Fálkinn


Fálkinn - 11.03.1933, Page 3

Fálkinn - 11.03.1933, Page 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: BanKastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Vskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; ir. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Ular áskriftanir greiðist fyrirfram. 1 uglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skíðafjelag Reykjavíkur hefir lengi haft i huga, að koma sjer upp skiða- skála á hentugum stað hjer nær- lendis til þess að skiðafólk gæti haft þar athvarf. Nú er kominn nokkur skriður á málið, fyrir atbeina hins álnigasama formanns fjelagsins, L. H. Miiller kaupmanns. Hefir verið gerð teikning af skálanum og verður liann smiðaður i Noregi og með fornlegu norsku skálasniði. Stærðin er 18 VL> sinnum 9 metrar og er gerl ráð fvrir að fimtíu gestarúm verði í skálanum. I>að hefir eigi verið á- kveðið enn hvar skálinn á að standa, en vaka mun fyrir stjórn fjelagsins að koma honum upp einliversstaðar j)ar, sem jarðliiti er, t. d. í Hvera- dölum. Talsvert fje hefir safnast i hús- hyggingarsjóð og þessa dagana eru seld nierki lil ágóða fyrir húsið. Ættu sem flestir að kaupa þau og flýta þannig fyrir framkvæmd þessa nauðsynjamáls. Það má full- yrða, að ef skíðaskáli kemur upp á hentugum stað verður það til mik- illar eflingar skíðaíþróttinni í Reykjavík. Á myndunum, sem hjer fylgja má sjá hvernig hinn væntan- lcgi skíðaskáli lítur út og ennfrem- ur sjest horn úr arinstofunni. Skraddaraþankar. Samkvæmt bráðahirgðaáætlun um verslun íslands árið sem leið hefir andvirði útfluttrar vöru orðið tnn 10 miljón krónum meira en innfluttr- ar. Það, er efamál hvort nokkur þjóð í Evrópu getur sýnt svo hagstæða verslunarveltu á árinu 1932. — En þeim gaf sem þurfti. Útkoma ])essi byggist á því, að minna hefir verið gert að verkleg um framkvæmdum á árinu en venja er til. Það sem vinst á þessu er ekki unnið fje, því að framkvæmdunum hefir aðeins verið frestað og þær konia síðar. En að miklu leyti liefir þessi útkoma fengist fyrir áhrif inn- flutningshaftanna. Ýmiskonar óþarfa innflutningur hefir verið heftur — og mætti þó betur vera, og nauð- synjavörum sem áður hafa haldið innlendri frainleiðslu sömu tegundar niðri hefir verið gert þröngt.um inn- göngu. Mun því mega fullyrða, að aldrei liafi verið notað eins mikið af innlendri framleiðslu ýmiskonar á þessari öld en einmitt nú. Og er gott að vita lil þess og betur að svo gæti haldist. Innflutningshöflin eru að vonum illa sjeð hjá ýmsum. Þau hækka sumum tilfellmn vöruverð, en hjá því mætti komast með ákvæðum um hámarksverð og eftirlit. Þau hefta alment frjálsræði og þaðan sprettur einkmn andúðin gegn þeim. En það er atliugandi að þau eru neyðarráð- stöfun, gerð til þess að afstýra voða. Vilja menn liugleiða, livar íslendingar síæðu í dag með álíka verslunarhalla og 1. d. árið 1930. Mundu þeir ekki stah.da á barmi gjaldþrotsins, hlekkj- aðir á klafann gjörsneyddir tiltrú annara þjóða. Og hvar væri þá bless- að sjálfstæðið, sem allir vilja? Það er vitanlega besl og hollast til þroska, að menn hafi vit fyrir sjer sjálfráðir, svo að ekki þurfi að taka af þeim „fjárforræðið“ — ef svo mætti segja. En íslendingar hafa ekki viljað hafa vit fyrir sjálfum sjer. Þeir hafa jetið upp arð góðu áranna jafnóðum og svo þegar vondu árin koma finsl þeim sjálfsagt að taka lán meðan nokkur vill veita lán og það jafnvel þó lánin sjeu dýr. En allir vita hvernig fer þegar alt láns- traust er búið. þá getur að vísu alt slampast af, ef nýtt góðæri er svo vingjarnlegt að berja að dyrum, en ef það gerir það ekki, þá er ekki um annað að gera en „leggjast fyr- ir og fara að deyja“ eða selja sig í ánauð annara þjóða og gefa þeim liúsbóndarjettinn, — alveg eins og þegar lnisskrokkur er seldur á nau'ð- ungaruppboði. Knattspyrnufjelagið „Fram“ átti 25 ára afmæli nýlega Er að næst- elsta knattspyrnufjelag bæjarins og var í upphafi stofnað af kornungum piltum. Fjelaginu óx brátl styrkur og bar um mörg ár ægishjálm yfir öðr- um knattspyrnufjelögum hjer og.var einna vinsælasta fjelagið hjer í bæn- um þær mundir. Eru mönnum enn í minni menn eins og Friðþjófur Thorsteinsson sem óefað var einna besti knattspyrnumaður landsins, Pjetur Sigurðsson, Tryggvi Magnús- son, Gunnar Thorsteinsson og mætti fleiri nefna. Þessir gömlu „Framm- arar“ eru nú komnir á þau árin að þeir eru hættir að iðka knattspyrnu og um sinn bar litið á fjelaginu því að það hafði vanrækl að koma sjer upp nýliðum. En nú er úr ])essu bætt og hefir nýtt fjör færst í fje- lagið núna fyrir afinælið. Stjórn fjelagsins skipa nú þessir: Ólafur K. Þorvarðsson (form.), Guðmund- ur Halldórsson, Harry Frederiksen, Kjartan Þorvarðsson og Lúðvík Þor- geirsson, en formenn hafa verið frá byrjun Pjetur M. Hoffmann, Gúnn- ar Halldórsson, Arreboe Clausen, Gunnar Thorsteinsson, Friðþjófur Thörsteinsson, Tryggvi JMagnússon og Stefán Pálsson. Myndin hjer að ofan er af kappliðinu frá 1911 og sýnir ýmsa kunna Reykvíkinga, eins og þeir voru fyrir 18 árum. Þeir eru (talið frá vinstri): Pjétur M. Hoffmann, Ágúst Ármann, Kjartan Ólafsson, Rrynjólfur Kjartansson, Gunnar Halldórsson, Hinrik Thor- arensen, Gunnar Thorsteinsson, Haukur Thors, Magnús Björnsson, Tryggvi Magnússon, Geir H. Zoega, Gunnar Kvaran, Sigurður Lárusson, Karl Magnússon og Ólafur Magnús- son. Kaupm. Sigvaldi E. S. Þorsteins- son, Akureyri, nú til heimilis í Markmandsgade 1-t, Khöfn, verður sextugur l't. þ. m. Kauplð GLERAUGU yðar á Laugaveg 2. ÓKEYPIS gleraugnamátun GLER- AUGNABÍJÐIN á LAUGAVEG 2. Verslunin hefir engin útbú, þar eð sjerfræðiugurlnn BRUUN annast ná- kvæmlega hverja afgreiðslu sjálfur. Enginn skyldi draga að fá sjer lestrar,- vinnu- eða hvildar- gleraugu. Takið eftir þessu TVÍBURA- merki á framhlið hússins. Jens fí. Waage fyrv. bankast j. verður sextugur H. þ. m. Jún Sigurðsson bóndi að Reyni- stað verður 45 ára 13 þ. m.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.