Fálkinn


Fálkinn - 30.09.1933, Side 6

Fálkinn - 30.09.1933, Side 6
6 F Á L K I N N „Náhrafninn“. I. Strongfellow verkfræðingur stöðvaði stóru bifreiðina sína og horfði forviða til baka. Og svo gerði hann annað, sem ekkert líktist því hvemig hann hegðaði sjer að venju, þó hann vildi vekja eftirtekt ungrar stúlku á sjer. Hann ljet bifreiðarblístr- una öskra eins og frekast var unt. Unga stúlkan Ijósklædda leit við. Hann sá snöggvast bregða fyrir kringlótlu andliti, um- lcringdu af björtu gullnu hári, sem var eins og geislabaugur undir litla hattinum. Hann ljet bifreiðina renna aftur á bak og eftir fáeinar sek- úndur var vagninn kominn við hliðina á henni. — Ungfrú Stella, kallaði hann. Það var heitur hreimur og gleði í röddinni. Hann opn- aði hurðina og stöklc út. Hún roðnaði er hún, eins og með semingi tók í útrjetta höndina á lionum. — Hversvegna brugðust þjer mjer forðum? spurði hann. Ef yður hefði rent grun í hve mikl- um tírna og ýmsu öðru jeg varði til þess að leita yður uppi, þá hefðuð þjer ekki strokið frá mjer á þann hátt, sem þjer gerðuð! Hún horfði rannsakandi á hann og tár komu fram í augu hennar. — Mig hefir líka oft iðrað þess, svaraði hún lágt. Jeg skildi það seinna, að þjer vilduð mjer gott eitt. En þjer skiljið mig. Ung stúlka, með þeirri litlu reynslu, sem jeg hafði í þá daga, hefir fulla ástæðu til að gruna ávalt það versta. Þjer verðið að muna, að jeg stóð ein uppi í heiminum. Faðir minn fyrirfór sjer eftir að hann hafði mist aleigu sína, og jeg sem var vön öllum þeim þæg- indum, sem heimurinn liefir að bjóða, stóð uppi á flæðiskeri. Allir þeir, sem jeg hafði kallað vini mína, flýðu mig. Það eina sem jeg kunni var dálítið í söng. Þessvegna rjeðst jeg loks á þetta skemtihús í Chicago. Jeg var ung og alveg óreynd. Jeg vissi alls ekki hvers krafist var af ungu stúlkunum þar, þangað til gestgjafinn ln'eytti því út úr sjer, að jeg yrði að vera leiði- töm við þá karlmenn, sem vildu bjóða mjer góðgerðir eftir leik- sýninguna. Og sama kvöldið kynti hann mig yður. Þjer buð- uð mjer ríkulegan kveldverð. Jeg var nærri vitstola af hræðslu og blygðun, þessvegna lagði jeg á flótta þegar þjer báðuð um vagninn handa okkur. Jeg óttaðist það, sem verða vildi, ef jeg æki á burt með yð- ur. — — Jeg kalla guð til vitnis um, að jeg hafði aldrei liugsað mjer að gera yður ilt, sagði liann. Jeg hafði af hreinni tilviljun lent inni á þessum gjálífisstað og mjer fanst þegar, að þjer ættuð ekki heima þar. Hin fagra og vel tamda rödd yðar valcti athygli mína. Þjer skáruð úr hinum skemtendunum, sem flestir voru lágmentii', er komu fx’am þarna á skemtisviðinu. Jeg hafði í hyggju að biðja yður um að segja mjer af högum yð- ar og ætlaði að bjóða yður hjálp mína. En svo hurfuð þjer. Jeg dvaldi heila viku i Chicago til þess að reyna að finna yður. Og jeg hefi hugsað til yðar oft og mörgum sinnum þessi ái', sem liðin eru siðan. Þjer getið því ímyndað yður þá óvæntu gleði, er jeg varð fyrir, er jeg sá yður hjerna áðan, þar sem jeg hafði síst af öllu búist við að hitta kunningja. Hvernig stendur á, að þjer eruð komnar til Frakk- lands? Hún varp þunglega öndinni og það var eins og hrollur færi um iiana. — Það lxefir oltið á ýmsu fyr- ir mjer, en síðasta missirið hefi jeg haft starfa við einskonar kvikmyndafélag. Við tökum myndir lianda lifandi vikublöð- unum, myndir frá öllum lönd- um. Við erum elcki nema fá, auk leikstjórans og ljósmyndar- ans. — Jeg skil ekki hvaða þörf er á leikendum til þess að taka lifandi frjettablöð. — Það er nauðsynlegt til að hressa upp á myndirnar og gera þær fjörugri. Það er eklci altaf að sjálfur hópurinn skapar nógu mikið líf og atliöfn í myndina. Við fórum liingað til Frakklands til þess að taka xnynd af hraðlest. Við ætlum að taka mynd af hi'aðlestinni tii Calais í fyi-ramálið, þegar liún þeysir yfir stóru brúna og liáa upphlaðna veghrygginn. Og svo hefir Gleen foi'stjóra dottið í lxug að láta myndina byrja á svo litlu lcátlegu atriði i hallan- um útaf veginum. Ungur piltur og stúlka hafa farið i skemti- fei’ð og verið að leita uppi stað þar sem þau gæti verið ein, en í sama bili og þau halda að þau halda að þau sjeu komin út úr skarkala veraldarinnar, kemur hraðlestin másandi og blásandi eftir teinunum, örfáa metra frá staðnum, sem þau hafa stað- næmst á. Mig grunar að hann ætli að nota þetta atriði í kvik- myndaleikrit síðar, láta hjóna- leysin sjást úr lestinni og láta svo spinnast viðbui'ði út af öllu saman. — Það verður nú ekkert af þessu, sagði hann, því að úr því að jeg loksins hefi fundið yður, þá komið þjer með mjer lil Englands og þar skal jeg útvega yður stöðu. Annaðhvort hjá fje- laginu, sem jeg er verkfi'æðis- ráðunautur hjá, éða líka . . . hann liikaði við . . . hjá sjálf- um mjei’. Hún laut höfði, hún skildi hvert liann var að fara, og liann sá að hönd hennar skalf lítið eitt. Jeg er bundin samningi við Gleen forstjóra, flýtti hún sjer að svara, og hann hefir þörf fyrir mig við þessa mynda- töku. Mjer finst ekki jeg geta svikið liann. Jafnvel þó liann hafi elcki altaf komið fram við mig eins og vera ber, þá vil jeg ekki svíkja hann. — Gott, sagði hann. Þjer skuluð taka þátt í þessari myndatöku og svo er það búið. Á morgun um miðjan dag kem jeg og sæki yður, en slcrepp til Pai'is núna. Jeg þarf að hitta franskan starfsbróður minn, í á- ríðandi erindagerðum. En jeg verð kominn hingað aftur um miðjan dag. Hvar eigið þjer heima hjerna? — Á „Gullna hananum", svar- aði hún. Það er gamla gistihús- ið þarna niður með veginum. — Gott. Sjáumst aftur. Hann tók fast i hendina á lienni og bi’osti sælubrosi til hennax*. Hún hafði orðið honum ógleymanleg þegar hann lieyrði hana syngja litlu viðkvæmu vísurnar forð- um. Hún hafði verið svo hnugg- in og beygð á leiksviði hinnar alræmdu söngknæpu. Hann hafði sannast að segja sí felt hugsað um hana alt árið og lionum fansl það ráðstöfun ör- laganna, að liann skyldi hitta liana þarna aftur. Nú mátti hann ekki missa liana aftur. Staðan sem hann hafði fyrir- liugað lienni var í sannleika sú, að hún yrði konan hans. Og lionum var það gleðiefni að hún skyldi vera svo samvisku- söm að vilja ekki bregðast skld- bindingum sínum. Hann skyldi jafna málið síðar við liúsbónda liennar. Hann átti nóg fje til að gi-eiða honum fyrir samn- ingsrofin. II. Hvort jeg þekki kvik- myndamann, sem heitir Gleen? át Vernois eftir. Já, það veit sá sem alll veit. Hann er með mestu þorpurum kvikmynda- lieimsins en hann er sjeður, og hann er —■ svo framarlega sem hægt er að nola orðið í þessu sambandi — svinheppinn. Við lcöllum hann náhrafninn, því að hann er svo heppinn að vera ávalt staddur með kvikmynda- vjelina sína þai’ sem slys verða. Það var hann sem var viðstadd- ur brunann mikla í Nightmore fyrir missiri liðnu og hann var líka staddur þarna í Belgíu fyr- ir mánuði síðan, þegar dular- fulla árásin á rafmagnsstöðina var gerð. Hann fær stórfje fyr- ir þesslconar kvikmyndir. Strongfellow sat hljóður og liugsaði. Honum var það mjög ógeðfelt að unga stúlkan skyldi vera í þjónustu manns, sem svo ilt orð fór af. Hann hafði kom- ið tímanlega til París og lokið samningi sínum við franska verkfræðingafjelagið, og hann og kunningi hans liöfðu farið á stjá að skemta sjer um kvöld- ið og þar liittu þeir franskan kvikmyndara, sem verkfræðing- urinn lcannaðist dálítið við. Það skaut þegar illum grim upp í liug Strongfellows, þegar hann heyrði um starfsemi ná- hrafnsins. Setjum svo að slys bæri að höndum? Það kom ein- liver óskiljanlegur kvíði að hon- um, án þess að hann gæti gert sjer grein fyrir hversvegna, og hann hafði enga eirð í sjer. Höfðu þetta aðeins verið dutl- ungar örlaganna eða. . . . ? Nei, hann hafði engan rjett til að hugsa þannig. En hann liafði enga ástæðu til að halda, að þessi Gleen væri svo mikill níð- ingur, að liann ætti sök á slys- um þessum sjálfur. Svo órótt var honum að hann gat ekki setið þarna áfram; liann slcildi við kunningjana og bar þvi við að hann ætti árið- andi starf fyrir höndum og um miðnætti ólc hann af stað til þorpsins, þar sem liann átti að hitta ungu stúlkuna, sem hann elskaði. Hann kom þangað rjett fyrir sólarupprás. Vörulest þaut framhjá, uppi á háa garðinum. Hann leit þangað og hrollur fór um hann. Ef slys vildi til þarna mundi lestin velta niður brekk- una og brotna í mjel, og þeir sem staddir væri i brekkunni merjast til bana. Hann setti bifreið sina bak við birkikjarr og gekk upp brekkuna. Þar óx kjarr á við og dreif. Alt í einu staðnæmdist hann. Maður í vinnufötum, með einkennisliúfu járnbrautarmanns kom gangandi með skrúflykil og langan járnkarl. Þetta mundi vera verkamaður, sem átti að líta eftir teinunum þarna á hættulega staðnum. Verkfræðingurinn stóð lcyr og undraðist það, sem hann sá. Hann var sjálfur járnbrautar- verkfræðingur og þessvegna þótti honum skritið hvernig þessi eftirlitsmaður liagaði sjer. Það var ekki svona, sem menn reyndu hvort teinarnir væri öruggir. Maðurinn beygði sig en Strongfellow gat greini- lega sjeð hverja minstu hreyf- ingu hans. Maðurinn var eitt- hvað að bisa þarna, með skrúf- lykilinn og járnkarlinn og það

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.