjóirnir, sem riðu yfir skipið i sífellu. Vjelin gekk lijerumbil tíu mílur en skipið ekki nema þrjár. Með ó- reglulegum millibilum fjekk það steypibað stafnanna milli af sjávarlöðri. En Cyclops var gott sjóskip. Hann glitraði eins og sel- ur og spúði svörtum reykjarmekki úr reyk- háfnum er hann stangaði Atlantshafið jafnt og þjett. Hann stakst á stefnið, settist á afturstefnið en sjóirnir gengu yfir liann í sífellu. Samt sem áður miðaði honum altaf áfram, þótt hægt færi. Þessi ólæti i veðrinu og sjónum komu Walters ókunnuglega fyrir, þar eð hann þekti ekki ósjó nema af afspurn. En hann fann nú, að ldukkustundar bardagi við höf- uðskepnurnar var fróðlegri en lieilar bæk- ur gátu verið. Hann hjelt annari hendi í kaðal en hinni hjelt liann á kaffikönnu. Hann var á leið upp í stjórnpallinn og mörg- um sinnum á þeirri tafsömu leið reyndi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.