Fálkinn - 16.06.1934, Síða 13
F Á L K I N N
13
Um víða veröld.
HJÁTRÚARFULLI KONUNGURINN.
Fuad Egyptalandskonungur ætlar
i ferðalag til flestra lahda Evrópu
í sumar, en ekki er þess getið, hvorl
hann muni koma til íslands. Fyrsl
og fremst ætlar hann að heimsæk.ja
Bretann, en það hefir hann ekki
gerl síðan 1929.
Fuad líður best þegar hann er á
ferðalögum erlendis, því að liann á
ekki sjö dagana sæla í Egyptalandi.
Konungstign hans stendur völtum
fótum og hann veit það sjálfur,
jafn vel og hann veit hitt, að hann
á marga hatursmenn. Hann iifir í
sífeldri hræðslu um líf sitt og býst
allstaðar við morðingjum og sam-
særum. Þessvegna er það þaulreynt,
að þegar hann á að vera viðstadd-
ur á opinberum mannfundum þá
kemur hann aldrei stundvíslega,
heldur að jafnaði löngu fyrir tím-
ann en stundum of seint. Sagt er að
skemtiskip hans liggi jafnan ferðbú-
ið í Alexandríu og geti siglt af stað
fyrirvaralaust, ef hann þurfi á að
halda, til þess að flýja á.
Fuad konungur er iþróttamaður
og hefir m. a. mjög gaman af dýra-
veiðum. En þó hefir hann eigi eins
mikinn áhuga fyrir neinni iþrótt og
knattspyrnunni. Þrátt fyrir líi-
hræðsluna sækir hann jafnan knatt-
spyrnumót af ka])pi, enda er lcnatt-
spyrnuáhuginn svo mikill orðinn í
landinu, að þar er enginn drengja-
skóli til, sein ekki hefir fótlcnetti,
þó nauðsynleg kensluáhöld, svo sem
landkort og því um líkt vanti. Son-
ur konungs, þrettán ára gamall, er
orðinn kunnur knattspyrnugarpur.
Fuad konungur er þó orðinn al-
kunnari fyrir annað en knattspyrnu-
áhugann, sem sje fyrir það hve lijá-
trúarfullur hann er. Sem dæmi um
hana má nefna, að hann liefir óbil-
andi trú á því, að nöfn sem byrja
á f hafi meiri gæfu að færa en öll
önnur nöfn, og þessvegna hefir
hann látið skíra öll sín börn nöfn-
um, sem hyrja á f. Krakkarnir hans
heita: Faruk, Fauzia, Faiza, Faika
og Fayeda.
ÚTBRUNNAR-„STJÖRNUR“.
Ekkert fólk er eins flótt að ná
heimsfrægð og kvikmyndaleikarar —
og engir gleymast eins fljótt og þeir.
Hver man nú framar nafnið Glara
Kimball Young? Árið 1925 var hún
sannkölluð Marléne Dietrich hinna
þöglu mynda. Nýlega var hún bor-
in úl úr smáíbúðinni, sem hún hafði
í Los Angeles, af því að hún hafði
ekki getað borgað húsaleigu í allasi
vetur.
Ella Hall, hetjan úr fjölda spenn-
andi „sensationsmynda“ hefir betri
sögu að segja af tilverunni, því að
hún er nú deildarstjóri fyrir inn-
kaupadeild í stórverslun einiii i
Ameríku.
Katherine MacDonald, leikkonan
sem Wilson forseta geðjaðist best aíi
varð nýlega að loka snyrtistofu sinni
vegna þverrandi aðsóknar. . . . Ray-
mond Griffilh, litli skrítni gaman-
leikarinn með pípuhattinn, sem
margir muna, gat ekki leikið í tal-
myndum af ]iví að hann var svo
skrækróma, en vinnur nú við hand-
ritagerð hjá „Twentieth Centuries
Pictures“..... Charles Ray, hinn
vinsæli ástarleikari er atvinnulaus
.... Monroe Salisbury, sem um eitt
skeið þótti einn glæsilegasti leikari
þeirra tíma, er órmaður á gistihúsi.
.... Marguerite Clark er gift milj-
ónamæringi i Suður-Ameríku ....
Ilelen x'erguson er auglýsingasemj-
andi fyrir ýmsar frægar kvikmynda-
koriur og hefir góðar tekjur ....
Eileen Percy með fallegu augun
skrifar um kvikmyndir í hlað eitt í
Los Angeles.
Sumir leikararnir voru fyrirliyggju
samir og söfnuðu fje í góðu árun-
um, aðrir fengu ríka gifting, en
flestir lifa við sult og bágindi, i end-
urminningunni um „þegar jeg var
kvikmyndastjarna".
Maðurinn á lestrarstofunni legg-
ur frá sjer blaðið og segir: — Það
er gott, að bensínið skuli vera fall-
ið í verði.
Hvað snértir það þig, ekki átt
þú bíl, segir kunninginn.
Nei, en jeg á vindlakveikjara,
svarar hinn.
* Allt með íslenskuin skipuni! *
Besta öryggið gegn
LYKKJUFÖLLUM
er að þvo sokkana úr
LUX
Það er nuddið í þvottinum,
sem eyðileggur sokkana. Með
Lux þarf ekki annað en þrýsta
sápulöðrinu mjúklega gegnum þá.
Þá er engin hætta á skemdum.
5 mín. Lux-
þvottur.
Uppleysið Lux
í heitu vatni
lirærið uns
freyðir. Kælið
svo með köldu
vatni, þang-
að til orðið
er moð-
volgt. Skol-
ið sokkana
úr hreinu
volgu, valni.
M-LX 4IS - 97 IC
Lux ver sokk-
ana lykkjuföllum
og heldur þeim
sem nýjum miklu
lengur en ella.
LEVER BROTHERS LIMITED,
PORT SUNUCHT. ENCLAND
„Svona haga heiðvirðir menn sjer ekki“,
sagði Gomez.
„En það mun vera samboðið virðingu
heiðursmanna að hvetja þjón sinn til að
reka hníf gegnum vesælan aumingja, hálf-
dauðan af sulti? Ónei, þjer skuluð ekki
koma með svona rök til mín. Það er aðeins
vegna þess að saga yðar vekur forvitni
mína„ að þjer eruð ekki komnir i fangelsi?“
„Þjer hafið boðist til að hjálpa okkur, og
jeg er hrædur um, að við verðum að yðar
áliti aldrei annað annað en vanþakklátir
fantar“, rnælti greifinn, „en mjer finst rjett-
ast að við hverfuin lijeðan jafn skyndilega
og við komum“.
„Finst yður það?“ sagði Trent. „Agætt. Og
vitið þið livað jeg ætla þá að gera? Jeg ælla
að rannsaka hvað á daga yðar og vinar yðar
hefir drifið alt fram að þessari slundu“.
Trent tók eftir að Gomez brosli. En rann-
sóknir minar eiga eklci að snúast um fortið
senor Gomez. Nei fjarri fari því. Jeg ætla að
leiða í ljós alt það, sem snertir senor Vicente
Mariano Arguello, sem ekki er alveg óþekt-
ur maður í Bogola“. Trent varð talsverð
fullnæging að furðusvipnum, sem kom fram
á andliti Suður-Ameríkumannsins.
„Svo þér hafið þá altaf þekt mig?“ spurði
Gomez.
„Hver veit“, svaraði Trent letilega. „Quien
sabe?“
„Herra Trent“, mælti greifinn óðamála,
„má jeg tala sem snöggvast við vin minn
undir fjögur augu?“
Trent benti á hurð. „Þarna er billiard-stof-
an“, sagði hann. „Þjer getið nolað hana ef
yður þóknast“.
„Þeir ætla vist ekki að reyna að strjúka?“
spurði Weld, er þeir voru komnir út úr stof-
unni.
„Kcmur ekki til mála. Jeg hefi gotl tak á
þeim. Nú eru þeir að brjóta lieilan um hvort
jeg viti ekki meira um þá“.
Hvernig gatstu vitað hverjir þeir voru?“
spurði Vera Trent.
„Jeg sá Brockenhurst í Köln. Hann var bak-
vörður í enska pólóflokknum, sem okkar
flokkur ljek á móti. Hvað Arguello snertir þá
]iá liefi jeg sjeð nafn hans í blöðunum i sam-
bandi við lausafregnir um sölu lil Sliellfje-
lagsins á olíulindum í Columbia. Auk þess sá
jag fangamarkið hans í hattinum hans, sem
er keyptur í Bogota. Hann er forríkur mað-
ur‘“
„En heyrðu, Tony“, sagði frú Trent í álös-
unarróm, „það var ljótl af þjer að segja, að
þú værir leiður á mjer“.
„Nei, ekki á þjer, lieldur á þessari tilbreyt-
ingarlausu æfi. Þú ert orðin leið á henni líka.
Þú verður hægri hönd mín í þessu máli“.
„Heldurðu að þeir muni þiggja nokkra
hjálp af þjer?“ spurði Weld.
„Þeir neyðast til þess. Hversvegna liefði jeg
annars verið að gorla af afrekum mínum,
heldurðu? Heldurðu að mjer þyki nokkuð
gaman að því að vera að lireykja mjer og
koma fram opinberlega?“
„Það gæti farið svo, að þjer verði von-
biigði að því, sem þeir segja þjer“, sagði
konan lians.
„Trent hristi liöfuðið. „Nei, þetta eru engir
gönuhlauparar. Þeir liljóta að hafa einhverja
alveg óvenjulega sögu að segja. Nú koma
þeir“.
Brockenhurst lávarður og Arguello komu
inn í stofuna aftur.
„Vicente“, sagði Brockenhurst lávarður við