Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1935, Síða 2

Fálkinn - 11.05.1935, Síða 2
2 F Á L K I N N GAMLA BÍÓ Barksklpið Margrlet. Bráðskemtileg og hrífandi tal- mynd í 12 þáttum, ein af allra vinsœlustu myndum, sem Danir hafa búið til, og leikin af góð- kunnum leikurum dönskum, þ. á. m. Jon Iversen, Holger Reenberg, Karin Nellemose, Ib. Schönberg, Lau Lauritzen jun., Clara Ostsö. „A**óma“ kaffi og gott bragð fer saman. „Aróma" kaffi er blandað, brent og malað, ó hinn fullkomnasta hátt, Þess vegna nýtur það vaxandi hylli allra þeirra, sem aðeins eru ánægð- ír með verulega gott kaffi. ARÓMA . KAFFI Notið Mxxcié 't+IVi. « til að hreinsa hnífapörin. Þjer þurfið Vim til þess að halda hnífapörunum yðar verulega vel hreinum. Hnif- ar og gafflar fá á sig alls- konar bletti og þurfa alveg sjerstaklega góða hreinsun. Vim verkar tvöfalt, því það bæði leysir upp óhreinindin og rífur þau af, svo hnífa- pörin verða spegilfögur. Jafnvel ekki allra minstu og þrálátustu blettir sleppa undan Vim. Vim rispar heldur ekki, en hreinsar fljótt og vel. Notið ávalt Vim! Vim hefir reynst óviðjafnan- legt til að hreinsa alt. t.HVER BROTHERS LIMITED. PORT SUNLIGHT. EKGIAND MV293-501C PÍSLARKRÁKURINN. Iívikmyndavinum er orðið nýnæmi á að sjá æringjann Harold Lloyd. í tvö ár samfleytt Ijek hann ekki i nokkurri mynd og voru sumir farnir að spá því, að hann væri genginn úr skaftinu fyrir fult og ait. En svo var ekki. Harald Lloyd var aðeins að sækja í sig veðrið. Og svo kom hann fram í myndinni „Tlie Cats Paw", ennþá skemtilegri og ómótstæði’egri en nokkru sinni fyr, óviðjafnánlegn grátbroslegur — sem borgarstjórinn Ezekiel Cobb, sem tekst á hendur að ganga milli bols og höfuðs á spill- ingunni í ameríkanska bænum Stock- port. Efnið í þessari Lloyd-mynd er vit- anlega hvorki sennilegt nje bein- línis gert þannig úr garði, að ætiast sje til að því sje trúað. Harold T loyd hefir flutst til Kína fjögra ára gam- all og kemur nú sem ungur og ógift- ur maður til Stockport aftur til þess að fá sjer hvíta konu. Þar stendur svo á, að horgarstjórakosningar eru fyrir dyrum og hefir presturinn i hænum verið fenginn til að verða i kjöri á móti gamla borgarstjóranum Morgan, sem er versti viðsjálsgripur og hefir ha dið sjer við völdin með mútiim og glæpum — maðurimi minnir óþægilega á Chicago-borgar- sljórann Éiíl Thompson, sem var skjól og skjöldur glæpahyskisins i Chicago hjer á árunum. — En presl- urinn deyr nóttina fyrir kosningarn- ar. Ezekiel Copp er fenginn til að vera í kjöri í staðinn, samkvæml ráði Morgans, því að talið er víst að hann munj falla. En þetta fer á aðra leið, Copp vinnur sigur og tekur nú ti! óspiltra málanna að moka sið- spillingarflórinn í Stockport. Og það verður að segjast, að sú saga er svo skemtilega sögð, að það er dauður maður sem eklci getur hlegið að henni. Harold Lloyd leikur þetla skrítna borgarstjórahlutverk þannig að honum hefir víst aldrei tekis! betur. Stúlkan sem hann verður ást- fangin af (Una Merkel) fer prýði- lega með h’utverk sitt og sama er að segja um önnur stærri hlutverk mýndarinnar. Leiksrjórn hefir Sgm Taylor ann- ast en myndin er tekin af einka- fjelagi Harold Lloyd, fyrir milligöngu Fox-fjelagsins. Myndin verður sýnd bráðlega í Nýja Bíó. BARKSKIPIÐ MARGRJET. Þessi mynd, sem er tekin á dönsku ----- NÝJABÍO ----------- Pislarkrákurinn. Spreng lilægileg ameríkönsk mynd, tekin undir stjórn Sam Taylor. Aðalhlutverkið leikur: HAROLD LLOYD sem birtist á nýjan leik í þessari mynd, eftir tveggja ára fjarvist frá kvikmyndunum, ennþá grát- broslegri og fyndnari en nokkr- urntíma fyr. Myndin verður sýnd bráðlega. ítalskir hattar! Nýkomið mjög smekk- legt og fjölbreytt úrval. Nv snið! Nýjar gerðir! Verðið lágt. G E Y S I R. af Palladium Film í Kaupmanna- höfn lýsir lífi sjómannanna á hin- um gömlu tígulegu seglskipum, er plægðu úthöfin fyrrum, en nú eru smátt og smátt að hverfa. Barkskip- ið Margrjet er eign Stauns konsúls í Kaupmaiv 'aliöfn og er heitið í höf- uðið á dóttur hans — ungri og ynd- islegri stúlku. Sameignarmaður kon- súlsins, Birner að nafni er ástfang' inn af stú.kunni, en sjálf vill hún hvorki heyra hann nje sjá, því að hún ann ungum stýrimanni, sem heitir Poul Hansen. Til þess að losna við keppinant sinn sjer Birner um, að Poul fái stýrimannspláss á skipinu, og til þess að hann verði nógu lengi í burtu falsar Birner sím- skeyti til skipsins þar sem það er suður í Afríku, um að það eigi að leggja í langa og liættulega sjóferð og ekki koma til Danmerkur í mörg ár. Og hann sjer einnig um, að Poui fái ekki brjefin, sejn unnusta hans skrifar honum. í ferðalaginu lendir skipið í fárviðri í Torresundi og bíður skipstjórinn bana, en Poul tekst eftir miklar raunir að hjarga skip- inu. Og nú kemst Staun konsúll að refjum Birners sameiganda síns og fær hann makleg málagjöld, en Pouí og Margrjet ná saman. Það er hinn slyngi leikstjóri Lau Lauritsen, sem hefir annast töku þessarar myndar og er liún prýði- lega gerð. Og margir af leikendun- um eru að góðu kunnir ís’.enskum kvikmyndagestum og öðrum, sem hafa komið á leiklnisin í Kaupmanna- höfn. Karin Nellemose leikur Mar- grjeti, en Lau Laurilssen yngri elsk- huga hennar, Poul stýrimann. Hinn Frh. á bls. 15.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.