Fálkinn


Fálkinn - 01.07.1933, Blaðsíða 1

Fálkinn - 01.07.1933, Blaðsíða 1
 Hinn 12. júní var sett í London stærsta alþjóðaráðstefnan, sem haldin hefir verið í heiminum síðan friðarfundinn í Versailles. Er ráðstefnu þessari ætlað að finna undirstöðu að viðreisn viðskiftu- og fjármádalífsins í heiminum, svo að linna megi þvi ástandi, sem ríkt hefir í heiminum öðru hverju síðan heimsstyrjöldinni lauk en aldrei hefir orðið verra en síðustu 3—h ár- in. Er nú svo um bregtt frá því sem áður var, að Bandaríkjamenn hafa tjáð sig fúsa til samvinnu við Evrópuþjúðirnar og skiftir það vitanlega miklu, því að meðan Hoover hafði völdin vestra hjeldu Bandaríkjamenn áfram einangrunar- og toll- múrastefnu, sem gerði öll heilbrigð viðskifti þjóðanna, austan hafs og vestan ókleyf. — Georg Bretakonungur setti ráðstefnuna með stuttri ræðu, en næst lýsli forseti hennar, Ramsay Mac. Donald forsætisráðherra starfstilhögun hennar og daginn eftir hófust umræður. Á þessu mikla fjármálaþingi eiga 67 þjóðir samtals 168 fulltrúa og þeim til aðstoðar eru 1H sjerfræðingar og ritarar, auk 150 stjórnmálamanna, en um 250 blaðamenn frá heimsblöðunum eru viðstaddir á þinginu, sem haldið er í hinu nýja jarðfræðisafni Lundúnaborgar, í Kensington. Hjer á myndinni sjest að ofan t. v. Ramsay Mac Donald vera að flytja fyrstu ræðu sína, en að neðan hluti af þingsalnum. Til hægri mynd af fólki, sem safnast hefir saman fyrir utan fundarhúsið. FJÁRMÁLAÞINGIÐ í LONDON

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.