Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1935, Blaðsíða 1

Fálkinn - 09.02.1935, Blaðsíða 1
16 slðnr 40ann Baráttan við sultinn. Atvinnuleysi og hungurneyð meðal hinna svokölluðu menningarþjóða virðist hafa náð hámarki sínu i hittifyrra, en þó er ástandið enn svo óbærilegt, að hungurneyðin vof- ir yfir fjölda þjóða. Og í raun og veru er það enginn varanlegur bati, sem fenginn er, því að flestar þjóð- ir hafa orðið að greiða stórfje til atvinnubóta í bili. Hefir þetta orðið svo þungur baggi á sumum þjóð- um, að það virðist fyrirsjáanlegt, að fje hins opinbera gangi til þurð- ar. Stórkostlegust hafa fjárframlög- in orðið í Bandaríkjunum, enda eru sumir farnir að tala um ríkis • gjaldþrot ef Roosevelt forseti haldi áfram að eyða eins og hann hefir gert hingað til. Þar var talið að yfir 12 miljónir manna væru atvinnu- lausir og þrátt fyrir allan fjáraust- urinn hefir atvinnuleysið rjenað mjög lítið. Italir hafa hrósað Musso- lini fyrir að hann hafi yfirbugað atvinnuleysið þar, en þar fylgir sami böggull skammrifi, að ríkið er að komast í fjárþrol og atvinnu- rekstur þess raunverulega kominn i hendur hins opinbera. Jarðabæt- ur þær, sem Mussolini hefir látið gera eru í rauninni hinar einu arð- berandi framkvæmdir þar. Eina þjóðin, sem ekki virðist hafa þung- bært atvinnuleysi eru Japanar. Þar er verkamannakaup fyrir neðan allar hellur og gengi myntarinnar svo lágt, að Japanar geta bolað út allri samkepni á erlendum mark- aði. En þrátt fyrir hið ömurlega á- stand virðast stórþjóðirnar meta meira að smíða, vopn og önnur her- gögn en að afstýra neyð almenn- ings. — Myndin lijer til hægri er af kröfusamkomu atvinnuleysingja í London.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.