Fálkinn


Fálkinn - 22.04.1933, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.04.1933, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N Sögubrot úr sveitinni. Eftir Ingunni Páisdóttir. „Já, niikið hefi jeg nú skrif- að þessa daga“, mælti Bergur á (ii 1 i drýgindalega við sjálfan sig. „Og engan grunar hvað jeg geti verið að skrifa; kunn- ugir og ókunnugir vita, að ekki skrifa jeg í þarfir sveitarinnar, eða liins opinbera. En jeg skrifa fyrir mig og jeg veit hvað jeg ætla að gera. Loksins hefi jeg fu'ndið köllun mína: Jeg ætla að semja skáldsögu. Að visu hefi jeg ekki borið það við áður og er því algerlega óvan- ur. En bágt á jeg með að trúa, að öðru eius gáfnaljósi og jeg veit að jeg er, verði skotaskuld að leysa úr sliku smáræði. . . Bað verður tæplega liægt að segja, að tilgangurinn með þess ari sögusmíð sje góður. Sagan verður auðvitað svivirðing á nágranna mína, eða sama sem nágranna. ísaleiðin er ekki löng þótt hún sje dálítið lengri. Jeg verð að segja ósatt, en það gera öll skáld meira og minna. Eitt- livað verður yrkisefnið að vera. Þessar þrjár kímnissögur, sem Björn minn í Láguhlið færði mjer, eru góð viðbót við mín skrif. Hann veit hvað hann syngur, hann Björn gamli, og liann er þó lalsvert eftirtöku- samur, karlfuglinn, þótt hann sje fullmikill jábróðir; stund- um kemur það nú fyrir“. Vanalega var Bergur ai- varlegur á svip og í framgöngu. En nú var liann óvenjulega glaður í bragði og skemti sjer við að lita yfir viðburði dags- ins. Bergur kendi nokkurum krökkum nágranna sinna á- kveðinn tíma á dag. Var nú kenslustundin úli þennan dag og börnin lögð á stað heimleið- is. Veðurútlit var iskyggilegt og ekki laust við að Bergur liefði áhyggjur af ferðalagi barnanna. Þó liafði hann kvatt þau, og hvorki boðið þeim fylgd, nje látið á sjer skilja að veður væri ótrygt. Hann lijelt að hann væri einn í gömlu bað- slofunni sinni á Gili, og sagði hátt við sjálfan sig: „Iivað ætli jeg sje að gera mjer áhyggjur út af ferðalagi barnanna; þau rölta heim og ná Jiangað, ef ekki gerir undir- eins manndrápsbyl!“ Bergur stóð upp úr sæti sínu og fór að skálma um gólfið með gleðibros á vörum. Þá tók liann eftir Fríðu, konu sinni. llún liafði lekið sjer sæti fram við dyrnar og var að lesa i bók. „Þú ert þá að lesa þetta bölv- að ekki sehs bull“, sagði Berg- ur með fyrirlitningu; en bráð- um glaðnaði yfir honum aftur og bætti liann þá við drýginda- lega: „En vertu róleg, góða niín! Máske get jeg hjálpað þjer bráðum um eittlivað skemtilegra að lesa“. „Og livað er liað?“ Fríða leit upp úr bókinni og augun lýstu undrun og aðdáun. „Jeg ætla nú ekki að láta það frjettast að svo stöddu. En, þjer að segja, ætla jeg sjálfur að fara að semja skáld- sögu .... og hún verður les- andi máttu trúa. Eitthvað merkilegri en þetta gutl, sem nú er helst á boðstólum". Fríða varð glöð við; hún iiafði nú raunar lítið lesið i bókinni, lieldur lialdið svona á henni til málamynda á með- an hún beitti algerlega athygl- inni að manni sínum. Hún liafði einmitt verið að dáðst að þvi með sjálfri sjer, hvað Bregur var undur glaður að sjá og leit vel út. Ósjáifrátt fór hún að hugsa um hvað gleðin getur mikið breytt mannsandlitinu. Það var kannske munur að sjá liann Berg og vei’a nálægt hon- um, þegar hann var í svona góðu skapi eða umgangast liann þegar liann var ölvaður og hafði all ill á liornum sjer. Hún liaí'ði einmitt fyrir nokk- urum vikum lengið nóg af að sjá bónda sinn í slíku ástandi. Jónmundur í Háuhlíð hafði verið gestur á Gili og komið þangað mjög ölvaður með Bergi, er sjálfur var út úr drukkinn. Sú heimsókn endaði með skelfingu, þvi að Bergur harði óþyrmilega á gestinum. Hafði hún gengið grátandi á milli Jieirra og ekki við neitt ráðið. Þá varð henni ljóst hvað ofurefli það var henni að stjórna manni sínum í slíku ástandi. En sem betur fór tók forsjónin í taumana og leiddi Jónmund lieim til sín, en Berg' beint í rúmið. Kveðjum var gleymt í það sinn og sömuleið- is gleymdist Jónmundi að þakka Bergi gestrisnina. Fríða mundi undur vel þenn- an leiðinlega atburð og ósjálf- rátt lirukku lienni lár af augum. Og þó að það væru gleðitár gat hún ekki komist hjá því að fella þau. Bergur hafði nú tekið ákvörð- un um hvernig hann skyldi verja tímanum næstu daga. Á skáldsögugerðinni ætlaði hann að byrja þegar í stað. Hún varð að sitja fyrir öllu öðru og þoldi enga bið. Það gerði minna til, þó eitthvað af heimilisstörfun- um yrði að biða í bráðina. Andans-afrek hans urðu að metast meira, en búshyggja lians fyrir munn og maga. Að vísu fanst honum í öðru veif- inu, að svo gæti farið, að hann, sem enn. var óvánur rithöfund- ur, mundi þurfa nokkura stund til að semja skáldsögu. En liann var fjarri þvi, að láta sjer koma til liugar að geta ekki leyst þann vanda. Og úr því liann har það traust til hæfileika sinna átti þjóðin heimtingu á, að liann lægi ekki á liði sínu, þegar liann hefði lokið við að semja söguna, átti þjóðin einu skáldi fleira og það var óneitanlega heiður fyrir liaiia. Eftir þvi sem Bergur liugs- aði lengur um þetta hugðarefni sitt, varð honum ljóst, að hann mátti á engan liátt draga sig í hlje. En hitt fahn hann líka, að liann mátti ekki láta undir liöfuð leggjast að finna Hákon bróður sinn á Bakka. Engan vissi liann Ilákoni vitrari, enda liafði hann til lians sótt niarga þá speki, er haiin munaði drjúg um. Nú vildi hann um fram alt ná fundi lians til þess að fræð- ast um ýmsa þá hluti, er hon- um þótti mikils varða, og stóðu nærri þeim stóru áformum, sem liann ætlaði að lielga starfskrafta sína. En í þetta sirin gafst ekki tími til frekari hugleiðinga. \rar dagur að kvöldi liðinn og ekki um annað að gera en liátta og sofa og láta sig dreyma um frægð skáldanna og fleira. Næsta morgun vaknaði Bergur við að klukkan i bað- stofunni sló 5. Honum duttu óðar í hug þessi eftirtektar- verðu orð: tíminn er það dýr- mætasta, sem maður getur eytt. Hann hugleiddi livað mik- ilsverðan sannleik þessi fáu orð höfðu að geyma og klæddi sig í skyndi. Síðan gekk hann hljóðlega að rúmi konu sinnar og vakti hana með kossi. Fríða var dálitla stund að átla sig; hún var óvön að vakna svo snemma, og þó fremur að vera vakiri á þennan liált; svona atlot frá mannsins liendi voru lienni nýlunda og' gerðu liána forvitna. Þegar hún liafði áttað sig til fulls spurði hún ofur góðlátlega livað um væri að vera. „Elskan mín, nú verðurðu að greiða fyrir mjer eins og best þú getur“, sagði Bergur og gerði sig mjög bliðan og klapp- aði Friðu hlýlega. „Nú stend- ur mikið til í dag; jeg ætla að hregða mjer að heima’n. Fyrst og fremst ætla jeg að finna ITákon bróður minn, því að helst til lengi liefir mjer dvalist að heimsækja þann vitra mann og njóta fræðslu lians. Svo þarf jeg að koma áriðandi brjefum á póstinn, og ýmislegt er það fleira, sem jeg þarf að útrjetta ef dagurinn endist. Það fyrsta sem jeg þarf að gera, er að vekja Gvend til að gefa liest- inum; sjálfur má jeg ekki tefj- ast við það. Svo þarftu að hafa til lianda mjer ferðafötin, kaff- ið og matinn". Fríða varð fyrir vonbrigð- um er hún heyrði livað til stóð. Hún hafði hálft í livoru hlakk- að yfir því, að nú mundi and- inn liafa komið yfir bónda sinn, svo liann liefði engan frið fyrir skáldsögu’nni, sem liann ætlaði að semja. Og það var ekki nema eðlilegt að liann hjeldist ekki í rúminu er svo stóð á. En svo var það ekki annað en þetta alkunna bæjar- slangur hans, sem rak liann á fætur. Og hún gat 'ekki orða bundist, að láta á sjer skilja, að þetta ferðalag mundi tæp- lega svo nauðsvnlegt, að þess vegna þyrfti að rifa sig upp fvrir allar aldir. En þá livarf blíðusvipurinn af Bergi og röddin var ekki lengur innileg. „Hvað segirðu kona? Ætlar þú að selja þig upp á móti mínum fyrirætlun- um? Og er þjer ekki enn farið að skiljast, að jeg ætlast til að fyrirskipunum minum sje lilvtt og það orðalaust“. Fríða svaraði ekki neinu, en settist upp i rúminu og tók til fata sinna. Sú var venjan, að svo best hjelst ástríkið á milli hjónanna á Gili, að Frí'ða lilýddi möglunarlaust. Svo fór líka í þetta sinn að hún ldæddi sig, án þess að til frekari orða- skifta kæmi á milli þeirra og tók til starfa sinna. Það var ekki aðeins liennar hlutverk að þegja i livert sinn, er þessi gáll- inn var á Bergi, lieldur varð hún samstundis og liann haí'ði hreytt í hana einhverjum ónot- um, að reyna að fitja upp á einhverju samtali og haga þá orðum sínum eins og ekkert liefði ískorist. Og nú datt henni í hug, á meðan hún var að tína saman ferðaföt Bergs, að spvrja hann um dálitið, sem eflaust mundi þýða skap hans og breiða yfir þetta lítilræði, sein orðið hefði þeim að sundur- lvndi. „Heyrðu mig annars Bergur; hefirðu nokkuð munað eftir henni Guddu?" „Við livað áttu?“ Bergur spurði nokluið stutt, en þó fann Fríða að hann var að ná jafn- vægi yfir skapi sínu. „Þú manst eftir skuldinni, scm hún hað þig að innheimta, eða rjettara sagt, þú sagðir lienni að notfæra sjer skuldar- viðurkenninguna, sem liiin sýndi þjer, og bauðst lienni þá að innheimta fyrir hana þessar krónur“. „Nú, hefi jeg ekki sagt þjer frá þessu?“ „Ónei, það hefirðu nú ekki gert, enda varðar mig kannske lítið um það“. „Jæja, jeg skal þá segja þjer söguna, eins og hún gekk“, sagði Bergur glaðlega og auð- lieyrt að hann hafði gleymt því sem áður fór á milli þeirra lijóna. „Jeg fór daginn eftir til mannsins, sem skuldina átti að 4

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.