Fálkinn - 18.11.1933, Blaðsíða 12
12
F Á L K I N N
Neyðarár Hitlers.
Slundum spyrja menn, hver á-
stæðan muni vera lil hins logandi
Gyðingahaturs Hitlers. 1 il þess að
komast að l>essu Lafa menn í Aust-
urríki reynt að grafast fyrir hve-
nær fyrst tók að brydda á þessu
hatri, og blaðið „Sonn- und Mon-
tagszeitung" hefir liaft tal af ýms-
um, sem voru honum kunnugir á
yngri árum hans til þess að kom-
ast að þessu.
Meðal þeirra er Reinhold Han-
iscli, sem hefir sagl biaðinu frá
mörgu skrítnu um eymdarár sín
og Hitlers í Wien, þegar þeir börð-
ust í bökkum. Hanish kom sem
flakkandi iðnaðarmaður til Wien
1909, með nokkrar utanáskriftir í
vasanum. Meðal þeirra var ein á
„Mannerheim“, einskonar næturhæli
fyrir karlmenn. Hann fjekk rúm
við hliðina á ir.anni, sem sýnilega
átti mjög bágt. Hann hafði afbent
föt sín til „aflúsunar“ og var ekki
í öðru en gauðslitnum buxum. Þeir
fóru að tala sainan og fór vel á
með þeim. Maðurinn hjet Adolf
Hitler. Hanisch var frá þýska hiuta
Böhmen, og Hitler sagðist hafa
skömm á þýsku mállýskunni, sem
hann talaði. Hann virtist glor-
hungraður og þeir átu saraan úr
mal Hanis'ch. En til endurgjaids
gaf Hitler Hanisch ávísun á nunnu-
ldaustur þar skamt frá, þar sem
hægt væri að fá súpudisk ókeypis.
Og þeir hjálpuðu hvor öðrum eft-
ir megni.
„Hvað kant þú helst?“ spurði
Hanisch eitt sinn kunningja sinn.
„Jeg er málari“, svaraði Iíitler.
Og þegar hinn gaf i skyn, að það
inundi vera kleift að fá málninga-
vinnu á þeim tíma árs svaraði Hitl-
er fyrirlitlega, að hann „makaði
ekki húsveggi“ heldur væri hann
listamaður. Síðar frjetti Hanisch,
að hann hefði sótt um inntöku á
Listaháskólann en verið neitað.
Þeir gerðu alt, sem fyrir kom,
börðu gólfmottur, báru koffort á
járnbrautarstöðina og múrstein að
byggingamönnum og svo leið fram
að vetri. Hitler var kalt —• hann
átti ekki fraklca — en fyrir við-
kynningu við sporvagnsstjóra fengu
þeir vinnu við snjómokstur. Þeir
auruðu svo miklu saman að þeir
gátu leigt sjer betra herbergi. Hitler
fór nú að mála á brjefspjöld en
Hanisch seldi þau innrömmunar-
mönnum fyrir 5—6 krónur stykkið.
Hanisch fjell ekki vel við kunn-
ingja sinn; hann tók eftir að und-
ir eins og peningar koma í sjóðinn
fór Hitler á kaffihús og aðra hlýja
staði og ræddi um stjórnmál við
alla, þangað til lenti í rifrildi. Þeg-
ar verslunin hafði gengið vel kom
Hitler heim hlaðinn dagblöðum og
fór að halda stjórnmálaræður.
'Einu sinni kom hann á bíó og
sá „Jarðgöngin“ eftir Kellermann.
Hann varð svo hrifinn af mynd-
inni að hann talaði ekki um ann-
að lieilan dag.
Stjórnmálastefna hans gekk öll út
á að fordæma jafnaðarmenn. Einu
sinni þegar verkamaður kom heim
til hans með rauðan fána, varð
hann svo reiður, að eflaust hefði
lent i áflogum ef aðrir hefði ekki
gengið á milli.
Hann reyndi aftur og aftur að
stofna nýjan stjórnmálaflokk, en
engum var ljóst hvað hann vildi.
Han gat aðeins rifið niður, en kom
ekki með neinar nýjar tillögur.
í þá daga var hann enginn Gyð-
ingahatari. í húsinu átti Gyðingur
einn, smákaupmaður heima og
hann var vanur að borga smáskuld-
ir fyrir aðra trúbræður sína. Hitler
var vinur hans. Hann var andstæð-
ur Gyðingaofsóknunum í Rússlandi.
Hann verslaði nær eingöngu við
Gyðinga, flestir þeirra sem keyptu
myndir af honum voru Gyðingar.
Ilann talaði oft um trúmál. Hann
var kaþólskur en á móti kaþólsk-
unni. Honum fanst mótmælenda-
trúin hæfa Þjóðverjum betur, en
taldi liana þó ekki hafa lyft þjóð-
inni á hærra stig. Þjóðverjar hefðu
komist lengra ef þeir hefðu haldið
trútt við Ásatrúna. Honum var illa
við Habsborgarættina, vegna þess
að hún hefði oft verið andstæð
Þjóðverjum.
Alla peninga, sem hann hafði af-
gangs notaði hann til blaðakaupa
og í rjómakökur.
Vináttu þeirra Hanisch lauk með
skelfingu. Reinhold seldi mynd frá
Hitler fyrir 12 krónur en Hitler
grunaði að hann hefði selt hana
dýrar og stungið afganginum i
vasa sinn. Og þeir skildu sem ó-
vinir. Eftir það heyrði Hanisch
nafn Hitlers nefnt öðru hverju í
sambandi við nýjan stjórnmálaflokk,
en honum kom ekki til hugar að
þetta væri gamli kunninginn fyr
en hann sá mynd af honum í blaði,
laust eftir 1920.
„Nú hefi jeg sannfærst um, að
stjórnmál eru betri atvinna en
húsamálning“, andvarpaði Haniscli
að lokum. Hann á enn heima í
Wien og lifir við sult og seyru.
Enskur brugghúseiaandi, sir
William Dupree hefir stofnað sjóð
með 10.000 sterlingspundum, sem
verja á til þess að halda opinber
skákmót fyrir ungt fólk og efla á-
huga þess fyrir skák. Sir William
var bláfátækur í uppvextinum en
er nú miljónamæririgur og segist
eiga allan viðsrang sinn í lífinu
skákinni að þakka.
í Englandi er það orðið svo ai-
gengt að leigja sjer flugferðir í stutt-
ar ferðir, að þau eru orðin 66
fjelögin, sem gera sjer að atvinnu
að leigja úl flugvjelar.
——x------
Það hefir verið hljótt undanfar-
in ár um A1 Smith, þann sem var
í kjöri gegn Hoover fyrir fimm
árum og fjell þá, mest vegna þess
að hann var kaþólskur og and-
banningur. Andróðursmenn hans
höfðu þetta að slagorði þá: „Hleyp-
i0 ekki páfanum og whiskíinu inn
i Hvíta húsið!“ Nú er sagt, að hann
geti orðið borgarstjóri í New York
livenær sem honum þóknast.
----x----
Ungverska stjórnin hefir gefið út
tilskipun um, að bannað sje að
nota Þórsmerkið i Ungverjalandi,
með þeim forsendum að merkið
sje opinbert einkenni framandi ríkis
-----------------x----
Fransk-ítölsk netnd situr á rök-
stólum til að rannsaka möguleik-
a f>'rir því að grafa jarðgöng fyr-
ir bílveg gegnum Montblanc. Það
eru Frakkar, sem leggja fram fjeð
til þessarar vegagerðar ef úr verð-
ur.
----x----
Jimmy Walker, fyrverandi borg-
arstjóri í New York, sem varð að
Iáta af embætti fyrir óheiðarlega
meðferð á fje borgarinnar, hefir
verið í Evrópu undanfarin ár og
giftist í vor kvikmyndaleikkonunni
Betty Compson. Nú ætlar hann að
fera til Ameríku aftur, sem foringi
frægs „baseballfjelags“ þar í landi.
—■—x——
Nazistaflokurinn þýski liefir lagt
alvarlegt bann við því, að ein-
lcennisbúningur flokksins, brúná
skyrtan, sje notaður erlendis. Og
frá miðjum september var sett bann
við því, að seldir væri smáhlutir
með mynd af Hitlers- eða Þórs-
merkinu á. Þeir sem auðga sjálfa
sig með þvi að selja slíka muni,
verða látnir sæta ábyrgð, stendur
í tilkynningunni.
----x----
Þó að kvikmyndir sjeu tiltölulega
ung iistgrein þá hafa nokkrir kvik-
myndaleikendur hafa hlotið nafn-
ið „ódauðiegir“ listamenn. Þessir
sex hafa hlotið nafnið ódauðlegir,
ins „Photoplay“: Charles Chaplin,
D. W. Griffith, Maris Dreesler, Greta
Garbo, Mary Pickford og Valentino.
Sumum inun þykja að ýms nöfn
vanti á listann.
—•—x------
Hollywood er nafnfrægt fyrir
hjónaskilnaði. Þvi var ekki furða
þó að það væri gert að umtalsefni
nýlega, að Charles nokkur Crawin
og konan hans hjeldu hátíðlegan
37. giftingardaginn sinn og eru
ungleg eins og þau liafi ekki verið
gift nema í tíu ár.
----x-----
Frakkar hafa smíðað nýja tegund
af brynreiðum, stærri en nokkrar
brynreiðar sem þekst hafa hingað
til. Eru þær í rauninni eins og
hreyfanleg vígi.. Hver brmireið hef-
ir einn höfuðsmann og 25 manna
áhöfn, eina 75 mm. fallbyssu, tvær
37 mm., fjórar vjelbyssur og tvær
háskeytlur. Brynreiðar þessar geta
komist um 70 km. á klukkustund á
greiðfæru jafnlendi og farið yfir
8 metra breiða skotgröf.
•—•—x-----
Enska kvikmyndakonan Tallulali
Bankliead hefir legið fárveik und-
anfarið svo að blöðin liafa skrifað
um hana greinar, sem kalla má
eftirmæli, sbr. þessa grein Daily
Express: „Það var ógæfa hennar
rð hún vann sjer frægðina of fljótt.
Hún hefir ávalt verið góður félagi.
Hún gat setið við hljóðfærið og
leikið „Tristan og Isolde“ utan að.
Hin hlýja rödd hennar var ein-
kennilega aðlaðandi og maður
gleymir ekki upphrópununum sem
henni voru tamastar, „My darling“
og „Oh my god!“ Hún lifði of sterkt
Hún var oft á fótum alla nóttina
heima hjá sjer í Farm Street og
reykti hverja sígarettuna eftir aðra
og skemti vinum og kunningjum.
Hún var góður vinur. Alt of góð-
ur vinur margra karlmanna og’
kvenna“. Nú er Tallulah að hjarna
við. Það verður gaman að sjá
liana lesa eftirmælin.
—•—x------
Yngsti borgarstjórinn í Frakk-
landi heitir Alphonse Tanghy og
var nýlega skipaður í embætti í
bænum Kergrist í Bretagne. Hann
er aðeins 25 ára.
----x-----
Ufa hefir nýlaga tekið stóra
Schubertsmynd með nafninu „Leise
flehen meine Leider“ og er farið að
sýna hana i Þýskalandi. Aðallilut-
verkin leika Martha Eggertli, Hans
Jaroy og Louise Ulrich.