Fálkinn - 18.03.1933, Qupperneq 14
14
FÁLKINN
mjer að komast leiðar minnar. Þakk yðnr
fyrir. Það er ekki serinilegt, að við sjánmst
aftur.
Maine stje til hliðar og Vorst, með herð-
arnar í kryppu og hendur djúpt í vösum
stikaði upp eftir götunni.
Dr. Hollis kinkaði kolli þakksamlega til
lögregluþjórianna og kvaddi þá glaðlega og
gekk síðan til Maine.
Jæja þá?
- Þetta verður enginn harnaleikur, sagði
Maine og horfði enn á hinn ískyggilega bak-
svip Vorsts, sem fjarlægðist smátt og smátt.
Jeg vissi, að það yrði ekki Ijett, — en
jeg hlýt annars að hafa breytst eirin djöful-
dóm siðan hann sá mig síðast. Hann þekti
mig ekki fremur en jeg' veit ekki hvað —
þó að jeg væri altaf að hjálpa honum til
þess, stig af stigi. En hann gerði ekki svo
mikið sem depla augum. En jeg ætla að
elta dýrið uppi og firina út hvar hann held-
ur sig helst. Þjer eruð náttúrlega í Harley
Street, er það ekki?
Jú. Hjerna er spjaldið mitt.
Þakk’ yður fyrir. Mig langar til að
koma til yðar í kvöld og rabba lengi við
yður um þetta efni. Þvi enn sem komið er
hafið þjer ekki heyrt nema rjett undan og
ofan af málinu. Og jeg vil gefa yður alveg
fullkomna skýrslu um það eins og' það
leggur sig og afherida yður það svo til með-
ferðar. Vorst kann að handsama mig — og
yfirvöldin geta vaknað við það, að eitthvað
sje hæft í bulli mínu, þegar þau sjá, að helm-
ingur allra landsbúa fellur í valinn fyrir
einhverjum gjöróþektum sjúkdómi.
Gott og vel, drengur minn. Komið þjer
í kvöld — segjum kl. 9. Er það yður hent-
ugt?
— Já, ágætt! Og nú verðið þjer að hafa
mig afsakaðan. Jeg vil ekki missa sjónar á
Jaan Vorst. Hann er hrekkjóttari en svo,
að mjer megi vel líka. Jeg býst við því að
einhver dólgur hans sje á hælum mínum,
en við þvi verðnr ekki gert.
Maine gekk burt i hægðum sínum, og dr.
IIollis, sem hvorki vissi ujDp nje ni'ður,
nema að hann var dauðskelkaður, var eftir
einn á gangstjettinni.
II.
Kellard Maine kom aldrei til móts þess,
er hann hafði mælt sjer við dr. Hollis. Og
tildrög þau er til þess lágu voru þannig vax-
in, og það flókin, að varla hefði verið hægt
að álasa honum fyrir brigðmælgina. Þessi
tildrög samanlögð nægðu lika til að sýna
það svart á hvitu, að hótun Jaan Vorsts
var hreint ekki út i vindinn eða bláinn,
lieldur persónuleg ógnun, sem verið var að
framkvæma, alt frá því augnabliki er hún
kom fyrst fram.
Maine elti kynblendinginn götuna á enda.
Hjá Blackfriars-brúnni sneri hann til hliðar
og yfir brúna og fór þar inn í eina smágöt-
una, sem var iðandi af umferð.
Vorst sýndist vera þaulkunnugur þarna.
Hann sneygði sjer gegnum þröngar smug-
ur, hárviss, eins og hann gengi í svefni.
Ilann virtist alls ekki hafa hugmynd um
að hann vær eltur, og leit ekki einusinni
um öxl, heldur stikaði áfram og fór með
furðulegri ferð. Uridir kl. 11 var hann kom-
inn langt niður með ánni og stikaði gegn-
um hrúgur af rusli, sem þar voru eftir
markaðinn snemma um morguninn. Maine,
sem var stöðugt á eftir honum, liafði augun
vel hjá sjer. En hinn sýndi ekki allra minstu
merki þess, að hann vissi af rienni eftirför.
Snög'glega snejri Vorst inn í hreiriasta tóu-
greni af smugum, sem skáru hvor aðra, og
hrörlegum liúsagörðum. Húsin, sem voru
tvílvftir kofar komnir að hruni voru þjett
saman og smugurnar á milli þeirra, voru
í hálfgerðu rökkri allan daginn. Og svo var
birta þarna af skornum skamti, að hjer og
hvar voru gasljósker logandi. Þau upplýstu
innganginn að öðrum skítugum húsagörð-
um, sem voru svo dimmir, að þeir mintu
mest á jarðgöng. Skuggi og dimma virtust
fastir lilutar af andrúmsloftinu.
Fyrir ofan eitt af hinum flöktaridi ljós-
um, kom Maine auga á nafnspjald. Það var
mjög ógreinilegt og illa málað, — i'jett að
það var læsilegt. En Maine setti þó nafnið
á sig. Þvi rjett i sama bili sem hann var
að lesa það, kom högg af sandpoka á vinstra
gagnauga hans.
Þetta kom svo snögglega, eins og heili
hans rækist snögglega alt í einu i eitthvað
hart og fyrir augum hans var hvit móða
með rauðum smádílum i. Um leið og alt
varð dimt fyrir augum hans datt hann.
Um leið og höggið reið af og Maine fjell
meðvitundarlaus, leit Vorst við. Andlit hans
var sem dautt og án þess að brosa, líkast
andliti örlaganornarinnar. Tíu sekúndum
áður en höggið reið af hafði hann farið
fram hjá litlum, óhreinum glugga, sem var
rjett við horn eitt á múrnum. Gluggi þessi
leit út fyrir að hafa ekki verið opnaður
árum saman. Hann var óhreinn og ataður
á öllum samskeytum, og sjálft glerið var
eins og hrímað af óhreinindum. Fvrir inn-
an þennan glugga höfðu tvö augu beðið,
eins og þau gerðu ávalt er Vorst fór að
heiman, skásett augu — sem öll meðaumk-
un og göfugar tilfinningar höfðu slokknað
út í löngu áður en þau fæddust.
Vorst hafði gefið merki um leið og hann
gekk fram hjá — Það var ekki annað en
smá hreyfing með vörunum, sem sást varla
og hinn hafði deplað augunum í svars
skyni.
Og þegar Maine kom fyrir gluggan ha' 5i
hann opnast á lömum, sem voru löðrandi
í olíu. Grannur, gulleitur handleggur kom
út og í hendinni var sandpoki. Hann skall
í höfuð Maines um leið og hann leit upp
til að lesa á spjaldið.
Komdu með liann, sagði Vorst.
Maðurinn kom stökkvandi út um glugg-
ann og augnabliki síðar annar til, háll eins
og áll og fimur sem höggormur. Þeir tóku
Maine upp eins og hann hefði verið mjel-
sekkur og báru hann niður þrepin, sem
voru beint fyrir neðan flögrandi gasljósið.
Annar þeirra sparkaði þungri iviirð upp og
þeir báru manninn inn.
Inni fyrir hrollkalt og rakt eins og þús-
und sinnum hefðu flóð og fjara skolast
þar um síðan ma’nnleg vera steig þar sið-
ast fæti.
Þeir báru hann niður öririur þrep og gegn
um heilt völundarhús af þröngum, nið-
dimmum göngum, þar sem vatnsrensli
lieyrðisl rjett eins og stór foss væri í fjarska,
og beljaði í einhverjum neðanjarðarbelli.
Hvergi var nokkur ijósskima sýnileg. En
svo virtist sem burðarmennirriir hefðu
enga þörf fyrir slíkt, því að þeir röklu
þessa krákustíga, án þess að rekast nokk-
uru. sinni á. Því lengra sem þeir komust,
því kaldara varð loftið og rakara. Þetta var
eins og að vera niðri í kjallara, nema livað
andrúmsloftið var fúlt. Hjer var rakt, lik-
ast og í einhverju sóttkveikjufeni í hita-
beltinu, sem snögglega hefði frosið.
\rorst opnaði hurð sem fjell þjett að alt
um kring. Austurlandabúarnir tyeir ýttu
byrði sinni inn um dyrnar og fóru, en fóta-
tak þeirra bergmálaði um eyðileg göngin,
lörigu eftir að þeir voru farnir.
Maine raknaði úr rotinu klukkutíma
seinna, með dynjandi höfuðverk. Honum
fanst eins og járnfleinn væri rekinn þverl
i gegnum höfuð sitt, gagnaugnanna milli.
Einhversstaðar utan úr dimmunni heýrði
liann rödd Vorsts, líkast og suðu, sem kæmi
einhversstaðar utan úr geimnum.
- Þjer eruð þarna, Kellard Maine? Jú,
jeg heyri hreyfingu til yðar. Nú bið jeg yð-
ur hlusta vel, því jeg liefi nauman tíma.
Það er mögulegt, að vinur vðar sje þegar
dauður. Að minsta kosti á hann ekki langt
eftir ólifað. Ef til vill ekki lengra en þjer
sjálfur. Svarti þríhýrriingurinn er allsstaðar
kringum yður. Þarna er matur hjá yður,
sem þjer etið — eða verðið hungurmorða.
Þarna er vatn, sem þjer drekkið — eða
deyið úr þorsta. Og þarna er loft, sem þjer
andið að yður — eða kafnið. Alt þrent er
eitrað. Þjer deyið — rjett eins og vinur
yðar í Birkenhead forðum. Verið þjer nú
sælir.
Böddin hætti að tala. Fótatakið fjarlægð-
ist og Maine varð aleinn eftir i daugaþögn-
inni.
í nokkrar sekúndur bærði hann ekki á
sjer. Til þess var hann of máttfarinn og
ringlaður. Einliver dofi virtist hafa gripið
líkama hans og sál. í höfði hans suðaði og
brakaði eins og i vjelsög, og hann hafði
einhverja sjóveikitilfinningu, eins og hann
hefði gleypt ramsalt vatn, lieitt. Á vinstra
gagnauga lians virtust allir verkirnir koma
saman á einum litlum hletti, það var marið
og aumt viðkomu.
Síðasta hljóðið dó út i gariginum og þögn-
in varð óbærileg áreynsla á eyru lians. Hún
varð eins og þyngri og þyngri og blandaðist
við myrkrið á einhvern óskiljanlegan hátl.
Og þessi dimma hafði ruglandi áhrif á
hann. Ilún hjekk einhvernvegínn i loftinu
og virtist vera hluti af því. Hún var ekki
dimma í venjulegum skilningi, heldur þrá-
látur og' algjörður skortur á ljósi mið-
nætti í almætti sínu. Þetta var alt og sumt,
sem var í þessu myrkraveldi þögn og
myrkur! En. . en. . það hlaut þó að vera
eitthvað meira — eitthvað, sem var hluti af
hvorutveggja, sem stafaði af öðru og jók
skelfingu hins. Ringlaður heili hans reyndi
að grípa þetta og gera úr því einhvern veru-
leika. En hugUr hans fálmaði í myrkri, sem
sisl gaf eftir myrkrinu í kjallaranum.
Vatnsdropi fjell þungt ofan úr loftinu og
niður í poll á gólfinu.
Nú, þarna var það — einstakir vatns-
dropar, sem fjellu liægt og hægt, með dá-
litlum smelli niður i ósýnilega polla í myrki1-
inu. Nei. ... og þó ekki. . . . heldur eitthvað
ennþá ógreiniiegra og óákveðnara. Eitthvað
Joftkenl....
Hann fjekk þá undarlegu hugmynd, að