Fálkinn


Fálkinn - 04.03.1933, Blaðsíða 2

Fálkinn - 04.03.1933, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ------ GAMLA BÍÓ --------- Kapteinninn M Kiipenick. Talmynd í 9 þáttmn eftir Carl Zuchmayer. Fyrir 27 árum siðan, já jafn- vel ennþá, þarf aðeins að nefna nafnið Köpenick og all- ur heimurinn hló, og það var áðeins Wilhelm Voigt skó- smiður, sem gaf tilefni til þess. Aðalhlutverkið leikur: MAX ADALBERT IEOILS PILSNER BJÓR MALTÖL HVÍTÖL. SIRIUS GOSDRYKKIR, 9 tegundir. SÓDAVATN SAFT LÍKÖRAR, 5 teg. Nöfnin ,EGILL‘ og ,SIRIUS‘ tryggja gæðin. H.f. Ölgerðin Skallagrlmsson Sími 1390. Reykjavík. „BATA“ gúmmístígvjel Ein grein af hinum góða og ódýra „BATA“ skófatnaöi eru allskonar gúmmiskófatnaður . . Barna gúmmístigviel. IJnglinga — Rarim. hniehá — hálfhá Nr. 6-8 Kr. 5.50 - 9-1 - 7.50 - 2-5 — 9.00 - 6-12 - 14.00 6-12 - 18.50 Hven. skóhlifar 3.00 til 3.75 Snjöhlifar 7.00 til 11.00 Karlm. skóhlifar 4.50 LARUS G. LÚBVlGSSON, sbóverslnn NÝJA BÍO Með f rekjunnl hef st það. Bráðskemlileg gamanmynd tekin af UFA undir stjórn Carl Böse og Heinz Hille. Aðalhlutverkin leika: WILLY FRITSCH, Camille Horn og Ralph Arthur Roberts Sýnd um helgina. verður altaf betra en allar eft- irlíkinngar hverju nafni sem nefnast. ftllt meö íslenskiim skrpiim' + Hljóm- og KAPTEINNINN FRÁ KÖPENICK Margir kannast við söguna um kapteininn frá Köpenick. Það er sönn saga, sem gerðist fyrir 27 árum suður í Þýskaíandi og vakli þá svo mikla athygli og hlátur að liún varð heimsfræg. Viðburðurinn sýndi live djúpa lotningu Þjóðverj- ar báru þá fyrir einkennisbúning- unum. Það gera að vísu fleiri þjóð- ir, en einkennisbúningalotningin var þó talin meiri í Þýskalandi en ann- arsstaðar, meðan keisaraveldið og dýrkunin á iionum' var í fullu fjöri. Aðalhetjan í sögunni var fátækur skóaráræfill, sem hjet Wilhelm Voigt. Hann hafði setið í fangelsi fyrir allskonar ávirðingar og glæpi i 23 ár og var nú nýsloppinn út. Hann langaði til fá vegahrjef hjá lögreglunni til þess að geta farið að stunda heiðarlega atvinnu aftur, en var neitað, og allar dyr voru lokaðar tugtliúsfanganum. Þá tekur hann það til bragðs að gera inn- hrot á lögreglustöð til þess að út- vega sjer þar eyðublað og önnur gögn til þess að falsa vegabrjef. Hann næst og kunningi lians líka og ér dæmdur í tíu ára fangelsi. Þegar hann kemur út aftur dettur lionuöi það snjallræði í hug, að kaupa sje'r gamlan höfuðsmanns- húning lijá fatasala einum. Hann fer inn í þarfahús, fer þar í fötin og þegar hann kemur úl á götuna aft- ur hittir hann heila hermannadeild undir forustu undirforingja. Hann tekur deildina undir sína stjórn og allir hlýða. Fer hann með hana til smábæjarins Köpenick, setur her- mannavörð um ráðhúsið og fer inn talmyndir. og heimtar bæjarsjóðinn framseld- an sjer. Borgarstjórinn þorir ekki annað en hlýða — einkennishún- ingnum og afhendir skóaranum sjóð- inn. Að svo húnu fer skóarinn með sjóðinn til lögreglunnar og afhendir henni liann, en er dæmdur í fangelsi enn á ný. En keisarinn náðaði hann og ljet gefa honum vegabrjef og laúk þar með þessum heimsfræga skop- leik. Skáldið Carl Zuckmayer hefir samið leikril um þetta efni og hef- ir það verið sýnt um allan heim og þykir með bestu gamanleikjum nútímans. Og nú liefir þýskt tal- myudafjelag gert hljómmynd upp úr leikritinu. Leikur Max Adalbert að- alhlutverkið en önnur stærri hlut- verkin leika Max Giilstoff og Fried- rich Kayssler en Richard Oswald hefir stjórnað tökunni. Verður myndin sýnd bráðlega á Gamla Bíó. MEÐ FREKJUNNI HEFST ÞAÐ. Þessi gamanmynd er tekin af Ufa- Film og aðalpersónuna leikur kvennagullið Willy Fritsch. Leikur- inn segir frá hjónum sem liafa ver- ið gift i eitl ár og eru nú á skytn- ingi að lialda hátíðlegan brúðkaups- daginn sinn. En maðurinn virðist eiga vingotl við fleiri en konuna og er hann hregður sjer frá til þess að fá sjer neðan í því og gæla við stelpur kemur ungur maður til frú- arinnar og verður þegar ástfanginn. Þetta er Willy Fritch en konan er Camilla Ilorn og maðurinn hennar er hinn óviðjafnanlegi Ralpli Art- hur Roberts. Uppáhalds ástmey hans heitir Loulou Gazelle og er leikin .16n M. Melsteð, Vonarstræti 12, verður 70 ára í dag. af Else Elster. Hinum ástfangna Willy gengur illa að vekja hlýjar tilfinningar hjá frúnni til sín, cn þo lekst þetta að lokum, með þvi að koma þeim saman bóndanum og Loulou. Willy veit um kunningsskap þeirra og notar sjer liann til þess að neyða bóndann til þess að taka sig á heimilið sem einkaritara sinn. Samtímis hagar hann svo til, að hús- bóndinn og Loulou lenda saman á baðstað og lifa þar i mestu dáleik- um. Þegar bóndinn er farinn liefst mikil sókn lijá Willy eftir frú Alice, en hún tekur öllu illa og fer í fússi til mannsins síns á baðstaðinn. En þá hittist svo illa á, að hún hittir manninn sinn og Loulou í faðmlög- um þar á baðstaðnum. Og þá breyt- ist viðhorfið til Willy og hagur hans hækkar. Vitanlega krækir hann í frúna, enda er hann óliku lögu- Brynjólfur Jóhannesson átti 15 ára leikaraafmæli núna í vikunni. Hefir hann leikið i flestum leikritum sem Leikfjelagið hefir sýnt hin síðári ár- in og afla sjer almennra vinsælda. Hjer er mynd af Brynjólfi í hlut- .verki . hans í ,,Dómum“ eftir H. Þormar. legri maður en bóndinn hennar. Þetta er tal- og hljómmynd og gerð eftir gamanleik lains fræga gamanleikaskálds Louis Vernueil. En hljómleikarnir eru eftir Stefan Sam- ek. Artliur Roberts, sem er ómót- stæðilegur þarna leikur hlutverk gifta mannsins, sem liefir svo mörg járn i eldinum. Willy Fritsch og Camille Horn eru livorl öðru betra. Það er enginn vafi á þvi, að fólk, sem hefir ánægju af gamanmyndum lilær óspart að þessari niynd. Tlún verð- ur sýnd um helgina i Nýja Bíó. 1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.