Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1936, Side 3

Fálkinn - 01.02.1936, Side 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðatskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10-—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. \skriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. .1 uglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. Þó að undarlegt nlegi virðast hafa Reykvíkingar fremur erfiða aðstöðu til þess að iðka skautahlaup. Tíðin er svo umhleypingasöm, að sjaldan er gott skautasvell hjer að staðaldri. Hjer var einu sinni til Skautafjelag, en það orð ljek á því, að jafnan kæmi hláka, þegar það liafði látið laga svellið, enda er fjelagið nú úr sögunni. Staðviðrin og kuldinn í vetur hefir verið óvenjulegt fyrirbrigði enda mun ekki í mörg ár liafa verið hlaup- ið eins mikið á skautum i Reykja- vik eins og siðastliðnar vikur. Eitt íþróttafjelagið átti frumkvæði að því að gera ís á Austurvelli, og hvernig sem á því stendur virðist fólk lield- ur vilja hlaupa á skautum þar lield- ur en á Tjörninni. Er þó vafalaust, að hægt væri að liafa betri skauta- hraut á Tjörninni heldur en á Aust- urvelli. Skautaiþróttin er holl íþrótt og með fegurstu íþróttunum, sem iðk- aðar eru. Það er óblandin ánægja að sjá lipran mann eða konu hlaupa á skautum, iikaminn stælist allur og styrkist og venst við jafnvægislist. Listhlaup á skautum er þrungið af fegurð og kapphlaup reyna bæði á þol og snarræði. Hjer í þessu blaði fiytur dr. Gunn- laugur Claessen prófessor tillögu um, að Reykvíkingar komi sjer upp skautabraut innanlniss, til þess að lyfta undir skautaíþróttina. Og það verður eigi annað sagt, en full þörf sje á slíkri stofnun, með ]>ví að reynslan hefir sýnt, hve sjaldan völ er á svelli undir beru lofti. Það er i rauninni ilt að vita, að þessi norðlæga þjóð, sem kennir sig við /sland skuli ekki hafa haft ástæður til að skara fram úr í vetraríþróttum. Nágrannar vorir á Norðurlöndum, einkum Norðmenn, eiga jafnan fjölda manna á að skipa, sem hafa hlotið heimsrægð fyrir skautahlaup eða skíða. en við eigum engan. Þess væri óskandi, að sá skriður sem komist hefir á, skautahlaup núna, vegna veðráttunnar undanfar- ið, gæli orðið til þess, að íþrótta- fjelögin tæki upp tillögu dr. Claes- sens og beitu sjer fyrir henni. Að vísu er það óhugsandi, að hin ein- stöku i])róttafjelög gætu hrundið þessu máli í framkvæmd, végna kostnaðar. Bærinn yrði að hlaupa undir bagga. En með samstarfi lians og íþróttafjelaganna mætti eflaust takast að koma hjer upp sæmilegri skautabyggingu. Líf og heilsa. XII. Skautahús. Vetraríþróttir eru ekki auð- veldar á Islándi, vegna um- hleypinga og hvassviðra; það lítur út fyrir, að skautalilaupin eigi enn erfiðara uppdrátlar, en skíðagöngurnar. Svo er það a. m. k. hjer sunnanlands. Not- andi skautaís er mjög stopull hjer i liöfuðstaðnum, og menn gera þvi varla ráð fvrir þeim möguleika, að geta rent sjer á skautum. Og þá tima, sem frost eru og svell, er oft svo vinda- samt, að þeir sem óvanir eru, hemja sig ekki á skautunum. Sonja Henie. Skautahlaup eru mjög lioll íþrótt. íþróttafjelagið „Fram“ hefir í vetur unnið gott. verk með því að gera svell á Austur- velli, og draga þangað ungt fólk, til íþróttalífs undir beru lofti. Slökkviliðsmenn hafa líka látið sjer ant um að lialda við skautaís á Tjörninni. En þegar maður virðir fyrir sjer skauta- fólkið, er áberandi hve sára- fáir fara vel á skautum, eða hafa verulega' leikni i íþrótt- inni. Þetta er ofur eðlilegt, vegna þess live skautaferðirnar eru stopular, enda mun ekki um neina tilsögn að ræða í þess- ari íþróttagrein. Það er ekki nema ein leið til þess að vekja framför í þessu efni, og hún er sú að reisa skautahús í Reykjavík, eins og líðkast sumstaðar erlendis. Svellið er þá framleitt með frystivjelum, og þarf ísinn ekki að vera nema næfurþunnur. Sumstaðar ytra eru þessi hús Eftir Dr. G. CLAESSEN. uotuð alt árið. Annarsslaðar, eins og t. d. í Stokkhólmi, er skautahöllin opin aðeins part úr vetrinum Skautahús í Rvik mætti nota af öllum skólum bæjarins. Sum- ir leikfimistímar ættu að fara fram þar, til þess að alt skóla- fólkið lærði skautahlaup. Jeg geri ráð fyrir, að útisvellin yrðu þá betur notuð. Það er meiri freisting að renna sjer á skaut- um fyrir þá, sem kunna íþrótt- ina, heldur en óvaninga. Skauta- húsið mundi því auka aðsókn að Tjörninni og Austurvelli. En útiíþróttir tel jeg hollastar allra íþróllagreina. — Hockey-Ieik má líka æfa i skautahúsi. Jeg hefi einu sinni hreyft þessu máli áður opinberlega. En lítið liefi jeg orðið var, að málinu liafi verið sint. Jeg lield þó að þarna sje verkefni fyrir íþróttafjelög bæjarins, eða þá hæjarráðið, þegar það er búið að koma Sundhöllinni á lagg- irnar. Annarhvor þessara að- ilja ætti a. m. k. að láta rann- saka kostnað við bygging og rekstur skautahúss i höfuð- staðnum. — Nokkrar tekjur gæti skautahúsið haft frá skól- unum og aðgöngueyri skauta- manna. Hugsanlegt er lika, að stofnun þessa mætti nota til sýninga eða þviuml, að sumr- inu til. Æskulýður höfuðhorgarinnar þykir vonarpeningur. Það er margt, sem glepur, og freist- ingar til gjálífis. En það er ekki nóg fyrir eldri kynslóðina að lirista höfuðið yfir unga fólk- inu, og hneykslast á, að það sitji á gildaskálum við vín- drykkju, og í tóbakssvælu. Á móti þvi verður ekki hetur unnið, en með því að gefa því kost á líkamsæfingum, og örfa það til útiíþrótta. Ungt fóík þarf að nota krafta sína og hafa eitthvað fyrir stafni utan vinnu- tíma. Þá er leiðin í skautahús- ið, en þaðan út á Tjörnina, þeg- ar færi gefst, eða önnur vötn i nágrenni Rvíkur. Skiðamenn telja ekki eftir sjer að fara upp í Hengil, og skautamenn mundu kanske stofna til ferða á vötn i nágrenninu, ef skautaíþróttin kæmisl á jafn góðan rekspöl, sem skíðaferðirnar. Dvalarleyfi Leon Trotski í Noregi var útrunnið 18. deseniber. Hefir hann sótl um að fá það framlengt og var það auðsótt, þvi að ekki er vitað að Trotski hafi á nokkurn hált haft frannni undirróður til byltinga. Búist er við að hann dvelji lengst af í Noregi í vetur, en að einhverju leyti i Sviþjóð. Jón Sveinbjörnsson konunflsritari — sextuflur. .4 morgun verður sextugur Jón Sveinbjörnsson konungsritari. Þó að hann hafi dvalið erlendis mest af manndómsárum sínum á hann hjer marga vini, og hvert mannsbarn kannast við nafn hans og stöðu. Eftir að Jón lauk embættisprófi, starfaði hann um skeið í Stjórnar-r ráði íslands, sem þá var nýstofnað, en fluttist síðan til Kaupmanna- hafnar og hefir dvalið þar síðan. Gegndi hann fyrst störfum í fjár- málaráðuneyti Dana og var jafn- framt ritari i einum rjetti Kaup- mannahafnar. En 1914 varð liann aðstoðarmaður á stjórnarskrifstofu íslands í Höfn og gegndi því embætti til 1918, þegar breytingin varð á sambandi íslands og Danmerkur. Þá var honum falið að takast á hendur konungsritarastarfið og varð fyrstur manna íslenskur konungs- ritari. Hefir hann gegnt þvi alla tíð síðan við hinn ágætasta orðstír. Það er ekki vandalaust starf, að vera milligöngumaður konungs og fjar- lægrar landstjórnar, en það orkar ekki tvímælis, að honum hafi farið það meistaralega úr hendi. Hann hefir ágæta þekkingu á íslenskum högum og fylgist nákvæmlega með öllu. Og hann er prúðmenni í fram- göngu, svo af ber. Eiga íslendingar góðan fulltrúa þar sem hann er. Hugheilar óskir munu honum ber- ast i tilefni af afmælimi á niorgun. Kristján Linnet bæjarf. í Vest- mannaeyjum verður 55 ára í dag.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.