Fálkinn - 09.11.1935, Qupperneq 6
6
F Á L K I N N
Á vegamótum.
Efiir Mollie Donovan Maute.
„Forstjórann langar til aö tala við
yöur, Kent“.
David Kerit stóð upp, gekk eftir
endilangri skrifstofunm og bar'ði að
dyrum á einkaskrifstofu Marchments
forstjóra. Hann sat við skrifborðið
sitt og pikkaði með guliblýanti á
pappírsblökkina, sem lá fyrir fram-
an hann.
„Nú, eruð það þjer, Kent“, sagði
hann vingjarnlega. „Heyrið þjer ■—
getið þjer gert mjer greiða, jeg er
í vandræðum?"
„Það er alveg sjálfsagt, herra for-
stjóri!“
„Það er viðvíkjandi sumarleyf-
inu. —“.
David Kent varð órótt. Hann
hafði verið að nurla sarnan í þetta
sumarleyfi í fimm ár. Sviss — ítalia
— Riviera. Nú máttu ekki verða
nein forföll. Hann hafði farmiðana
í vasanum — bæði járnbrautarmið-
ana og gistihúsmiöana, miða handa
handa tveimur, sem áttu að notast
eftir hálfan mánuð hjer frá. Þar
beið uppfylling margra ára drauma
og vona. Milly og hann. Þetta átti
að verða önnur brúðkaupsferðin
þeirra — eftir tíu ára lijónaband.
„Jeg verð að fara í ferðalag núna
undir eins, en af því leiðir það, að
Duncan verður að bíða með sum-
arleyfið sitt þangað til jeg kem
heim aftur. En nú getið þið Dun-
can ekki báðir verið að heiman
samtimis, svo að jeg hefði hugsað
mjer, að við gætum komið því
þannig fyrir, að þjer tækjuð sum-
arleyfið núna. Þjer getið farið und-
ir eins ef þjer viljið . ..
David Kent lá við, i fyrsta sinn
á æfi sinni að segja nei við hús-
bónda sinn. Ilann var vanur því,
að fólk notaði sjer hvað hann var
meinlaus, og hann vissi að forstjór-
inn hafði snúið sjer til hans, vegna
þess að hann var deigári að fara
þess á leit við aðra. En virðingin
fyrir liúsbóndanum var honum inn-
gróinn og hann sagöi:
„Alveg sjálfsogt, herra forstjóri“.
„Þakka yður fyrir, Kent“. For-
stjórmn kinkaði vingjarnlega kolli
og leit niður á plöggin sín til þess
að Kent sæi, að nú þyrft hann ekki
meira við hann að tala. Þetta var
afgreitt mál.
David gekk löturhægt að skrif-
púltinu sínu frammi á stóru skrif-
stofunni. Hann var lamaður af von-
brigðum.
Hann hafði undirbúið ferðina svo
vandlega, sjeð fyrir öllu, bæði smáu
og stóru. Og í kvöld hafði hann ætl-
að að gefa Milly umslagiö með far-
miðunum dýrmætu. „Þetta er brúð-
argiöfin mín til þín, ástin míri“,
hafði hann ætlað að segja. „Datt þjer
kanske í hug, að jeg heföi gleymt
brúðkaupsdeginum þínum. Nei, jeg
hefi verið lengi að spara saman i
þessa ferð. Opnaðu nú umslagið og
vittu hvað þú finnur þar“.
Hann hafði sjeð í anda hve Milly
yrði glöð og undrandi, hve áköf hún
yrði að spyrja, undirbúning hennar
og hvaða föt hún ætti að hafa með
sjer. Það mundi eflaust koma þessi
skrítna gletni í augun á henni, þessi
gletni sem hafði horfið svo mjög i
seinni tíð. Það mundi koma roði í
kinnarnar og hún mundi kyssa hann
jafn innilega og hún gerði hjer
fyrrum.
Og nú —
Hann hjó pennanum í ergelsi ofan
í blekbyttuna og fór að gera upp
bækurnar. ------
„Það vill svo vel til, herra Kent“,
sagði afgreiðslumaðurinn á ferða-
skrifstofunni, „að einn af skiftavin-
um okkar hefir orðið að fresta sinni
ferð. Og hann ætlaði hjer um bil
sömu leið og þjer hafið valið. Ef
þjer Viljið hafa skifti á farmiðum
við hann, þá er ekkert því til fyr-
irstöðu“.
Hjartað íí Davd bærðist ótt. Hvílík
hepni! Að vísu fengi Milly skamman
lima til að búa sig undir ferðina.
En henni mundi ekki verða skota-
skuld úr því, hún var svo fljót í
snúningunum. Auk þess gæti hann
hjálpað henni, því að hann var laus
af skrifstofunni.
Hann hugsaði sig ekki um lengur.
Hann hafði skifti á farmiðunum og
undir eins og því var lokið flýtti
hann sjer heinu
Hann var í svo miklum móð að
hann gat varla dregið andann þeg-
ar hann kom inn fyrir hliðið lijá
húsinu sínu, sem var í langri húsa-
röð og öll húsin eins. Hann hljóp
við fót upp stigann gegnum garðinn,
augun ljómuðu af gleði, og reifur
eins og sigurvegari stakk hann lykl-
inum i skráargatið.
„Milly!“ hrópaði hann undir eins
og hann var kominn inn úr dyrun-
um. „Komdu hjerna, Milly! Jeg þarf
að segja þjer dálítið“.
Hann hengdi af sjer hattinn og
frakkann, en það kom ekkert svar
innan úr eldhúsinu.
Hann leit inn í borðstofuna, en
þar var tómt.
Hún var víst uppi á lofti, hugsaði
hann, bara að hún hafi nú ekki
höfuðverk.
Fyrsta hrifningin fór smámsaman
að dala. Ef Milly hefði höfuðverk
þá var alt saman einskisvert. Þá
væri hún eflaust súr og önug og
hefði alt á hornum sjer. Hún hafði
verið skrambi oft með höfuðverk
upp á síðkastið. En oft hafði hann
haft liugboö um, að það væri ekki
höfuðverkur, sem að henni gengi.
Þetta var ein af ástæðunum til þess,
að honum var áhugamál, að hún
fengi almennilegt sumarfrí einu
sinni, að hún fengi að upplifa eitt-
hvað, sem hrifi liug hennar frá
hversdagsamstrinu og búsumsvif-
unum.
Hann var daufur í dálkinn þeg-
ar hann gekk upp stigann og opn-
aði svefnherbergisdyrnar. En þar
var enginn. David gekk hægt ofan
aftur, og fram í eldhúsið.
Milly hafði liklega farið inn i bæ
til þess að komast á bíó mteð vin-
konu sinni. Hún hafði gert það oft
síðustu vikurnar. Þá var hún vön
að setja fram mat og skrifa skila-
boð á miða og skilja eftir. Iívöldin
voru oft löng hjá Davíð þegar þetta
skeði, en hann hafði ekki kvartað.
Milly hafði ekki svo mikið af skemt-
unum. Það hlaut að vera leiðinlegt
að þurfa að dvelja öllum stundum
heuna og hugsa um heimilið. Hann
óskaði þess bara, að hún hefði beð-
ið þangað til hann kom heim, svo
að þau hefðu getað farið út saman.
Jú — þarna var brjefsnepill.
David tók hann með semingi. Öll
gleði hans var forin út í veður og
vind. Þegar Milly kæmi heim mundi
hún vera þreytt og ljóminn vera far-
inn af öllum fagnaðartíðindunum
hans.
Ein í stað örfárra orða var orð-
sendingin frá Milly heil blaðsíða í
þetta sinn. Það fór angist um David
er hann las:
„Mjer þykir leitt atS verða að segja
'það, en jeg get ekki lifað úfram á
þennan hátt. Jeg afber það ekki
lenaur. Jeg hefi lagt mig í fram-
królca, en þú hefir sjálfsagt tekið
eftir, hve leið jeg er orðin á öllu.
Nú hefi jeg kgnst manni, sem getur
gert mig hamingjusama. Dæmdu mig
ekki of hart, David, og reyndu ekki
að leita að mjer, því uð það stoðar
ekki. Jeg kem ekki undir neinum
kringumstæðum til þín aftur. Milly“.
David stóð steini lostinn langa
stund og horfði á brjefið. Svo fól
hann andlitið í höndum sjer og
stundi hástöfum.
Hve lengi David sat svona, vissi
hann ekki, en loksins leit hann upp
og horfði kringum sig eins og i
draumi. Andlitið var afskræmt af
sálarkvölum.
Flestir ungir eiginmenn mundu
hafa oröið óðir og uppvægir í
Davids sporum og bölvað konunni
sinni og forlögunum. En það gerði
ekki David. Hann var vanur að taka
öllu rólega, og hann tók þessu eins
og hann hafði tekið öllum þungum
áföllum áður, sem hann hafði orðið
fyrir i lífinu.
Þetta var honum sjálfum að kenna
sagði hann við sjálfan sig. Hann var
alt of leiðinlegur og fáskiftinn fyrir
aðra eins konu og Milly var. Það
var ekki nema eðlilegt, þó hún
reyndi að láta lífið veita sjer meira
en hann gat gefið henni. Hún var
falleg og glaðvær, en hann hafði
reynt að læsa hana inni hjer milli
fjögurra kaldra veggja. Hann hafði
átt að vita, að það hæfði ekki konu
eins og Milly.
Honum datt ekki í hug, að trygg-
lyndi hans og óendanleg góðmenska
hefðu átt að vera nægileg til að full-
nægja flestum konum.
Svo fór hann, eins og í draumi,
að brjóta heilann um, hvaða maður
það mundi vera, sem hefði unnið
ástir Milly. Það hlaut að vera ein-
hver ungur, snyrtilegur, fjörugur og
gáfaður maður, það fanst honum
sjálfsagt. Maður sem hún gat litiÖ
upp til og dáðst að, og sem — það
vonaði hann innilega — gæti gert
hana hamingjusama.
Það var eitthvað ógnandi í þessari
kyrð, sem ríkti i húsinu. Og dikkið
í klukkunni á arinhyllunni gerði
hana en ógeðfeldari. Dikk-dikk-dikk-
dikk. Hann gat ekki þolað að hlusta
á þetta. Dikk-dikk-dikk.
Hann hljóp út í garðinn til þess
að losna við þetta klukkutif. Hann
stóð kyr og hallaði sjer upp að eld-
húsdyrunum.
„Gott kvöld, herra Kent. Það er
góða veðrið í dag!“
Það var digra konan í næsta húsi
sem hallaði sjer upp að girðingunni,
til þess að fá sjer kjaftasprett.
„Já, það er satt —- fallegt veður“,
tautaði hann.
„Nú farið þjer víst að fá sumar-
leyfi bráðum?“ hjelt hún áfram og
horfði á hann. „Konan yðar hefir
víst líka þörf fyrir að komast eitt-
livað burt. Hún hefir verið eitthvað
svo guggin upp á síðkastið. Það er
kanske af hitanum“.
David kinkaði kolli. Bara að hún
vildi nú fara.
„En ef jeg væri i yðar sporum
þá mundi jeg ekki láta hana vera
svona mikið með þessum Goring.
Hann er víst engin fyrirmynd“.
Það liðu nokkrar sekúndur þang-
að til David skildi hvað hún var að
fara. Hann rjetti úr sjer og færði
sig nær.
„Hvað eigið þjer við?“ spurði
hann, og það var eitthvað i svip
hans sem olli því, að konan færði
sig undan.
„Jeg ætlaði engan að móðga“,
flýtti hún sjer að segja. „Mjer fanst
bara rjett að þjer fengjuð að vita
það. Hún hefir verið mikið með
þessum slána upp á siðkastiö. Og í
morgun fóru þau út í bílnum hans
klukkan tíu. Þau ætluðu víst eitt-
hvað upp í sveit, eða þessháttar.
Hún hafði stórt koffort með sjer,
það hefir vist verið nestið. Jeg gat
sjeð að þau lenda ekki í svelti, svo
mikið er víst“.
„Gonng — Goring!“ David sá
rautt. „Þessi montni, ógeðslegi dóni,
sem nýlega var kominn í nágrennið.
Nei, því var varla trúandi. Siðlaus
og simontandi útlifaður raftur, sem
ekkert siðað fólk vildi sjá. Með hon-
um hafði Milly strokið! Hann hafði
hún tekið fram yfir sinn eigin
mann. En hann skyldi aldrei fá
hana!
David krepti hnefana. Blóðið sauð
í gagnaugunum á honum og æðarn-
arnar þrútnuðu. Eitt augnablik stóð
hann eins og með stjarfa, en svo tók
hann eftir að grannkonan horfði a
hann og hann rankaði við sjer.
„Já, það er rjett“, stundi hann
upp úr sjer. „Goring bauð konunni
minni að aka henni í bílnum simyn
til vinfólks hennar uppi í sveit. Jeg
fer þangaö sjálfur á morgun".
Þetta var dálítið einkennileg skýr-
ing, en ef til vill riiúndi hún stöðva
slúðursögur grannkonunnar. Hann
kvaddi stutt og fór inn.
Goring — Goring! hljómaði fyrir
eyrum hans, er hann skálmaði fram
og aftur um eldhúsgólfið. Gat Milly
ekki slcilið að þetta var þorpari?
Hann mundi líklega verða leiður á
henni eftir skamma stund og yfir-
gefa hana.
Og þegar hann komst þangað í
hugsanaferli sínum inisti hanri síð-
asta vottinn af stjórn á sjálfum sjer.
Hann barði hnefunum í borðið, svo
að bollarnir dönsuðu.
Nei, aldrei skyldi þorparanum tak-
ast þetta. Hann — David Kent —
skyldi afstýra því. Hann skyldi kom-
ast á sporið eftir þeim og sækja
hana heim affur, hversu langt sem
þau væru komin.
Án þess að gefa sjer tíma til að
setja á sig hatt og fara í frakka
þaut hann út úr húsinu og hlióp
upp veginn. Hann hafði ekki liug-
mynd um hvar hann ætti að leita
að Milly, en finna hana — það
skykli hann.
Þessi litli veimiltítulegi maður,
sem altaf hafði verið svo óframfær-
inn og úrræðalaus og altaf hafði
sætt sig við að lífið gengi á rjett
hans, var alt í einu þrunginn al'
hugrekki og sjálfstrausti. Hann hafði
aldrei sett sjer hærra mark en að
standa vel í stöðu sinni á skrifstof-
unni, en nú brann hann af löngun
til að vinna eitthvert þrekvirki —
svo að Milly yrði stolt af honum.
Undir eins og hann hafði fengið
hana aftur mundi hún aldrei fram-
ar líta á nokkurn annan mann —
hann skyldi sjá fyrir því. Hann hafði
breytt alveg skakt við hana. Verið
altof eftirlátsamur og góður. En nú
skyldi hún sjá annan svip á honum.
Hann spurðist fyrir og komst á
spor. Guli bíllinn hans Gerald Gor-
ing hafði sjest á leiðinni suður að
hafi. Hann hafði fengið bensín
nokkrum kilómetrum fyrir utan
borgina, á leiðinni til Foíkstone.
Þegar Folkstone var nefnt datt
David i hug Boulogne og það lá við
að hann misti móðinn. Ef þau væru
komín til Frakklands mundi honum
verða örðug eftirleitin. En hann
skyldi nú finna þau samt, jafnvel þó
hann ætti að leyta um alt megin-
land Evrópu.
Hann hafði tekið út talsvert af
peningum vegna sumarleyfisins og
leigði sjer nú bíl og ók til Follcstone
á tveúnur timum.
Hann spurðist viða fyrir og gaf