Fálkinn - 18.03.1933, Qupperneq 13
F Á L K I N N
13
•iíjí- ’ ••• y''.fý"y-:
L’ni ínánaðannólin síðustu var
kveikt i liinni veglegu þinghúsbygg-
ingu í Berlín og skemdist hún afar
mikið. Kviknaði á ýrnsuin stöðum i
húsinu og varð mikið bál. Kommún-
istar hjeldu því fram, að Hitlers-
menn hefðu kveikt i húsinu í líku
markmiði og Neró ljet kveikja í
Hómaborg til þess að fá átyllu til
þess að ofsœkja kristna menn, sem
sje lil þess að fá tækifæri til að
múlbinda kommúnista og jafnaðar-
menn fyrir kosningarnar sem fram
fóru nokkrum dögum síðar. Ilins-
vegar segjast Hitlersmenn hafa
sannanir fyrir því, að íkveikjan sje
gerð af kommúnistiskum mönnum
og ljetu þegar fangelsa fjölda af
þeim, þar á meðal þingmenn suma
og aðra foringja þeirra, og banna
útkomu blaða þeirra, og jafnaðar-
manna. Var leikurinn því ójafn þeg-
ar gengið var tit kosninga enda urðu
úrslitin þau. að Hitler og afturhalds-
flokkurinn náði meiri liluta í nýja
þinginu. Önnur myndin sýnir hús-
ið að utan meðan eldurinn var sem
magnaðastur en hin er tekin inni i
húsinu gefur hugmynd um skemd-
irnar af brunanum.
----x----
Meistari V orst
Skáldsaga eftir Auslin J. Small (,Seamark‘)
augu hans brunnu eins og' glóandi steinar,
tneð gljáa eins og liann hefði hitasótt.
Vorst, sem fann til ógleði, var það snögg-
lega ljóst, að ef hann nú gerði einliverja
skyssu, myndu jtessar grjóthörðu hendur
verða komnar um kverkar sjer samstundis,
og þá ætti hann dauðann vísan.
Svo þjer eruð Maine? sag'ði hann og
dró andann djúpl.
Einmitt! Það og ekki meira. Líkami,
sem nafn hangir við, sem hann er þektur
undir. Það er alt, sem eftir er af gáfaða
unglingnum, sem þjer senduð í fangelsið.
Uppþurkaður hamur en með lieila, sem
enn starfar í höfuðkúpunni.
Svo.
Já, mjög svo! Þjer settuð mig í skóla
Vorst, og megið þvi ekki kvarta jió jeg hafi
kannske lært lexíurnar mínar óþarflega
vel. Fimtán ár i Sama klefanum er nægur
timi til að komast niður í þeim öllum sam-
an. Og jeg hef lært inínar, svo að það verð-
ur ekki gert betur. Og jeg ætla að láta þessi
fimtán ár pina og kvelja yðar sál, eins og
þau hafa pínt og kvalið mina. Eins og
dropa af brennheitri sýru.
Svar Vorsts var einkennilega þýðingar-
mikið. An þess að segja eitt orð, eða á nokk-
urn hátt að láta i ljósi tilfinningar sínar
rjetti hann út hendina og tók svarta þrí-
hyrninginn úr liendi Maines. Hann reif hann
rólega i smáagnir og hélt þeim i lófa sín-
um út yi'ir vatnið. Morgunvindurinn grei])
þær og feykti jieim út á ána. Eftir fáar
sekúndur voru jiær allar horfnar, svo ekki
sást annað af jieim en óljósir hvítir dilar,
sem syntu niður ána.
Þetta var útreiknuð og róleg áskorun til
bardaga upp á líf og dauða.
Nú, svona? sagði Maine.
Vorst kiiikaði kolli. Jeg vissi ekki að
þjer voruð Kellard Maine, tautaði liann.
Rödd hans var likust því, sem lian væri að
kjassa hinn.
Maine var aftur farinn að núa saman
höndunum í huganum og orustuglampa brá
fyrir í augum hans.
Scotland Yard gaf mjer dauðann og
djöfulinn þegar jeg nefndi málið á nafn
við jiá um daginn, sagði hann. — Þeir settu
upp merkisvip og lilóu að mjer. En það
gera þeir bara ekki oftar. Áður en tveir
dagar eru liðnir, hef jeg jjá mín megin.
Þjer eruð á vitfirringslegustu braut, sem
nokkur maður hefir nokkurnlíma verið á,
og þjer komist hana ekki á enda.
Nú, hversvegna ekki?
Af því að jeg stend fyrir. Jeg á skuld
að lúka! Jeg á yður að þakka það, sem jeg
er núna. Hismi af manni, sem ekkert er
eftir af nema gremjan við alt og alla. Alt
og sumt, sem eftir er af mjer, er hýðið —
en i því er samt einn lifandi kjarni af hatri.
sem livorki þjer nje neinn af yðar gulu
djöflum getur eytt.
Þetta er djarflega mælt, hr. Maine.
Jeg þarf engrar dirfsku við, af þeirri
einföldu ástæðu, að jeg vcit ekki hvað ótti
er. Aðeins þeir, sem liræddir eru, þurfa
hugrekki. Helmingurinn af yðar fórnardýr-
um hafá dáið af hræðslu. Þessi veslings
tnannskepna í Birkenhead, t. d. var hálf-
dauður af hræðslu löngu áður én þessir
saurugu sýklar yðar murkuðu úr honum
líftóruna. En þjer gerið ekki út af við mig
á þann hátt. Allur ótti er þegar brendur
burt úr mjer. Jeg hefi staðið i sakamanna-
króknum og heyrt dauðadóm kveðinn upp
yfir mjer. .Teg hef beðið í dauðaklefanum
dag eftir dag, og beðið eftir því, að böðull-
inn kæmi til að binda mig, vitandi jiað, að
hver klukusláttur færði mið einum klukku-
tíma nær hinni jjokukendu dagrenningú,
sem hefir hvorki upphaf nje énda. Og jeg
beið fimtán ár i Dartmoor, og hefði dáið
el' jeg hefði ekki ásett mjer að lifa til þess
eins að finna yður aftur. Tímann hef jeg
alls ekki reiknað. Lífið sjálft liefir alls ekki
verið talið í tíma.
Vorst laut höfðinu ofuxiítið.
Jeg hef líka áhugamál að bera fyrir
brjósti, sagði lxann. Og jxað snýst líka um
hatur. Yðar verk mun ekki xæynast ljett.
Lítið þjer nm öxl. Al' þessuni hjerumbil
luttugu mönnum, sem þjer sjáið hjer í kring
eru ellefu að gæta ijðar! Jeg er ekki allsend-
is vinalaus, og nú vljið þjer kannske lofa