Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1935, Blaðsíða 2

Fálkinn - 23.11.1935, Blaðsíða 2
2 F Á L Ii I N N ------ GAMLA BÍÓ ---------- Primadonna. Áhrifamikil og efnisrík tal- og söngmynd eftir sjónleiknum „Evensong“ eftir enska skáidið Edw. Knoblock. Aðalhlutverkin leika: EVELYN LAYE, FRITZ KORTNER, CONCHITA SUPERVIA. Musik eftir hiS heimsfræga tón- skáld Mischa Spoliansky. Myndin sýnd bráðlega. Munið HREINS JÓLAKERTI, ALTARISKERTI, STERINKERTI, PARAFIN, og margar tegundir af SKRAUTKERTUM. H.f. HREINN BARONSSTlG 2, REYKJAVÍK Frúin: — Eruð þjer búin að fægja alt látúnið, Guðríður? — Já, alt nema hringina yðar og armböndin. Vikublaðið FALKIN er lesið af öllum, hvort heldur er til sjós eða sveita, og varð á skömmum tíma útbreiddasta blaðið á Islandi. Hversvegna? m a Vegna þess, að Fálkinn flytur efni, sem er lesendum kærkomnara en það, sem önnur blöð hafa að bjóða. Vegna þess, að Fálkinn flytur fleiri myndir, inn- lendar og útlendar en öll önnur blöð landsins tii samans. Vegna þess, að í Fálkanum er svo fjölbreytt efni, að þar er jafnan eitthvað handa öllum. Það stendur á sama, hvort það er húsbóndinn, húsmóðirin, vinnu- l'ólkið, börnin — unglingarnir eða gamalmennin. •— í Fálkanum finna allir lesmál, sem verður þeim lcært. Gerist áskrifendur. Ársfjórðungurinn, um 250 siðu*- að jafnaði, kostar aðeins 4.50 krónur. Skrifið afgreiðslunni og biðjið um sýnishorn, sem m m. UERfl SmiLLDri ÍÍDllyuiDDd — París — Peykjauík fllt til viðhelds fögru ug hraustu hörundi, lÍEÍlrisöiubirgðir: 5KÚL1 JDHfinnSSDn & co. Hljóm- og talmyndir. „PRIMADONNA". Þetta er ensk kvikmynd og leika aðalhlutverkin Evelyn Laye og hinn á- gæti snildarleikari Fritz Kortner, sem flestir bíó- gestir munu kannast við. Er myndin bygð á frægu ensku leikriti, „Even- song“ eftir skáldið Ed- ward Knoblock og er að- alhlutverkið sjerstaklega samið fyrir ieikkonuna Evelyn Laye, þannig að hún geti notið sem best hæfileika sinna. Enda tekst henni það í rikum mæli, hvort heldur sem hún kemur fram sem ung telpa á barnaheimili eða sem hin vinsæla leikkona, sem ferðast borg úr borg um Evrópu og nýtur hylli almennings. Og loks tekst henni eigi síst upp í síðasta þætt- inum, þegar hún er orðin aldur- hnigin kona, sem heimurinn hefir snúið baki við, og sem berst við sjúkdóma og bágindi. Annað aðalhlutverkið er hlutverk leikstjórans fræga, sem verður til þess að greiða götu leikkonunnar út á listabrautina og síðan reynist henni öruggur vinur, sem aldrei l)regst, og sem eigi slær af henni hendinni fyr en hún breytir þvert á móti þeim ráðum hans að liætta að leika, þegar hann sjer að hún er orðin of gömuj til ])ess. Það er þetta hlutverk, sem Fritz Kortner leikur, af ógleymanlegri snild. Af ö'ðrum hlutverkum í myndinni má nefna hljómlistarmanninn Gc- orge Murray, sem leikin er af Em- lyn Williams og spönsku söngkon- una Conchita Supervia, sem leikur þarna söngkonu, er verður keppi- nautur hinnar söngkonunnar, er þá hefir verið „primadonna“ í um tuttugu ár. Conchita Supervia er mjög fræg söngkona, og var ekki nema fimtán ára ]iegar liún söng á leikhúsi i fyrsta sinn; hlutverk Carmen, í samnefndri óperu. Flestir munu heillast af söng Eve- lyn Laye og Conchita Supervia i þessari mynd, enda er hún talin ein besta söngmynd, sem gerð hefir verið í Englandi. Hefir hún valuð afarmikla athygli hvar sem hún hefir verið sýnd. Hjer í Reykjavík verður hún sýnd mjög bráðlega — á GAMLA RIO. ,.BJARTEYG“. Sliirley Temple, litla télpan ame- ríkanska er fyrir löngu heimsfræg orðin fyrir leik sinn í kvikmynd- um og fáar „stjörnur“ fá hærra kaup nú á dögum en hún. í mynd- inni Bjarteyg (Bright Eyes), sem tekin er af Fox fjelaginu leikur hún umkomulitla telpu, sem mist hefir föður sinn, flugmann sem hefir látist af slysi. Móðir hennar, frú Blake, verður að ráða sig sem vinnukonu á heimili vandálauss ------ NÝJABÍO -------------- Bjarteyg. (BRIGHT EYES) Gullfalleg og skemtileg amerísk tal- og tórimynd. Aðalhlutverkið leikur eftirlætisbarn allra kvik- myndavina, litla stúlkan SHIRLEY TEMPLE. Aðrir leikarar: Lois Wilson, James Dunn, Juditli Allenofl. Sýnd bráðlega. fólks og fær að liafa hana með sjer, en þessir nýju húsbændur eru galla- gripir, einkum frúin, sem er ímynd síngirni og óþokkaskapar og sjer ekki sólina fyrir telpu sem hún á sjálf, en gerir Bjarteygu alt til miska. Húsbóndinn er luska, sem eigi fær neinu til leiðar komið fyrir konunni sinni. Einnig er á heimilinu gamall maður, frændi frúarinnar, forríkur karl, sem þau hjónin hafa í húsinu í von um að þau muni erfa hann þegar hann hrekkur upp af. Á flugstöð skamt frá eru ýmsir vinir hins látna flugmanns, föður Bjarteygar. Hún kemur þangað oft og verður augasteinn flugmannanna, einkum eins, sem heitir Loop Merritt (leikinn af James Dunn). Eitt sinn þegar jólin nálgast hafa flugmennirnir viðbúnað lil þess að halda Bjarteygu jólaglaðning á flug- stöðinni og bjóða móður hennar þangað. En hún verður fyrir bil á leiðinni og deyr. Loop Merrit ákveð- ur að ganga henni i föður stað — það Stendur aðeins á peningunum — en þegar hann fær tilboð um að fljúga í áríðandi erindum til New York með brjef, í versta veðri, gegn þúsundr dollara borgun, þá grípur hann tældfærið fegins hendi, þó að flugið sje hið mesta áhættu-spil. Ségir myndin frá því, hvernig Bjarteyg lendir líka í þeirri ferð án þess að flugmaðurinn viti, og hvernig hann bjargar lifi þeirra tneð því að hlaupa fyrir borð úr vjelinni í fallhlíf, með telpuna í fanginu. Og að lokum lýsir myndin þvi, hvernig Bjarteyg eignast líka móður í stað þeirrar sem hún hafði Framh. ú bls. l.j.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.