Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1935, Blaðsíða 11

Fálkinn - 24.08.1935, Blaðsíða 11
F Á L K 1 N N 11 YHGSVU LE/&N&URHIR Golf. Þiö hafið sjáli'sagt lieyrt getið um útileik, sem heitir golf og er mikið iðkaður af fullorðnu fólki, ekki síst í Englandi. Þar má sjá eldgamla karla iðka þessa íþrótt tímunum saman og á hverjum degi, og þeir segja að engin íþrótt i heimi sje eins holl og skemtileg og fullyrða að hún lengi lífið um mörg ár. En þetta er dýr íþrótt, enda eru það mest ríkismenn sem iðka hana. Til hennar þarf stórar brautir og vand- gerðar, og svo þarf hver leikmaður að hafa með sjer fjöldann allan af kylfum og spöðum og leigja sjer strák til þess að bera þetta á eftir sjer um völlinn. En þó að þetta sje nú svona, þa aétla jeg samt að kenna ykkur að leika golf. Að vísu ekki alveg eins og þetta fullkomna, hvorki hvað á- höldin snertir nje leikreglur. En þetta sem jeg ætla að kenna ykkur getur sarnt sem áður flýtt fyrir ykk- ur við að læra fullkomna leikinn og veitt ykkur holla hreyfingu og góða skemtun. Og það þarf ekki að verða dýrt, því að áhöldin sem hver not- ar er gamall göngustafur og al- gengur gúmmíbolti. Og það ráðið þið við — er það ekki ? Aftur á móti þurfið þið stórt svæði, nokkrar dag- sláttur til þess að ieika á, en þar eruð þið vei sett, sem eigið heima í sveitinni og getið notað túnið eftir sláttinn, eða þá einhvern móa, þar sem þið skemmið ekki neilt. Og kringum kaupstaðina er víðast hægt að finna nokkurnveginn sljett svæði, sem hægt er að nota. Þið búið til 10—15 holur i jörð- ina víðsvegar um brautina og fer fjöldinn eftir þvi hvað brautin er stór. Holurnar eiga að vera svo víðar, að boltarnir sem þið notið komist vel ofan i þær, en fjarlægð- in milli holanna á að vera 50—100 metrar. Bilið milli holanna á ekki að vera alveg sljett eða torfærulaust, heldur mega vera þar skurðir eða misliæðir eða gjótur, því að þá verður leikurinn enn skemtilegri. Hver teikmaður fær bolta og göngustaf mcð heygðu handarhaldi. Það er notað til að slá boltann, eða ineð öðrum orðum, stafnum er hald- ið öfugt við jmð, sem gert er þegar gengið er við hann. Hver leikmaður slær einu sinni í einu, eftir röð. Þið skuluð athuga, að standa ekki of nærri hverjum öðrum, þvi að það er ekki þægilegt að ia staíinn í hausinn. Það er gott að setja dálitlar spít- ur með tusku á við holurnar, því að annars er oft erfitt að sjá þær í mikilli fjarlægð, eða vita hvar þær eru. Leikreglurnar: Hvert högg reikn- ast sem eitt stig og nú er um að gera að komast á milli allra hol- anna í þeirri röð sem fyrirfram hefir verið ákveðin, og fá svo fá stig sem unt er. Eins og áður er sagt má maður aðeins slá einu sinni i einu, en i hvert sinn sem boltinn kemst í holu fær maður þó eitt högg aukreitis. Er boltinn þá tek- inn upp úr holunni og lagður á ákveðinn blett rjett við holuna og sleginn þaðan. Þið komist hrátt að raun um, að það er um að gera að hafa fyrsta höggið sem sterkast til þess að komast svo nærri næstu holu sem mögulegt er, en nota síðan minni cn vel miðuð högg til þess að hitta hoiiina. Þið finnið fljótt að jietta er skemiilegur leikur svo að það er ekki að ástæðulausu, að hann er i hávegum hafður. Jeg spái því, að þið verðið fljótt sólgin í hann. „ENGINN VERÐUR ÓBARINN BISKUP". Þið vitið öll, að á síðari árum hafa skeð feikna framfarir í ýmsum verklegum efnum, þar á meðal i fluglistinni. Og það þykir ekki að- eins íþrótt að fljúga langt og hart heldur líka að komast sem hæst upp í loftið. Litið þið á myndina hjerna og þá sjáið þið hinar geysilegu framfarir, sem orðið hafa i ]>ví að komast hátt, á síðustu 15 árum. Árið 1920 setti Schröder majór i Bandarikjunum hæðarmet og flaug upp í 10.500 metra hæð eða tals- vert hærra en hæsta fjall í heimi en það er Mount Everest. Síðan hafa metin altaf verið að smáhækka og nú hafa ítalinn Donati og Banda ríkjamaðurinn eineygði, Willy Post, sá sem flaug kringum hnöttinn á Þjer getið bókstaflega ekki verið án Vim, ef þjer þurfið að hreinsa málaða muni. Hin vísindalega tvöfalda verkun þess, leysir fyrst upp ólireinindin og rífur þau siðan upp. Ekki þarf annað en raka dulu með ofurlitlu af Vim í; ef nuddað er vel með henni, hverfa óhreinindin eins og dögg fyrir sólu. Ekki einu sinni minstu smáblettir, geta staðist hina tvöföldu verkun Vim. Vim rispar heldur ekki, en gerir málninguna sljetta og gljáandi og eins og nýja. Notið Vim i málaða muni og sjáið misnum- inn. NOTIÐ VIM TIL AÐ HREINSA MÁLNINGUNA. Þetta eru nýju um- búðirnar um Vim. Gæði Vim eru ú- breytileg. Vim hefir alt ú heimilinu. Lát- ið ekki bjóða yður eftirstælingar. MV294 -SOiC IFVER BROTHERS IIMITED. PORT SUNLIGHT. ENTIA> P tæpum átta dögum, og nýlega l'órst á langflugi - flogið upp í 15.000 metra — 15 kílómetra hæð. Þó hafa þeir sem flogið hafa á háloftsflugkúlunum komist hærra og hæst allra hefir Rússinii Proko- fieff komist, nefnilega 22 kílómetra upp i loftið. En hann varð að borga þetta met með lífi sínu. SVOLÍTIL REIKNINGSLIST. Kæni Pjetur er að gera kunningja sinn forviða með reikningskunnáttu sinni. Við skulum fylgjast með þvi sem hann gerir, og sjá hvort við getum lært nokkuð af honum. Hann biður Eirík að skrifa margra stafa tölu — svo margra sem hann vilji. Eiríkur skrifar svo 756343, en Pjet- ur reikningsfróði fær blýantinn aftur og skrifar i flýti þrjár tölur, nfl. 4, 3, 1. Nú má Eiríkur ráða hvar hann setur þessar tölur inn í tölu- röðina sem hann skrifaði áður og Pjetur segir honum, að hvar sem hann setji þær, skuli hann geta deilt nýju tölunni með níu, þannig að deilingin gangi upp. Eiríkur gengur þannig frá tölunum, að nýja talan verður 475363431 og það kemur heim að 9 ganga upp í tölunni og kvótinn verður 52818159. Eiríkur verður forviða en er þó ekki sann- færður og reynir nú að setja tölurn- ar inn á nýjum stöðum, en altaf ganga 9 upp í tölunni, hvernig sem hann fer að. Hvernig fer hann að því? Það er ofur einfalt mál. Þegar 9 ganga upp í þversummunni af tölu þá ganga þeir upp i tölunni sjáll'ri. Þessvegna var það enginn galdur hjá Pjetri, þegar hann sá töluna 756343 að leggja saman þversúmm- una, sem verður 28. 9 ganga ekki upp i 28 en hinsvegar í 36 og þá vantar 8 í þversummuna, sem hann fær með tölunum 4, 3, 1, sem Eirik- ur má svo bæta inn í hvar sem hann vill. Nú getið þið víst leikið þessa list eftir Pjetri. Tóla frœnka.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.