Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1935, Síða 2

Fálkinn - 24.08.1935, Síða 2
2 F A L K I N N PROTQS Siemens heimsþektu raftæki. Ryksugur. Bónvjelar. Kæliskápar. Eldavjelar.. Hárþurkur. Hitapúðar. Fæst hjá raftækjasölum. Bestu sokkana fáið þjer tuímœlalaust L hjá ÁRUSI Verð kr. 2.25, 2.75, 3.50, 3.75, 4.25, 5.50. ------ GAMLA BÍÓ ------------ Saklaus lygi. Gullfalleg og efnisrík ensk tal- mynd í 10 þáttuin. Aðalhlut- verkið leikur 14 ára gömul stúlka: NOVA PILBEAM af framúrskarandi snild. — Ennfremur: MATHESON LANG og LYDIA SGHERWOOD. frægir leikarar í hinum enska leiklistaheimi. Myndin sýnd bráðlega. Fyrir þremur árum, í júlí 1932, fórst sænskt skip á kólalrifi i Kyrrahafinu, eigi langt frá Equador. Skipshöfnin komst á báta og var lengi á reki við hina verstu aðbúð. Mat höfðu skipsbrotsmenn engari nema hvað stöku sinnum náðisl í fisk, sem etinn var hrár, og liðu mennirnir hinar mestu kvalir af hila. Skipstjórinn og einn af vjel- sljórunum fórust, en þeir 14 sem eftir lifðu komust um síðir til lít- illar suðurhafseyjar, Hádegiseyjar- innar, sem er ein af Gilbertseyjun- um og hittu þar fyrir tvær malaja- fjölskyldur. Tóku þær skipbrots- mönnunum vel og hýstu ]aá og fæddu, enda var nóg um matarföng á eynni. Þarna lifðu sjómennirnir áhyggjulausu lífi lengi vel og mundu líklega vera þar enn, ef afbrýðis- semin hefði eigi spilt Paradísar- ástandinu. Malajafjölskyldurnar áttu þrjár ungar dætur, sem Svíarnir urðu ástfangnir af. Lenti þeim sam- an í bardaga út af stúlkunum og mistu tveir þeirra lífið, en þeir tólf sem eftir voru gátu ekki lifað saman en sátu á svikráðum hverir við aðra. Loks kom skip eitt lil eyjarinnar fyrir nokkrum vikum og flnti það tíu af Svíunum á burt„ en tveir urðu eftir. En jiegar Svi- arnir tíu komu til Sidney voru þeir settir í svartholið og sakaðir um að hafa drepið tvo landsmenn sina. Bíða þeir nú dóms. Hljóm- og RÍKA FRÆNKA. Kvikmynd þessi er gerð upp úr frönskum gamanleik eftir Félix Gandera, en tekin af Svensk Film- industri uildir stjórn Gustafs Mol- ander, en hinn snjalli lágasmiður Jules Sylvain hefir annast tónsmið- arnar í myndinni. Efnið er ekta franskt: ástabrall og hjónaskilnað- ir með öllum þeim vandræðum, sem slikar aðfarir hafa að jafnaði í för með sjer. Myndin hefst með því, að Berger, ungur forstjóri, og Greta Granberg ætla að fara að gifta sig og eru að koma heimilinu í stand. En sam- komulag þeirra er ekki nema svona og svona og það sem einkum bját- ar á er, að Berger hefir átt vin- gott við margar stúlkur áðui', svo að Grela er afbrýðissöm. Fer svo að þau skilja — alveg nýgift — og giftisl Greta aftur Lundgren nokkr- um forstjóra og sest hann að hjá konu sinni á nýja heimilinu. Það hefir Greta hlotið, því að húsið hefir hún fengið í brúðargjöf frá rikri frænku sinni í París. En Berger situr eftir með sárt ennið —• í bili. Gretu leiðist í nýja hjóna- bandinu, því að Lundberg er alls ekki nærgætinn eiginmaður, en van- rækir konuna og er allur í kaup- sýslunni. Samt getur hann fengið konu sína til að skrifa til París og biðja um 100.000 króna lán sem hann vanhagar um, hjá ríku frænkunni. talmyndir. Þau búast við að hún muni senda peningana, en hún tilkynnir að hún muni koma sjáif og nota tækifærið til að sjá Berger — því að hún hef- ir ekki hugmynd um annað, en það sje hann, sem enn er giftur Gretu. Og nú hefjast vanræðin þegar rika frænka kemur, og þau vandræði verða ekki minni fyrir það, að ríka lrænka og Lundgren eru gamlir kunningjar. Eru það ótrúlega skop- legir atburðir sem gerast á heimili Gretu, eftir að ríka frænka kemur í heimsóknina, en þeim atburðum verður myndin sjálf að segja áhorf- andanum frá. Það er hin nafnkunna norsk- sænska leikkona Tutta Berntsen-Rolf sem ber myndina uppi. Hún leikur ungu frúna tvigiftu og nýtur sín vel í hlutverkinu. Þeir sem niuna hana úr „Við sem vinnum eldhússtörfin“ og fleiri gamanmyndum, liekkja vel kosti þessarar bráðfjörugu leikkonu, sem nú er komin til Hollywood til þess að keppa þar um hylli almenn- ings, í ameríkönskum gamanmynd- iun. Fyrri mann hennar — sem á endanum verður lika þriðji maður hennar leikur Adolf Jahr, en mann- inn í miðið leikur Buller Berglund og er það spaugileg persóna. Loks leikur Karin Swanström ríku frænkuna, og er hún eigi síst skemti leg. Myndin verður sýnd á Nýja Bíó mjög bráðlega. SAKLAUS LYGI. í þessari mynd, sem tekin er at British Gaumont hvílir þuúgamiðja leiksins á ungi telpu, 14 ára gum- ulli, sem leikin er af óþektri telpu er heitir Nova Pilbeam, og valin var úr 100 umsækjendum um hlul- verkið. Itefir það val tekist svo vel, að myndin hefir hlotið óskifta aðdáun hvar sem hún hefir verið sýnd. Telpan unga, sem berst fyrir því að missa ekki foreldra sina frá sjer, fer svo snildarlega með hlut- verk sitt, að áhorfandinn finnur ekki til þess að hann sje að horfa á leikrit heldur finst hoinim l)að vera lífið sjálft, sem myndin bregð- ur upp fyrir honum. Svo sálrænn er leikur jiessa barns, sem sýnir lil- finningar dóttur, er elskar foreldra sína meir en nokkuð annað og sem finst alt leggjast i rústir er þau skilja samvistum. Leikurinn er svo lifandi, að þó að telpan segði ekki eitt einasta orð mundi áhorfadinn fytgjast með instu tilfinningum hennar og skapbrigðum. Vitanlega á leikstjórinn, Berthohl Viertel ekln síst lofið skilið fyrir þann árangur sem orðið hefir af samstarfinu við hinn unga leikanda, og skapað mynd sem að dómi erlendra blaða er al- veg sjerstök í sinni röð. Hin aðalhlutverkin í myndinni, foreldrarnir, eru leikin af hinum kunna enska leikara Malheson Lang og af Lydiu Sherwood. Eru jmu hvert öðru kunnara í enskum leik- listarheimi og afar vinsæl. Mathe- son Lang er gamalkunnur fyrir með- ----- NÝJABÍO ---------- Rika frænkan. Spriklfjörug og fyndin sænsk tal- og tónmynd er fjaliar um ástir, trúlofaniri hjúskap og hjónaskilnað. — Aðalhlutverkin leika af miklu fjöri vinsælustu skopleikarar Svíþjóðar: TUTTA BERNTZEN, KARIN SWANSTRÖM, ADOLF JAIIR og BULLEN BERGLUND. Jósefina drotning Napoleons var ein af eyðslusömuslu koiium, sem nokkurntíma hafa verið uppi í heim inum. Hún eyddi 2500 krónum i vararoða á ári. Hársnyrtingarmaður hennar hafði hærri laun en hers- höfðingjar keisarans. Til fata eyddi hún yfir 700.000 krónum á ári og átti aldrei minna en 200 pör af silkisokkum. Á einum mánuði keypti hún sjer einu sinni 34 hatta og á einu ári 980 pör af hönskum, 73 lífstykki og 500 pör af skóm. Hún hafði mjög gaman af sjaldgæfum dýrum og átti meðal annars ástralska pungrottu, þrjá páfagauka, markött og orangutang í gyltu búri. ...-x----- Edgar Wallace hefir til þessa ver- ið talinn afkastamesti rithöfundur heimsins, en nú lítur svo út, sem að annar methafi sje í uppsiglingu í þessari grein. Höfundurinn P. R. Ilaffold hefir nefnilega skýrt svo frá, að 200. bók sín sje nýkomin út. Raffold er mjög lesinn vestra, þó að hann sje tiltölulega litt kunnur í Evrópu. Hann samdi fyrstu bók sína fyrir 14 árum, svo að síðan hefir hann með öðrum orðum skrif- að meira en eina skáldsögu á mán- uði. Má það heita vel af sjer vikið. Guðmundur Jónsson, járnsmið- ur, Hafnarfirði, verður 65 ára á morgun. ferð sína á ýmsum hinna stærri hlutverka í leikritum Shakespeares og er talinn einn besti skapgerðar- leikari Breta. Auk þeirra leikur fjöldi alþektra enskra leikara i myndinni og er hún talin i flokki hinna ágætustu mynda, sem teku- ar hafa verið i Bretlandi, enda feng- ið hinar ágætustu viðtökur um all- an heim, og verið rætt ítarlega um hana i heimsblöðunum vegna hins listræna gililis, sem hún hafi. Á Roxyleikhúsinu í New York sáu 21.000 manns þessa mynd sama daginn og mun það vera einsdæmi um útlenda mynd í Bandaríkjunum. „Saklaus lygi“ verður sýnd bráð- Icga á Gamla Bió.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.