Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1935, Blaðsíða 6

Fálkinn - 09.02.1935, Blaðsíða 6
G F Á L K I N N Loðnu loppurnar. Eftir SVERRE VE6EN0P. Símskeytið, sem vinur minn Arne Falk leynispæjari hafði fengið frá Helmer lijeraðs- lækni, tók af allan vafa um það, að sálarástand veslings mannsins væri orðið þannig, að húast mætti við að hann slepti sjer þá og þegar, ef ekki væri tekið í taumana. „Við förum uppeftir undir eins, Bratt“, sagði Falk alvar- lega. „Það er að segja ef þig langar til að verða samferða“, bætti hann við með ertnislegu augnaráði. „Billin getur orðið tilbúinn eftir tíu mínútur“, svaraði jeg. „Og þá ættum við að vera komnir þangað um klukkan ell- efu“. Jeg hafði ekki oftreyst nýja bílnum mínum. Við settum met á þessum 70 kílómetrum, og í sama bili og við komum inn í anddyri afskekta læknisbústað- arins, sló klukkan á veggnum ellefu högg. Það var frú Iielmer, sem opnaði fyrir okkur. „Guði sje lof, að þið eruð loksins komnir. Jeg liefi hugs- að til næturinnar með skelf- ingu, því að nú þolir maðurinn minn ekki fleiri áföll. Hann þolir ekki eina heimsókn af þessum dularfulla gesti með loðnu hendurnar enn, og þá — _____66 Hún lauk ekki setningunni en rendi augunum með alvöru- svip að dyrunum inn í hliðar- herbergið. Hurðin var ekki al- veg aftur og gegnum rifuna sáum við andlitið á Helmer lækni, það var eins hvítt og svæfillinn, sem það lá á. Falk kinkaði kolli og hað frúna að segja í sem fæstum orðum frá því, sem skeð hefði seinustu dagana og hefði haft svo ömurleg áhrif á taugar læknisins, sem að vísu ekki voru sterkar fyrir. Og svo er minni mínu fyrir að þakka, og því að jeg skrifaði ýmislegt hjá mjer jafnóðum, að jeg get end- ursagt sögu hennar að kalla má orðrjetta. Jeg læt hana segja frá með sínum eigin orðum. „Eins og jeg hefi áður minst á í brjefum og skeytum til yð- ar, er einhver að ofsækja mann- inn minn og þessi ofsókn hefir nú staðið látlaust í heila viku. Sex sinnum hefir þessi ókunni óvinur reynt að komast inn um svefnherbergisgluggann. Hann hlýtur að vera þaulæfður í að klifra, því það kostar hann auð- sjáanlega enga fyrirhöfn að komast upp vafningsviðarriml- ana, sem ná upp að gluggakist- unni hjerna á þessari hæð. Jeg liefi aðeins sjeð þennán geig- vænlega gest einu sinni, sem sje í nótt sem leið. Það var um klukkan eitt að jeg vaknaði og varð litið á ennið og augun á honum, sem sáust yfir glugga- kistuna. Yið höfðum slökt ljós- ið í svefnherberginu en það var glaða tunglsljós úti og jeg er handviss um, að þetta var ekki missýning. Maðurinn var ber- höfðaður, og að þvi er jeg gat hest sjeð var han mjög gamall“. „Mjög gamlir menn ldifra trauðlega upp húsveggi!“ sagði Falk. „Jeg ræð þetta af öllum hrukkunum á enninu á hon- um. Og auk þess af höndunum, sem þreifuðu sig eftir glugga- kistunni. Þessar hendur voru miklu loðnari en jeg hefi nokk- urn tíma sjeð á ungum manni. Annars sýnist mjer maðurinn hvorki vera stór eða sterklegur. Jeg hefi einu sinni sjeð dverg. Og af því að andlitið virtist vera miklu minna en á full- orðnum manni, þá —----------“ „Biðið þjer snöggvast“, tók Falk fram í og hristi höfuðið. „Þetta þarf ekki að vera ann- að en þorparabragð einhvers stráklings? Það var lítið andlit og litlar hendur — var ekki svo ?“ „Jú, en jeg á eftir að sjá strákling með hrukkótt gamal- mennisandlit og svona loðnar hendur. En lofið þjer mjer að halda áfram. Maðurinn minn, sem vaknaði við að jeg settist upp í rúminu kom líka auga á gestinn á glugganum. Þetta var í sjötta sinnið sem liann sá þennan draug, og það hafði þau áhrif á hann að liann greip i æði sínu þungan kertastjaka á náttborðinu og slöngvaði hon- um af öllu afli í gluggann og hrópaði: „Djöfull! ertu nú kom- inn aftur?“ Jeg veit ekki hvort stjakinn liitti, en rúðan fór í mola og andlitið hvarf. Við heyrðum dynk neðan af grasflötinni þegar maðurinn datt eða hopp- aði ofan. Síðan liljój? maðurinn minn fram úr rúminu, þreif skammbyssu úr skúffunni í náttborðinu og ætlaði að veita gestinum eftirför út í garðinn. En það varð honum ofurefli. Taugaáfallið varð svo mikið, að hann hnje niður fram við dyrnar og við urðum að hera hann upp í rúmið“. „Jæja, og svo “ spurði Falk. „Var garðurinn rannsakaður?“ „Já, þvert og endilangt, en árangurslaust. Við höfum skygnst eftir í dag, livort hvergi væri spor að finna, en einu vegsummerkin sem við sáum, var brotin rim i vafningsviðar- grindinni“. „Merkilegt! Við stökk ofan af anari hæð ætti maður að liafa hlotið að sjá sporin á jörðinni fyrir neðan gluggann!“ „Það er ekki svo merkilegt. því að það er gamalgróinn harð bali undir glugganum og hadan við hann er beintroðinn malar- stígur". Falk kinkaði kolli og lijelt áfram: „Það er nægileg skýr- ing. En svo við víkjum að Helmer lækni: Hefir hann nokkra hugmynd um, hvers- vegna hann verður fyrir þess- um áleitnu heimsóknum?“ „Nei, því fer fjarri“. „Og hann hefir ekki getað þekt andlitið?“ „Nei. í fyrsta lagi eru þessar heimsóknir aldrei fyr en eftir að dimt er orðið, og í öðru lagi hefir hann aldrei sjeð nema efri partirin af andlitinu upp yfir gluggakarminn — ennið og augun“. „Og þjer álítið að viðkomandi sje að reyna að komast inn í herbergið?“ „Maðurin minn er að minsta kosti sannfærður um það, og nú þykist liann viss um, að hann verði myrtur í rúminu sinu fyr en varir“. Falk liristi hofuðið efabland- inn: „Ef það hefði verið til- gangurinn, er sennilegast, að rúðan hefði verið mölvuð. En ])að liefir gesturinn, að því er mjer skilst, ekki gert“. „Nei, það er alveg rjett, hr. P"alk. En þessar geigvænlegu loðnu loppur hafa verið að fálma meðfram glugganum, og ef við hefðum ekki liaft glugg- ana vel krækta aftur þá mundi 66 „----------mundi hann hafa komið inn, já. Jú, það er mjög líklegt. Og þessvegna ræð jeg yður til að hafa gluggann ekki opinn eitt augnablik. Jeg geri ráð fyrir, að þjer hafið undir eins látið setja nýja rúðu í gluggann i stað þeirra sem maðurinn yðar mölvaði í nótt?“ Við þessari spurningu stóð frúin skyndilega upp og leil kviðafullum augum til dyranna að hliðarherberginu: „Nei, það hefir því miður ekki verið gert. Kaupmaðurinn hjerna hafði enga rúðu sem dugði og fær hana ekki lyr en á morgun. Þetta eru stærri rúður en tíðkast hjerna, og þjer skiljið að svona sveita- verslun hefir ekki úr miklu að velja — Drottinn minn, hvað er nú þetta?" Við spruttum upp samtímis, Falk og jeg. Hátt vein heyrðist úr hliðarherberginu og samtim- is skröll í stól, sem var velt um. Við hlupum til dyranna og um leið og við litum inn í her- bergið, sáum við á loðna loppu, sem var að sleppa takinu af gluggakistunni utan frá og livarf svo. Næst heyrðum við brolhljóð í trje inn um glugg- ann og loks dynk er gestur- inn lioppaði niður á grundina. Brothljóðið var frá rim í vafn- ingsviðargrindini. „Verið þið lijerna hjá lækn- inum“, hrópaði Falk og hvarf í sama augnabliki sömu leið og flúni gesturinn. Helmer læknir var ekki á inarga fiska. Árásin, sem hann hafði sagt fyrir og óttast svo mjög var nú komin fram. Nú lá harin meðvitundarlaus eftir síðasta áfallið og með margar hlæðandi skrámur víðsvegar um náhleikt andlitið. í sama bili lieyrðist skamm- byssuskot neðan úr niðdimm- um garðinum og jeg þóltist skilja, að Falk væri kominn í tæri við flótamanninn með loðnu loppurnar. Gegn um gluggan sá jeg ljósglampana frá vasaljósi njósnarans, þeim brá fyrir milli trjánna. Elting- arleikurinn var hafinn. Mig klæjaði í lófana að fá að taka þátt i þessari veiði, en þarna var læknirinn og ekki mátti láta hjá líða að hjúkra horium strax. En frúin reyndist að vera bæði róleg og athafnadrjúg þegar á hólminn var komið, og það gekk fljótt að gera lækninum til góða, það sem gert varð. Auk vinnukonunnar var vinnumað- urinn nú kominn inn líka til þess að hjálpa og vera til taks ef ný árás yrði gerð. Þannig var ábyrgðinni í rauninni ljett af mjer og flýtti jeg mjer þess- vegna niður í garðinn til þess að taka þátt í eltingaleik Falks og flóttamannsins. Jeg stefndi á bjarmann af vasaljósi Falks, sem nú var langt undan, sennilega í þvi horni garðsins sem fjærst var. En meðan jeg var á leiðinni hvarf ljósið alt í einu. Og á næsta augnabliki lieyrði jeg nýtt skot- hljóð og síðan varð grafhljótt. Það fór hrollur um mig, því að mjer fanst liklegt, að í þetta sinn liefði það verið vopn flótamannsins, sem hvellurinn kom frá. Það skrjáfaði í runninum skamt frá og jeg hljóp þangað. „Falk! Falk!“ kallaði jeg. Jeg var svo æstur og svo mikið fum á mjer, að jeg hafði alveg gleymt að nota vasaljósið mitt. Það hefndi sin því að í næsta vetfangi ran jeg beint á hvítmálað þil, sem jeg hafði sjeð of seint til að geta vikið mjer á hlið við það; jeg sá eld- glæringar og jeg slagaði og vissi eldd mitt rjúkandi ráð. Alt í einu heyrði jeg rödd Arne Falks rjett hjá mjer:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.