Fálkinn - 22.09.1934, Síða 4
4
F Á L K I N N
(
Sigurður Kristjánsson áttræður.
Sunnudags hugleiðing.
Lofsöngurinn.
Guðspjöllin fjögur: Og er þeir
höfðu sungið lofsönginn, fór
Jesús eftir venju sinni með
lærisveinum sínum yfir um
lækinn Kedron til Olíu-
fjallsins.
Lofsyngjandi gekk Jesús út
í náttmyrkur þjáninga sinna. Út
til þess staðar, sem var hon-
um svo kær, af því að það var
orðin venja hans, að fara um
litla Iiedronslækinn, heyra nið
hans og dvelja undir gömlu
og kræklóttu, silfurgljáandi
olíutrjánum, — þangað fór
hann, til móts við yfirvofandi
hættuna, svo að svikarinn, sem
oft hafði verið þar með þeim
og „þekti staðinn“, skyldi finna
liann. Og þangað gekk hann
syngjandi lofsöng!
Af þessari göngu er sprottinn
allur lofsöngur hjer á jörðu.
Nú getur þú niðað af fögnuði,
Kedronslækur, og allir Iækir
tekið undir með þjer; nú get-
ur farið fagnaðarþytur um
ykkur, olíutrjen gömlu og öll
skógarins trje; nú getið þið
sungið lofsöngva, öll mann-
anna börn, því að píslarsög-
unni, sem hófst með göngunni
yfir Kedronslæk og í skugga
gömlu olíutrjánna, er nú löngu
lokið.
Það er leitt, að ekki skuli
vera fleiri lofsöngvar í okkar
ágætu sálmabók; en leitum að
þeim, sem þar eru og syngj-
um þá. í söngbók kristilegu
æskulýðsfjelaganna eru líka
ýmsir ágætir sálmar. Syngjum
þá af bjarta, eins og hann, sem
gekk syngjandi út í fórnar-
dauðann. Það á að vera mikið
um söng í kristilegu fjelögun-
um okkar og skemtiferðum,
söngur við starf og söngur við
bænahald. Lærum sem flesta
lofsöngva utanbókar og verum
ósparir á að syngja þá.
En viljir þú læra að syngja
þá af hjarta, þá verður þú að
sökkva þjer niður í píslarsögu
Frelsara þlns, fylgja honum
yfir um Kedron og áfram,
skref fyrir skref og segja án
afláts: „Mín vegna, mín vegna!
Já, þetta gjörðir þú og þetta
leiðst þú mín vegna!“ . . þar,
í fótsporúnum hans, eru upp-
tök hins sanna lofsöngs.
01 f. Ric. Á. Jóh.
Eg vil lofsyngja Drotni,
þvi að hann hefir sig dýrðleg-
an gjört.
Drottinn er styrkur minn og
lofsöngur,
og hann varð mitt hjálpræði.
Hann er min'n Guð,
°g jeg vil vegsama hann,
Guð föður míns,
°g jeg vil tigna hann.
II Mós. 15:1—2.
Að vordegi fyrir sextíú ár-
um voru tveir menn á ferð til
Reykjavíkur vestan af Snæ-
fellsnesi. Annar þeirra hafði
brugðið búi fyrir vestan og var
ráðinn í því að setjast að í
Reykjavík og það gerði hann.
Hitt var tvítugur unglingspilt-
ur, sem nú var í fyrsta sinn á
leið til Reykjavikur. Hann var
óráðinn um framtíðina, og
hafði ekki gert sjer neina grein
fyrir því, hvað við mundi taka.
En „út vil ek“, mun hann hafa
hugsað, — að minsta kosti út
fyrir bygðina sína. Kanske
lengra?
í Brynjudalnum hittu þeir
Berg heitinn Thorberg, sem þá
var amtmaður, og slógust í för
með honum suður. Bauð amt-
maður þeim að borða með sjer
á bæ í Kjósinni. — Svo, að
þjer getið nú nærri, að manni
fanst þetta upphefð, unglingn-
um vestan af Snæfellsnesi, að
verða samferða amtmanninum
og borða með honum!
Það er áttræður unglingur,
sem segir þessi orð við mig í
viðtali, er jeg átti við hann á
dögunum. Samferðamaður hans
vestan af Snæfellsnesi, sá sem
áður getur um, var Sveinn
Sveinsson snikkari, bróðir Hall-
grims biskups. Hann stundaði
hjer trjesmíðar til dauðadags
og bar hjer beinin. Ilinn mað-
urinn, sá sem jeg var að tala
við, hefir átt heima í Reykja-
vík öll þessi sextíu ár, sem lið-
in eru síðan þessa vordaga og
heitir Sigurður Kristjánsson
bóksali.
Fyrir sextíu árum þekti eng-
inn hann. Nú þekkir hvert
mannsbarn á landinu nafnið
— og margir manninn. Svo at-
hafnamikill hefir hann verið
þessi sextíu ár. Og starf hans
hefir verið þess eðlis, að það
kynti manninn almenningi
frekar en flest önnur störf. Um
hálfa öld var liann atliafna-
mesti bókaútgefandi landsins
og kom meðal annars því verki
í framkvæmd, sem gerir minn-
ingu hans langlífasta: alþýðu-
útgáfu af öllurn íslendingasög-
um, Eddunum báðum og Sturl-
ungu. Hann gaf út guðsorða-
bækur, sem öll þjóðin hefir
lesið og hann gaf úl fjölda
skáldskaparrita, sem allir
þekkja, er á annað borð lesa
skáldskap. Hann Iilúði að ung-
um rithöfundum og kom þeim
á framfæri, þótt liann ætti vísa
von um að halli mundi verða
á útgáfunni.
— Nei, jeg var alveg óráð-
inn um framtíðina þegar jeg
kom hingað, segir Sigurður
Kristjánsson. — Það flökraði
jafnvel að mjer, að reyna að
kornast til Ameriku, þó að
aldrei hugsaði jeg þó um það
í fullri alvöru. En það var svo
mikið talað um Vesturferðir i
þá daga, að maður var ósjálf-
rátt mintur á Vesturheim hvar
sem maður kom. Og slciljan-
leg hending var það því, hvaða
bók jeg sá fyrsta í Reykja-
vík. Jeg gisti fyrstu nóttina í
húsi fyrir vestan bæ og þar var
ein bók \ herberginu —
„Alaska“ eftir Jón Ólafsson.
— Ónei, jeg átti mjer ekk-
ert víst, og öðru hverju var jeg
að hugsa um, hvort jeg ætti
nokkuð erindi til Reykjavikur.
En svo afrjeð jeg að fara til
Einars Þórðarsonar og fara að
læra hjá honum prentiðn. Þar
fjell mjer vel. Prentsmiðjan
var þá í einu af gömlu inn-
rjettingarhúsunum, þar sem
Braunsverslun var þangað til
nýlega, lágt hús en með miklu
og breiðu risi, eins og títt var
í þá daga. Þar stóð jeg í tæp
fjögur ár og fjekk sveinsbrjef
mitt sem prentari á kross-
messudaginn 1879. Og svo
rjeðst jeg prentari í ísafoldar-
prentsmiðju.
Þjer bvrjuðuð á bókaút-
gáfu meðan þjer unnuð að
jjrentverki?
Já. Sigmundur Guð-
nnmdsson, sem sljórnaði ísa-
foldarprentsmiðju hafði bygt
steinhúsið í Bankastræti 1880
og flutt ])rentsmiðjuna þangað.
En svo greij) vesturfararsóttin
hann og hann vildi selja hús-
ið og komast af landi burt.
Þessi vesturfarasótl var hreinn
og beinn faraldur á þeim ár-
um. En þá var minna um
húsabraskið og húsabraskar-
ana en nú er, og Sigmundi
veittist erfitt að fá kaupanda að
húsinu. Hallgrímur Sveinsson
síðar biskup hafði umsjón með
prentsmiðjunni fyrir hönd
Björns Jónssonar mágs síns,
sem þá var erlendis. Jeg kom
oft til hans og eitt sinn stakk
hann upp á því við mig, að
jeg reyndi að ná kaupum á
húsinu. Jeg sagði honum sem
satt var, að jeg væri ekki fjáð-
ur maður — þegar jeg kom
til Reykjavíkur átti jeg 12 rík-
isdali í vasanum, sem jeg'
skifti síðar fyrir 24 krónur bjá
landfógetanum, og elcki fjen-
aðist maður á námsárunum.
En samt fór það nú svo, að jeg
festi kaup á búsinu í janúar
1883 og þar átti jeg heima
þangað til 1928, að jeg seldi
það Herbert heitnum Sig-
mundssyni, Guðmundssonar
þess, sem átt hafði það fyrstur
og látið byggja það.
— Um sama leyti fjell Egill
bókbindari frá. ldann hafði
liaft útgáfurjettinn að ýmsum
bókum, þar á meðal postillu
Pjeturs biskups. Var mjer boð-
ið að taka að mjer útgáfu
þessa og varð úr að jeg gerði
það. Sigmundur prentari hafði
baft ritfangaverslun í vestur-
enda hússins niðri og tók jeg
við heúni og fjekk borgara-
brjef 20. október 1883.
— Og hver var svo fyrsta
bókin, sem þjer gáfuð út?
— Það var Pjeturspostilla.
Jeg setti hana sjálfur alla sam-
an og las hana um leið i fyrsta
skifti. Jeg ólst upp hjá trú-
ræknu fólki en hafði þó aldrei
sjeð Pjeturspostillu, því að á
því heimili komst ekkert nð
nema Vídalín. En Pjeturspost-
illa var orðin injög vinsæl þá,
liafði komið fyrst út 1856 og