Fálkinn


Fálkinn - 22.04.1933, Blaðsíða 7

Fálkinn - 22.04.1933, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 fjekk Hindenburg hreinan meirihluta, 19.358.642 atkv. enda þótt Hitler bætti við sig atkvæðum. En við prússnesku landþingiskosningarnar hálfum mánuði seinna vann Hitler stórsigur. Hann liafði aðeins hafl 7 menn i þinginu fyrir kosningar en 162 eftir. Var ]>etta /þó ekki breinn meiri- liluti í lok maí sagði svo Brúning kanslari af sjer, rjett áður en ráðstefnan í Lausanne átti að r*. hefjast*, og þjóðernissinninn von Papen var skipáður kansl- ari. Má segjamð i reyndinni liafi lýðræði ekki verið siðan í Þýskaitindi. Forsetinn íeysti npp þingið 2. júní án þess að það væri kallað saman og rjeðn þeir nú öjlu Hindenhurg, von Papen og Sehleicher hervarn- arráðherra, mesti járnkarl þjóðernissinna. Fyrsta verk st jórnarinnar var að leggja nýja skatta á þjóðina og lækka styrkin'n til atvinnuláusra. Og 15. júní feldi Ilindenburg úr gildi hann það, er hann liafði sett nazistaherinn í tveimur mánúðum áður. Laiisannefunduririn liófst 16. júni og var liinn frægi samn- ingur, sem í raun og' veru lækn- aði hernaðarskaðabætur Þjóð- verja ofan í smáræði, undir- skrifaður af stórveldunum 9 júlí. Unnu friðarvinir i I’ýska- landi nýjan stórsigur í því máli. En meðan á fundinum stóð var alt í uppnámi í landinu, h'nrl von Sclileicher fyrv. kanslari. hardagar á götum úti milli stjórnmálaandstæðinga inn- bvrðis eða milli æsingamanna og lögregluliðsins. Hófst nú undirbúningur undir kosning- arnar, sem áttu að fara fram 31. júlí. Vegna óeirðanna, sem orðið höfðu voru öll fundahöld úti hönnuð og eigi hléypt inn á fundi öðrum en þeim, sem höfðu aðgöngumða. 20. júlí var Berlín lýst i umsátursá- standi og herlög látin ganga í gildi. Og von Papen gerðisl um sama leyti einvaldur í Prúss- landi og sett stjórnina af, með úrskurði forsetans, og var henni gefið að sök, að hún hefði látið kommúnista vaða uppi í landinu. Ljetu Þjóðverj- ar jafnan ófriðlega í utanríkis- málum. hótuðu að rifa sundur Versalasamningaiian og' á af- vopnunarfundinum í Genf neit- •'öi fulltrúi þeirra öllu sam- komulagi. Við kosningarnar 31. júlí vann Hitler stórsigur. Fjekk 230 þingsæti, eða rúmlega helmingi eii 1930 og var flokk- ur hans nú orðinn stærstur allra í þinginu. Sosialistar fengu 133, kommúnistar 89, miðflokkurinn 75 og þjóðernis- flokkurinn 37. Þingsætin voru alls 607, svo að enn höf'ðu naz- istar og þjóðernissinnar ekki meirihluta í þinginu. Hafði Hitler fengið 13.Í miljón at- kvæði eða álíka og við síðari forsetakos'ningarnar i fyrravor. En þó voru kosningarar þeim vonbrigði, því að þeir höfðu talað digurharkalega um, að þeir fengi hreinán meiri hluta. Flokkur Papens gekk saman, en þó hjelt hann áfram stjórninni. Mögnuðust óeirðirnar þá enn, svo að Hindenhurg gaf út lög um dauðarefsing við ýmsum stjórnmálaócíirðum, en þau dugðu lítið. Um mi'ðjan ágúst fór Hitler á fund von Papens og kraf'ðist þess, a'ð harin viki úr emhætti og' fengi sjer kanslaravöldin, auk þess sem ýmsir af fvlgis- mönnum hans skvldi fá áríð- andi ráðherrastöðu. Papen hau'ð honum að verða varakanslari og forsætisráðherra í Prúss- landi, en Ilitler hafnaði þvi og kvað kosningar sýna, að þjóð- in vildi hafa hann fvrir kansl- ara og minna ekki. Fór Hitler þá til Hindenhurgs sama erindis, en hann spurði hvort Hitler fengist til að mynda samsteypu- stjórn með von Papen, en því svaraði Hitler, að þá vrði hann að fá mest völdin sjálfur. Ilind- enburg tilkvnti þá Hitler, að ef hann reyndi að ná völdum með ofheldi, mun'di hann senda rikis- herinn móti nazistum. Þannig liafði Hitler lent tvisvar saman við Hindenburg á fáum m'ánuð- um, fyrst við forsetakosningarn- ar og siðan út af kanslaraem- hættinu :—■ 'og beðið lægra hlut i bæði skiftin. Hinn 30. ágúst var þingið loks kvatt saman og var Gör- ing, hægri hönd Hitlers, kosinn forseti. Von Papen hafði umboð Hindenburgs til þess að rjúfa þingið strax ef þörf gerðist, en þá náðist samkomulag milli nazista og miðflokksins um að koma sjer lijá þingrofi i bráð. En þingið var alveg óstarfshæft. í byrjun september bar stjórnin fram kröfur um, að Þjóðverj- um levfðist óhindraður vigbún- a'ður til jafns við aðrar þjóðir og um sama leyti hjeldu „Stál- hjálmafjelögin" 150.000 manna hersýningu í Berlin og hyltu Vil- hjálm keisarason og bræður lians. \Tar þetta stærsta hersýn- ing, sem sjest hafði í Berlín sið- an 1913, og átti að sýna að von Papen væri hvergi hræddur við her Hitlers nje við það að sýna lmg sinn til endurreisnar keis- aradæmisins. Xæst kom svo þingið saman 12. september. Lá þar lyrir van- traustsyfirlýsing á von Papen. En hann liafði þiíigrofsskjal frá Hindenburg upp á vasann. fen áður en lokið væri lestri þess höfðu andstæðingarnir komi'ð á alkvæðagreiðslu um mál, sem fól í sjer vantraust og var það samþykt með 512 atkvæðum gégn 32, Þannig lauk þessu þingi, sem kosið var 31. júli. Það hafði aðeins haldið tvo fundi, 30. ág. og 12. septemher. Enn var efnt til nýrra kosn- inga og fóru þær fram 6. nóv- ember. Svo er að sjá sem Hitler liafi tapað fylgi vegna ósigranna fyrir Hindenburg, því að nú fjekk flokkur lians ekki nema 196 þingsæti (í stað 230), sósíal- istar mistu 12 þingsæti en kom- múnistar unnu 11 og þjóðernis- sinnar 14. En 17. nóv. bað von Paþen um lausn. Sneri Hinden- hurg sjer þá, í fyrsta skifti, lil Hitlers og bað hann um að rannsaka hvort hann gæti mvndað stjórn á þingræðisleg- um grundvelli og varð hann að gefast upp við það og tilkvnti það forsetanum 24. nóv. Hinn 3. desember skipar Hindenburg svo v. Schleicher hershöfðingja sem kanslara, en Schleicher var alment talinn harðvítugastur þjóðernissinna og líklegastur til þess að geta kúgað andstæðing- ana með vopnum. Báðuneytið var að öðru leyti óbreytt, nema að nýr innanríkisráðherra var skipaður. Ofan á þennan ósigur Hitlers bjuggust vist margir við, að Schleicher mundi verða langlíf- ur i sessi og' að sókn nazista væri hiluð í bráð. En þetta fór á annan veg. Stjórnarstörfin urðu honum ofurefli, eins og í haginn var búið, og loks kom að því, að Hindenburg varð að veita honum lausn og gera það, sem hánn hafði neitað Ilitler um að gera í haust; að láta hann mvnda samstevpuráðu- neyti með þjóðernissinnum. Jafnframt var efnt til nýrra kosninga 5. mars. í næsta blaði verður sagt frá þeim, og þvi sem skeð hefir síðan. „Xendeck" höll Hindenburgs forseto, þar sem Hitler og von Papeh ræddu vió' forsetann nm kröfur Ilitlers um ad verða kanslari. Til vinstri sjest Hindenbnrg en tit hivgri von Papen,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.