Fálkinn - 24.08.1935, Blaðsíða 9
F Á L K I N N
9
/ Austurlöndum hafa fornar íþróttir
til skamms tíma verið í hávegum hafð-
ar, einkum þær sem á einhvern hált
eru tengdar hernaði. Þannig iðka
austurlandabúar enn mjög boga-skot-
fimi og liafa sýningar á henni og þyk-
ir mikill heiður að vera fremstur þar.
Jafnvel Bretar iðka bogaskotfimi af
kappi, enda eru þeir manna vanafast-
astir. Iljer á myndinni til vinstri sjest
indverskur maður vera að sýna leikni
sína i því að skjóta af boga, á þjóðhá-
tíð í Simta í Punjab-hjeraði, að við-
stöddum mörg þúsund áhorfendum,
þar á meðal indverska undirkonungn-
um.
Það er myndarlegt svín, sem sjest hjer
á myndinni að neðan en annað mál er
hvort ketið af því er að sama skapi
bragðgott. tírís þessi vakti mikla at-
hygli á grísasýningu í Sidney, Ástralíu
í vor, enda er hann meira en tveir
metrar á lengd.
Knúlur prins og kona hans eignuðust
dóttur í sumar og var hún skírð í kirkj-
unni í Lyngby og voru þar viðstaddir
allir þeir úr konungsfjölskyldunni,
sem heima voru, þar á meðal afi og
amma hinnar ungu prinsessu. Ekki fer
ielpuhnokkinn nafnlaus út í veröldina,
því að ellefu nöfn fjekk hún í skírninni
og skulu þau ekki talin hjer, en aðal
nafnið er Elísabet. A myndinni sjást
foreldrarnir koma úr kirkjunni með
telpuna að lokinni skírninni.
Reiðmaðurinn sem sjest hjer á mynd-
inni t. h. er ekki öfundsverður. Ilann
hefir dottið af baki, eti á eftir honum
koma keppinautar hans á fleygiferð.
Oft bíða reiðmenn bana, þegar svona
vill til.