Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1934, Blaðsíða 3

Fálkinn - 22.09.1934, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. A ðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Ópin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiSist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Orka sannra hugsjóna. l>að sem maður hugsar hefir mikil áhrif. Að vísu heyrast menn segja, að það sje hið framkvæmda en eigi það sem aðeins er hugsað, sem hafi þýðingu, og að hugsanir manna komi engum við. En svona er það nú ekki. Hugsjónir mannsins eru afar mik- ilsvarðandi. Það sem gerist í hug mannsins hefir áhrif á hvað hend- ur hans framkvæma. Það sem jeg held, breytir því, sem jeg sje og heyri. Hver tilfinning og hver skoðun, sem myndast í heilanum, streymir fram og blandast eldri skoðunum og tilfinningum og myndar eins- konar kemiskt samband við það, sem fyrir er. Og það er þessi sam- setningur, þessi samruni nýrra at- riða og eldri sannfæringa, sem að lokum verður hluti af manninurn sjálfum og býr til nýjar ályktanir. Skylda mannsins er því ekki fyrsl og fremst sú, að iæra staðreyndir og sjá sannleikann. Fyrsta skyldan er sú, að læra að veita þessu við- töku. Ef heili manns er fullur af fölskum hugsjónum, hugurinn myrk- ur af hjátrú eða vanskapaður af misskilningi eða skurnaður og ó- móttækilegur vegna þess að trú eða sannfæring mannsins er einskonar skyldurækni, þá er maður allsendis óhæfur til að taka á móti sann- leikanum og nota hann. Það verður að hreinsa til inn- vortis. Og hvernig? Fyrst og fremst með skynsertii kærleikans. Skynsemin á sína siðfræði alveg eins og hjartað. Maður á ekki að ijúga að sjálfum sjer, gabba sjálfan sig eða láta dá- leiðast af sjálfum sjer. Hafi maður einhverntíma viðrn- kent einhvern sannleika, áíi þess að vita hvort það var sannleikur eða ekki, er maður á leið and- legu hruni. Einhver hefir komist svo að orði um þetta: Trúin vanhelgast þégar maður trúir á ómeðvitaðar og ó- rannsakaðar staðhæfingar, aðeins til þess að fullnægja „trú“ sinni. í öðru lagi verður maður að rannsaka hverja staðhæfingu með þeim sannleika, sem maður hefir fundið rjettan. Hið nýja verður að vera i samræmi við hið eldra. Ef ekki þá er ástæða til að lita með grun á það. Og í þriðja lagi — trúið og treystið sannleikanum, og að sannleikurinn sje vissari en „Fagpanes". Guðmundur Matthíasson Lind- argötu 7, verður sextugur í dag. í byrjun ágúst hóf nýr og fall- egur vjelbátur fastar áætlunarferðir milli Akraness og Reykjavikur. Heitir hann „Fagranes" og er smiðaður í Molde í Noregi hjá Bol- sönes Skibsværft eftir kröfum 1. flokks Norsk Veritas, en þó ali- miklu traustari en krafist er sam- kvæmt reglum I. flokks. Skipið lestar um 60 smálestir og er með 150 hesta Skandiavjel, en ferðin er nálægt 9 milum á vöku. Er skipið um 1 klst. og 10 mín. milii Akranes og Rvíkur í sæmilegu veðri. — Skipið er úr trje en yfir- bygging úr stáli og mjög vel vand- að. Eigendurnir eru Leifur Böðv- arsson og Ármann Halldórsson skipstjóri, sem undanfarið hefir haldið uppi ferðum milli Reykja- víkur og Akraness á vjelbátnum „Ármann“. Fagranes getur tekið altað 150 farþega, þar af 70 undir þiijum, n I. og II. farrými. Er þar mjög visl- legt og rúmgott, enda er eigi nema lítið lestarplás? fyrir vörur í skip- inu. Skipið fer þrjár áætlunar- ferðir á viku og hefir auk þess far- ið á mjlli á liverjum sunnudegi með skemtiferðafólk i sumar og hafa þær ferðir orðið vinsælar. Fagranes kom til Akraness fra Molde 31. júlí, en til Rvíkur 2. ágúst og hefir verið í ferðum síð- an og reynst hið besta. Er myndin tekin á höfninni á Akranesi og sjer á hafnargarðinn nýja til hægri. Hann hefir nú verið framlengdur með því að sökkva steinsteypu- skipi, um 70 metra löngu við end- ann á honum. Guðjón Kr. Jónsson Grettisg 11 verður 55 ára í dag. Nýr leikstjóri. Allir leikvinir munu fagna því, að Leikfjelag Reykjavíkur hefir nú ráðist í það, að fá hingað reyndan erlendan leikstjóra til þess að standa fyrir leikunum, sem sýndir verða í vetur í höfuðstaðnum. Fyr- ir valinu varð Gunnar Hansen, leikstjóri i Kaupmannahöfn, ungur maður en framúrskarandi vel að sjer í sinni ment. Á unglingsárun- um tók Gunnar Hansen ástfóstri við íslenska tungu og íslenskar bók- mentir og hann talar íslensku ná- lega sem innlendur maður. —- í Kaupmannahöfn hefur Gunnar Hansen verið leikstjóri við Kon- unglega leikhúsið og við Norður- brúarleikhúsið, en um tíma rak hann leikhús fyrir eiginn reikn- ing og var til þess tekið hve leik- ritin, sem þar voru sýnd, voru vel valin. Fyrsta leikritið, sem hinn nýi leikstjóri undirbýr til sýningar. verður Jeppi á Fjalli eftir Ludvig Ilolberg, en aðalhlutverkin leiki þau Gunnþórunn Halldórsdóttir og það þægilegasta og að það er ó- endanlega miklu meira virði, að eitthvað sje satt en að það sje arð- vænlegt, þægilegt eða hentugt. Sannleikurinn gerir menn frjálsa! Ósannindin hafa altaf vafn- inga i för með sjer. Sannleikurinn er rökfræði al- geimsins, rökleiðsla örlaganna — liann er andi guðs. Og enginn mannlegur kraftur get- ur hróflað við honum. Leitið rjettu hugsjónanna. Án þeirra er maður á öfugri leið. Frank Crane. Þorsteinn Ö. Stephensen. Á meðal margra sjónleika sem Leikfjelagið ætlar að sýna i vetur verða a. m. k. þrír ísienskir: „Siðasti víking- urinn“ eftir Indriða Einarsson, „Straumrof“ eftir Haldór Kiljan Laxness og „Piltur og stúlka“ eftir Emil Thoroddsen, en fjórða leik- inn, sem ef til vill verður sýndur, hefir höfundurinn, Axel Thorsteins- son rithöfundur, enn eigi að fullu lokið við, og yrði hann þá eigi sýndur fyr en í vor. GLOBUSMEN- rakvjelablóðin hafa 10 ára ágæta reynslu. Heildsala. Smásala. GleraugnabAðin. Laugaveg 2. Samúel Jónsson trjesmíða- meistari Skólavörðustíg 35 varð 70 ára 18. þ. m. Stefán Jónsson Hlíð í Lóni Fálkinn er besta heimilisblaðið. Hornafirði varð 50 ára 16. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.