Fálkinn


Fálkinn - 22.04.1933, Blaðsíða 5

Fálkinn - 22.04.1933, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 “reiða, hans Björ'ns á Brekku, og hitti þá svo á, að hjá hon- um voru gestir og' mikil glað- værð á ferðum. Þáði jeg þar ágætar góðgerðir og viðtökur yfirleitt. Sætti jeg svo færis að láta eitthvað berast i tal um Cruddu. Segir þá Björ'n un,dir eins að jeg geti gert sjer greiða, ef jeg ferðaðist eitthvað þarna á fornar slóðix,) að færa Guddu 75 krónur, sem hún mundi telja lil skuldar hjá sjer. Og svo sagði Björn mjer hvernig á þessari skuld stæði. Hann hefði skuldað föður Guddu þessar krónur í nokkur ár, og gert margar ítrekaðar tilraunir til að fá Jón gamla til þess að laka við peningunum, en karl- inn ófáanlegur til þess. Ljet Jón fyllilega á sjer skilja, að þessar krónur ætti Björu al- drei að boi'ga, því að hann væri margbúinn að gera það og skildist mjer lika á Birni að svo hefði verið. Nú sagðist Björn liafa frjett að Jón garnli mundi hafa gleyrnt að eyði- I eggj a skuldarviðurkenninguna áður en hann dó, og það ætl- aði Gudda að nota sjer og senda á hann rukkara, en eftir því kvaðst Björn ekki vilja híða og fjekk mjer peningana og hað mig að senda sjer viður- lcenningu Guddu fvrir móttöku þeirra. En þess ljet Björn getið að hann hefði verið búinn að greiða tvöfaldar, ef ekki þre- faldar rentur af upphæðinni“. „Og afhenti hann þjer þessa peninga vottalaust?" spurði l'h'íða. „Ónei, ekki gerði hann það, enda skiftir það engu máli, og feginn varð jeg að hann hafði enga lnignxynd um, að það var einmitt jeg, sem lekið lxafði að mjer innheimtuna fyrir Guddu. Nú skal jeg trúa þjer fyrir þvi, góða mín, að sjálfum mjer ætla jeg þriðjunginn af þessum peningum. Jeg segi bara Guddu að jeg liafi lxaft svo mikið fyr- ir þessu öllu og þvi trúir hún“. „Sennilega gerir hún það, því að hún trúir engu misjöfnu um nxenn. En samt finst mjer eitthvað óhreint við þetta. Þú sameinar fci'ðina til Björns nauðsynlegri kaupstaðarferð, svo er þjer tekið vel; jafnvel eins og besta kunhingja. ög svo ertu kurteislega beðinn að koma peningunum til Guddu og verður því vai'la hægt að segja, að mikið hafirðu haft fyrir innheimtunni“. „Auðvitað ekki, en svona hafa þei'r það nú samf, góða miii, sem á annað borð leggja það fvrir sig að heimta inn skuldir“ „Það getur vel vei'ið, en ekki finst mjer það til fyrirmyndar. Og ekki mundir þú þykja meiri maður á eftir ef þetta kænxist upp. Annars hjelt jeg að þjer væri nóg að hala Þorfinn gamla uppi á móti þjer“. „Jeg er nú ekki að bi’jóta heilann um það, en farðu nú að sjá unx að ekki standi á matnum þegar jeg er tilbúinn“. Bergur liafði lokið við að fara í reiðfötin, settist við borð- ið og fór að skrifa. Fyrst skrif- aði liann svokölluðum mála- fæxslumanni sínunx í Reykja- vik, las brjefið vandlega vfir og lokaði því. Síðan skrifaði liann bróður sínunx, seixx dvaldi erlendis og fer hjer á eftir kafli úr brjefinu: „Það er orðið nokluxð langt siðan jeg hefi seixt þjer linu. En þið Hákon bróður okkar skiftist iðulega á brjefum og hann mun segja þjer lielstu frjetlirnar og frá högum okkar skyldfólksins. Okkur lijer líður vel. Jeg hugsa mest unx skáldskap og pólitík og ef jeg gæti búið við þelta hvorttveggja er jeg viss um að jeg' vrði alsæll. Hvað efna- lega afkomu mina snei’tir, þá er ekki liægt að segja að lxún sje góð. En ómegðin er heldur ekki nxikil, börnin aðeins þrjú og þau þurfa að fá gott upp- eldi. Helst vildi jeg óska að þau líktust mjei’, en ixxaður á sjaldnast þvi láni að fagna að fá allar sínar óskir uppfyltar, þótt manni finnist sjálfum að hafa til þess unnið að hljóta betra hlutskiftið. Konu á jeg, sem þekkir skyldu sína, enda hefir sam- húði'n fi’á minni liendi gengið út á það eitt að kenna henni að lxlýða. Og jxað hefir nxjer tekist svo að lilýðnin er orðin henixar mesta dvgð. Annars er efnahagur fólks hjer um slóðir yfirleitt góður. Og ekki lield jeg að oftar komi fvrir á fósturlándi okkar heggja, að fólk hrynji niður af hungri. Það gerir mentunin og samgöngurnar við útlönd. Því miður verður hrjefið ekki lengra í þetta sinn; jeg liefi um svo margt að lmgsa og starfa. En jeg voiia að síðar geti jeg sent þjer fi’jettaríkara brjef, og kannske eitthvað skenxtilegt að lesa“. Bei’gur var vanur að álíta öll verk sín mikils virði og svo var einnig i þelta sinn. Ilann las brjefið yfir með mikilli at- hvgli, þótti það laglga orðað o« lokaði því íxijög svo ánægð- ur við sjálfaix sig. Fríðá liafði verið á vakki í kringum mann sinn. Matinn lxafði liúix tilbúinn en vildi elcki hera hánn inn á nxeðan Bergur var að skrifa, svo að hún trufl- aði ekki. Hún þóttist viss unx að nú væri Bergur sestui’ við að semja skáldsöguna og beið með óþreyju eftir því að fá að lesa það senx konxið var. Þeg- ar hún sá, að það voru aðeins seixdibrjef, sem Bergur var að skrifa, varð hún fvrir sárunx voiibrigðunx og hraðaði sjer franx úr baðstofunni. En húh kom að vörnxu spori aftur fær- andi liendi og tók Bergur til snæðings. Þegar haiin var mett- ur stóð hann upp og varð þá litið á konu sina og þótti hún óvenjulega dauf í hx-agði. „Hvað er að sjá þig, góða m ín? En nú er ckki tínxi til að víla; jeg er þegar ferðbúxnn ;g dagurinn bíður ekki“. Það var gestkvænxl lxjá Há- koni á Bakka, hændur smánx samaii að tínast þángað, því að halda átti þar fund í þarfir sveitarinnar. Veður var ljóm- andi gott og undu men'n sjer vel úti við á meðan fundur var ekki settur. Þegar allmárg- ir voru nxættir konx Hákon út á hlað, heilsaði fundarmönnum glaðlega og bauð þá velkomna. „Jeg sje að menn hafa vikist vel undir fundarboðið, enda stendur mikið til, og mörg al- varleg mál, sem bíða þess að verða rædd. Og þar senx tíminn biður ekki, finst mjer að við ættunx að fara að taka til“. Með þessunx orðum ávarpaði Hákon komumenn, en allir fóru inli og var svo fundur settux’. Skamt var fundarstörfum lconxið, er riðið var í hlaðið með allmiklu harki. Varð þá einhverjum litið út og ljet þess getið að Bergur á Gili væri kominn, en ekki hafði hann fvr slept orðinu en Hákon snar- aðist út. Einhver mælti á þá leið, að það væri ágætt að Bergur væri kominn, þó að ekki væri til annars en að semja friðinn. „Eða lxitt þó heldur, hefirðu víst ætlað að segja“, bætti Giss- ur á Skriðu við, en þá konx Há- kon inn nxeð hróður sinn — og fjellu þá frekari atliuga- senxdir niður. „En hvað þú keniur seint, góði minn‘, sagði Sólborg á Skriðu við Gissur bónda sinn, cr liann konx lieim af fundiu- um á Bakka. „Jeg hafði von- ast eftir þjer fvrir löngu“. „Það var nú ekki nema von lil þess, því að sjálfur hafði jeg aldrei búist við að fundurinn stæði svona lengi“, svaraði Gissur stillilega, en hætti svo við: „Það var líka nxargt, sem tafði fyrir, en Bergur á Gili ';ó mest“. „Bergur á Gili, utansveitar- niaðurinn, hvað hafði hann að gera þarna?“ spurði Sólborg meira en lítið undrandi. „Ekki annað en tefja fyrir, eftir því er best var sjeð. Hann var ekki fyr koniinn en liann hað um orðið og fór svo að halda ræðu þar sem hann bað afsökunar á hvað seint lxann kom, enda hefði hann ekki haft minstu hugmynd unx að þarna ætti að haldast fundur. Svo fór liann að minnast bróður síns og Ixenda fundarmönnum á, hve þakklátir þeir mættu vera fyrir það að eiga því láni að fagna nð geta haldið svona fundi á öðrunx eins stí»ð og Brekku, þar sem slíkur hæfileikamaður skipaði húsbóndasætið ,og hest mundi fær um að levsa úr öll- unx vanda“. „Það er dæmalausl hvernig iiann lætur sá nxaður, aðeins til þess að láta á sjer bera“, og það var sambland af greniju og lít- ilsvirðingu í rödd Sólveigar, er Inin sagði þetta. „Svo þurfti Hákon náttúrlega að þakka Bergi fyrir þessi vel- völdu orð í sinn garð, og upp frá því nxátti svo lieita, að þeir hefðu altaf orðið til skiftis, og Bergur kjaftandi í tíma og ó- :inxa“. „Gátuð þið ekki hent honuni að liann lxefði þarna ekkert að gera“. „Hægt hefði það kannske verið, en nxenn kynokuðu sjer nú við það, og kannske mesl vegna Hákonar, sem átti þarna húsum að ráða“. „Ó-jæja, óhætt hefði verið að láta þá bræður skilja, að Berg- ur væri ekki þangað koniinn að flýta fyrir“. „Mjer er óhætt að segja, að friðsemin tafði ekki fyrir fund- arstörfunum, og þar átti Berg- ur sinn þátt í, og svo vildi llá- kon öllu ráða, þó að hann væri ekki einu sinni fundarstjóri, því xð það var oddvitinn, vitanlega". „Altaf eru þeir sjálfum sjer líkir þessir bræður, uppskafn- ingar og ekkert annað“. „Þeir voru það áreiðanlega í þetta sinn, og satt best að segja neld jeg þeir hafi aldrei opin- xerað sig betur en í dag“. Nú víkur sögunni aftur að Bakka og þangað er Hákon tal- aði við konu sina eftir að liafa kvatt fundarmenn. „Jæja, Ásdís nxín, þá er nú þcssi blessaður dagur liðinn og verð jeg því feginn. Það er alt annað en skemtilegt fyrir nxig að vinna nxeð öðrum eins mönn- um“. „Liklega þó ekki með Bergi hróður þínum ?“ „En hann er nú ekki skyldug- ur að vinna og svo er liann ekki farinn og verður i nótt. En þjer að segja, er.um við nú líka einu mennirnir, senx eittlxvað höfiuii gert að gagni lijer í dag“. „Þetta er of mikið sjálfsálit, I lákon", sagði Ásdís; „svona mikið álit ætti enginn að hafa á sjer eða nákomnum ættingj- um“. „En þetta er öldungis ekki of mikið“, sagði IJákon og gekk að glugganum og kallaði upp yfir sig: „Er það sem mjer sýn- ist, að doktorinn sje kominn!“ Hákon flýtti sjer út og lieils- aði gestinunx glaðlega. „Vertu nú hjartanlega velkoni- inn, vinur; oft hefirðu glatl nxig með heimsókn þinni, en aldrei hctur en nú, enda kemurðu eins og þú sjert kallaður“. Frh. ú bls. 12.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.