Fálkinn - 18.11.1933, Page 15
F Á L K I N N
15
E L D FÆ R I
fáið þjer huergi betri nje ódýrari en hjá okkur.
VOSS-eldavjelar emaill. frá . . kr. 140.oo
Scania-eldavjelar svartar, plötustærð
47x72 frá cm.........kr. 95.oo
Þvottapottar, emaill. með og án krana frákr. 110.00
Kola-ofnar, hæð 72 cm.......kr. 38.oo
Báta-ofnar..................kr. 30. oo
Allir, sem reynsluna hafa
vita, að eldfæri frá okkur
eru þau bestu og vönd-
uðustu, sem fáanleg eru.
Hjá okkur fáið þjerfyrsta
flokks vörur fyrir lágt verð
Vörur sendar gegn póst-
kröfu út á land ef óskað er.
HELGI MAGNÚSSON & CO.
HAFNARSTRÆTI 19.
Áreiðanleoa umboðsmenn
viðsvegar um land vantar firma i Rvik, til þess að selja ýmis-
tegar handhægar og útgengilegar vörur, svo sem: rakblö'ð, rak-
vjelar, raksápur, sjálfblekunga, blýanta o. m. fl. Umsækjendur
sendi nöfn sín ásamt einhverjum upplýsingum um sjálfa sig á
afgr. „Fálkans" merkt: „Umboðsmaður“.
Framb. af bls. 2.
til þess að koina honum hjá dauða-
refsingu, og hann varð á hinn bóg-
inn jafn ástfanginn af þessari fögru
konu, sem hann aldrei hafði sjeð
þegar hann orkti níðið.
Madame Pompadour tekst að koma
honum undan og gera hann að kenn-
ara við liðsforingjaskóla. Segir mynd
in nú frá því, hvernig hann kemur
aftur sem geslur til hirðarinnar til
að fá að vera samvistum við kóngs-
hjákonuna í laumi og hvernig einn
af lærisveinum hans verður til þess
að vekja tortrygni Gastons um, að
Madama Pompadour sje honum ó-
trú. Og loks frá því, hvernig hirð-
mönnunum tekst að sýna konungi
fram á, að Madame Pompadour sje
ekki við eina fjölina feld, en hafi
elskhuga. Við þetta vaknar afbrýð-
issemi konungs og er hann fer að
rannsaka málið kemur það á dag-
inh að það er löngu dauðadæmdur
maður, sem komist hefir upp á
milli konungs og hjákonu hans.
Gripur konungur þá tjl sinna ráða,
en i stað þess að stíja þeim í sund-
ur með því, að gera Gaston höfð-
inu styttri þá gerir hann hann að
landstjóra á fjarlægri eyju.
Þetta er skemtimynd og skemti-
legust fyrir það, hve vel tekst að
gera hlægilega hirðsiðina og hirð-
lífið í París í gamla daga. Þó al-
múginn liti í orði kveðnu upp til
einvaldskonungana gömlu og tign-
aði þá eins og guði, þá duldist það
ekki hve líf þeirra var óeðlilegt og
hirðsiðirnir hjákátlegir. Aðalhlut-
verkið leikur Anny Ahlers, en Walter
Jankuhn leikur Gaston Méville en
Kurt Gerron Lúðvík 15. Þá leikur
Ernst Verebes ungan oflátungsklaufa
sem gaman er að. Myndin er afar
íburðarmikil.. Hún verður sýnd í
Nýja fíió um helgina.
Söluverðlaun fyrir 44. blað.
Verðlaunin hlutu: Haraldur fílön-
dal og Ingólfur Jónsson, Sunnulivoli
5 krónur hvor,
og eiga þeir að vitja verðlaunanna
á afgreiðslu blaðssins.
Hverjir hljóta næstu verðlaun.
SKANDIA-VERKEN
AKTIEBOLAG
Lysekil, Svíþjóð.
Þessi verksmiðja hefir nú um 30 ára skeið búið til hinn
heimsfræga Skandia-mótor, og nemur framleiðslan nú nær
19.000 mólorum, sem vinna verk sitt í ótal löndum. Hjer á
íslandi eru nú yfir 300 Skandia-mótorar i fiskibátum, við
rekstur ishúsa, þurkhúsa, rafmagnsframleiðslu o. s. frv.
Er óhætt að fullyrða, að allar þessar vélar hafa náð hylli
eigendanna, og mun enginn íslenskur fiskimaður vera til, er
ekki þekkir nafnið Skandia.
Hingað til hefir um 2 gerðir verið að ræða:
Hráolíumótorar
í báta, skip og til landnotkunar. Stærðir: 4/5 HIÍ,
7 HK, 10 HK, 15 HK, 20 HK og 12/15 HK.
Super-Skandia hráolíumótorar
í skip og til landnotkunar. Stærðir: 30 HK, 40 HK,
50 HK, 60 HK, 65 HK, 80 HK, 100 HK, 120 HK,
130 HK, 160 HK, 200 HK og 320 HK.
En nú hefir bætst við þriðja gerðin:
Skandia-Diesel hráolíumótorar
í skip og til landnotkunar: Stærðir: 25 HK, 50 HK,
75 HK, og 100 HK, og fer þar saman lítill snúnings-
#
hraði og lágmark olíueyðslu.
Allir Skandia-mótorar geta skilað 10% yfirkrafti.
Háttvirtir kaupendur eru beðnir að athuga, að Skandia-
mótorinn er sennilega ekki ódýrasti mótorinn í innkaupi, en
fyrir það hve ódýr hann er i viðhaldi og rekstri: sparneytinn
á allar olíur, traustur og endingargóður, er og verður hann
tvímælalaust ódýrasti mótorinn, sem völ er á.
Allar frekari upplýsingar um verð og greiðsluskilmála
fást hjá aðalumboðsmanni verksmiðjunnar:
CARL PROPPÉ
Reykjavík.
Simi 3385.
Georg Bancroft, sem ekki hefir
leikið í kvikmyndum í tvö ár vegna
þess að honum hefir ekki samið
við leikstjóra sína, hefir nú verið
ráðinn til að leika aðalhlutverkið
í myndinni „Blóðpeningar“ sem
verður tekin af stóru nýju kvik-
myndafjelagi sem heitir „Twentieth
Century Pictures“.
———x----