Fálkinn - 04.03.1933, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
Yngstu lesendurnir.
Ýmislegt til skemtunar.
Hvaða leið fór hann?
I>a'ð var eiit laugardagskvöld, að
Fjetur sendisveinn var sendur út i
liæ með iólf stóra böggla, sem urðu
endiléga að komast til skila um
kvöldið, þvi að það var í þeim mat-
ur, sem átti að nota daginn eftir.
Og vitanlega áttu þessir tólf böggl-
ar að fara á tólf heimili. — Pjetur
tók hjólið sitt og hjelt af stað og
þeyttist nú stað úr stað, þangað til
liann hafði kotnið af sjer öllum
bögglunum.
Þegar liann kom lieim aftur og
fór að rifja upp fyrir sjer ferða-
lagið varð hann hissa, er hann tók
eftir því, að hann hafði aflokið öll-
um erindum sínum án þess að aka
sömu leiðina tvisvar sinnum eða
l’.afa farið tvisvar framhjá sama
skiftavininum.
Þætti þjer ekki gaman að reyna
að leika þessa list eftir Pjetri. Þú
átt auðveldara með það en Pjelur,
því að þú þarft enga böggla að
l afa meðferðis og ekki að þreyta
þig á að hjóla. Þú situr við borðið
þitt með teikninguna fyrir framan
]>ig og á henni sjerðu húsin, sem
Pjetur varð að koma í og eru þau
tölusett, strikin sýna strætin í bæn-
um. Reyndu nú!
(Ráðningin er þessi: Pjetur fór í
imsin í þessari röð: 9, 4, 11, 6, 0,
8, 1, 5, .12, 7, 2, 3, Vitanlega má
lika fara í, alveg öfugri röð.
Nokkuð fyrir spilafíflin.
Fimm til sex spil eru beygð i
liorn og sett upp á fjöl, sem lát-
in er standa á ská, eins og myndin
sýnir. Til endanna og hliðanna eru
settir trjelistar á fjöjina eða borðið,
il þess að kúlurnar, sem spilað er
nieð velti ekki út af borðinu.
Þálftakendurnir standa við hærri
endann á borðinu og hver þeirra
fær ofur litla steinvölu. A nú að
reyna að láía völuna velta gegnum
spilahúsin. Sá sem getur það fær
tvö stig, en ef bann fellir spilahús-
i'ð tapar hann einu stigi, en komist
valan í gegn án þess að snerta spil-
ið fær hann 3 stig.
Marklinan, sem spilað er frá, er
teiknuð á borðið með krít. — Sá
sem fyrstur hefir náð 20 stigum
hefir unnið.
Erfið þraut.
— Geturðu felt eldspítustokk?
spyr jeg. — Hvernig? spyr þú. Taktu
þá tóman eldspítustokk í hægri hönd
og legslu á linje, leggðu frainhand-
legginn á gólfið, þannig að olnbog-
inn nemi við linjeð og settu svo frá
þjer eldspítustokkinn, — en mundu
að hann á að standa upp á end-
ann! Þetta er alt saman auðvelt,
en nú fer að vandast málið. Taktu
saman höndum fyrir aftan bak og
reyndu svo, þarna sem þú stend-
ur á hnjánum að fella eldspýtu-
stokkinn með nefinu.
Þetta er mjög erfitt, og aðeins
þeir, sem liprir eru i kroppnum
geta gert það. — Mundu eftir að
sýna listina kunningjum þínum og
láta þá spreyta sig á henni.
Sigling í baðkerinu.
Mörg ykkar eiga eflaust lítil syst-
kini og ef jeg þekki lítil börn rjett,
þá er þeim ekki sjerlega vel við að
ÞÝSKU FARFUGLARNIR
Æskulýðurinn í Þýskalandi ferð-
ast tiltölulega meira en æskulýður
nokkurs annars lands. Einkum er
svokölluð „farfuglahreyfing" orðin
almenn í Þýskalandi. Þessi fjelags-
skapur hefir smám saman eignast
fjöldann allan af sæluhúsum víðs-
vegar um landið, þar sem „farfugl-
arnir“ koma við og fá gistingu fyr-
ir lítið eða ekkert. „Farfuglarnir“
ferðast ódýrt, — þeir eru alveg ó-
smeykir við að nota sjer gestrisni
fólks þar sem þeir koma, og þykir
suinum, sem fyrir átroðningi al'
þeim verða það jafnvel um of. En
þess ber að gæta, að flestir þessara
farfugla hafa úr litlu eða engu að
spila, svo að þá munar meira um að
eiga að borga greiða, en hina um
að láta hann úti þó ókeypis sje.
,,Farfuglarnir“ ferðasí eigi aðeins
innan lands heldur og til annara
landa og hafa sumir jafnvel komist
til slands. eÞssi ferðalög eru mjögö
ódýr. í sumar tóku „farfuglarnir“
upp á þvi, að taka á leigu gamalt
skip, sem hafði legið ónotað í liöfn
árum sainan og dytta að því. Rúm-
fleíum var slegið upp í lestunum og
síðan haldið af stað. Myndin, sem
lijer sjest að ofan er af skipi og
sýnir farfuglana i efri og neðri
rekkjunum vera að vekja hverja
fara ofan í baðkerið og láta baða
sig. Þú hefir víst oft heyrt þau
skæla, þegar hún mamma ykkar
befir ætlað að fara að baða þau.
Nú hefir mjer dottið nokkuð gott
í hug. Rú þú til nokkra smábáta
úr korktöppum. Þú notar stein í
kjölinn. Mastrið er úr stálvír, seglið
úr hvítum pappír og flaggið úr mis-
litum pappir.
Þegar þú heyrir næst orgað í bað-
herberginu þá farðu í hirsluna þína,
] ar sem þú geymir bátinn eða bá -
ana og farðu inn til litla • bróður
þins og sýndu honum fallega bát-
inn og láttu hann sigla i baðker-
inu. Þá hættir hann undir eins að
gráta og gleymir allri hræðslu við
”atnið.
Járnkrossinn í einni klippingu.
Taktu ferhyrnt pappírsblað, jafn-
stórt á báða vegu og brjóttu það
cins og myndin sýnir — eftir
punktalínunum á myndinni. Gerðu
fyrst lárjett brot, síðan lóðrjett brot
og svo brot á milli horna, svo að
þriliyrningur verði úr pappirnum
sem er lokaður á hægri og vinstri
l.'lið, en opinn að neðan. Bogna lín-
an við (Z) sýnir livernig þú átt að
klippa. Þegar þú flettir blaðinu
sundur eftir klippinguna, þá kemur
fram mynd af krossi, sem er alveg
eins og þýski járnkrossinn í lögun.
ÞVí nákvæmar, sém þú klippir, því
fallegri verður krossinn.
Tóta frænka.
WOLF-HEINRICH, FURSTI AF
STOLBERG
var talinn trúlofaður erfðaprinsess-
unni liollensku og hefði þvi ef alt
hefði að óskum gengið orðið drotn-
ingarbóndi í Hollandi. En líkléga
hefir þeim ekki samið, því að fursl-
inn varð afliuga Júlíönu prinsessu
og vegsemd þeirri sem henni fylgdi.
í stað þess fór hann að draga sig
eftir borgaralegri stúlku, ungfrú
Irmu Erfert, sem er dóttir spari-
sjóðseiganda eins og þau giftust 21.
janúar. Hjer er mynd af .höll furst-
ans.