Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1935, Blaðsíða 11

Fálkinn - 09.02.1935, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 YN&SW LE/&NMRNIR fialdra-maðurmn og kongshúsið soíandi. Einu sinni var gamall kongur og ung drotning. Þau áttu heima í landi, langt — langt suður í heimi. Höllin, sem þau áttu heima í, var oftast nær kölluð „konungshölliu sofandi". Og þetta kom til af því, að konungshjónunum sást aldrei bregða fyrir. í hallargarðinum mikla sáust ekki aðrir en nokkrir garðyrkju- menn, sem stundum voru að dunda þar við hitt og annað. En sendl- arnir frá kaupmönnunum, sem fóru með vörur í höllina einu sinni i viku, sögðu svo frá, að fólkið inni í höllinni væri nær altaf sofandi. Það vaknaði aðeins til þess að borða. Og svo teygði það úr sjer, geispaði og færi að sofa aftur. Sjald- an talaði nokkur maður orð og aldrei heyrðist neinn hlæja — nema hirðfíflið. Og hann var nú líka til þess sett- ur að hlægja og gera heimskupör! En hvað stoðaði það? í „konungs- höllinni sofandi" voru allir of þreyttir til þess að hlæja, eða hafa gaman af hirðfífli! Og þó var fíflið altaf að leggja sig í bleyti til að finna ný ærsl og heimskupör, en það lireif aldrei. Og loks komst hann að raun um, að hann gæti eins vel reynt að láta trjedrumb hlæja eins og konungsfóikið. Loks kom fíflinu óvænt hjálp. Það barst eins og eldur í sinu um borgina, að galdramaðurinn Divina væri kominn. Þetta var svolítill gaídramaður, sem hafði ferðast urn allan heim og leikið listir sínar og allir höfðu velst um af hlátri sem sáu hann. Einu sinni þegar verið var að borða reyndi fíflið að fá konungs- fólkið til að fara á sýningu hjá galdramanninum. En það var ekki hlaupið að þvi. Konungurinn sofn- aði áður en fiflið hafði talað út. En fíflið gafst ekki upp fyrir þvi. Það talaði við hirðlæknirinn og fjekk hann til að hrista konungs- hjónin þangað til þau vöknuðu og segja þeim, að nú væri svefnsýkin komin í nágrennið. Mjög hættuleg veiki sem — Meira gat læknirinn ekki sagt, þvi að nú stóð konungurinn upp og var hinn reiðilegasti: — Segið þjer mjer, sagði hann hæðnislega og geispaði. „Er ekkert til, sem get- ur komið manni til að hlæja? Hver ætli að nenni að hlæja að svolitlum tröllkarli, sagði drotn- ingin og geispaði lika. — Hvar sem galdramaðurinn hef- ir sýnt listir sínar hefir fólk eng.st sundur og saman af hlátri, sagði hirðfiflið. Nú vaknaði kongurinn alt í einu: Hann varð að athuga hirðfiflið bet- ur, því að í þetta skifti — í fyrsta skifti á æfinni — hafði hann sjeð alvörusvip á fiflinu. Það var svo undarlega alvarlegt, svo auming- jalegt og syfjað þarna, með rauðu skotthúfuna sína, og stökk ekki bros. Drottinn minn, nú hefir hirð- fiflið víst fengið svefnsýlcina, hróp- aði konungurinn til liirðlæknisins og var lafhræddur. Og í einni svipan hljóp hann upp i liásætið og skipaði svo fyrir, að beita skyldi hestunum fyrir konungs vagninn þegar í stað og allir sem vetlingi gæti valdið skyldu undir eins fara að skoða galdramanninn. Hálftíma síðar sat öll hirðin úti á túni fyrir utan borgina, en þar var Divina að leika listir sínar. Alt í einu opnast svolitið tjald og eitthvað rauðleitt og lýsandi kem- ur fram. í fyrstu var þetta eins og morgunroði en svo var hægt að greina, hvar ofurlitill snáði, með sítt grátt hár og langt skegg kem- ur gangandi með staf í hendinni. Svo sveiflar hann stafnum kring- um sig og stingur honum niður. í sama vetfangi stendur gríðarstór fíll fyrir framan hann hljóður og nötrandi, eins og hann hefði sprottið upp úr jörðinni. Divina sveiflar stafnum aftur og nú er fíllinn helmingi minni en hann var. Og framlappirnar eru horfnar af honum en hann leikur jafn- vægislistir á afturlöppunum. Og þetta tókst svo óhönduglega að allir urðu að hlæja, — konungs- fólkið eins og aðrir. Drotningin gíeymdi meira að segja hirðsið- unum og fleygði sjer í fangið á konunginum og benti og benti, lil að vera viss um að hann sæi. Loks verður galdramaðurinn lík- astur „sól“ i flugeldum, hringsnýst í sífellu með stafinn sinn og galdr- ar fram ótrúlegustu dýr, sem fólk- ið hafði nokkurntíma sjeð. Stund- um finst fólkinu það sjá, venju- legan grís, en all í einu er grís- inn kominn með pípuhatt og í fín föt. Allskonar furðudýr koma fram: eðlur, fuglar, flóðhestar og þvi um likt. Eftir sýninguna fór konungsfólk- ið, hirðin og galdramaðurinn heim í hallargarðinn og þar var slegið upp veislu. Og nú var konungs- fólkið orðið vakandi svo um mun- aði, og það sem betra var — það hafði lært að skemta sjer. í veislunni veitti kongurinn tvenn verðlaun. Hirðfíflið var gert að riddara af Fálkaorðunni fyrir að hafa læknað svefnsýkina í kon- ungsfólkinu, og Divina fjekk stöðu sem nýtt hirðfífl — og svo stóran poka með gullpeningum i tilbót. Þetta varð sannkallaður hátíðis- dagur og öll þjóðin var glöð. Þvi að upp frá þeim degi sá Divina um, að allir skemtu sjer. Og nú talaði enginn um „koriungshöllina sofandi" framar. Bjöllurnar. Áki og Jón voru tviburar. Þegar þéir voru tíu ára mistu þeir for- eldra sina. Það gerðist með þeim hætti, að Þorsteinn faðir þeirra ætlaði að l'erja varningsmann yfir ána, en í bakaleiðinni fór hann of nærri fossinuin og þegar strengur- inn tók hann brotnaði árin, svo að hann fór í fossinn. Konan hans, hún Magdalena stóð á bakkanum og horfði á. Hún náði í fúinn pramma og tvo lurka fyrir árar og rjeri út. . til að reyna að bjarga. En fossinn tók hana lika. Og nú stóðu tvíhurarnir einir uppi. Áki var kvikur og ljettur drengur, en Jón var haugaletingi. Áki fór dag- lega út í skóg til að safna næfrum og spreki i eldinn, en Jón lá heima uppi í bæli og var að spila á blístru úr blikki. Einu sinni þegar Áki var langt uppi í skógi heyrði hann bjöllu- klið í fjarlægð, af bjöllum eins og þeim, sem notaðar eru þegar fóla ekur á sleðum. Áki fór að hugsa um hvaða fólk gæti ekið á sleðum núna um hásumarið. Svo flýtti hann sjer heim með eldiviðinn og bað bróður sinn að koma með sjer til að athuga hvaðan þessi bjölluklið- ur kæmi. En Jón nenti ekki. Iivaö kæmi honum það við. Og hann hjelt áfram að blása í blíslruna. Áki fór einn. Þegar hann hafði gengið lengi sá hann snigil liggjandi og engj- ast sundur og saman i hitanum. „Æ, góði forðaðu mjer úr þess- um bruna, annars sálast jeg“, sagði snigillinn. Áki tók sniglinn og flutti hann í rakann mosa undir trje. „Úr þvi þú varst svo vænn að hjálpa mjer, skal jeg gefa þjer eina ósk“, sagði snigillinn. Áki stóð lengi og hugsaði sig um, hvers hann ætti að óska. Loks sagði hann: „Mig langar mest að eiga sverð, sem er þannig, að þegar jeg sveifli því yfir höfðinu á mjer verður all að steini sem kringum er“. Þá tók snigillinn upp svolitla blistru og bljes i hana, og þá kom heill hóp- ur af sniglum skríðandi og á bak- inu á þeim lá örlítið sverð. Snig- illinn tautaði eitthvað sem Áki ekki skildi og nú fór sverðið að stækka og varð loks eins og venjulegt sverð að stærð. Áki greip gullgreypt handfangið, þakkaði fyrir sig, kvaddi sniglana og hjelt áfram inn í skóg. Þegar hann var kominn upp á hól einn heyrði hann aftur bjöllu- kliðinn og gekk á hljóðið. Loks kom hann á græna velli með miklu blómskrúði en hvergi var hús nje fóllc að sjá. Og nú heyrði liann ekkert i bjöllunum. Hann settist vonsvikinn á þúfu, svangur og þreyttur, og sofnaði. En um sólar- íagið vaknaði hann aftur við bjölluhljóminn. Nú sá hann stelpu koma með kúahóp ofan ásinn fyrir handan vellina. Áki faldi sig þegar bak við stein og sat þar grafkyr marga klukkutíma en stelpan sat yfir kúnum, sem bitu á völlunum. Ekki var þetta falleg stelpa — hún var öllu fremur ljót og vond var hún líka, l)ví að liún var altaf að berja kýrnar. Þegar komið var undir morgun og fór að roða fyrir sól kom gamall karl upp á ásinn og fór að kalla á stelpuna. Það var merkið um, að nú ætti hún að koma heim með kýrnar. Þetta hlaut að vera huldufólk eða jötnar, þvi það þoldi ekki sólina. Stelpan fór að reka saman kýrnar og reka þær, en ein hlá belja, vildi ekki fara, en hjelt áfram að bíta. Stelpan barði beljuna svo að lagaði úr henni hlóðið. Þá varð Áki svo reið- ur að hann hljóp til og þreif lurk- inn af stelpunni. En þá fór liún undir eins að hringja bjöllunni. sem liún bar um hálsinn og i einu vetfangi hóppðust liðnir púkar að úr öllum áttum. Nú varð Áki liræddur en svo mintist hann sverðs ins, sem snigillinn hafði gefið hon- um, hljóp bak við steininn og sótti það og sveiflaði þvi kringum sig. Og á samri stund varð all að steini, kýrnar, árarnir, vellirnir, trjen og stelpan — og bjallan vitanlega líka. Áki gekk að stelpunni og tók steingerðu bjölluna. Hún var eins og gull, en hvernig sem hann hrisli hana kom ekkert hljóð úr henni. Hann var í slæmu skapi þegar hann labbaði heim til sín með bjölluna í vasanum. Þegar hann var kom- inn nokkuð á leið kom hann augn á mann, sem var að höggva slcóg með tinnuöxi. „Blessi þjer vinnuna", sagði Áki og heilsaði. „Þakka þjer fyrir“, sagði maðurinn, ,en annars er litil blessun í þessu. Því nú hefi jeg ver- ið í þrjú ár að bisa við að fella þetta trje og er ekki nema hálfnað- ur ennþá, eins og þú sjerð“. — „Á jeg að lána þjer sverðið mitt?“ spurði Áki. Ójú, maðurinn þáði það og lijó trjeð sundur í einu höggi. „Þetta var gott höggvopn“, sagði karlinn, hvað viltu selja það fyrir?“ — „Æ, það er best að jeg gefi þjer sverðið, jeg geri ekki annað en ógagn með því livort sem er“. — „Guð launi þjér fyrir“. sagði maðurinn, „og ef jeg get gert þjer greiða aftur þá segðu bara til. „Áki tók bjölluna upp úr vasa sínum og sýndi manninum. „Ef þú getur látið hljóma í þessari bjöllu aftur, þá er það meira en nóg borgun fyrir sverðið“. — „Ætli jeg hafi ekki einhver ráð með það“, sagði karlinn og hvarf ineð bjölluna bak við klett og þegar hann kom með hana aflur var fallegi hljómurinn kominn í hana aftur. Áki liljóp glaður heim til sín og ljet kliða í bjöllunni. Og Jón var ekki minna glaður en hann. Hann hafði lært að leika svo ljómandi falleg lög á blikkblístruna sína. Og svo kom tvíburunum saman um að fara út í heim og spila fyrir fólk og fá peninga fyrir. Og það ggrðu þeir. Blómvandarleikur. í þessum leik geta verið svo margir sem vilja. Einn þátttakand- inn er kosinn „garðyrkjumaður“ og setjast allir kringum hann. Garð- yrkjumaðurinn gefur öllum blóma- nöfn og svo fer hann að segja frá garðyrkjustörfum sínum. Þegar hann nefnir í frósögn sinni blómanain, sem einhver þátttakandinn heiir fengið, verður sá hinn sami að standa upp, snúa sjer í hring og setjast aftur. En sá sem gleymir að gera þetta verður að gefa pant. Þegar garðyrkjumaðurinn segii „blómvöndur" verða allir að standa upp, snúa sjer í hring og skifta um sæti. Og þá ó garðyrkjumaðurinn að nota tækifærið og reyna að ná sjer í eitthvert sætið meðan það er laust. En sá sem ekkert sæti nær í verður að vera garðyrkjumaður i næsta sinn. Svolitill leikur. Taktu glas með vatni og settu það ó borðið og legðu svo pappaöskju ofan á. — „Nú skal jeg drekka vatn- ið úr glasinu án þess að snerta á öskjunni“, segir þú svo. Best er að hafa dúk á borðinu, helst svo stór- ann að hann nái langt niður. Svo skríður þú undir borðið og lætur heyra í þjer eins og þú værir að drekka. Svo kemurðu fram aftur, þurkar þjer um munninn með vasa- klútnum þínum, og einhver efa- gjarn strákur tekur nótúrlega upp öskjuna, til að sjá hvort vatnið sje farið úr glasinu. — Þá grípur þú glasið og drekkur út úr því. „Sjáið þið, nú drakk jeg vatnið án þess að jeg hafi snert við öskjunni“, seg- ir þú svo hróðugur. Mummi litli kemur hlaúpandi inn og segir: — Mamma, mamm'a, það er maður lijerna úti, sem er að selja isrjóma. Má jeg fá eitt krain- arhús? — Nei, væni minn, það er svo kalt úti núna, alt of kalt til þess að borða isrjóma. — Já, en, mamma. Jeg get farið i vetrarfrakkann minn meðan jeg er að borða það.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.