Fálkinn - 11.03.1933, Síða 2
2
F Á L K I N N
------- QAMLA BÍÓ ------------
Dygíl og synd.
Gullfallegur og afar skemtilegur
kvikmyndasjórileikur í 8 þótt'um.
AðaJlllutverkin leika:
Joan Crawford,
Anita Page
Dorothy Sebastian,
Robert Montgomery,
Raymond Huckett,
John Milian.
Sýnd bráðlega.
EGILS
FILSNER
BJÓR
MALTÖL
HVÍTÖL.
SIRIUS
GOSDRYKKIR,
9 tegundir.
SÓDAVATN
SAFT
LÍKÖRAR, 5 teg.
Nöfnin ,EGILL‘ og ,SIRIUS‘
iryggja gæðin.
H.(. iilgerðin
Eglll Skallagrimsson
Sími 1390.
Reykjavík.
Timburverslunin
Völundur h.f.
Reykjavík
ITýður öllum landsmönnum góð timburkaup.
Hvergi betra timbur. Hvergi betra timburverð.
Hvergi meira úrval.
Allar stærðir, allar lengdir, fyrirliggjandi.
Timburfarmur nýkominn.
Trjesmiðjan smíðar ailskonar glugga, hurðir og lista, úr
furu, oregonpine og teak.
Firmað selur allar venjulegar tegundir al' timbri (furu
og greni), og auk þess oregonpine, teak, kross-spón, In-
suiite (mjúkt og harl), Insulite-saum og þakpappa (nr.
1 og nr. 2). Ennfremur gufuþurkaða furu og (niðursag-
að efni í) hrífuhausa, lirífusköft og orf. Venjulega fyrir-
liggjandi allar algengar tegundir af gluggum, hurðum,
gólflistum, karmlistum (geriktum) og loftlistum.
Kaupið vandað efni og vinnu.
Þegar húsin fara að eldast, mun koma í ljós, að
það margborgar sig.
Talsími nr. 1431. Símnefni: Völundur.
Stærsta timburverslun og trjesm’iðja á Islandi.
----- NÝJABÍO -------------
Hamingjnsamir
elskendnr.
Bráðskemtileg þýsk söngmynd
effir P. Frank og L. Ilirschfeld,
tekin undir stjórn Max Neufeld
og með lögum eftir Paul Abra-
ham.
Aðalhlutverk:
Hermann Thiemig,
Lee Parry,
Magda Schneider og
Georg- Alexander.
Sýnd þessa dagana.
morgun, kvöld
Oö
miðjan dag.
Bragðbest og drýgst.
Verðlaunamiði sem altaf gefur
vinning í hverjum poka.
Hljóm- og
HAMINGJUSAMIR Mynd þessiergerð
ELSKENDUR. — eftir sjónleiknum
-------------- „Viðskifti við Ame-
i'iku" og er gamanmynd með söng.
Aðalpers. eru hjónin Paul Baumann
og Clary, hílakonungurinn Mr, Brown
frá Ameríku og einkaritari Bau-
manns, ung og falleg stúika, sem
lieitir Anny. Baumann er forstjóri
fyrir útbúi bílakonungsins i Wien og
þegar myndin hefsl er Brown bila-
kongur væntanlegur á liverri stundu
i eftirlitsferð. Baumann forstjóri er
að leggja síðustu hönd á yfirlits-
skýrsluna, sem hann ætiar að sýna
luisbóndanum, en er þá' hringdur upp
að heiman frá sjer og beðinn um að
koma sem skjótast. Hann Jieldur að
konan sje veik, en það er þá bara
kelturakki frúarinnar sem í hlut á,
þvi að hann liefir ekki nærst neitt
í heilan klukkutíma. Baumann þykir
ilt að láta gabba sig þannig og vei-ð-
ur þeim sundurorða hjónunum og
frúin hipjar sig á burt með hund-
inn. Þegar svo Brown bílakonung-
ur kemur hittir hann fyrir einka-
ritarann Anny og heldur að hún sje
frúin. Út úr þessum misskilningi
spinst svo annar nýr og gengur á
ýmsu skoplegu og skal það ekki rak-
ið. En vitanlega endar myndin með
því að þílakonungurinn fer með
Anny með sjer lil Ameríku.
Öll aðalhlutverkin eru snildarlega
leikin og af skemtilegum leikurum.
Hermann Thiemig leikur Baumann
en Lee Parry leikur Clary konuna
hans. En einkaritarann tleikur hin
undur fagra Magda Schneider, sem
nú er komin i fremstu röð þýskra
leikkvenna. Og loks er að nefna
hílakonunginn sem leikinn er með
talmyndir.
óviðjafnanlegri snild af Georg Alex-
ander.
Max Neufeld hefir stjórnað leik-
tökunni og er afar mikill iburður i
myndinni. Og söngvarnir eru eftir
Paul Abraham, sem er eitt af vin-
sælustu yngri tónskáldum Evrópu.
Þarf ekki að draga í vafa að þessi
lög hans vinna vinsældir lijer sem
annarsstaðar. Myndin verður sýnd
núna um helgina í Nýja Bíó.
---x---
DYGD OG SYND. Þessi mynd er
-------------- tekin af Metro
Goldwyn og segir átakanlega sögu
þriggja ungra sfúlkna, sem vinna
sainan í stórri tískuvöruverslun, og
búa saman i fátæklegu þakherbergi.
Ein þeirra, Jerry lætur ekki ginnast
af karlmönnum og kýs lteldur að búa
við skort og fátækt en verða vinkona
ríkra sællifisseggja. En um hinar fer
á annan veg. Önnur þeirra giftist
manni, sem berst mikið á og allir
telja ríkan. En sonur verslunarhúss-
eigandans David að nafni, trúlofast
hinni og lofar að giftast henni.
Jerry verður ein eftir og stenst all-
ar árásir eldri sonar verslunar.eigand-
ans, sein er að draga sig eftir henni
og lofar henni auði og allsnægtum
ef inin vilji þýðast sig. En um hin-
ar fyrri stallsystur hennar er það
að segja, að þær hafa keypt lífs-
þægindin of dýru verði. Það ketnsi
sem sje upp um manninn, sent liafði
gifst annari, að hann er runnnungs-
þjófur, sem hefir lifað á fjeglæfr-
um og prettum alla sína æfi. Verð-
ur hún að leita hælis hjá fátækri
móður sinni upp i sveit. En um hina
er það að segja, að unnustinn henn-
ar segir henni einn góðan veðurdag,
að nú verði þau að slíla samvistum,
því að hann á að giftast annari
slúlku. Hún tekur eitur á brúð-
kaupsdaginn hans„ en fyrir milli-
göngu eldri bróðurins kemur svik-
arinn iðrandi að hanabeði hennar
og heitir lienni því, að giftast aldrei
annari stúlku. Deyr hún svo með
bros á vöruinim. En hinn bróðirinn
sýnir nú, að ást lians lil Jerry á
djúpar rætur. Þau giftast og lifa far-
sæl.
Stúlkurnar (þrjár eru leiknar af
Joan Crawford, Anita Page og Dor-
ohy Sebastian og (eikur sú fyrst-
nefnda stærsta hlutverkið, Jerry. En
ungu mennirnir eru leiknir af Bo-
bert Montgomery (hann leikur á
móti Joan Grawford), Raymond
Hackett og John Miljan. Myndin er
afar íburðarmikil og há-ameríkönsk,
með skrautlegum sýningum. Hefir
Harry Beamount annast leikstjórn-
ina. Mynd þessi verður sýnd bráð-
lega á GAMLA BÍÓ.
----'X----
Ungur kennari.
Mussolini hefir stofnað hljómleika-
skóla fyrir börn suður í Róm. Þvi
að í ítalíu eru börnin mikið meira
gefin fyrir hljómlisl en lijerna og
þar kunna flestir að leika á eitthvert
liljóðfæri. Einn af kennurunum í
þessum skóla er tóll' ára gamall
drengur og er liann aðalkennari
skólans í fiðluleik. Harin heitir Willi
Connides von Kreinrach og er þeg-
ar orðinn fiðlusnillingur, þó hann
sje ekki eldri.
----x-----
LeiðrjeUing.
í texta með myndum úr Skugga-
Sveini i síðasta blaði var misprent-
að nafn eins leikandans. Þar stóð
Hans Kjartansson en átti að vera
Hjartarson.
ROOSEVELT SÝNT BANATILRÆÐl
Franklin Roosevelt var ekki orð-
inn forseti þegar fyrsta morðtilraim-
in var gerð á honuni. Fyrir skömnni
var hann staddur á samkomu i hað-
staðnum Miami í Florida og'voru
þeir saman Cermak borgarstjóri i
Chicago og liann. Alt í einu var skot-
ið á þá mörgum skammbyssuskotum
úr stuttri fjarlægð. Ekkert þeirra
liitti Franklin Roosevelt, en Cermak
borgarstjóri særðist hættulega og
fjórir menn aðrir. Tilræðismaðurinn
var handtekinn og játaði liann, að
Framhald á hls. 15.