Fálkinn - 30.09.1933, Síða 11
F Á L K I N N
Yngstu lesendurnir
Milli heims og helju,
(Úr dagbók gamals veiðimnnns.)
SILKl
OG
KNIPLINGAR
HALDA
SÍNIIM
YNDISÞOKKA
Kniplinga og silkinærföt má
þvo aftur og aftur, an þess
að þau missi minstu ögn af
sínum upprunalega yndisþok-
ka. Bara meÖ því að kreista
þau gætilega í mildu Lux löðri.
Það hreinsar vandlega, verndar
fína þræði, fagra liti og viðkvæma
gerð. Það er óhætt að trúa Lux
fyrir sínum fíngerðustu fötum.
Það svíkur engann.
FÍNNI SMÆRRI SPÆNIR
Hafið þjev reynt þetta nýja Lux ? Spæninvir
eru fíngerðari en þeir voru áður. Less vegna
leysast þeir upp enn fvri. l'ljótvirkari og
pakkarnir enn stærri en áður og verðið þó
óbreytt Biðjið um hið nýja Lux.
M-l_X 399-047 A IC
LUX
LEVLR HROTHERS LIMITED
PORT SUNLIGHT, ENGLAND
Það var einn vordag fyrir mörg-
um árum. Jeg hafði keypt ýmiskon-
ar varning i Pretoriu og ætlaði að
flytja hann til Zoutpansberg, sem
er í norðausturhluta lýðveldisins
Transvaal i Suður-Afríku.
Jeg sendi vörurnar á undan mjer,
en sjálfur ætlaði jeg mjer að koma
daginn eftir með Pjetri frænda min-
um, sem var sveitarhöfðingi í Zout-
pansberg, í litla vagninum minum,
sem tveir hestar gengu fyrir. Tví-
hjólakerran, — algengasta farartæk-
ið þarna syðra — hafði aðeins piáss
fyrir tvo, og af þvi að Pjetur frændi
var skrambi digur karl, þá varð
ekki mikið pláss fyrir mig í kerr-
unni.
Um kvöldið háðum við í uxalest-
ina, sem hafði farið daginn áður,
á óbygðu sljettunum milli Pretoríu
og Waderberg. Þessar sljettur eru
alkunnar fyrir það, hve mikið er
þar af antilópategund einni, sem
ljónið sækist mjög eftir og þykir
allra mata bestur, að undanteknu
zebraketinu.
Það er sjaldgæft að fara um þess-
ar sljettur án þess að sjá konung
eyðimerkurinnar eða að minsta
kosti heyra þrumurödd hans.
Klukkan eitt um nóttina hjelt
uxalestin okkar áfram. En Pjetur
frændi og jeg ákváðum að bíða um
stund til þess að láta hestana okkar
bíta og hvíla sig.
En uxarnir voru varla komnir á
hreyfingu fyr en þessi dýr, sem
annars eru svo hægfara, fóru að
dika áfram og samtímis fóru hest-
arnir okkar að sperra eyrun og sýna
á sjer hræðslumerki. Það var ekki
um að villast að ljón hlaut að vera
einhversstaðar nærri.
— Spentu hestana fyrir, Kornelí-
us! kallaði frændi minn til mín. —
Ljónin eiga erfiðara með að ráðast
á okkur ef við erum á hreyfingu!
Jeg beitli hestunum fyrir kerruna
í mesta flýti og svo ókum við af
stað á fleygiferð yfir sljetturnar. Það
var eins og eitthvert ósýnilegt afl
knýði hestana áfram. Ýið vorum
farnir að halda, að við værum
komnir úr allri hættu — en þá stað-
næmist kerran alt í einu eins og
hún væri negld niður, fast við
okkur heyrðist ægilegt öskur og
einhver ófreskja byltisí fram úr
myrkrinu, en annar hesturinn hníg-
ur niður. — Ferlegt ljón hafði sleg-
ið hrömmunum i hrygginn á lion-
um.
Alt þetta hafði gerst i skjótari
svipan, en jeg er að segja frá þvi.
Við gerðum okkur tæplega grein
fyrir þvi hvað skeð hafði og i
fyrstu sátum þarna agndofa af
hræðslu fáein fet frá stóra ljón-
inu, sem var banhungrað og hám-
aði í sig hráð sína.
En bráðlega rankaði jeg við mjer
aftur. Þegar fyrsta hræðslukastið
var afstaðið greip jeg gilda sex
feta langa uxasvipu og fór að lemja
ljónið með henni, eins og jeg gat
best ofan úr kerrunni.
En þetta var árangurslaust. Ljón-
ið ljet ekki reka sig frá bráð sinni.
Það var því líkast að það læki alls
elcki eftir höggunum, sem dundu á
þvi, og það hjelt áfram að jeta
veslings hestinn, en hinn hesturinn,
sem hafði árangurslaust reynt að
slíta sig frá vagninum, stóð þarna
hriðskjálfandi af hræðslu.
Þetta gerðist á fáeinum augna-
blikum.
Nú fyrst sá jeg til fullnustu hve
hættuleg aðstaða okkar var og þreif
byssuna og miðaði henni á ljón-
ið. En byssan klikkaði. Jeg setti
nýtt skothylki í, en það klikkaði
líka, og eins fór um það þriðja. Og
nú voru ekki fleiri eftir. Jeg reyndi
aftur að spenna gikkinn, miðaði
og lileypt af. Blossinn varpaði föl-
um bjarma á hina liræðilegu við-
ureign, en að öðru leyti hafði skot-
ið þau áhrif, að ljónið rak upp
öslcur og stökk beint á okkur. Við
sáum móta fyrir skrokknum á því
í myrkrinu og sámn glóa í grænum
augum.
Við hnipruðum okkur ósjálfrátt
sainan i kerrunni. Pjetur frændi
hjelt hyssunni yfir höfði sjer til
að verja sig. Ljónið stökk beint á
hann, reif af honum byssuna og
reif djúp svöðusár i aðra hendina
og ennið á honum.
Til allrar hamingju hafði ljónið
hoppað of hátt og nú lá það bak
við kerruna. Það hafði sem sje
aðeins snert kerruna með afturfót-
unum og misli jafnvægið við þetta
og datt.
Það kom þó fljótlega fótunum
fyrir sig og hljóp aftur að dauða
hestinum, en liægri fóturinn á mjer
hjekk fram af kerrunni, niður að
honuin. Þegar ljónið stökk hafði
frændi minn hrint mjer til hliðar,
svo að annar fóturinn fór út úr
kerrunni. Byssan, gagnslausa verj-
an, okkar var horfin. Pjetur frændi
lá þarna og það blæddi mikið úr
honum og jeg lijekk þarna í mjög
óþægilegum stellingum og nú fór
ljónið að sleikja reiðstígvjelið mitt,
en sal á dauða hestnum.
Vertu grafkyr og hreyfðu þig
ekki! hvislaði frændi, meðan Ijón-
ið var að sleikja stígvjelið.
Jeg sá sjálfur, að ef jeg hreyfði
fótiim þá væri það sama sem að
gefa ljóninu merki um að hita
hann af. Þessvegna hreyfði jeg mig
ekki, enda þótt fóturinn væri i
injög óþægilegum stellingum og mig
verkjaði i hann.
Svona sátum við alla nóttina án
þess að hreyfa okkur, og nóttin
er nokkuð löng í maí á þessum
Framh. á bls. 12.
„Vertu hœgurl“