Fálkinn - 01.04.1933, Blaðsíða 2
2
F A L K I N N
------ GAMLA B í Ó —---------
Gloria.
Skemtileg og spennandi l)ýsk
talmynd í 9 þáttum.
Aðalhlutyerkin leika:
GUSTAF FRÖLICH,
BIRGITTE HELM.
IUjómsveit Osvar Joost leik-
ur undir.
Sýnd bráðlega.
EGILS
PILSNER
BJÓR
MALTÖL
HVÍTÖL.
SIRIUS
GOSDRYKKIR,
9 tegundir.
SÓDAVATN
SAFT
LÍKÖRAR, 5 teg.
Nöfnin ,EG1LL‘ og ,SIRIUS‘
tryggja gæðin.
H.f. ÖloerðiH
Eoili Skallaorimsson
Sími 1390.
Reykjavík.
Fálkinn
er vifllesnasta blaflið.
er besta heimilisblaCifl.
L.
,,BATA“ gúmmístígvjel
Ein grein af hinuin góða og
ódýra „BATA“ skófatnaði eru
allskonar gúmmiskófatnaður . .
Barna gúmmistigvlei
Unglinga —
Karlm. hniehá —
- hálfhá -
Kven. sköhlifar 3.00 tii 3.75
Karlm. skóhUfar 4.50
L&RUS G. LÚÐVÍGSSON, skóverslun
Nr. ö-8 Kr. 5.50
- 9-1 - 7.50
- 2-5 - 9.00
- 6-12 - 14.00
- 6-12 - 18.50
Snlóhlifar 7.00 til 11.00
----- NÝJABÍO ------------
Greifynjan
af Monte Cristo.
Einkar skemtileg kvikmynd cr
segir sögu atvinnulausrar stúlku
sem vill verða kvikmyndaleik-
kona, og æfintýrum þeim sem
hún lendir i, er hún ætlar að
fara að ,,leika veruleikann",
tekin af Majestie Film, undir
stjórn Karl Hartl.
Aðalhlutverkið leikur:
BIRGITTE HELMS.
Myndin verður sýnd bráðlega.
hefur frá byrjun verið og er
enn, besta íslenska smjörlík
er altaf afbragðs vara.
•f» Alll ineð islenskiiiii skrpnitt1 *fi
Hljóm- og talmyndir.
DURKOPP
saumavjelar
eru komnar, handsnúnar og
stignar í fallegum tréskápum
Verslunin Björn Kristjánsson
Jón Björnsson & Co.
GREIFYNJAN AF MONTE CRISTO
„Greifann af Monte Christo“ kann-
asl flestir við, hina alkunnu sögu
A. Dumas. En kvikmyndin, sem hjer
segir frá, á ekkerl skylt við þessa
sögu. Hún ber nafn aðalpersónunn-
ar í myndinni, sem gerist til þess
að fara allslaus inn á gistihús og
skrásetja sig þar undir nafninu
„greifynjan af Monte Christo".
Þessi aðalpersóna heitir rjettu
lagi í myndinni Jeanette Haider og
er leik'in af hinni ágætu þýsku
leikkonu Birgitte Helms. Jeanette
ætlar sjer að verða kvikmynda-
léikkona og situr daglega á kvik-
myndaráðningaskrifstofunni í Wien,
ef ske kynni, að hún yrði ráðin til
að leika í mynd, og með henni er
vinkona henriar, Mimi Ruzicka (leik-
in af I.ucie Englisch). Daglega kem-
ur kvikmyndastjórinn Spirzkopf
(Oskar Sima) á ráðningarstaðinn til
þess að velja sjer fólk, en þó gengið
sje framhjá Jeanette dag eftir dag
|>á lætur hún aldrei neitt á von-
brigðum sínum bera. Einn daginn
kemur svo kvikmyndastjórinn og
gerir Jeanette kost á að reyna sig á
því að leika eitt atriði í mynd: ríka
hefðarfrú, sem kemur akandi í
bifreið með þernu sinni að dýru
gistihúsi. Á þetta að ske morgun-
inn eftir. En áður en hún fer þang-
ar hittir hún unnusta sinn, Step-
han RiehÍ blaðamann, sem þrælar
frá morgni til kvölds en hefir ekki
hlolið náð fyrir augum húsbónda
síns ennþá. Vill hann slíta trúlof-
uninni vegna þess að þau muni al-
drei komast í þau efni a.ð þau geti
gifst. Jeanette er því í döpru skapi
þegar hún á að fara að leika enda
fer svo, að hún er dæmd óbrúkleg til
að inna af hendi hið litla hlutverk.
En j)á dettur henni í hug að reyna,
hvorl hún geti ekki leikið hefðar-
mey i verulegum skilningi og ekur
burt í bíl kvikmyndafjelagsins og á
eitt gistihúsið í borginni, tekur
besta húsnæðið þar á leigu undir
nafninu greyfynjan af Monte Christo
og berst mikið á. Hún er vita pen-
ingalaus, en tilviljunin kemur henni
til hjálpar. Innbrolsþjófur gerir
vart við sig á gistihúsinu og nú
uppgötvast, að öll ferðakoffort Jea-
nettu eru tóm. Gistihúseigandinn á-
lítur að þjófurinn hafi stolið öllu
af „greifynjunni“ og vill borga
henni stórfje fyrir að þegja yfir
þjófnaðinum, svo að ekki komist ó-
orð á hótelið.
Mikið umtal hefir orðið um hvarf
Jeanette af kvikmýndastöðinni. Og
það er einkum eitt blaðið, sem
flytur hverja greinina annari furðu-
legri um það, gístihúsþjófnaðinn og
greifynjuna. Sá sem skrifar þessar
greinir er Stephan unnusti Janette
og vekur svo mikla eftirtekt hjá
ritstjóranum, að nú þarf hann ekki
framar að kvarta. Og svo þarf ekki
að spyrja um hvernig fara muni
milli þeirra. Þeð verður fegursti
veruleiki úr öllu æfintýrinu.
Myndin verður sýnd á Nýja Bíó
innan skamms. Hún er tekin á þýsku.
GLORIA. Þetta er flugmynd í orðs-
-------- ins fyrsta skilningi og
fyrsta myndin, sem gerir Atlantshafs-
flugmann úr aðalpersónunni. Þessi
aðalpersóna er George Köhler, sem
flýgur áætlunarferðir en er auk
þess listflugmaður og tekur þátt í
allskonar flugmótum og jafnan við
góðan orðstir. En Maríu konunni
hans er þetta flug ekki að skapi,
hún er sifell' hrædd um að liann
fari sjer að voða og á marga and-
vökunóttina þegar hann er i póst-
flugferðum. En þó er henni ver við
lvstflugið. Nú á að vera flugmót
innan skamms og Köhler er viss
með sigurinn. En María fær hann
með góðu og illu til þess að taka
ekki þátt í mótinu, með þeim á-
rangri að kunningi hans Johnny
Belling vinnur siguf. í samsæti
sem honum er haldjð um kvöldið
snýst alt um hann, og Maria er öll-
um stundum með honum en ekki
manni sínum, sem fer úr samsætinu
um kvöldið, lil þess að fara pós't-
ferð um nóttina. En þá sömu nótt
fær Belling Maríu til þess að koma
með sjer út að fljúga og þetta kemst
upp þegar Köhler kemur heim og
verður lil þess að hann ákveður
að segja skilið við Maríu. Og liann
afræður að gera vjel sína reiðubúna
til flugs vestur yfir Atlantshaf og
vinna sjer frægð með því móli —
Framh. á hls. 15.