Fálkinn - 09.09.1933, Blaðsíða 7
F Á L K I N N
7
Krystalskærir
gluggar
Takið eftir hversu slettur
og blettir eyðileggja
útiit glugganna. Dreyfið
Vim á deyga ríu og
nuddið með því rúðurnar,
sem samstundis verða
krystalskairar. Vim er
svo fíngert og mjúkt að
Það getur ekki rispað.
Notið Vim við alla in-
nanhús hreinsun.
Allt verður hreint og
fágað.
HREINSAR ALLT
OG FÁGAR
LEVER BROTHERS LIMITED, PORT SUNLIGHT, ENGLAND M-V 233-33
um á þeim tíma, sem gerir það
líklegt að hún hafi verið inni
hjá Riitzow skömmu fyrir eða
eftir að ungfrú Hein kom þang-
áð.
Háttvirti kviðdómur! Sækj-
andanum finst þetta einfalt
mál. Mjer finst hinsvegar að
málið sje mjög flókið og á
huldu, vafið myrkri, sem gerir
okkur ómögulegt að skilja það
til hlítar. Það eina, sem við vit-
um með vissu er að stúlkan
í rauða kjólnum fór nokkrum
mínútum fyrir kl. 5 — og hún
hefir að öllum líkindum myrt
Riitzow leikhússtjóra“.
Þegar verjandinn hafði lok-
ið máli sínu var gert hlje til
morgunverðar. Áheyþendurnir
streymdu út úr salnum. Allir
virtust vera ánægðir yfir gangi
málsins og allir voru áhugasam-
ir um úrslitin. Eftir hljeið átti
að yfirheyra vitnin — og þá
mundi sannleikurinn ef til vill
koma í ljós.
Ungi verjandinn fór líka út
úr þinghúsinu. Hann gekk nið-
ur götuna í þungum hugsunum,
en varð að staðnæmast á næsta
götuliorni því , að ljósmerkin
sýndu að umferðin yrði að stað-
næmast um sinn í þá áttina.
Ljósmerkin voru rauð og græn.
Úti á miðri götunni gaf að
líta mann, sem hringsnerist
þar fram og aftur inni á milli
bifreiða, sporvagna og strætis-
vagna. „Skyldi liann sleppa lif-
andi frá þessu?“ spurði mála-
færslumaðurinn ungi sjálfan
sig og horfði óttasleginn á
manninn.
1 sama bili komst maðurinn
upp á gangstéttina, nær dauða
en lífi af bræðslu. Það var svo
mikið fát á hönum að hann
greip í handlegginn á mála-
færslumanninum.
„Þjer sluppuð vel“, sagði
liann og brosti. En hvernig
dettur yður í hug að hætta yð-
ur út á götuna þegar ljósmerk-
ið bannað umferð?“ Alt í einu
varð honum starsýnt á mann-
inn. „Eruð þjer ekki Thalmann
umsjónarmaður frá Rauzen?“
„Jú, það er jeg, og þess vildi
jeg óska að jeg væri kominn
þangað aftur heilu og höldnu.
Það er kyrrara á götunum þar.
Þar getur maður farið yfir
þvera götu án þess að stofna lífi
sínu í hættu. Það e ómögulegt
að átta sig á öllum þessum
merkjum og umferðareglum“.
Hin ungi verjandi Grehe Hein
gleymdi að borða. Ilann stóð
þarna og góndi á eftir mann-
inum, sem fór inn á pósthús-
ið, en kom út eftir skamma
stund og stefndi beint á þing-
liúsið. Hann tók vel eftir hon-
um þegar hann fór yfir götuna.
Eftir hl j e|ð tók rjetturinn
til starfa aftur og var nú byrj-
að á vitnaleiðslunum. Eftir
beiðni verjandans var látið bíða
um sinn að yfirheyra Tlial-
mann.
Ekkert nýtt kom fram.
Hvorki málstaður kæranda eða
ákærða versnaði eða batnaði
við það sem fram kom frá vitn-
unum.
Svo kom röðin að Thalmann.
Hann gekk fram rólegur og
frjálsmannlegur og lmeigði sig
fyrir rjettinum.
„Leyfið þjer að jeg leggi
nokkrar spurningar fyrir vitn-
ið þegar í stað?“ Verjandinn
hafði staðið upp og horfði til
dómaranna. „Jeg held sem sje
að þessar spurningar geti ljett
rjettinum störfin“.
„Gerið þjer svo vel“.
„Herra Thalmann. Viljið þjer
gera svo vel að líta á ákærðu
stúlkuna lijerna bak við mig.
Ungfrú Hein, viljið þjer gera
vel að standa upp. Hr. Tbal-
mann! Er sú ákærða sú stúlka,
sem þjer sáuð inni hjá Rútzow
leikhússtjóra, þegar þjer kom-
uð upp í skrifstofuna í fvrra
skiftið?“
Vitnið . þagði augnablik og
sag'ði síðan með fastri rödd:
„Já, það er hún. Jeg þori að
ábyrgjast að það er sama stúlk-
an“.
Undrunaralda fór um allan
salinn. Jafnvel dómstjórinn
undraðist.
Verjandi Gretbe Hein horfði
liugsandi á manninn.
„Og sami rauði kjóllinn, hr.
Thalmann ?“
„Já, sami rauði kjóllinn, jeg
er handviss um það“.
„Eruð þjer ekki jafn viss
um það og að þessi blýantur
sje rauður?“ Verjandinn hjelt
upp blýanti fyrir framan Thal-
mann.
„Nákvæmlega jaln viss“.
Álieyrendu,rnir hlóuj.
„Ilr. Thalmánn, þjer eruð
litblindur — vitið þjer það
ekki?“
„Jeg litblindur. ... ?
„Já, annars erum við allir
hiiiir það, því að við stöndum
í þeirri meiningu, að ákærða
sje í grænum kjól“.
Thalmann sótroðnaði af
gremju.
„Jeg sætti mig ekki við að
þessi maður skopist að mjer“,
sagði hann með þjósti við dóm-
stjórann. „Ætti jeg ekki að
vita hvað er rautt og livað er
grænt?“
„Nei, þjer vitið það ekki“,
svaraði verjandinn. „Jeg tók
eftir því í matarhljeinu, þegar
þjer ætluðuð vfir götuna. Það
var tilviljun, góð tilviljun, sem
máske var hið eina, sem gat
bjargað saklausri manmeskju.
Herrar mínir!“ Verjandinn
sneri sjer að rjettinum. „Nú
er málið ljóst. IJr. Thalmann
liefir sjeð rautt fyrir grænt,
hann er heiðarlegur maður, en
liefir ekki vitað að hann er lit-
blindur, en það er hann. En það
væri skrítið ef dyravörðurinn
væri það lika. Dyravörðurinn,
sem sá stúlkuna i rauða kjóln-
um flýja út úr húsinu. — Jeg
legg nú öruggur málið í hendur
yðar!“
„Vill ákærandinn fá orðið?“
spurði dómstjórinn. En hann
hristi höfuðið til svars.
„Rjettarvottur!“ mælti dóm-
sljórinn og benti eftirlismann-
inum út við dyrnar. „Þjer slepp-
ið ekki Ester Pollack, sem bíð-
ur þarna frammi“.
Það varð alveg kvrt meðan
liann fór út. Svo heyrðist stóll
velta um og síðan varð hljótt.
Úrskurður kviðdómsins fjell
eins fljótt og fljótast gerist í
einföldum málum:
Sýkn!
Myndin til hægí
sýnir þann per
ingaskáp, sem ta
inn er öruggastur
heiminum. Hann c
smiðaður í ítali
og gerður úr blönd
38 mismunanc
málmtegunda o
þykir trygging fyi
ir því, að han
verði ekki spreng
ur upp, hræddn
eða eyddur me
sterkum sýrum.
Skápur þessi t
notaður í aðalbani
anum i Genúa.