Fálkinn


Fálkinn - 09.09.1933, Qupperneq 4

Fálkinn - 09.09.1933, Qupperneq 4
4 F Á L K I N N Sunnudags hugleiðing. Stjórnarbyltingin í Kúba. Hörð ræða. Jóh. 6:53. Ef þér etið ekki hlóð hans, hafið þér ekki líf í yður. Tak þú eftir þessu, þú, sem ekki gengur til aitaris. Jesús segir þjer að ef þú ekki etir iiold Manns-sonarins og drekk- nr bióð lians, ])á hafir þú ekki líf i Guði. fín eg geng til altaris, segir þú. Já, reyndar, en það stendur i Biblíunni, að menn geti „etið og drukkið sjáifum sjer ilt dóms“. Veit jeg það, svarar ])ú, cn jeg trúi á þjáningar og fórnar- dauða Jesú. Það er gott. En þú manst, að Biblían talar um tvenskonar trú: dauða trú og lifandi trú. Hefir þú aldrei verið neitt hræddur um það, að trú þín kynni að vera dauð ? 1 textanurn er Jesús að tala um það, hverning umhorfs er í því hjarta, sem á líf i Guði, en það er sama sem að eiga lifandi trú. Slíku lijarta er Jesús alveg eins ómissandi, eins og maturin líkamanum. Og þú kannast vel við þá þörf og hvernig henni er íullnægt: Þú ert svangur, horðar, og verður saddur; verður svangur aftur og borðar — og þaunig geng- ur það dag eftir dag. Á nú þetta við þig og sam- band þitt við Krist? Vertu nú hreinskilinn! Er Kristur þjer ómissandi? Eða líður máske allur dagurinn, og jafnvel vikan líka, án þess að þú liugsir til Jesú? Lík þarfn- ast ekki matar, veistu. Ef þú skyldir nú vera andlegt lík? Þetta er hörð ræða, segir þú. Já, þeir sögðu það líka í Kapernaum forðum. Og svo fóru þeir i hurtu frá Jesú. En jeg les og hið á hverjum degi, segir þú. Það er ágætt. En hvernig verður þú við þann lestur? Er hann þjer jafn kærkominn eins og matur þegar þú ert svangur? Eða ertu máske þeirri stundu fegnastur er lestrinum er lokið? Sje svo, hefir þig þá aldrei furð- að á því, að þú skulir enga sanna löngun hafa til að lesa og biðja? Iiugsaðu uin þelta af alúð. Játaðu með lireinskilni það sem ábótavant kann að vera. Guð er fús að fyrirgefa þjer og lijálpa þjer. O. H. Á. Jóh. Leiðrjetting. í sunnudagshugl.- dálkinum í síðasta blaði voru ýms- ar prentvillur, svo sem: „við“ yð- ar, í stað: með yður; „að“ kvöld- ináltiðarborðið, i stað: við kvöld- máltiðarborðið; vegna „stuðarins í stað: vegna safnaðarins. Þetta eru lesendur beðnir að afsaka. Um miðjan síðasta inánuð varð stjórnarbylting á Kúha. Forsetinn, Machado þrjóskaðist í lengstu lög við að segja al' sjer, en neyddist loks lil þess, er mikill hluti hersins hafði gengið i andstöðu við hann og miðað fallbyssukjöftunum á forsetabústaðinn. Nú hefir ver- ið mynduð ný stjórn undir for- ustu Herrera fyrverandi her- málaráðlierra, en nýi forsetinn heitir Cespedes. Með afsetningu Machado er lokið einkennilegu og í flestu lítt eftirsjárverðu timabili í sögu lýðveldisins í Kúba, þó ekki sje að vita hvað við tekur, því að stjórnarfar Mið- og Suður-Ameríkuríkjanna hefir löngum gengið skrykkjótt. Hvað er Machado forseti? Og hvað liggur að baki þessu nafni? Langt líf í sífeldu stríði, og æfintýralegur lifsferill. Undir nafninu felst karlmenni, valda- gráðugur maður og alls ekki að- laðandi. Gerardo Machado fæddist 1871 í Santa Glara og var faðir hans ofursti. Þegar liann var ungur hófu Kúbamenn frelsisslyrjöld sína gegn Spánverjum, árið 1895 og rjeðist hann þá í uppreisn- arherinn. Machado náði fljótt metorðum í hernum, svo l'ljótt, að sagt var um hann, að klæð- skerarnir hefðu ekki við að sauma á hann einkennisbúning- ana. Hann varð hersliöfðingi áður en ófriðnum lauk. Eftir friðarsamningana varð hann borgarstjóri í Santa Clara. En honum gasl ekki að stefnu hinn- ar ráðandi stjórnar og hvarf þvi frá starfi sínu og bar ekkert á honum þangað til 1906, að hann er orðinn foringi frjálslynda- flokksins í haráttu hans gegn stjórninni. Hann hafði þegar verið i svo miklu kúlnaregni að merkilegt mátti lieita, að hann skyldi vera í lifenda tölu, en þeir eru ekki jafn heinskeyttir í Kúba og sumstaðar annars- staðar. Viðureigninnni við stjórnina lauk þannig, að frjálslyndi liers- höfðinginn Jose Miguel Gomez varð forseti og Maehado var gerður hersliöfðingi á ný, og varð aðalforingi hersins. Síðar varð hann innanríkisráðherra í stjórn Goinez. En Gomez fjekk hrátl að reyna, að tvö stór höfuð komast illa fyrir i sama hatti, Machado var ósáttur við hann og sagði af sjer ráðherraembætti og safn- aði saman her sínum í nýjan flokk, samhandsflokkinn. Hanu býður sig þó ekki fram til for- seta um sinn og hefst ekki að næstu ár. En 1914 er hann foringi í nýrri uppreinsn, sem gerð er til þess að mótmæla endurkosningu Menoclas lil forseta. Og í nýrri uppreisn, 1917 umkringja stjórn árherirnir hann og taka hann höndum ásamt nokkum áliang- endum hans. Hann var dæmdur í fangelsi og sat þar i mörg ár, og það er talin mikil þraut að sitja lengi i fangelsi á Kiiha. En timarnir breytast. Árið 1923 kemst flokkur Maehado, l'rjálslyndi flokkurinn, til valda og 1924 býður Machado sig fram til forseta, eftir að áhangendur Iians hafa sótt hann í fangelsið. Fangelsisárin liafa sett sitt mark á hann, hann er orðinn harður og hitur en kænni en áður. Undir eins og hann er orð- inn forseti hyrjar hann á ýms- um þarflegum umhótum. Með- al annars hófst hann handa um mikla vegagerð eftir endilangri Kúba, frá Pinar del Rio lil San- liago. Sló hann þar tvær flugur í einu höggi, að bæta samgöng- urnar og ljetta af atvinnuleysinu Andstöðuflokkarnir höfðu sig liæga þessi ár, til 1927, enda vann hann að þvi að bæta hag almennings, en ljet einveldis- drauma sína liggja í lágiuni. En árið 1927 fer að líða að nýj um forsetakosningum; Mac- hado er hræddur um, að völd- um hans sje lokið og breytir stjórnarskránni eftir eigin geð- þótta til þess að trygg'ja sjer völd áfram. Hann framlengir kjörtímabil sitt án þess að spyrja þjóðina og afnemur varaforsetaembættið. Og þá hóf- ust andstæðingar handa fyrir alvöru, sem eigi var furða. En árið eftir uppleysir hann alla stjórnmálaflokka og gerist í raun rjettri einvaldsherra á Kúha eftir fordæmi Mussolini. Og nú fara kúlurnar að þjóta kringum Machado. Tilræðin sem honum voru sýnd þessi ár- in voru eigi færri en lijá Alfons Spánarkonungi. Kúlurnar þjótp hvar sem liann fer, þegar hann fer í leikliúsið eða kemiir af hljómleikum; hann fær sprengi- kúlur sendar í pósti og eitri er smyglað inn í eldhúsið til hans. En engin kúlan liittir Machado. Það er nærri því ótrúlegt hvernig forsjónin þyrmir lion- um. Og hann er ekki á þvi, að lála ógna sjer frá þvi að segja af sjer stjórn. Árið 1931 hófst svo alvarlcg uppreisn í landinu, að flestir hjeldu að dagar hans sem forseta væru taldir, og meira að segja að hann hlyti að verða drepinn þá og þegar. En Macha- do varð yfirsterkari og hældi uppreisnina niður með svo mik- illi grimd, að leitun er á hlið- stæðu dæmi í sögu nýrra tíma. Það er ekki fyr en nú, að and- stæðingar lians hafa sjeð sjer fært að hefjast handa á ný til ]iess að steypa þessum harð- stjóra. Og nú hefir það tekist. Macha- do er flúinn úr landi. En þeir sem þykjast þekkja hest lil mannsins spá því, að hann sje ekki af baki dottinn heldur muni hann safna liði á ný og freista þess enn að ná völdum, þó að mikill meiri hluti þjóðar- innar hati liann og vilji ekki sjá hann framar. Það var her- inn sem tók af skarið. Hann setti Machado úrslitakosti 12. ágúst svo að hann varð að láta undan síga. En lierinn var í þessu til- felli málpípa þjóðarinnar sjálfr- ar. A MEIUKÖNSK BLAÐASAGA. Rilstjóri að slóru ameríkönsku dagblaði kom inn til blaðamann- anna, sem voru að undirbúa sið- degisútgáfuna: „Þið hangið hjer og gerið ekki neitt“, segir hann. „Hvar eru frjettirnar aí' vígstöðvunum?" „Hvaða vígstöðvum?" spyr einn blaðamaðurinn. „Heyrið þjer, aumingja maður“, svaraði ritstjórinn. „Þegar prest- urinn hefir heyrt frjettirnar þá ættuð þjer sannarlega að hai'a heyrt þær tíka. Jeg heyrði rjett áð- an lil prestsins i útvarpinu og hann var að segja i'rá því, að egyptskur her hefði t'arisl í Rauðahafinu, en við höfum ekki eitt einasta orð um þetta á morgun. Þið verðið að gæta hetur að ykkur næst þegar stórtíðindi gerast“. ALFONS FJÓRtil Spánarkonungur, sem var mesti ærslabelgur, var einu sinni í heim- sókn i Róm meðan hann var krón- prins. Fjekk hann áheyrn hjá páf- anum að viðstöddu kardínálaráð- inu og hinn heilagi faðir útnefndi spanska prinsinn til konungs yfir Egyptalandi. Prinsinn hlutsaði á, er allir við- staddir klöppuðu til samþykkis er páfinn hafði lokið máli sínu, en hann botnaði ekkert i hvað væri að gerast og spurði túlkinn sinn að því. — Herra, sagði túlkurinn, — hinn heilagi faðir hefir útnefnl yður konung yfir Egyptalandi. Er það satt? Þá verð jeg að sýna þakklæti mitt, svaraði kon- ungur og brosti. —- Gangið fram og útnefnið hinn heilaga föður kalifa af Bagdad. Mollison er Skoti, en um þá eru sagðar ýmsar sögur um hve naumir þeir sjeu á fje. Þykir Moltison kippa í kynið, er hann segir frá því í nýútkomnum endurminning- um, að á fyrsta flugi sínu yfir At- lanthaf hafi hann komisl af ineð I I pund 1 shilling og 3 pence fyrir hensín og áburð. Ameríkanskur blaðamaður bætir því við fregnina, að nú sje annar Skoti kominn í leik inn og ætti að fljúga frá Edinborg til New York fyrir hálfan shilling. -----------------x---- Á sundmóti í Detroil 4. ágúst setti stúdentinn James Gilhula frá Galiforníu tvö ný heimsmet á sundi með frjálsri aðferð, sem sje 300 yards á 3 mín. 6% sek. og 300 metra á 3,24,8. Fyrri metin átti Johnny Weismúller og Jean Taris.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.