Fálkinn - 18.11.1933, Blaðsíða 6
G
F Á L K I N N
Glæpur Gordons James. Selwyn Jepson
Sir Robert lielti í tebollann
sinn.
„Jæja, livernig líst þjer á
ljrjefið, frændi“.
Gordon James las brjefið með
atliygli: „Jeg mundi ekki taka
mikið mark á þvi, ef jeg væri
i þínum sporum“, sagði liann.
„En jeg er enginn miljónamær-
ingur. Og þú ert víst vanur
svona hótunum".
Rödd hans duldi til fullnustu
þann biturleik sem hann fann
til í hvert skifti sem hann hugs-
aði til auðæfa frænda síns, sir
Robert James, og fátæktar sinn-
ar. Hann rjetti honum l)rjefið
yfir matborðið og varaðist að
láta frænda sinn horfa í augun
á sjer.
„Ef allir þeir, sem hóta að
drepa mig“, hjelt Robert áfram,
„framkvæmdu liótanir sínar, þá
væri jeg drepinn oft á ári. Jeg
tek þetta ekki mjög alvarlega.
En hinsvegar er það dálítið öm-
urlegt, að eignir manns skuli
verða til þess að aðra langi
svona innilega til að dx-epa
mann“.
Hann vafði brjefið saman í
kuðung og henti því inn í eld-
stóna en þar logaði eldur á
skíðum.
„Og svo var þetta viðvíkjandi
sjálfum þjer, Gordon. Jeg skal
hjálpa þjer í þetta skifti líka,
úr því sem komið er, enda þótt
jeg segði seinast, að jeg gerði
það ekki oftar. Jeg get ekki
horft á þennan angisarsvip á
þjer“.
Gordon spratt upp. „Það var
vel gert af þjer“, muldraði hann.
En þakklætistilfinningin virtisl
ekki vera um of áberandi.
Hinn kinkaði kolli og bló.
„Þú ert eini ættinginn minn
og einasti erfinginn þegar þar
að kemur, og jeg geri ráð fyrir
að jeg beri einskonar ábyrgð á
þjer. Jeg skal gefa þjer ávísun
þegar við erum búnir að borða.
Hvað var þetta mikið —- með
rentum ?“
„Tólf þúsund“.
„Gott og vel. Þú verður að
lofa mjer að betra þig. Þú lifir
alveg eins og þú værir auðkýf-
ingur — eins og þú værir jeg“.
Hann hló. „Þú verður að segja
s'kilið við náttklúbbana og gjá-
lífið. Jeg skil að þetta er ekki
svo auðvelt. Og jeg skil að það
er altaf hægt að fá lánaða pen-
inga fyrir mann eins og þig . .
með frarntíð. En ....“
Gox-don James var önnum kaf-
inn að skoða munslrið á dúkn-
um meðan á þessu stóð, meðan
hann hlustaði á siðbótaræðuna
senx ávalt fylgdi loforðinu um
fjárframlag. Hann átti ekki ann-
ars kost. Og hann var að liugsa
um þetta „með íramtiðina“ sem
liinn hefði drepið á. En sir Ro-
bert var ekki nema 52 ára og
gat vel lifað þrjátíu ár enn.
Sjálfur var lxann fjörutiu. Hann
mundi ekki hafa mikla gleði áf
l>essum arfi þegar hann væri
sjötugur. Ef hann þá lifði það
að verða svo gamall. Robert var
tvíinælalaust bæði heilbrigðari
og sterkbygðari maður en hann.
„En“, lxjelt sir Robert áfram,
„þetta verður óafurkallanlega í
síðasta sinn sem jeg lijálpa þjer,
Gordon. Mundu það. Þú verður
einhverntíma að læra að standa
á eigin fótum“. Rödd hans var
ákveðin en eigi að siður vin-
gjarnleg.
Gordon Jaines kýttist undan
þunga þessara orða. Robert
hafði á rjettu að standa, hann
varð að viðurkenna það. En
það var liægur vandi að setja
sig á liáan liest fyrir hann, sem
bæði átti peninga og staðfestu.
Alla æfi sína átti hann að hluta
á þessar álasanir, því að vitan-
lega var það hvoi’ki meining
hans eða Roberts að peninga-
hjálpin ætti að hætta. Alla sína
æfi. Nema þvi aðeins að mað-
urinn sem skrifaði hótunarbrjef-
ið stæði við hótanir sínar ....
Ef þessi maður væri hann
sjálfur? í því augnabliki kom
að liönum sú hugsun, að ráða
frænda sínum hana.
Hann liugsaði rólega um mál-
ið, án þess að kenna nokkurrar
hræðslu eða angistar, meðan Ro-
bert breytti um umtalsefni, glað-
ur yfir þvi, að þetta óþægilega
erindi væri afstaðið. En Gordon
James beyrði ekkerl og sá ekk-
ert. Hann var gagntekinn af
þessari liugsun, að sir Robert
væri dauður!
Dáinn .... Horfinn. Og liann
sjálfur erfingi. Með miljónir
handa á milli.
Engum skynsömum rnanni
þyrfti að verða það kvíðaefni
að glæpurinn kæmist upp. Hvat-
irnar? IJver mundi gruna liann,
manninn, sem nýlega hafði feng
ið ávísun upp á tólf þúsund pund
hjá frænda sinum. Jafnvel lög-
reglan gat ekki verið svo vit-
laus. Auk þess var það alkunna,
að sir Robert hafði altaf verið
að ía hótunarbrjef síðustu árin.
Vinir lians liöfðu ráðlagt hon-
um að fara varlega og einka-
spæjai’ar höfðu boðið honum
aðstoð sína. Vitanlega mundi
morðingjans verða leitað meðal
höfunda hinna nafnlausu hót-
unarbrjefa.
Það lá við að það væri heimska
að nota sjer ekki þessa góðu að-
stöðu.
Hann tók við sígarettu af
manninum sem hann var að
ráðgera að myrða og kveikti
rólegur í lienni.
„Máttu til að fara til London
i kvöld?“ spurði sir Robert.
„Mig langaði til að skjóta villi-
liænur á morgun, ef þú vildir
verða með mjer. Við verðum
bara tveir einir“.
Gordon James bikaði við i
svipinn. Þetta var boð, sem kom
vel í veiði. Það var ekki sjald-
gæft að slys yrði á veiðiferðum.
Maður klifrar yfir girðingar eða
hrasar um trjádrumb — og skol
ið ríður af byssunni. Það væri
auðvelt að koma þessu vel fyrir.
En.... liann var einkaerfingi
frænda síns, og líklega mundi
ýmislegt verða talað um atburð-
inn og suma gruna margt. Nei,
það var betra að halda sig að
nafnlausu liótununarbrjefritur-
unum og tólf þúsund punda á-
vísuninni.
„Jeg vildi óska að jeg gæti
það“, sagði bann, „en vegna
mannsins, sem á að fá peningana
neyðist jeg til að fara lxeim í
kvöld“. '
Frændurnir tveir stóðu upp
frá borðum og fóru inn í bóka-
stofuna. Sir Robert skrifaði á-
vísunina og Gordon stakk benni
í vasann. Nú datt honum nokk-
uð í hug. Ef sir Robert dæi áð-
ur en áyísunin yrði liafin í bank-
anum rnundi bankinn neita að
greiða hana. Hann fengi þá
enga peninga. Það þyrfti heimsk-
an mann til þess að láta morðið
dragast einn dag, því að þetta
var nýtt sýknunargagn.
Hann vildi forðast allan grun.
()g hann hafði ráð á því. Arfur-
inn fjelli allur í hans hlut.
Svo kvaddi hann glaðlega
áænda sinn og gætti þess vel,
að Terrington bryti skyldi vera
vitni að því bvað þeir kvöddust
innilega, frændurnir. Síðan fór
hann út í bifreiðina og ók á
járnbrautarstöðina til að ná lest-
inni, sem færi ld. 7.48. Hrað-
lestin átti bvergi að standa við
l'yr en á Eustonstöðinni i Lon-
don og þá ....
Rurðarmaðurinn sem úvegaði
honum mannlausan 1. l'lokks
klefa fjekk ríkulegan vikaskild-
ing. Þeir peningar áttu að úl-
vega honum golt vitni, ef ske
kynni að einhver grunur félli
á hann, þrátt fyrir alt. Hann
settist, fletti upp bók og fór að
lesa. Vagnvörðurinn lokaði liurð-
inni. Lestin rann af stað. Þessi
klefi mundi líklega verða tóm-
ur alla leið til London.
Lestin var tæplega komin út
af stöðinni fyr en hann tók tösku
sina ofan og færði sig út að dyr-
unum. Hann opnaði hurðina í
hálfa gátt og gægðist út í nátt-
myrkrið. Þarna sem brekkan
byi’jaði ætlaði hann að hafa gát
á. llann vissi upp á hár hvar
það var, því að liann var ná-
kunnugur þarna.
Eimreiðin másaði. Lestin var
ekki komin á fulla ferð en fór
hægt. Hann steig út á þrepið og
lokaði hurðinni á eftir sjer. Ein-
mitt þarna á begjunni mundi
enginn geta sjeð hann. Svo
fleygði hann töskunni og hljóp
sjálfur af lestinni svo sem sek-
úndu á eftir.
Merkilegt hvað þetta tóks aú
vel. En ef undirbúningurinn er
nógu góður fer árangurinn jafn-
an eftir þvi. Hann datt að vísu
á linjen niður í grasið og fjekk
bletti á hanskana, en það var alt
og sumt. Hann fann töskuna og
staðnæmdist og horfði á lestina
meðan hún hvarf eins og ána-
maðkur. Afturljósið deplaði til
hans augunum og hvarf. Bráðum
kæmist lestin á fulla ferð og þyti
áfram til London. Og liann var
með lestinni. Enginn mundi láta
sjer detta annað í liug. IJafði
hann ekki keypt farmiðann og
gat ekki burðarmaðurinn sann-
að, að hann hefði farið inn i
vagninn?
Járnbrautarlestin var fjarveru
sönnun lians. í Euston mundi
hliðverðirnir ekki geta fullyrt,
að liann hefði elcki gengið inn.
Það voru hlunnindi við ensku
járnbrautirnar live vagnverðirn-
ii á 1. flokks vögnum gæta þess
vel að lofa farþegunum að vera
í friði.
Hann gekk frá járnbrautar-
sporinu yfir akurteig . en fyrir
bandan liann var stígur, sem lá
upp á þjóðveginn. Hann hafði
farið þessa leið margsinnis þeg-
ar liann var strákur, svo að ekki
var hætta á að hann viltist. Og
þó svo að hann mætti einhverj-
um mundi hann ekki þekkjast.
Efir þrjá tíma mundi liann
verða kominn að takmarkinu.
Hann þurfti ekki að flýta sjeer.
Þjónarnir voru ekki vanir að
fara upp til sín fyr en klukkan
t'.-..
Taskan hans var farin að síga
í, en hann mátti ekki láta sig
henda þá skissu að skilja hana
eftir þangað til seinna. Einhver
gæti fundið hana i millitíðinni
og þá.... Svo mintist hann
járnbrautarfarmiðans. Hann var
engin f jarvernsönnun, því að
það átti að skila honum í Eus-
ton. Hann tóp upp. miðann og
reif hann í smátætlur og fleygði
þeim meðfram veginum. Hafði
hann nú sjeð fyrir öllu? Já, það
>ar ekkert eftir. Ekkert nema
.... Hann hló með sjálfum sjer
í myrkrinu. Hver ætti að geta
grunað liann?
Hann var kominn á áfanga-
staðinn nokkrum mínútum fyr-
ir klukkan tíu stóð hann við
einn bókasafnsgluggann. Hann
þrýsti sjer upp að vínviðnum
og svo hlutsaði hann.
Það brann ljós i stofunni. Sir
Robert var þá ekki farinn að