Fálkinn - 01.04.1933, Blaðsíða 16
16
FÁLKINN
Sjálfvirkar rafstöðvar þurfa
engrar gæzlu.
Þær stilla spennuna sjálfkrafa án tillits til þess, hvort álagið er mikið eða lítið á hverjum tíma.
Sá sem sér um slíka rafstöð þarf eigi að gæta annars, en að vélarnar séu nægilega smurðar.
Eigi er völ á auðveldari vélum í notkun og gæzlu. Þessvegna á hver sá, sem aðgang hefur að
vatnsafli til rafvirkjunar aðeins að byggja sjálfvirkar rafstöðvar og tryggja sér þannig hið ódýra
rafmagnsafl, sem eingöngu hinar sjálfvirku rafstöðvar veita, og er hentugasta og ódýrasta leiðin
til lýsingar, hitunar og suðu hvarvetna. Fullkomlega sjálfvirkar rafstöðvar FÁST EINGÖNGU HJÁ
RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS h.f.
Á myndinni hér til vinstri er sýnd vélasamstæða, sem
sett hefir verið npp hér á landi. Það er túrbína með
lóðréttum ás og rafal (dynamo) í beinum tengslum.
Slikar rafstöðvar eru bygðar þar sem vatnsaflið er
hlutfalislega lítið að vöxtum en fallhæð mikil. Rör-
leiðsla fyrir slíka stöð er tiltölulega mjó.
Myndin hér til hægri er einnig af vélasamstæðu sem er
í notkun hér á landi. Það er „Spiralturbina“ með lóð-
réttum ás og rafal í beinum tengslum. Slíkar stöðvar
eru bygðar þar sem vatnsafl er tiltölulega mikið að
vöxtum og fallhæð lítil.
Til að hafa full not rafaflsins, sem stöðin veitir er tryggast að nota:
Sparisuðuvél þá, sem hér er
sýnd, til rafsuðu,
og til rafbökunar
bökunarofninn
„C A R NI FI X“
en til þvottanna, þvottapotta og raf
hitaðar taurullur frá A E G
til hitunar, hitunar-
ofna og ljósofna
frá A E G
Vér erum ávalt reiðubúnir að láta yður í té allar upplýsingar.
RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS h.f.
Skrifstofa: Sambandshúsinu Einkaumboð fyrir A E G á íslandi.
Reykjavík
Símar: 4005, 4126, 4510
Símnefni: Elektron