Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1935, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.11.1935, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. fíitstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. AÖalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10-—12 og 1—6. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraððaraþankar. Helsta ljósrofið í rökkri yfirstand- andi krepputíma hjer á landi, er óefað það, hve áhugi almennings fer vaxandi fyrir íslenskum iðnaði. Iljer hætast smátt og smátt við iðngrein- ar, all yfirgripsmiklar, sem eru nýj- ar í landinu, skapa bætt atvinnu- skilyrði og spara erlendan gjaldeyri. Almenningi er loks nú farið að skiljast, að íslendingar eru ekki svo rík þjóð, að þeir geti látið útlend- inga gera alla skapaða hluti fyrir sig — nema að ala upp fje og veiða fisk. En að vísu má fullyrða, að ýmis- legt af þeim iðngreinum, sem nú eru orðnar innlendar, liafa orðið það i skjóli þess ástands, sem nú er í heiminum og geta ekki lifað hjer eftir að þvi skjóli sleppir. Er- * lendis hefir flestur iðnaður færst í stóriðjuhorfið. Vjelarnar sem þarf til þess að framleiða margar vörur eru svo stórbrotnar og dýrar, að þær mundu verða ofurefli þeirri frámleiðslu, sem landið getur tek- ið á móti, og sú iðngrein því aðeins starfrækjandi, að hægt væri að afla erlends markaðar fyrir framleiðsl- una, en á þvi eru litlar horfur eins og nú standa sakir. í rauninni eru iðnmál Islands svo mikið stórmál, að furða er, að þeim skuli eklcj hafa verið sýnd meiri i-æktarsemi af því opinbera, en orð- ið er. Ef nokkursstaðar þarf skipu- lags og undirbúnings þá er það þar. Hjer þarf ítarlega rannsókn á því, hvaða vörutegundir helsl sje til- tækilegt að framleiða hjer með þvi markmiði að gera þær að söluvöru á erlendum markaði. Og til þeirra rannsókna þarf kunnandi menn, sem hafa kynt sjer til hlítar og lært viðkomandi iðngrein, en ekki að eins fengið nasasjón af henni á stuttu ferðalagi erlendis. Sú rannsókn hlýtur vitanlega að miðast við vinslu þeirra efna, sem framleidd eru hjer i landinu sjálfu. en ekki þeirra, sem inn verður ao flytja, nema ])á að littu teyti, til uppbótar annara aðalefna. Er ekki hægt að vinna iðnvörur úr allri is- lenskri ull i stað þess að senda hana til útlanda óunna — og jafnvet óþvegna? ■ Er ekki hægt að gera kápur, hanska og fleiri vörur úr íslenskum sauðskinnum og lamb- skinnum, í stað þess að senda gær- urnar út, sattaðar eða rotaðar. Er ekki hægt að vinna efni úr fiskúr- ganginum í stað þess að fleygja hon- um? Menn vita, að alt þetta er liægt, cn til þess að vita hvort það borg- ar sig þarf rannsókn, og svarið verður þó ávalt í óvissu, vegna þess Thorvaldsensfjelagið sextugt. Núverandi stjórn Thorvaldsensfjelagsins: Standandi (frú vinstri): frk. fíuðrún St. Jónsdóttir, frú Sophie Hjaltested, frú fíósa Þórarinsdóttir, Sitjandi: Frú Franziska Olsen, og frú fíagnheiður Clausen. Allir íslendingar, sem komnir eru lil vits og ára, kannast við versl- unarfyrirtæki eitt í Reykjavík, sem nefnist „Thorvaldsens Basár“. En færri vita, hvernig það fyrirtæki er til orðið, og með hverjum hætti það er rekið. Þó vita margir, að hak við þetta fyrirtæki stendur öflugur fjelagsskapur: Thorvaldsens- fjelagið. Á þriðjudaginn var voru liðin sextiu ár síðan þessi fjelagsskap- ur var stofnaður. Og hann hefir orðið merkur og mikill þáttur i ís- lensku þjóðlífi, — sennilega mest vegna þess, að það sem fyrir hann hefir verið unnið, var unnið af hvöt stofendanna — og þeirra, sem tóku við af þeim — til þess að láta gott af sjer leiða, án þess að fá laun fyrir. Thorvaldsensfjelagið er elsta starfandi kvenfjelagið í landinu. Það hefir ekki gefið sig að stjórn- málum eða dægurþrasi, en helgað ákveðnum málum starfsemi sína — ekki síst þá, að sýna í verki, að konur geta áorkað miklu, án að- stoðar karlmannanna. — Þetta þyk- ir engin furða í dag, en fyrir sex- tiu árum var viðliorf kvenna öðru- vísi en nú er, gagnvart þjóðfje- laginu. — Hversvegna heitir þessi fjelags- skapur Thorvaldsensfjelagið? munu ýmsir spyrja. Tildrögin til nafnsins eru þau, að frumhugmyndin til fje- lagsstofnunarinnar kom fram meðal nokkurra ungra kvenna, sem voru að skreyta Austurvöll, daginn sem minnisvarði Thorvaldsens átti að afhjúpast þar á vellinum. Frú Þóra Pjetursdóttir, biskups, siðar kona Þorvaldar Thoroddsen, kvað hafa átt uppástunguna að því, að stofna fjelagið. — Og það var stofnað með 24 meðlimum. Frú Þórunn Jónassen var kosinn fyrsti formað- ur þess. Það hefir oft orðið svo, um fje- lagsstofnanir hjer á 'landi, að „fyrst er alt frægast". En i þvi efni hefir öðruvísi farið, hvað Thorvaldsens- fjelagið snertir. Það hefir jafnan átt góðu liðsfólki á að skipa, og sífelt verið í vexti, enda er hin óeigingjarna starfsemi þess þannig vaxin, að það hlaut að eignast vini. Sá árangúr, sem fjelagið getur fagn- að engin getur sagt verðlag heims- markaðsins fyrir. En likindi er ávalt liægt að fá. að á sextugsafmæli sinu er svo stór- fenglegur og mikill, að þeir, sein gerast til að ganga i líkan fjelags- skap, hefðu gott af því, að kynna sjer starfsferil Thorvaldsensfjelags- ins, til þess að læra, hvernig best er hægl að koma að notum, fyrir einstakling, sem vill verða ])jóðinni að liði. Fyrsti formaður fjelagsins, land- læknisfrú Þórunn Jónassen gegndi formannsstöðunni til dauðadags, 1922, eða samfleytt 47 ár. Mun hún vera hjartfólgnust fjelagskon- um allra þeirra, sem starfað hafa fyrir fjelagið fyr og síðar, enda sýndu þær það í verki á 25 ára al'- mæli fjelagsins með því að færa henni kvæði og merki fjelagsins í gulli. Þegar hún fjell frá, gaf fje- lagið ennfremur þúsund króna minningargjpf um hana í Lands- spitalasjóðinn. Á 25“ ára afmæli fjelagsins var svo Bazar Thorvaldsensfjelagsins stofnaður. Mun það hafa verið fyrir tillögu frú Sophie Hjaltested, að ]>essari stofnun var komið upp, til þess að greiða götu heimilisiðn- að frá sjó og sveit til innlendra og erlendra kaupenda. Þetta var árið 1900. Fimm árum síðar hafði fjc- lagið keypt húseign þá, sem verið hefir heimkynni basarsins til þessa dags — og er enn. En haft var á orði i þá daga, að „kvenfólkið færi nú að gerast ærið djarft, þegar það færi að kaupa hús“. Reynslan liefir sýnt, að það kapp, sem konurnar i Thorvaldsensfjelaginu sýndu, er þær keyptu húseignina var: með forsjá. Hjer er ekki rúm til að rekja alt það, sem Thorvaldsnsfjelagið hefir gert um æfina, almenningi og kvennastjettinni til þrifa. Thorvald- senskonurnar kendu handavinnu, löngu áður en farið var að kenna slíkt í skólunum, þær tóku upp þann sið, að gefa fátækum jóla- gjafir og glaðning og höfðu jóta- trje fyrir fátæk börn. Þær gengust fyrir þvottakeyrslu inn í Laugar, lil ])ess að ljetta flutningunum af þvottakonunum, sem allajafna urðu að flytja þvottinn sjálfar. Þær not- uðu frístundir sinar til þess, að sautna föt á börn, sem áttu fátæka að. Mannúðarhugsjónin var jafnan efst á baugi. Og hver stóðst kostnaðinn við alt þetta, sem gert var? Fyrst og fremst var það vinna fjelagskvenna sjálfra, sem gerði þetta mögulegt. En ýmsa aðra útvegi hafði fjelagið til ]>ess, að afla sjer tekna, svo sem hluta- veltur, leikskemtanir — og svo jóla- merkin, sem allir ístendingar kann- ast við. Einnig hafa orðið allniiklar tekjur af hasárnum. Mest af þessum tekjum hefir þó runnið í sjóð, sem nefnist „Barna- uppeldissjóður ThorvaldsenSfjelags- ins“. Var hann stofnaður árið 1900 og hafa ýmsir orðið til þess að styrkja hann, m. a. Jón Laxdal og Morten Hansen. Svo öflugur var þessi sjóður orðinn á hálfrar aldar afmæli fjelagsins, fyrir tíu árum, að fjelagsstjórnin sá sjer fært, að afhenda Reykjavíkurkaupstað fimtíu þúsund krónur i reiðu fje, sem til- lag til væntanlegs barnahælis. Það er að vísu ekki komið upp enn, en staður hefir því verið ákveðinn og innan fárra ára mun verða kominn véglegur minnisvarði um þá fögr.i hugsjón, sem fyrir fjelaginu vakti, Fgrsti formaður Thorvaldsensfje- lagsins, landlæknisfrú Þórunn Jón- assen, sem var formaðnr fjelagsins i 47 úr. með stofnun sjóðsins. Forstöðu Barnauppeldissjóðsins liefir frá önd- verðu haft frú Sigriður Jensson og unnið mikið starf honum til liags- hóta. Eins og áður er sagt hefir Thor- valdsensfjelagið jafnan haft það stefnumið, að starfa að sem flestu, er komið gæti almenningi til liags- bóta og framfara. Ef öll fjelög gætu látið eftir sig jafn mikinn árangur eftir sexlíu ára slarf, mundi eftaust mörgu vera komið lengra á veg en nú er. Mctgnús Þorláksson Blikastöð- um varð 60 ára W. />. m. Tveir rikisbuhbar eru að tala sam- an um, hvernig best sje að komast hjá þjófnaði. — Jeg sef altaf með vasabókina mína undir höfðinu, segir annar. — Æ, það er mjer ómögulegt. Jeg get ekki sofnað dúr, ef jeg hefi svo hátt undir höfðinu, svaraði hinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.