Fálkinn - 11.05.1935, Side 15
F Á L K I N N
15
Frh. af bls. 2.
gamli og góði leikari Holger Reen-
berg leikur skipstjórann á barkskip-
inu, Ib Schönberg leikur bráðskemU-
legan matsvein, Arne Ole David leik-
ur þorparann en Jon Iversen Staun
konsúl. Carl Fischer liefir þarna lít-
iö en skemtilegt hlutverk. 1 mynd-
inni eru margir skemtilegir söngvar,
þar á meðal eftir Hans Hartvig,
Seedorff Pedersen, eitt hiS skemli-
legasta af yngri ljóSskáldum Dana.
En hljómleikarnir eru eftir Victor
Cornelius. Kvikmyndin er gerS upp
úr alþýSuieik samnefndum eftir Chr.
Bogö og Ravn Jonsen, sem sýndur
hefir veriS viS mikla aSsókn í Dan-
mörku. „BarkskipiS Margrjet verSur
sýnd á Gamla Bió.
Sköli Ati oo inni.
Hinn vinsæli sumarskóli ísaks
Jónssonar tekur til starfa á þriSju-
daginn kemur. Eins og áSur fer
kenslan aS miklu leyti fram liti viS,
meS athugun á náttúrunni sjálfri,
garSyrkjukenslu og leikjum. Vegna
kíghóstans, sem aS vísu er í rjenun,
mun uggur í ýmsum foreldrum um,
hvort börn þeirra komast á skó:-
ann i þetta sinn, en læknarnir ráS-
leggja einmitt útivist svo mikla sem
unt er, börnum sem veriS hafa meS
kíghósta. Ættu foreldrar sem í vafa
éru þessvegna að láta lækna skera
úr hvort börnum þeirra sje hættu-
legt aS sækja skólann.
Fallegu ítölsku
hattarnir eru
komnir.
*■ Ennfremur margar
fallegartegundir af
ódýrum höttum.
Alt með Eimskip.
frá
því.
Aumingja Thea! Hún öf-
undaði mig svo af nœrföt-
unum mínum. Þó við
keyptum okkur ný sam-
timis, voru hennar orðin
að tuskum, þegar mín
voru enn eins og ný.
Auðvitað rjeði jeg henni
til að þvo úr LUX.
Mjúka froðan af LUX hreinsar
án þess að nokkuð þurfi að
nudda, en nuddið skemmir þræð
ina í silki. Og í LUX er enginn
sódi til að skemma fallega liti.
Ef þvotturinn þolir vatn, þolir
hann líka LUX. Notið LUX á
allan viðkvæman þvott.
LUX gerir nærfötin yndisleg.
Hún Thea varð svo
feninn, þeaar jefl
saflði henni
Þegar jeg hitti Tlieu í
vikunni, sem leið, var
hún yfir sig hrifin af
LUX. Hún varð stein-
hissa hvað þvotturinn
varð fljótt hreinn og leit
vel út á eftir. Nú þvær
Thea öll sín nærföt heima
hjá sjer með LUX.
X-LX 455-392
LEVER BROTHERS LIMITED. PORT SUNUGHT. EMOLANT'
Þegar John D. Rockefeller ljet
mála sig fyrir 37 árum trúSi hann
málaranum fyrir því, hvernig inaS-
ur færi aS þvi aS verSa ríkur
Þessi málari, Arthur de Ferraris,
sem hefir málaS fjölda konunga og
þjóShöfSingja hefir nýlega sagt l'rá
aSferSinni i endurminningum sín-
um: „Ef þú hefir 30 dollara tekjur
á viku, þá leggurSu frá 3. Þegar
tekjur þinar eru orSnar 60 doll-
arar leggurðu frá 12. Og þegar
lekjurnar eru orSnar 120 dollarar
á viku, þá leggurSu 60 til hliSar“
----------------x----
Samkvæmt skattaframtalinu i
Bertlandi kemur þaS á daginn að
miljónamæringum fer þar mjög
fækkandi. Árið 1930 voru 819
inanns í Bretlandi sem höfSu yfir
miljón krónur í árstekjur, en 1932
voru þeir aðeins 534 og nú 452. Á
árinu 1934 hafSi eins einn maSur
4 rniljón pund í árstekjur, fjórir
milli 2 og 3 miljónir. Af tíu miljón
jiunda árstekjum fóru 4,6 miljónir
i skatt.
----x----
SiSasta kvikmynd Danans Carl
Brissons „All the Kings Horses“
hefir selst best allra kvikmynda í
Ameríku áriS sem leiS. Hefir Para-
mount nú gert samning við Brisson
fyrir alt þetta ár og greiSir hon-
um of fjár. Eru þaS þrjár myndir,
sem hann á aS leika í.
----x----
Rjetturinn i Los Angeles hefir
fengiS þaS viðfangsefni að dáema
um, hve mikiS jarðarför megi kosta.
Er málið höfðað af erfingjum leik-
konunnar Marie Dressler, sein dó i
júlí i fyrra. HafSi útför hennar
kostað 25.000, en þaS þótti frú
Bonitu Conthony systur hennar of
mikið. Hún á heima í London og
vitnar til þess i kæru sinni, að út-
för enskra lávarða kosti ekki nenia
6.000 krónur og vanti þó ekki við-
höfnina þar. Marie Dressler ljet að
eins eftir sig 85.000 krónur og þess-
vegna sje útförin altof dýr. Sam-
kvæml reikningunum fyrir útförina
hefir presturinn fengið 250 kr.,
gröfin kostað 6.700 kr„ bronse-
plata 575 kr„ en líkkistan sjálf
16.500 krónur.
----x-----
Ei' þjer verðið einhyerntíma a
ferð í Englandi og komið til lloc-
hester, gislið þjer í „gistihúsi Ric-
hard Watts. Gistingin kostar ekki
neitt og þjer fáið kvöldmat og
morgunmat ókeypis og um leið og
þjer farið stingur gestgjafinn ein
um shilling aS yður. Eftir nóttina
hafið þjer verið gestur manns, sem
að vísu hefir verið dauður i 365 ár,
en sýnir gestrisni samt. GistibúsiS
er frá timum Elísabetar drotningar
og stofnað 1579 og síðan hefir ver-
ið fult hús þar á hverju kvöldi.
Enda eru gestaherbergin ekki nema
sex. Og það er vissara að koma
snemma ef maður vill ná í lier-
bergi. Richard Watt, sem húsið er
kent við dó fyrir 366 árum. Sam-
kvæmt arfleiðsluskrá hans var gisti-
húsið stofnað og á að yeita húsa-
skjól „sex ærlegum ferðámönnum,
sem ekki eru flakkarar eða mála-
flutningsmenn“, og fá þeir allan
greiða ókeypis og 4 pence, um leið
og þeir fara, en gjöfin hefir síðar
verið hækkuð upp í shilling. Þarna
hafa gist menn af öllu þjóðerni og
stöðu, nema málaflutningsmenn —
þeim er jafnan úthýst. Watt hafði
jafnan átt í erjum við lögfræðinga.
Japanska stjórnin hefir samið
um smíði á stóru loftskipi til her-
varna við Zeppelinssmiðjurnar i
Friedrichhafen. Undir eins og þetta
frjettist til Moskva kallaði Stalin
Nobile á sinn fund og fól honum
að smíða loftskip, sem yrði eins
stórt og vel útbúið og það sem Jap-
anar eiga aS fá. Nobile dvelur altaf
í Rússlandi og er ráðunautur stjóra-
arinnar i loftskipasmíSum.
----x----
Canadiski flugmaSurinn Roy Brown
er að starfa að því að koma á föst-
um flugferðum milli Canada og
Eriglands. Gerir hann ráð fyrir dag-
kgum ferðum, og að leiSin verSi
flogin á tveimur sólarhringum.
Hann heldur sjer við sömu leiðina
og rannsökuð hefir verið undan-
farin ár: yfir Hudsonsflóa, Baffins-
hrnd, Grænlands, ísland og Fær-
eyjar ti) Englands.
——x------
Alexander Zubkoff, sá sem hjer
á árunum giftist Viktoriu systur
Vilhjálms ÞýskalandskeiSara fansl
nýlega á gistihúsi i Luxemburg,
kominn að bana af sulti og injög
aumlega til fara. Hann lifir sein
betlari núna, en á „velmaktardög-
unum“ eyddi hann 15.000 pundum
á ári>
----x——
Gösta Ekman leikari, sem undan-
farin ár hefir rekið Vasaleatern í
Stokkhólmi, hefir sagt upp leigu-
samningnum. Hefir hann greitt 85
þúsund krónur á ári í leigu fyrir
leikhúsið og er það þó gamalt og
mjög á eftir tímanum. Næsta ár
ætlar Ekman ekki að reka neitt
leikhús heldur leikur hann sem
geslur á erlendum leikhúsum og
ætlar auk þess að leika í kvikmynd
inn líf Karl 15. Svíakonungs, sem
lekin verður undir stjórn Lorentz
Marmstedt. Hljómleikarnir i mynd-
inni verða eftir Jules Sylvain, hið
l'ræga kvikmyndatónskáld Svía.
----x-----