Fálkinn


Fálkinn - 11.03.1933, Síða 7

Fálkinn - 11.03.1933, Síða 7
F Á L K I N N / Skýjakljúfahverfið í New York. í þessum kaupsýsluhöllum er riú alí í kalda koli, þrátt fyrir miljarða- gróða Ameríkumanna fram til ársins 1929. Batnar eða versnar ástandið á kjörtímabili nýja 'fórsetans? Kinley og Hannah og brall þeirra. Æstist landslýðurinn injög gegn forsetanum og svo fór að lokum áð McKinley var skotinn. Morðingin'n sagði í rjettarprófunum, að hann hefði sannfærst um það, af teikning- um Offers, að þjóðinni væri fyrir bestu að losna við Mc- Iíinley. En þá sneri almenn- ingsálitið við blaðinu: McKin- lev varð píslarvottur en Hearst var kallaður morðingi! Theodore Roosevelt varð eftirmaður McKinleys. Var hann sannkallaður landhreins- unarmaður og óþreytandi í því að veikja :áhrif auðhringanna og vernda almenning gegn yf- irgangi þeirra. En þetta var hægra ort en gjört, því að bringarnir höfðu gagnsýrt em- hættismennina með mútugjöf- Ltm. Þó tókst honum að fá numin úr gildi ýms forrjett- indalög hringanna og setja lög, sem vernduðu þjóðina gegn yf- irgangi þeirra. Þetta vaisð til þess að fjöldi áhrifamanna og auðmanna lagðist gegn honum en á hinn bóginn aflaði bar- átta hans lionum svo mikilla vinsælda af öllum þorra þjóð- arinnar að örð var á gert. Hann var endurkosinn forseti 1904, en við næstu kosningar var Taft kosinn. Var hann hæg- fara maður og fremur atkvæða- lítill. Þegar kjörtímabil hans var úti 1912 vildu margir gera Roosevelt að forseta á ný, svo miklar voru vinsældir hans. En flokkurinn vildi ekki tilnefna hann, vegna þess að það væri brot á venjum að láta sama mannin gegna forsetaembætti meira en tvö kjörtímabil. Roose- velt stofnaði þá nýjan flokk, fyrir tilmæli vina sinna og voru þeir því tveir í kjöri republik- anarnir; tvístruðust atkvæðiii svo við þetta, að demókratinn Wodrow Wilson náði kosningu. Wilson var fræðimaður, pró- lessor við háskóla og hafði litt við stjórnmál fengist. Var hann tullkomin andstæða Roosevelts. Ef heimsstyrjöldin hefði ekki dunið yfir mundi Wilson lík- lega liafa skilið svo við forseta- stólinn, að enginn hefði tekið eftir honum. En við styrjöld- ina bárust að honum svo knýj- andi verkefni að hann varð að áta til sín taka. Honum varð starfið um megn og varð að lok um auiningi vegna ofreynslu. •'r almælt að kona hans og vin- ir hafi ráðið mestu um gerðir lians síðustu árin. Hann gegndi embættinu tvö kjörtímabil, með því að ótækt þótti að. skifta um forseta meðan á ófriðinum stóð. En þegar heim kom al' Versalafundinum ónýtti þing- ið allar gerðir hans. Þá konr næstur Harding, senr ráðið hafði mestu í stjórninni síðustu forsetaár Wilsons.Stjórn Hardings er engin frægðarsaga, þvi að hann bendlaðist við ým- isleg hneyxlismál, sem ekki eru að fullu rannsökuð enn í dag. Hann dó á dularfullan hátt og er haldið að annaðhvort liafi hánn framið sjálfsmoi'ð eða hans nánustu grandað hon- um. Ver'ður hinna svonefndu steinoliuhneyxla lengi minst i sambandi við hann. Þá tók við C.oolidge sem nú er nýlátinn. Ilefir hann að svo stöddu feng- ið góða dóma; þótti rjettvís maður en var mjög fáskiftin og hafði sig ekki í frammi. og loks kom Hoover, en saga lians er i svo fersku minni að luin verður ekki rifjuð upp lijer, enda var á hana drepið í síðasta blaði. Stjórnarferill liýja forsetans, Franklin Delano Roosevelt er enn óskrifað blað. Hann tekur við ríkinu sem nokkurskonar þrotabúi og er alls ekki öfunds- verður af hinu veglega em- bætti. Og þess mun enginn ganga dulinn, að hvort hahn verður talinn stórmenni eða ó- menni eftir fjögur ár, er ekki eingöngu undir því komið livort liann verður dugandi stjórn- ndi eða ekki, heldur fremur indir því hvort liann verður heppin'n eða óheppinn. Hvort heimurinn fer batnandi eða ■ersnandi á næstu árum. Flest- iim mun finnast, að ástandið geti ekki versnað úr því sem 'i' og spá því bata. En lengi getur vont versnað. Frægasti hársnyrtingamaður heims- ins, Antoine, sá sem ruddi drengja- kollinum braut á sinni tið er i þann veginn að flytja sig frá Paris, en þar hefir liann starfað til þessa, og ætlar að setjast að í Bandaríkjunum. Það eru kvikmyndirnar sem freista hans. Hann á framvegis að nostra við liárið á kvikmyndastjörnum Metro-Gohlwyn. ílalski verkl'ræðingurinn Lombar- dini þykist hafa gert teikningar að einskonar „flugskipi“ sem geti far- ið með 250 kilómetra hraða og rúm- að 2000 farþega. Skip þetta er knú- ið áfram með loft skrúfum og strýkst aðeins við liafflötinn. Sjerfræðing- unum ber saman um, að ómögulegt sje að smíða svona skip. ----x----- Nú þurfa menn ekki að vera liræddir við svæfingar framar. A spitála i l.omlon kvað vera farið að nota alveg nýja svæfingaraðferð, sem er svo meinlaus og þó örugg, að fólk kvað yfirleitt ekki hafa hug- mynd um fyr en því er sagt það eft- ir á, að það hafi verið svæft og skor- ið. Sjúklingurinn fær fyrst meinlausl svefnmeðal og þegar það hefir verk- ao er honum gefið dálítið at' svæf- ingarmeðali. Þegar liann váknar verður hann ekki var neinna ó- þæginda eftir svæfinguna. ----'X---- Á upboði sem haldið var í Lon- don nýlega var selt eintak af hin- inn 95 setningum Lúthers. Kaup- andinn var ungfrú ein og verðið var .'130 pund. Þetta er eitt af fáum upp- runalegum eintökum þessa fræga skjals og er svo sjaldgæft, að Lúth- ; rssafnið í bókasafninu i Hamborg á það ekki einu sinni til. ----x----- Þýski flugmaðurinn Josep Húber hafði nýlega flogið 500.000 kíló- metra samtals í áætlunarferðum. Eftirtektarvert þykir það, að hann hefir flogið 400.000 ldlómetra í sömu vjelinni, Messersmitt-vjel og þykir |)að talandi dæmi um, hve flugvjel- arnar sjeu orðnar haldgóðar. ----x----- Á uppboði, sem haldið var í Lon- í Paris var hin fræga mynd Renoirs af Richard Wagner seld fyrir 257.000 franka. Kaupandinn var listamaður- inn Alfred Cordot. Fleiri l'ræg mál- verk voru seld þarna, enda hlupu myndirnar á-3% miljón franka alls. ------------------x----- Prófessor einn í dýrafræði við háskóla i Californíu virðisl ekki hafa mikið að gera, því að hann hefir verið að dunda við að telja, hve mörg hár sjeu á kanínunni Hefir hann komist að þeirri niður- stöðu, að á fullþroska og heilbrigðri kanínu sjeu nálægt 46.400 hár á hverjum ferþumlungi af bjórnuru. ------------------x----- Hve gamlar eru kvikmyndahetj- urnar? George Arlise 62 ára, Maríe Dressler 61, Lionel Barrymore 54, Wallace Beery 43, Jack Buchanan, Adolpe Menjou og Lewis Stone 42, Clive Brook og Ronald Colman 41, Ricliard Barthelmess 36, Neil Ham ilton og Gloria Swanson 33, John Boles, Gary Cooper og Clark Gamble ,31, Norma Shearer 29, Greta Garbo, Constance BenetL Charles F'arréll, Janet Gaynor og Marlene Dietricli 27, Joan Crawford, Nancy Caroll. og Kau Francis 26, Lily Damita 25, Sue Caroll og Joan Blondell 23, Sylvia Sydney, Maureen O’Sulivan, Joan Bennett og Dorothy Jordan 22, Lorette Young 19, Marian Marsl) og John Marsli 18, Mitzi Green 11, Jackie Cooper 8.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.