Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1933, Blaðsíða 3

Fálkinn - 18.11.1933, Blaðsíða 3
F Á L K I N N VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Bitstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.' Aðalskrifstofa: BanKastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. )pin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaði'ð kemur út hvern laugardag. vskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; cr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Ular áskriftanir greiðist fyrirfram. Iugit'isingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraðdaraþankar. Hvernig ertu þegar þú hefir ekk- ert að gera? Mig langar til að vita það. Ef till vill leikur þú ágæt- lega á slaghörpu, eða þú ert skemti- legur í viðræðu eða heldur prýði- lega fyrirlestra um daginn og veg- inn, eða þú ert snjall kaupsýslu- maður; lika getur verið að þú sért afbrags mannkostamaður, þegar þú leggur að þjer. — En mig langar lil að kynnast því hvernig þú ert þegar þú hefir alls ekkert að gera, þegar þú gleymir sjálfum þjer al- gerlega, reynir ekki að gera neitt og lætur þjer standa á sama um alt en ferð úr jakkanum, setur á þig inniskóna og leggur þig endi- langan upp á legubekkinn og hefir um ekkert að liugsa fyr en á morg- un — já, þá vildi jeg lcynnast þjer og fá að lesa instu hugrenningar þínar. Því að það er aðeins þegar heili þinn og líkaminn hvcrfur í faðm hvíldarinnar, að sálin fær að draga undann. — Það er í hinni niókandi hvild, sem persónuleikinn kennir fram. Alt sem maður framkvæmir með áreynslu, er að jafnaði fram komið með málamiðlun. Nokkur hlutinn er að visa frá sjálfum þjer, en meiri hlutinn er fram kominn vegna þess, að þú ert háður því efnislega, sem-> þú verður að liafa skifti við og háður leikreglum lífsins. Aðrir menn, heppni og slembi- lukka og jafnvel veðrið hefir áhrif á þá vinnu, sem þú hefir tekið þjer fy-rir hendur. Velgengni |)ín er ekki nema að litlu leyti sjállfum þér að þakka. Og sennilegt er, að þú hefðir alls ekki getað afstýrt mörgum af óhöpp- um þínum, hvernig ,sem þú liefðir l'arið að. En hinsvegar ertu algerlega ábyrg- ui' fyrir sjálfum þjer og fyrir per- sónugildi þínu, eins og það er, hvorl sem þú getur stært þig af velgengni eða látið vorkenna þjer ólán þilt. Það sem þú segir eða gerir kemur ekkert þessu máli við, nema þú ger- ii það ósjálfrátt og hugsunarlausl. Lofðu mjer að hlusta á ])ig rausa, blistra eða raula, eða láttu mig sjá þig leika þjer við börnin þín, láttu mig sjá þig þar sem þú ert öjlu ó- háður og alfrjáls og þá langar mig til að kynnast þjer. Þá fyrst get jeg sagt þjer til um, hvort mjer getur þótt vænt um ])ig eða ekki. Þegar dagur dómsins kemur á inaður að svara til saka fyrir það, sem maður gerði ótilknúður af þvi umhverfi, sem maður bjó við. Frank Crane. Kristinn Magnússon, kgupm. Vesturg. verður 60 ára 2A. þ. m. Jón Sturlaugsson hgfnsögum. á Stokkseyri átti 65 ára afmæli þ. 13. þ. m. Kristján Sigurðsson Bergstaða siræti '28, varð 70 ára 8. nóv. Einar Halldórsson, hreppstjóri Kárastöðúm, verður 50 ára í lag. Björg Árnadóttir og Gunnlaugur Gunnlaugsson fráSyðri-Völlum nú á Grettisgötu 16, áltu gultbrúðkaup þ. 13. þ. m. Sigríður Jónsdóttir og Björgólf ur Björgólfsson á Fitjum á Mið nesi áltu gullbrúðkaup þann 16. þ. m. Frú Dýrfinna Helgadóttir frá Gilsstöðum i Hrútafirði, nú lil heimilis á Seljalandi við Reykja vík varð 80 ára 15. þ. m. Bandaríkjamenn þykjast nú orðn- ir svo vissir um afnám bannsins, að þeir eru farnir að panta whisky í stórum stíl hjá enskum brugghús- um. Eitt verslunarfjelag hefir t. d. pantað fyrir 5 miljón krónur hjá skozku brúgghúsi. Whiskyið verður geymt austan hafs þangað til bann- lögin verða afnumin, en húist er við að það verði í byrjun næsta mánaðar. Douglas Fairbanlcs eldri og yngn hafa ráðið sig í þjónustu ensks kvikmyndafjelags sem heitir „Lond- on Film Production“. HELENE JÓNSSON OG EIGILD CARLSEN eru tveir ungir dansendur, sem hvað eftir annað hafa skemt með dansi i haust og hafa nú stofnað dansskóla í Reykjavik. Er ungfrúin dóttir Jóhanns Jónssonar skip- herra en Carlsen er danskur. Þau eru bæði kunnáttumiklir dansend- ur og hafa gert listina að lifsstarfi sínu og er þeim því vel treystandi iil að reka skóla sinn svo vel. að ekki geri aðrir betur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.