Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1933, Blaðsíða 4

Fálkinn - 18.11.1933, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Sunnudags hugleiðing. En Guð sneri því til góðs. Jonas Lie. Mljhclin til vinstri er tekin af Lie '27 úra, en í miðjunni er mynd af hjókunum, tckin i Fredriksværn. Til hægri mynd af Lie 71 árs. I. Mós. 45:8 Ekki hafið þjer sent mig hingað, heldur Guð; og hann hefir látið mig verða Faraó sem föður og herra alls húss hans og höfðinga yfir ö.la Egiptalandi. I>essi góðu tíðindi gat .lóset' nú sagt bræðrum sínum, er þeir fundust aftur, að mörgum árum liðnum. Táplausi sveinninn, sem þeir höfðu farið svo illa með,var nú orðinn að voldugum höfð- ingja, sem launaði þeim iit með góðu. bað voru orðin hausavíxl á hlutunum. En hvernig var því varið? Hann svaraði því sjálf- ur: Ekki hafið þið sent mig, helduv Guð! Við ályktum — en Guð ræður. En Guð. Hve stórfeldum breyt ingum þau valda, þessi tvö smáu orð! Þér voruð dauðir vegna af- brota yðar og synda, segir Páll postuli. Þér lifðuð samkvæmt aldarhætti þessa beims í liold- leguiri girndum og voruð að eðl- inu til reiðarinnar börn. En Guð, sem er svo auðugur að misk- kunn, endurlífgaði oss ásamt með Kristi (Efes. 2:1—6). Áður dauðir, nú endurlífgaðir; áður í heiminum, nú á bimnum; áður reiðinnar börn, nú miskunnar aðnjótandi; áður í holdlegum fýsnum, nú í og með Kristi. Hví- lík umskifti! Og þeim valda þessi tvö orð: „en Guð“. Hinn sami postuli segir einnig: Feður vorir voru allir undir skýinu, þeir voru allir skírðir til Móse, neyttu allir hinnar sömu andlegu fæðu, og drukku allir liinn sama andlega drykk. En Guð hafði á flestum þeirra enga velþóknunn, því að þeir féllu í eyðimörkinni (I. Kor. 10:1—5). Menn geta verið skírðir, sótt kirkju og gengið til altaris, og þó lokið æfi sinni í hinni mildu eyðimörk. Hvílíkt alvörumál! „En Guð“ — alt veltur á sam- bandinu við liann! Einum finst, sem liann eigi sér engrar viðreisnar von; en Guð frelsar bann. Annar bygg- ur sig vera góðan eins og hann er; en Guð kannast ekki við hann. Vera má að þú liugsir, að úti sé um þig; en Guð veit altaf ráð. Gleym þú aldrei að taka þau með, þessi tvö smá-orð: „en Guð“. Alt er undir þeim komið. bau breyta allri aðstöðunni. 01 f. Ric. Á. Jóh. Á hendur fel þú honum — — Þig vantar livergi vegi, þig vantar aldrei mátt, þín bjargráð bregðast eigi til bóta á einhvern hátt. bitt starf ei nemur staðar, þín stöðvar engin spor, af bimni er þú þér hraðar með hjálp og líkn til vor. Norðmenn hafa undanfarin ár minst 100-ára al'mælis tveggja skáldjöfra sinna. Árið 1928 varð Henrik Ibsen hundrað ára og þessa afmælis mintust eigi að- eins Norðmenn á hinn vegleg- asta Iiátt heldur og leikhúsin vígsvegar um heim. I fyrra var afmæli Björnssons baldið liátíð- legt og á stórfeldleik þeirra há- tíðahalda mátti sjá, að BjÖrns- son er enn vinsælasta skáld Norðmanna. Loks mintust Norð- menn nýlega hundrað ára af- mælis Jónasar Lie, en ekki var það gert með jafn stórbrotnum hætti og hin fyrri skiftin. Og þó má segja að Lie liafi eigi verið síður vinsæll á sinn Iiátt en liinir En hann hvarf í skugga Björns- sons. Ibsen notaði eingöngu drama- tískt og bundið form. Hann var myrkur og þungskilinn — bann kafaði, þessi galdramaður, og vinsæll varð hann ekki meðai f jöldans um sína daga, þó heims- frægur væri. Björnson notaði alt form, honum var jafn ljúft að setja fram hugsanir sínar i leik, skáldsögu, smásögu og ljóði. Ilann var bjartur og opin- skár, Iiann var eigi aðeins þjóð- skáld heldur og þjóðhetja. Og loks kemur Jónos Lie, maðurinn sem alls ekki ætlaði sjer að verða skáld en fer að rita skáldsögur á fullorðins aldri og tekst það svo, að sögur lians eru um skeið meira lesnar á Norðurlöndum en nokkurs skálds annars. Jonas Lauritz Idemil Lie fædd- ist í Hokksund 6. nóvember 1833. bar var faðir hans, Mons Lie þá málaflutningsmaður. Nafnið Idemil, sem Jonas not- aði aldrei fremur en Lauritz- nafnið, var dregið saman úr ömmunafni hans (Ida) og nafn- inu „Emile“ á bók Bousessaus. Jónas fluttis (1 ára til Tromsö með föður sínum, sem þá yar settur amtmaður í Finnmörk og þessi skifti urðu til þess, að bann gat síðar notað yrkisefni úr Norður-Noregi flestum mönnum betur. Átti hann heima norður þar þangað til Iiann var 12 ára en fluttist þá til Suður-Hörða- lands og síðar til Mandal. Kynt- ist liann þannig í uppvextinum mörgum ólíkum landshlutum Noregs, en fullyrða rná að Finn- mörk hafi haft varanlegust á- brif á hann, eigi aðeins landið heldur og fólkið, þjóðsögur þess og þjóðtrú og lrin dulræna hamn ing strjálbygða landsins með björtu sumarnæturnar og vetr- armyrkin löngu. — Mons Lie vildi láta son sinn ganga mentaveginn og verða em- bættismann en Jónas hneigðist í æsku mest að sjómensku. Tordenskjöld var átrúnaðargoð lians. Hann innritaðist því sem sjóliðsforingjaefni, en hætti því námi í miðjum klíðum, enda var bann svo sjóndapur, að hann var dæmdur ófær til sjómensku. Setti faðir hans hann þá til menta i latínuskólann í Bergen en var settur aftur eftir fjögra ára nám þar, í „stúdentaverk smiðju“ Heltsbergs í Osló, áður en liann fengi inngöngu í liá- skólann. Um það leyti kyntisl liann Ibsen, Vinje, Björnson, Ole Bull og Ivari i Ási; var fjörugt slúdentalíf i Osló í þá daga, æskumenn loguðu af umbrota og frelsisþrá og voru óhræddir við að prjedika hugsjónir þær, sem þá höfðu brotist út sunnar í álfunni og vildu gera Noreg frjálst land og forusluland. Jónas Lie fylti þegar flokk þessara manna, þó að eigi yrði hann talinn eins róttækur eins og t. d. Björnson, ,sem afsalaði sjer öllum styrk að heiman til þess að hafa sem frjálsastar hendur i aðgerðum sínum. Fað- ir hans hafði viljað láta hann verða embættismann, en Björn- son gat ekki bugsað til þess. Ibsen og Vinje löptu báðir dauð- ann úr skel en Lie var vel sett- ur efnalega, því að liann átti fjáðan föður að, sem þó hjelí í aurana við hann. En hann hafði jafnan nóg. Á þessum árum langaði Lie mest til að helga sig bókment- unum. Hanu orkti oft kvæði á stúdentsárunum, en fæst þeirra komu fyrir almenningssjónir. Námið stundaði hann fremut slælega og fjekk laka einkunn við embættispróf i lögfræði vor- ið 1858. Tók hann prófið upp aftur seinna og fjekk þá I. eink- unn. Lie bafði trúlofast á stúdents- árunum og vildi giftast sem fyrst og neyddist því til að leita sjer að lífvænlegu starfi og leggja alla skáldadrauma á hilluna. Hann rjeðst undirtylla í fjár- málaráðuneytið að loknu prófi og sat við endurskoðun daginn út og daginn inn. En jafnframt reit hann greinar í ýms blöð. Björnson var þá leikliússtjóri i Bergen og var þess mjög bvetj- andi að Lie yrði ritstjóri að frjálslyndu blaði í Osló, en Lie þótti það of óviss staða. 1 stað þess fluttist hann til Kongsvinger haustið 1859 og gerðist mála- færslumaður. Fjekk han brátt nóg að gera, græddi mikið fje og varð brátt hrókur alls fagn- aðar í hinu almenna samkvæm- islífi bygðarinnar. Þar þóttu uppgangstímar um það leyti og allir liöfðu nóga peninga og allskonar fjárbrall þreifst vel. en eins og oft vil verða endaði þetta með skefingu og gjald- þroturn. Jónas Lie dvaldi á Kongsving- er í átta ár og gerði lítið að skáldskap á því skeiði. En ljóða- bók kom út eflir hann 1806 og vakti litla athygli eða enga. En þegar hrunið varð í Kongsving- er hafði Lie bendlast svo mjög við áhættusöm fyrirtæki og á- byrgðir, að þegar hann fluttist frá Kongsvinger 1868 stóð hann uppi með tvær hendur tómar og yfir 100.000 spesiu skuld á bakinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.