Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1935, Page 12

Fálkinn - 09.11.1935, Page 12
12 F Á L K I N N Mazaroff-morðið. DULARFULL LÖGREGLUSAGA EFTIR J. S. FLETCHER. „Svo seni tvær vikur, að því er jeg best veit“, svaraði jeg. „Það get jeg sagt yður“, sagði Crole. „Hann kom til Englands í júlí — i júlílok“. einmitt að velta fyrir mjer“. „Þá hefir brjefið eða böggullinn eða hvaða sending það nú befir verið, verið sent frá Cape Town nokkrum mánuðum áður en Mazai'off kom til Englands“, sagði May- thorne. Hann sneri kvittúninni við. „Hjerna á bakhliðinni hefir eittbvað verið skrifað, nokkrir stafir og tölur“, hjelt hann áfram. „Hlustið þið á, hvað hjer stendur: Bl. D. 1. Hvað skyldi það eiga að merkja Og er þetta ritliond Mazaroffs?“ „Já, það er enginn vafi á því“, sagði jeg. „Hann skrifaði stóru stafina með svo sjer- kennilegu móti“. „Þennan pappírsmiða ætla jeg að liirða, hann er ómetanlegt gagn til þess að hyrja rannsóknirnar á“, sagði Maythorne. Skömmu síðar kom lögreglan á gistihúsið. Þeir vpru þrír saman, yfirlögregluþjónninn, íulltrúinn og Manners. Þeir spurðu okkur í þaula um Musgrave og byssuna hans, um mig og Webster og margt annað, og við þessar yfirheyrslur kom það á daginn — nokkuð sem jeg liafði ekki haft hugmynd um — að Mazaroff liafði siðdegis, sama dag- inn og' hann var myrtur, komið inn í gilda- skálann á gistihúsinu, þar sem fyrir var alls- konar fólk, bændur og beljuprangarar, nautrekar og landeyður, er fengu sjer hress- ingu eftir markaðinn. Þar hafði hann, að því er frammistöðustúlkan sagði, veitt mjög vel og gefið liverjum sem hafa vildi ölföng og tóbak, sem hann borgaði með finnn punda seðli, er hann tók upp úr úttroðnu veski, svo að allir sáu. Þessi tilkynning virtist vekja ánægju lög- reglumannanna, sjerstaklega Manners. Sama dag síðdegis sagði jeg Crole og Maythorne af hjartsýni lögreglunnar, meðan við sátum yfir teinu. Maythorne virtist skilja hugsunarhátt Manners. „Já, það er vitanlega þetta, sem er senni- legast“, sagði hann — „blátt áfram venju- legt morð til fjár — jú, Manners hefir alveg rjett fyrir sjer. En — þetta getur lika verið tóm bölvuð vitleysa — hm!“ „Þjer efist um þetta?“ spurði jeg. „Ef þjer viljið endilega vita það“, svaraði liann, „þá hvorki efast jeg eða trúi. Eins og sakir standa liefi jeg enga skoðun í málinu. Það er svo fjöldamargt, sem jeg verð að komast að, áður en jeg mynda mjer skoðun. Og sjerstakíega þetta: Hver var maðurinn, sem Mazaroff sagðist verða að tala við, hjer í nágrenninu? Náði hann tali af honum? Og ef svo er þá hvar — og livenær. Og ennfrem- ur —- var hann á leið til lians þegar hann var myrtur? Og ennfremur: þekkir þessi maður, hver svo sem það nú er, Mazaroff sem Mazaroff eða sem Merchison? Var hann myrtur sem Mazaroff — með öðrum orðum ókunnugur maður hjer um slóðir — eða sem Merchison, og könnuðust menn við hann “ „Sjáum til“, tautaði Crole. „Þessu var jeg „Með öðrum orðum“, lijelt Maythorne á- fram, „er þetta morð verk einhvers aðvífandi samviskulauss hófa, sem fjell fyrir freisting- unni að myrða rikan mann til fj.ár, eða er orsakanna að leita aftur í tímann — og ef svo er, þá hversu langt aftur i tímann?“ 9. KAPÍTULI: MÁLAFLUTNINGSMAÐURINN FRÁ YORK. Yfirheyrslan i sambandi við líkskoðunina fór fram morguninn eftir í stærstu stofunni á gistihúsinu og virtist í fyrstu aðeins mundu verða stutt málamyndaathöfn, sem ráðin væri fyrirfram af lögreglunni og líkskoðunardóm- aranum. Gerðist ekkert framan af, þangað til Elphingstonehjónin og Sheila komu inn og í fylgd með þeim maður, sem virtist vera lög- fræðingur og nokkuð var liniginn á efri ár. Manners, sem stóð við nliðina á mjer, hvísl- aði að mjer, að þetta væri mr. Wetherby, málaflutningsmaður frú Elphingstohe og ljet jeg það berast áfram til Crole, sem var við hina liliðina á mjer. Wetlierby ljet ekki á sjer standa, að til- kynna lögreglunni af livaða ástæðum hann og þau hjónin væri þangað komin. Eftir að hann liafði livíslast á við dómstjórann nokkra stund, stóð hann upp. Hann sagði i sem fæstum dráttum sögu frú Elphingstone, drap á heimsókn okkar í Marrasdale Tow- er og staðliæfingar þær, sem við höfðum horið fram og að lokum hað hann um leyfi til þess, að frú Elphingstone yrði sýnt líkið af hinum myrta, svo að hún gæti ef til vill sagt til um, livort að hún teldi það vera Andrew Merchison. Þessi ósk var veitt þegar i stað og mr. Wetherby beðinn um, að fara með frúnni þangað, sem líkið lá. Þegar þau komu aftur þaðan, var andlit hennar eins og það væri mótað í marmara. Ekki var hægt að lesa nein merki geðslirær- ingar í svipnum — andlitið virtist mótað af djúpri ró. Samkvæmt tilmælum rjettarforsetans fór hún nú inn í vitnastúkuna og gaf skýrslu. Innihald hennar var þetta eina: Hún gat ekki sjeð að hinn látni væri Andrew Merchi- ison. Ef andlit lians hefði verið óskaddað, sagði hún rólega, þá liefði hún máske getað þekt það, en eins og það var — væri lienni það ómögulegt! Hún gat ekki fullyrt, að maðurinn væri Merchison og hún gat heldur ekki staðliæft það gagnstæða. Crole málaflutningsmaður stóð nú upp til þess að leggja ýmsar spurningar fyrir frúna. „Frú Elphingstone“, sagði liann. „Var Andrew Mercliison rangeygður á vinstra auga ?“ Frúin kinkaði þegar í stað kolíi til að samsinna þessu. „Já, það var hann“, svaraði hún. „Og lals- vert áberandi, meira að segja“. Crole sneri sjer að dómsforsetanum. „Fjöldi vitna mun geta staðfest, að þessi ógæfusami maður, sem fundist hefir myrt- ur, var rangeygður á vinstra auganu, og jeg er sannfærður um, að hægt er að fá fleiri sannanir, sem benda til þess að hann og Andrew Merchison sje sami maðurinn, — jeg vil til dæmis að taka leggja til að —“. „Þetta er engum vafa hundið!“ kallaði rödd úr hópi áheyrenda. „Maðurinn var Andrew Merchison“. Og áður en dómstjórinn gat komist að, hjelt Hassendeane gamli áfrám — því að sá var maðurinn: „Þó að frú Elphingstone sje ekki viss i sinni sök, þá verð jeg að lýsa þvi yfir, að jeg er það! .Teg þekti Andrew Merchison mæta- vel í garnla daga, þegar hann kom hingað að staðaldri, og eins síðar, eftir að hann giftist ungfrú Linton, sem nú heitir frú Eþ)- hingstone. Og jeg þekti liann undir eins aft- ur, þegar jeg sá hann hjerna um kvöldið. Hann var að vísu orðinn rúmum tuttugu árum eldri, og —“ „Hvar sáuð þjer liann, mr. Hassendeane?“ tók dómstjórinn fram í, sýnilega forviða y.fir þessum óvænlu upplýsingum. „Jeg sá liann sama kvöldið og úrslitastund hans sló“, svaraði gamli maðurinn. „Á göt- unni í Birnside, skamt frá liúsi mínu. Jeg liafði verið hjá garðyrkjumanninum mín- um, og þegar jeg gekk heimleiðis, sá jeg háan mann standa í dyrunum á liúsi Jolm Metcalfe og vera að kveilcja sjer i vindli. Jeg sá hann all greinilega og jeg tólc líka eftir, að hann var rangeygður á vinstra auganu, alveg eins og jeg mundi hann til forna“. „Þjer töluðuð ekki við hann?“ spurði dómstjórinn. „Nei, ekki gei’ði jeg það“, svaraði Hass- endeane. „Undir eins og hann hafði kveikt í vindlinum, sneri hann við og gekk hvat- lega áleiðis til Reivers Den og High Cap Lodge“. Dómstjórinn leit á málaflutningismenn- ina, sem sátu við horðið kringum hann. „Við neyðumst víst til, að fresta prófunum í hálfan mánuð“, sagði hann. „En jafn- framt —“. í sama bili opnaði lögregluþjónn einn dyrnar og hleypti manni inn. Hann var með gleraugu og skimaði í allar áttir, þegar hann kom inn í salinn, eins og hann væri hrædd- ur um, að samkomunni væri slitið. Svo tók hann nafnseðlaveski úr vasa sínum og gekk til dómstjórans og livíslaði nokkrum orðum að honum. Mátti lesa hæði furðu og vand- ræði úr andliti hans. Svo töluðust þeir enn við nokkur orð og að því búnu leit dóm- stjórinn enn kringum sig. „Þetta virðist ætla að verða sjerstaklega flókið mál“, sagði hann, „mál, sem í raun- inni kemur morðinu alls ekkert við. Þessi maður lijerna“ — hann leit sem snöggvast á nafnspjaldið — „mr. Stephen Postlet- liwaite, málaflutningsmaður i York — segist hafa lesið um málið i blöðunum i gær og flýtt sjer hingað til þess að gefa upplýsing- ar. Það verður hest, að fá þessar upplýsingar nú þegar? — Viljið þjer stíga inn i vitna- stúkuna, mr. Postlethwaite, og segja okkur ástæðuna til, að þjer eruð hingað kominn?“ Mr. Postlethwailhe kvaðst reka lögfræði- lega skrifstofu í Yorlc og tólc síðan upp dag- hók sína og benti á klausu frá 23. septem- ber, sem lýsti heimsókn Mazaroffs á skrif- slofuna þennan dag. „Mr. Mazaroff", hjelt hann áfrarn, „var mjer gersamlega ókunnugur, en þó hafði jeg sjeð liann í bænum nokkrum dögum áður, ásamt ungum manni, sem jeg sje hjer í hóp þeirra, sem viðstaddir eru. Hann sagðist

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.