Fálkinn - 16.06.1934, Blaðsíða 8
8
F A L K I N N
Myndin sýnir hve gróðurmikið var
orðið í skógum Danmerkur um
hvítasunnuna síðastliðnu og þótti
vorið þó koma með seinna móti í
ár.
Stórbruni varð í Chicago 19. f. m.
— mesti bruninn síðan brunann
mikla 1871, er 1800 hús brunnu tit
kaldra kola. Bruninn nýi stafaði
frá eldspítu, sem einhver hafði
fleygt í einni hlöðunni við slátur-
gripákvíarnar í borginni og breidd-
ist þaðan fyrst um allar kvíarnar
og síðan inn í sjálfa borgina. 2000
manns urðu húsnæðislaus, 1500
meiddust svo mikið, að það varð
að flytja þau á spítala, þrír bruna-
liðsmenn biðu bana, 10 til 15 þús-
und sláturgripir drápust í eldinum
og brunatjónið er metið á um 250
miljón krónur alls. Auk allra gripa-
kvianna, sem sjást hjer á mynd-
inni, brunnu m. a. tveir bankar,
eitt gistihús, ein ölgerð, járnbraut-
arstöð og simamiðstöð. Það jók
brunann, að talsverður kaldi kom
rjett eftir að kviknað hafði í hlöð-
unni og breiddist eldurinn þá svo
fljótt út, að ekkert varð við ráðið
í fyrstu og ekkert þýddi að dæla
vatni á eldinn. Varð hann ekki
stöðvaður fyr en slökkviliðið tók
það ráð, að sprengja á burt hús tí
stóru svæði, svo að eldurinn gæti
ekki náð tökum á þeim. Eftir að
2000 manna slökkvilið hafði barist
við eldinn í fimm klukkutíma,
varð það loksins yfirsterkara. Þetta
var á laugardaginn fyrir hvíta-
sunnu. — Ógeðslegt og ömurlegt
hafði verið cið hlusta á dauðastun-
ur og öskur nautgripanna sem
brunnu þarna lifandi, og eftir á
var Ijóit að líta yfir rústirnar, því
að í gripakvíunum, „Stockyard“
sem kallað er, ægði öllu saman og
bar þó mest á hálfbrunnum dýra-
skrokkum. Áður en tími vanst til
að hreisna rústirnar hljóp ýlda í
þessar leifar, enda var heitt í veðri
og lagði fýluna af þ'essu um alla
borgina. Þykir þetta einn ferleg-
asti bruninn sem orðið hefir lengi
í Ameríku, þó að manntjónið yrði
ekki meira en þessir þrír bruna-
liðsmenn.
Myndin er af herdeild í liði Ibn
Saud Arabíukonungs, sem þeysir
jram til atlögu á úlföldum. Arab-
ar nota bæði hesta og úlfalda í
hernaði eins og í ferðalögum og
þykja úlfaldarnir þolnari og geta
borið meira. Nú hefir friður verið
saminn og alt rólegt í Arabíu um
sinn. En það verður varla lengi.